Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1975 3 Myndlistarmenn opna nýjan sýningarsal NOKKRIR félagsmcnn Félags fslenzkra myndlistarmanna upna f dag, 13 júní, sýningu f nýjum sýningarsal Byggingaþjónustu Arkitektafélags tslands að Grens- ásvegi 11. Félagið vill med þess- ari sýningu kynna þetta nýja sýningarhúsnæði sem áætlað er að verði notað t náinni framtíð fyrir smærri sýningar félagsins eftir þvf sem tækifæri gefst til. Á blaðamannafundi með for- ráðamönnum sýningarinnar kom m.a. fram, að félagið hefur ekki átt neinn samastað frá því að Listamannaskálinn var rifinn. Og Mynt- og frímerkja- sýning opnuð í dag I DAG klukkan 5 verður opnuð sýning f Hagaskóla á mynt og frímerkjum. Að sýningunni standa félagar úr Myntsafn- arafélagi tslands og Félagi ís- lenzkra frímerkjasafnara. Mynt, minnispeningar og frí- merki verða sýnd í 12 púltum og um 40 römmum. Sýningin verður opin frá klukkan 2 til 10, til sunnudags- kvölds. þegar Arkitektafélagið bauð F.Í.M. þennan sýningarsal til sam- eiginlegra afnota tók félagið því fegins hendi. Auk þess að þarna má sýna verða einnig haldnir fundir og sinnt öðru félagsstarfi innan F.Í.M. og ekki töldu þeir myndlistarmenn, sem blaðið ræddi við, minna um vert að þarna fengist aðstaða til að undir- búa sýningar. Sögðu þeir að þarna væri að hluta komin sú aðstaða, sem þeir vonuðust eftir á fá á Kjarvalsstöðum en fengu ekki. Þessi nýi sýningarsalur er um 100 fermetrar að stærð og verður þar góð aðstaða fyrir smærri sýningar en slíkar sýningar hafa verið fremur fáar á vegum félags- ins. Hvort þarna verða að meiri- hluta einkasýningar eða sam- sýningar er enn óráðið og sögðu myndlistarmennirnir, að undir- tektir þessarar sýningar kynnu að ráða miklu um framtiðina. Alls eiga 8 listamenn verk á þessari sýningu en þeir eru: Benedikt Gunnarsson, Björgvin Sigureir Haraldsson, Elías B. Halldórsson, Gylfi Gíslason, Hjör- leifur Sigurðsson, Kjartan Guð- jónsson, Matthea Jónsdóttir og Sigurður Sigurðsson. Eins og áður sagði verður sýningin opnuð í dag kl. 17 og verður opin til kl. 22 í kvöld. Alla virka daga verður hún opin frá kl. 10 til kl. 18 en helga daga frá kl. 14 til 22. Sýningin stendur í tvær vikur en á henni eru 28 verk. Listamennirnir Sigurður Sigurðsson, til vinstri, og Björgvin Haraldsson setja upp eina af myndum Sigurðar. Á NÆSTUNNI verður boðin út smíði nýs norsks sendiráðs, sem ætlunin er að risi á horni Fjóíugötu og Bragagötu. Rúmmál hússins er um 2 þúsund metrar en i því verða bæði skrifstofur sendiráðsins og íbúðir starfsfólks þess. Áformað er að smíði hússins hefjist strax og gengið hefur verið að tilboðum verktaka. Svo sem sjá má er húsið í norskum stil en það eru arkitektarnir Ulrik Arthúrsson og Haukur Viktorsson á teiknistofunni Arkir sem húsið teiknuðu. Aðalfundur Almenna bókafélagsins: Félagið gert að sjálfseignarstofnun AÐALFUNDUR Almenna bóka- félagsins og styrktarfélags þess, Stuðla h.f., var hahlinn 3. júní síðastliðinn, en í haust eru 20 ár liðin frá stofnun félagsins, sent gefið hefur út samtals 360 bækur en á árinu 1974 gaf félagið út 14 nýjar bækur. A sfðastliðnu hausti var stofnaður sérstakur bóka- klúbbur AB. 1 fréttatilkynningu um aðalfund AB, sem Mbl. hefur borizt, segir m.a.: Formaður Almenna bökafélags- ins, Karl Kristjánsson, gerði grein fyrir útgáfustarfi félagsins á s.l. ári. 1 skýrslu hans kom fram, að á árinu hafði útgáfubókum félags- ins fækkaó nokkuð frá fyrri ár- um. Alls. gaf félagið út 14 nýjar bækur 1974 auk nokkurra endur- prentaðra bóka. Þá skýrði Karl Kristjánsson frá þeirri nýjung, sem Bókafélagið tók upp á síðasta hausti nteð stofnun Bókaklúbbs AB. 1 byrjun gerðust um 2000 manns félagar í bókaklúbbnum, en um þessar mundir eru þeir orðnir um 3.500 talsins og fer stöðugt fjölgandi. Þá gat Karl Kristjánsson þess, að á árinu 1975 eru liðin 20 ár frá stofnun AB og hefur félagið gefið út að jafnaði eina og hálfa bók á mánuði hverj- um frá öndverðu eða 360 bækur. Framkvæmdastjóri AB, Balcí- vin Tryggvason, gerði grein fyrir reikningum félagsins og rekstri. Þá ræddi hann um þann vanda, sem bókaútgáfa heíur átt við að stríða í æ vaxandi niæli undan- farin þrjú ár. Síðasta ár var eink- ar erfitt og framtíðarliorfur ískyggilegar. Þótt félagið hafi staðið erfiðleikana af sér fram til þessa hljóti AB eins og aðrir bókaútgefendur að draga saman seglin um sinn nema úr rætist. Helzta bjargráðið nú er afnám söluskatts af bókum. Benti hann á þá knýjandi nauðsyn, að menn- ingarleg, sjálfstæð bókaútgáfa gæti þrifizt með eðlilegum hætti. Menningarstarf væri engin auka- geta og síður en svo afteiðing af góðum efnahag. Þvert á móti væri réttara að segja, að þróttmikið menningarstarf, reist á þjóðleg- um grunni, væri forsenda göðra og heilbrigðra lífskjara þjóðar- innar allrar. Þá fyrst er efnahags- legur vandi illviðráðanlegur. ef Framhald á bls. 20 Konungi gefið mál- verk afJökulsárlóni á boðstólum og gerðu allir því góð skil. Að borð- haldi loknu, sem stóð frá kl. 18.30 til kl. 21, afhenti lögreglustjórinn á Höfn i Hornafirði, Friðjón Guð- röðarson, Svíakonungi að gjöf málverk eftir Jó- hannes Geir listmálara. — Þetta var gjöf frá mér og konu minni til konungsins, sagði Friðjón þegar Mbl. spjall- aði við hann. Myndin, sem er pastelmynd, er frá Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, en fyrr um daginn hafði konungurinn skoðað það, og var auðsjáanlega hrifinn af umhverfinu. Að loknu veizluhaldi í Skafta- felli var haldið til Fagurhóls- mýrar, þar sem flugvél Land- helgisgæzlunnar, TF-Sýr, beið, en með henni ferðuðust kon- ungur og forsetahjónin, og einnig Fokker frá Flugfélaginu sem flutti aðragesti. Var lagt af stað frá Fagurhólsmýri skömmu fyrir kl. 22 og komið til Reykjavíkur um kl. 22.30. SKAFTFELLINGAR héldu Karli XVI Gustav kvöldverðarboð í skála kaupfélagsins undir Skaftafellshæðum í fyrrakvöld. Kalt borð var Ameðan dvalið var við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi birti nokkuð til, þannig að konungur og fylgdarlið fékk jöklasýn. Hér stendur Karl XVI Gústaf ásamt Sigurði Þórarinssyni fylgdarmanni sfnum og virðir fyrir sér lónið. Ljósm. Mhl.: IVniuifiirOlafsson. Það getur orðið hált á jöklinum og hér vegur Svíakonungur sig áfram með hjálp nærstadds manns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.