Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JUNl 1975 7 STAKSTEINAR Stjórnmálaleiði Stjórnmál snerta alla þá þætti þjóSllfsins. sem varSa hag og heill borg- aranna I þjóSfélaginu, bæSi sem heildar og ein- staklinga. Vökull áhugi hvers og eins ætti þvl aS vera fyrir hendi á þess- um vettvangi, jafnt um sveitarstjórnar- og þjóS- mál. Þessu er þó naum- ast aS heilsa, þvl miSur. f lýSræSisríki fylgir ský- lausum rétti einstakl- ingsins til afskipta og áhrif á sameiginleg mál- efni sú ábyrgS og skylda, aS kynna sér gaumgæf ilega og taka afstöSu til málefna 115- andi stundar og framtlS- ar. Sá stjórnmálaleiSi, sem gert hefur vart viS sig I rikum mæli, á sér efalltiS margþættar or- sakir. Glögg mörk milli flokka og stefnumiSa hafa eySzt eSa óskýrzt, fastheldni stjórnmála- manna viS orS og fyrir- heit fariS úr böndum. Viss sveigjanleiki I stjórnmálum, sem vissu- lega verSur aS vera fyrir hendi, ekki slzt þar sem samstarf meira og minna óllkra flokka er óhjákvæmilegt, hefur valdiS þvi, aS fólk veit sjaldnast fyrirfram meS öruggri vissu, hvers kon- ar framvindu þjóSmála þaS stuSlar aS meS at- kvæði slnu. Hreinar lín- ur stjórnmálabaráttunn- ar hafa þvl máðst út aS nokkru og valdið af- skiptaleysi almennings. Dæmi hins gagnstæða Þó er grunnt á áhuga Íslendingsins I þessu efni. Þyki honum mikið við liggja notar almenn- ingur rétt sinn og áhrif. Eitt gleggsta dæmi þessa kom fram I undir- skriftasöfnuninni Varið land, þegar meirihluti is- lenzkra kjósenda, óháð stjórnmálaf lokkum, myndaði fjöldahreyfingu til að tryggja öryggi þjóðarinnar og aðild hennar aS samstarfi vestrænna lýðræðis- rlkja. Á nokkrum vikum myndaðist varnarveggur almenningsáhrifa, sem náði til hvers byggSs bóls I landinu, á hverjum margra ára niSurrifsstarf kommúnista og með- reiðarsveina brotnaði I spón. Þessi áhugi hafði vissulega sln mótandi áhrif, sem segja mun til sln um allnokkra fram- tiS, og hvetja til stefnu- festi I öryggis- og sjálf- stæðismálum þjóðarinn- ar. Á rústum tilrauna sin.na hafa kommúnistar gripið til þess lágkúru- lega bragSs, einkum I Þjóðviljanum, að ófrægja forystumenn Varins lands persónu- lega. Sllk vinnubrögð lýsa betur og bitna frek- ar á þeim, er þeim beita en hinum, sem þeim er beint gegn. Þessi sorp- tunnuskrif bera þvl öll- um, sem sjá vilja, hvers konar fyrirbæri Þjóðvilj- inn er. Og það er gott og blessað út af fyrir sig. Unga fólkið og Alþýðu- bandalagið Ungt fólk er oft opn- ara og örara I stjórnmál- um en hið eldra. Þetta kemur fram I öflugu starfi stjórnmálasam- taka ungs íólks innan allra islenzkra stjórn- málaflokka — nema Al- þýðubandalagsins. Ung- herjahreyfing, sem starf- aði I tengslum við Sósla- listaflokkinn, sagði skil- ið við Alþýðubandalagið og kaus að starfa utan vébanda þess. Engin formleg samtök ungs fólks, eru starfandi inn- an Alþýðubandalagsins. Það, sem á milli bar, núverandi forystumanna Alþýðubandalagsins og „Fylkingarinnar", var og er, að hinir yngri vildu koma til dyra eins og þeir voru klæddir, ekki leyna slnu raun- verulega pólitlska and- liti. sem út af fyrir sig er virðingarvert, hvað sem stefnu þeirra llður. Þeir vildu ekki fela sig á bak við Alþýðubandalags- grimuna. Þetta róttæka vinstra fólk er að vfsu margklof- ið. Fylkingin er aðeins eitt brotið. Kommúnista- samtökin, Marxistar- Leninistar, klofnuðu I tvær fylkingar. Og enn fleiri munu hóparnir vera. Allir neita þó þátt- töku I feluleik Alþýðu- bandalagsins, eina Is- lenzka stjórnmálaflokks- ins, sem ekki getur þróað æskulýðssamtök innan sinna flokks- marka. Það er tlmanna tákn, sem vert er að veita athygli, að unga fólkið I landinu telur slzt af öllu. að það geti gengið sinn veg móti framtlðinni innan raða þessa forneskjulega feluflokks, sem hefur ekki meiri trú á sinum raunverulega tilgangi en svo, að hann sé bezt fal- in fólki, og verði ekki troðið inn á það nema á fölskum forsendum. Þetta er sjálfsagt rétt mat og á-rökum byggt, en nöturlegt engu að slður. J Fréttabréf frá Stykkishólmi Stykkishólmi 17. maí. EINS OG mörg undanfarin ár veröur á vegum St. Fransisku- systra í Sykkishólmi starfrækt barnaheimili fyrir börn víðs- vegar að af landinu. Verður börnunum skipt í tvo hópa. Fyrri hópurinn frá 16. júní til 16. júli og hinn siðari frá 16. júli til 17. ágúst. Teknir verða drengir frá 5—10 ára og telpur frá 5—11 ára. Heimili þetta er mjög vinsælt enda alltaf nægir þátttakendur, er hægt er að taka um 40 börn i hvorn hóp- inn. 0 0 0 1 gær bættist nýr bátur i flota Stykkishólms. En þá kom m.b. Þórsnes II S.H. 109, nýr stálbát- ur smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri, til Stykkishólms. Fjöldi fólks fagnaði komu skipsins og bátar frá Stykkis- hólmi fóru til móts við Þórsnes- ið út fyrir höfnina. Þórsnes er eigandi sam- nefnds hlutafélags, en það á annan bát fyrir og rekur hér fiskverkunarstöð. Þórsnes II er 150 lestir að stærð. Búið öllum nýjustu fiski- leitartækjum, vandað í alla staði. Vél 760 ha Mannheim og gengur skipið 13 mílur. Skip- stjóri verður Kristinn Ö. Jóns- son og mun skipið brátt fara á togveiðar. 0 0 0 Nú er unnið að því að full- gera félagsheimilið í Stykkis- hólmi en það hefir undanfarin ár verið i smíðum. Hefir tekist samkomulag um að kennsla verði þar á hausti komanda, en eins og er hefir barna- og gagn- fræðaskólinn verið í miklu hús- næðishraki. Hefir samkomulag tekist við menntamálaráðu- neytið um leigu á húsnæði fé- lagsheimilisins til kennsluhús- rýmis á næsta vetri og er stefnt að því a byggingunni verði lok- ið þannig fyrir haustið að kennsla geti hafist þar á réttum tíma. Þess skal getið að bygging félagsheimilisins hefir einnig haft það markmið að hægt verði að reka þar hótel eftir því sem efni og ástæður leyfa hverju sinni. 0 0 0 Hafnarbryggjan í Stykkis- hólmi er nú orðin mjög léleg, sérstaklega hefir þetta komið fram á seinustu tímum og orðið að loka hluta hennar fyrir allri bílaumferð. Hefir verið mark- visst unnið að þvi að endur- byggja haus bryggjunnar, enda er höfnin og aðstaðan þar lífæð Stykkishólms. Nú er verið að hefjast handa um endurbygg- inguna og standa vonir til að byrjað verði þegar I þessum mánuði. Verður þetta mikið verk, enda vandað til þess á allan hátt. Stefnt er að því að fullkomin aðstaða skipa verði fyrir hendi í höfninni fyrir haustið. 0 0 0 Ilundahald er bannað í Stykkishólmi. Er þetta tekið skýrt fram i lögreglusamþykkt sýslunnar. Samt hefir hundum fjölgað ótt og titt og fjölgar enn. Eru þeir hingað og þangað að, sumir keyptir dýru verði. Svo er nú komið að sýslumannsembættið hefur séð sig knúið til að aug- lýsa rækilega bannið og þar með að ef hundaeigendur fjar- lægi ekki gripi sína verði gerð- ar sérstakar ráðstafanir. Síðan eru nokkrir dagar. Hér er fjöl- menn og kröftug lögregla og er beðið eftir að henni verði beitt gegnhundunumog biðamenn spenntir eftir að vita hvorir verða ofan á. 0 0 0 Hestamennska færist mjög i vöxt hér í Hólminum og margir eiga nú gæðinga og oft mætir maður ríðandi fólki á vökrum hestum á förnum vegi. Góð hesthús og vegleg hafa risið hér upp fyrir ofan bæinn og er að þeim mikil prýði. Er af eigend- um vel hugsað um hestana enda má það sjá á þeim. A sumardag- inn fyrsta átti að verða sérstak- ur hestamannadagur hér þar sem menn kæmu saman með hesta sina og reyndu þá. Flug- völlurinn gamli hefir nú verið notaður sem hlaupabraut. Vegna veðurs gat ekki af þessu orðið á sumardaginn fyrsta, en síðar var þessi dagur hátíðlegur haldinn og þótti gefast það vel að ábyggilega verður þetta end- urtekið árlega. 0 0 0 Hér á Snæfellsnesi eru nú 5 prestaköll, en 2 læknishéruð. Samgöngur hafa mjög batnað á seinustu árum og fjarlægðir því minnkað. Nú hefir Staðarstað- ur verið í eyði í vetur og hefði það einhverntimann þótt saga til næsta bæjar, enda talinn með betri brauðum. Ekki hefir starfsvettvangur þótt þar mikill þegar þess er gætt að þjónandi prestur þar hefir haft kennslustörf á hendi suður í Kjós í vetur. Fer ekki hjá því að mönnum kemur til hugar hvort þetta sé ekki orðið óþarft prestakall og hvort ekki væri hægt að sameina það Söð- ulholtsprestakalli. I þeim báð- um myndu þá verða færri sóknarbörn en i Setbergs- prestakalli í Eyrarsveit. Það er mikið talað um að rikið sé illa stætt og því þörf á sparnaði i rekstri og það skal munað að margt smátt gerir eitt stórt. 0 0 0 Vorið hefir verið mjög kalt og frost ekki enn farið hér úr jörðu. Gróðri fer lítið fram og snjór er mikill í fjöllum. Þó hefir seinustu daga brugðið til batnaðar og haldi svo áfram sem horfir má treysta því að vorið sé virkilega komið i raun. 0 0 0 Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá því að systurnar f St. Fransiskusreglunni hófu störf I Stykkishólmi. Tók sjúkrahúsið þá til starfaoghefirveriðstarf- rækt siðan af miklum myndar- brag og aukið sinn vettvang í ýmsum greinum. Er þetta starf systranna ómetanlegt fyrir ibúa þessa staðar. Ein systirin, systir Maria, hefir starfað hér frá byrjun. Var hún fyrsta hjúkrunarkonan og þótt hún sé nú komin á áttræðisaldurinn, heldur hún áfram að þjóna og starfa. Er hugað til þess að af- mælisins verði minnst á ein- hvern hátt. Verður nánar skýrt frá því síðar. 0 0 0 Vetrarvertíð er nú senn að ljúka og sumir bátarnir hér hafa tekið upp net sín. Aðir ætla að halda áfram eitthvað út mánuðinn. Skelfiskvinnsla er engin nú sem stendur enda skelin ekki góð til vinnslu. Skelfiskvinnsla Stykkishólms h.f. hefir sagt upp mannafla sínum og verður nú athugað um breyttan rekstur þegar vinnsla getur hafist á ný. Rækjuvinnsl- an er hér komin í gang og hefir aflast sæmilega seinustu daga. Fréttariiari. Tapað Síðastliðinn laugardag 7/6 1975 glataðist brún taska með ýmsum veiðitækjum við sunnanvert Meðalfells- vatn í Kjós. — Skilvís finnandi vinsamlegast hringi í síma 36663. FLESTAR STÆRÐIR HJÓLBARÐA Vörubila- Fólksbíla- Vinnuvéla- Jeppa- Traktorsdekk ---------------------\ Vörubiladekk á Tollvörugeymsluverði gegn staðgreiðslu \_____________________> ALHLIOA HJÓLBAROAÞJÓNUSTA OPIÐ 8 til 7 HJÓLBARDAR HÖFOATÚNI 8 Simi 16740 Véladeild Sambandsins Simi 38900 FJÁRFESTING - ENDURMAT Á bak við hverja SELKÓ hurð er 25 ára reynsla i smíði spónlagðra innihurða. Skipulögð fram- leiðsla SELKÓ innihurða hófst hjá Sigurði Elías- syni h. f. fyrir 15 árum. í ár fögnum við því tvö- földum áfanga í hurðasmíði. Einkunnarorð framleiðslunnar hafa ætíð verið hin sömu: Vönduð smíði, góður frágangur og fallegt útlit. Enda hafa SELKÓ hurðir fyllilega staðizt erlenda samkeppni um árabil. Þess vegna er það mjög algengt að þeir, sem vilja endurnýja útlit eldra húsnæðis með t. d. tvöföldu gleri, nýjum húsgögnum, og fallegum teppum, fjárfesti einnig í nýjum SELKÖ inni- hurðum. SELKÓ innihurðir gefa heimilinu traustan og áferðarfallegan svip, samræma heildarútlit hús- næðisins við nýja búslóð, og hækka verðmæti íbúðarinnar, þegar meta þarf til skipta eða end- ursölu. Þér tryggið útlit og verðmæti íbúðarinnar með SELKÓ innihurðum. SELKÖ INNIHURÐIR — GÆÐI í FYRfRRÚMI ^ SIGURÐUR #| ELlASSON HF. AUÐBREKKU 52, KÓPAVOGI, SÍMI 41380

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.