Morgunblaðið - 13.06.1975, Síða 32

Morgunblaðið - 13.06.1975, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JÚNl 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen var nær miðjum degi; sté kaupmaður af hesti sínum í koti einu fyrir austan bæinn og lét geyma hann þar, en biður Indriða að hafast þar við öðru hverju, þar til að hann gjöri honum nokkra vís- bendingu. Til kaupmanns B. kom L. kaupmaður um það leyti, sem menn átu dagverð, og var þar fyrir margt manna þar úr Víkinni og svo úr Hafnarfirði; ekki var kaupmaður Möller þar meðal annarra gesta, og hafði hann skorazt undan að koma og beðið kaupmann B. eigi virða það svo, sem honum væri það til óvirðingar gjört. Þar var veizla góð um daginn, og voru þau þar bæði hjón, kaupmaður Á. og kona hans. Húsakynni voru fremur lítil hjá B., og þótti honum því betra að bjóða gestum sinum til skytnings, þegar staðið var undan borðum og drykkja skyldi byrja um kvöldið; en þær urðu þar eftir, konurnar, hjá Maddömu B. — Þetta sama kvöld sátu þær stallsystur, Sigríður og Guðrún heima, og líður fram undir rökkrið, og ber ekkert öðru nýrra til tíðinda annað en það, að á Guðrúnu sóttu venju fremur geispar og leiðindi, og tekflr þá Sigríður svo til orða: —COSPER-------------------- Saltkjöt og baunir! — Rg kem eins og skot! _____________________________________ Það væri sagt, Guðrún mín, ef þú værir núna á einhverjum bæ upp í sveit, að það mundi koma hér einhver ókunnugur og sækti að þér. Ég vildi satt væri, Sigríður mín, sagði Guðrún, að hér kæmi einhver að rabba við okkur til skemmtunar í kvöld í leið- indunum. Allt eins á hún nú systir mín skemmtilegt að vera boðin þar hjá hon- um kaupmanni B. eins og við að meltast hér heima; og því segi ég það, ekki veit ég, hvað maður getur óskað sér betra en að vera kaupmannskona og vera alls staðar boðin og velkomin í hverju sam- kvæmi og lifa við glaum og gleði og þurfa ekki að taka hendinni til neins nema þess, sem manni má bezt líka; og ekki trúi ég öðru en að ég mundi minnast einhvern tíma á mína fyrri ævi, ef það ætti fyrir mér að liggja að komast í einhverja skárri stöðu, en þá, sem ég er núna í, sagði Guðrún og teygði sig upp í sætinu, eins og hún fyndi það á sér, að maddömublóðið væri þegar farið að renna í æðunum á sér. Stúfur litli hennar, og þá sagði Stúfur: „Hvað gef- urðu mér til að fá augað aftur?“ „Ég skal kenna þér þá lyst að brugga hundrað tunnur af malti í hvert skipti er þú bruggar“, svaraði kerling. Fyrir þetta fékk kerling auga sitt aft- ur, og svo fóru þau hvort sinn veg. En þegar Stúfur litli hafði gengið nokkra leið, langaði hann til að reyna skipið. Hann tók það upp úr vasa sínum, steig fyrst upp í það með öðrum fætinum og þá stækkaði það til stórra muna, og þegar hinn fóturinn var kominn upp í skipið líka, þá var það orðið eins stórt og skip gerast, og þá sagði stúfur. „Far þú nú yfir ferskt vatn og salt vatn og nem ekki staðar fyr en við konungshöllina“. Og um leið og Stúfur sleppti orðinu, fór skipið af stað sem fugl flygi, þar til það kom að konungs höllinni, þar nam það staðar. I gluggum konungshallarinnar var fullt af fólki, sem horfði á þetta einkennilega skip, og allt varð fólkið svo undrandi, að það hljóp út, til þess að sjá betur hver það væri sem kom þarna siglandi á skipi á þurru landi. En meðan fólkið var á leiðinni til Stúfs litla, steig hann af skipinu, og varð skipið þá samstundis svo lítið, að hann gat stungið MORöUN KAFNNO Heyrðu, við skulum drlfa okkur út — áður en við sitjum uppi með einhvern gest. Þeir koma bráðum björgunar- mennirnir — þeir eru núna að bjarga ketti úr Ijósastaur. Það var stór maður — þrckinn — 102—105 um mittið og 130 sm skref. Maigret og guli hundurinn Eftir Georges Simenon ÞýSandi Jóhanna Kristjónsdðttir 10 kæmi seint ... Ég fór að hálta kiukkan tíu ... Ég lá lengi vak- andi og heyrði klukkuna slá ellefu og hálf tólf ... En hann kom oft mjög seint heim ... Og svo hlýt ég að hafa sofnað. Um miðja nótt vaknaði ég og furðaði mig á því að hann lá ekki við hiið mér ... Þá datt mér f hug að einhver hefði talið hann á að koma með sér til Brest . .. það er ekki mikið fjör I skemmtanalffi hér ... og þess vegna fer hann ... hara stöku sinnum ... Ég gat ekki sofnað aftur ... Ég fór svo á fætur klukkan fimm og stóð við glugg- ann til að bfða eftir honum ... Þó veít ég að það fer f taugarnar á honum, ef hann veit að ég er að fvlgjast með ferðum hans ... En klukkan nfu hljóp ég til Le Pommeret og þegar ég kom þaðan og fór hina leiðina sá ég að það stóð fólk við hflinn. Já, en ... segið mér lögregluforingi ... hvers vegna ætti einhver að hafa myrt hann ... Hann er heimsins bezti maður ... þér getið trúað mér. Ég er viss um að hann á sér engaóvildarmenn. Enn stóð hópur manna við hlið- ið. — Mér er sagt að það séu blóð- bletlir I hflnum ... Ég hef séð að fólk hefur verið að lesa eitthvað í blaðinu, en mér vildi enginn sýna neitt. — Var maðurinn yðar með mikla peninga á sér? — Það held ég fráleitt... Hann gekk venjulega aðeins með nokkur hundruð franka á sér. Maigret lofaði að láta hana fylgjast með framvindu mála og gerði sér meira að segja það ómak að reyna að sefa hana með nokkr- um velvöldum orðum. Úr eldhús- inu barst að vitum hans steikara- lykt. Vinnukonan fylgdi honum út. Hann hafði ekki gengið nema hundrað metra þegar maður kom hratt á eftir honum. — Afsakið, lögregluforingi ... Má ég kynna mig ... Ég heiti Dujardin, ég er kennari ... Sfðasta kiukkulfmann hafa marg- ir foreidrar nemenda minna komið að máli við mig og spurt hvort það sé satt sem stendur f blaðinu ... Og sumir spyrja hvort það sé rétt að þeir hafi leyfi til að skjóta ef þeir koma auga á mann- inn með stóru fæturna. Þolinmæði Maigrets var nú þrotin. Hann stakk báðum hönd- um I vasana og hreytti út úr sér: — Haldið saman á yður túl- anum! Þvfnæst lagði hann af stað inn f bæinn. Þetta var fáránlegra en orð fengu lýst. Aldrei hafði hann vitað annað eins. Þetta minnti hann á eins konar veðurlag sem sjá mátti stundum á kvikmynd. Fyrst sjáum við hjarta og glað- lega götu og heiðskfran himin. Síðan er notuð ákveðin tækni og ský er látið ganga fyrir sólu. Stormsveipur næðir um göturnar. Græn lýsing. Slár sem skclla saman. Ryki þyrlað upp. Þungir regndropar falla til jarðar. Og sfðan steypist rigningin niður og himinninn verður sannarlega ógnþrunginn sinfónfa. Það var að gerast stórkostleg breyting f Concarneau. Greinin f Phare de Brest hafði fyllt mæl- inn, því að munnleg útgáfa at- burðanna var miklum mun lit- rfkari en það sem skrifað var f blaðinu. Og til að kóróna allt var svo sunnudagur! Fólk hafði ekkert fyrir stafni. Sem áningarstað f sunnudagsgönguferðinni valdi það bíl Jean Servieres og Maigret varð að láta tvo lögregluþjóna standa þar á verði. Hinir forvitn- ustu dvöldu á staðnum f allt að klukkutíma og útgáfa atburðanna varð æ magnaðri eftir þvf sem á daginn leið. Þegar Maigret kom aftur á Hotel de l’Amiral greip gestgjaf- inn f hann og var frávita af örvæntingu. — Ég verð að tala við yður, lögregluforingi. Þetta er bókstaf- iega óbærilegt... — Fyrst skuluð þér sjá til þess að ég fái hádegisverð. — Já, en ... Maigret settist fokvondur við eitt horðið. — Bjór, takk fyrir. Hafið þér séð aðstoðarmann minn nýlega. — Hann er nýgenginn frá ... Ég held að bæjarstjórinn hafi kallað hann á sinn fund ... Það var líka hringt aftur frá París. Það voru pöntuð tvö herbergí til viðhótar fyrir einn Ijósmyndara og einn blaðamann. — Hvar er læknirinn? — Hann er uppi... Hann hefur gefið fyrirmæli um að enginn megi koma upp til hans ... — Og Le Pommeret? — Hann er nýgcnginn út... Gula hundinn var hvergi að sjá. Unglingar f sfnu stffasta sunnu- dagspússi sátu við nokkur borð f veitingahúsinu, en höfðu ekki pantað sér neitt að drekka. — Komdu hingað, Emma ... Gagnkvæmur velvilji var upp kominn milli Emmu og lögreglu- foringjans. Hún kom til hans og horfði á hann full trúnaðar- trausts. — Ertu alveg viss um að lækn- irinn hafi ekki farið út f nótt? — Ég svaf ekki f herberginu hans, það get ég svarið ... — Gæti hann hafa farið út? — Ég held ekki ... Hann er hræddur. I morgun bað hann mig að læsa hakdyrunum ... — Hvernig stendur á þvf, að guli hundurinn þekkir þig?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.