Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 36
JGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 FÖSTUDAGUR 13. JUNl 1975 Samningar undirritaðir í nótt?: 5300 kr. kauphækkun strax — 2100 kr. 1. okt. Launajöfnunarbætur nái til allra launþega — „Rautt strik” við 477 vísitölustig Ljósm. Mbl. Br. H. SAMNINGARNIR —Þessir menn hafa ásamt sáttanefnd ríkisins verið í eldlínunni að undanförnu. Að ofan er 9-manna nefnd Alþýðusambandsins og að neðan samninganefnd Vinnuveitendasambandsins. Myndirnar voru teknar í gærkvöldi. Yfirljjsing ríkisstjórnarinnar: Óbreytt búvöruverð á samningstímanum ER MORGUNBLAÐIÐ fór I prentun nokkru eftir miðnætti höfðu nýir samningar enn ekki verið undirritaðir f kjaradeilunni en óhætt mun að fullyrða að sam- komulag hafi þá tekizt f öllum meginatriðum en aðeins verið eft- ir að ganga frá ýmsum minnihátt- ar atriðum samninganna. Um miðnætti gerðu talsmenn beggja aðila ráð fyrir að undirskrift samninga gæti dregist eitthvað fram eftir nóttu. Gildistfmi þeirra samninga sem unnið hefur verið að mun vera til næstu ára- móta. Á tímabilinu, sem hefst við undirritun samnings, verða tvisvar sinnum kauphækkanir — þegar f upphafi 11,6% kaup- hækkun miðað við 6. taxta Dags- brúnar og sfðan aftur 1. október, ORÐAN — Þetta er sænska þjónustuoró- an sem Klausturhólar seldu fyrír 20 þús- undkrónur. Ljósm. Mbl. Sv.Þorm. Ný sœnsk þjón- ustuorða seld á 20 þúsund kr. LISTMUNAVERZLUNIN Klausturhólar í Lækjargötu fékk-á miðvikudaginn til sölu- meðferðar þjónustuorðu sem Karl Gústaf Svfakonungur af- Framhald á bls. 20 kauphækkun sem nemur 4,3% þannig að heildarkauphækkun samningsins er 15,9% kaup- hækkun á tfmabilinu. Baknefndarfundur ASt var haldinn í gær klukkan 18 og var þá gefið hlé á samningaviðræðum til klukkan 21. Á baknefndar- fundinum var lýst stuðningi við forseta ASl og honum þökkuð góð samningsstörf. Efni samningsins er i helztu atriðum, að svokölluðu þaki er lyft, þannig að þeir starfs- hópar, sem ekki hafa fengið launajöfnunarbætur frá því í fyrrahaust, 3.500 krónur og 4.900 krónur frá þvi í bráðabirgðasam- komulaginu í vor, fá þær með þessu samkomulagi. Þá verður kaup nú hækkað um 5.300 krónur og síðan hinn 1. október um 2.100 krónur. Þá er ákvæði, sem kemur fram í sérstakri yfirlýsingu um að ef hækkun vísitölu framfærslu- kostnaðar fari fram yfir 477 stig-- hinn 1. nóvember verði mælt og bætt í kaupgjaldi sem umfram er þá stigatölu. Með samningunum fylgir sérstök yfirlýsing frá ríkisstjórn- inni, þar sem hún gefur fyrirheit um að verð landbúnaðarvöru muni eigi hækka á tímabilinu og Framhald á bls. 20 Verkföll í Sigöldu STÉTTARFÉLÖGIN I Rangár vallasýslu tilkynntu f gærkvöldi að boðuð vinnustöðvun félaganna myndi koma til framkvæmda frá og með miðnætti sl nótt. Stéttar- félögin gáfu 9-manna nefnd ASl ekki umboð til að fara með samningagerð fyrir sig og eiga þau þar af leiðandi ekki aðild að þvf samkomulagi sem unnið hefur verið að. t tilkynningu stéttarfélaganna kom fram að sáttasemjari hefur engan fund haldið með deiluaðilum þar eystra. Verkfallið nær m.a. til allrar vinnu við Sigöldu. RtKISSTJÓRNIN lýsti því yfir f gær að núgildandi búvöruverð héldist óbreytt á gildistfma þess kjarasamnings, sem þá var verið að vinna að. Eins gaf rfkisstjórn- in fyrirheit um að aðilar vinnu- markaðarins fengju aðild að endurskoðun laga og reglugcrða um ákvörðun búvöruverðs. Sam- kvæmt upplýsingum er Morgun- blaðið hefur aflað sér má ætla að áframhaldandi niðurgreiðsla á búvöruverði þvf sem átti að koma til 1. júnf sl. til áramóta kosti rfkið milli 700—800 milljóna króna. Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar til Alþýðusambands Islands er svo- hljóðandi: Til þess að greiða fyrir samn- ingum um kaup og kjör milli sam- taka launafólks og vinnuveitenda og i trausti þess, að vinnufriður haldist, lýsir ríkisstjórnin yfir: Að sú hækkun á helztu neyzlu- vörum heimilanna — mjólk, smjöri og kindakjöti — sem fram átti að koma 1. júní sl., komi ekki til framkvæmda á gildistíma þess kjarasamnings, sem nú er unnið að. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir því, að aðilar vinnu- markaðarins fái aðild að endur- skoðun laga og reglugerða um ákvörðun búvöruverðs. Reykjavík, 12. júní 1975 Geir Ilallgrímsson. Höskuldur Jónsson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, tjáði Framhald á bls. 20 Samruni Ford- umboðanna NO hefur verið ákveðið að Ford- umboðunum tveimur á íslandi — Sveins Eigilssonar og Co og Kr. Kristjánssonar skuli steypt saman í eina heild. Er þessi samruni fyrirtækjanna í undirbúningi um þessar mundir, og er fyrirhugað að bæði umboðin flytjist undir eitt þak nú á næstunni. verður það væntanlega í húsgkynnum Sveins Egilssonar. Sáttanefnd ríkisins að störfum i gærkvöldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.