Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.06.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. JUNl 1975 Málið upplýst — segir Seðlabanki um sölu leigubifreiðar hjá Rœsi Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Seðlabankanum: Á vegum Seðlabankans, á grundvelli laga um verðtryggingu fjárskuldbindinga nr. 71/1966, hefur farið fram athugun á láns- kjörum, er fyrirtækið Ræsír h.f., Reykjavik, veitti kaupanda leigu- bifreiðar í nóvember 1973. Bif- reiðin var keypt og flutt inn frá Vestur-Þýzkalandi með sex mánaða greiðslufresti að 8/10 kaupverðs, skv. þeim reglum, sem giltu um kaup leigubifreiða. Kaupandi bifreiðarinnar gaf út skuldabréf til umboðsins i vestur- þýzkum mörkum í formi endur- láns til lengri tíma og með hærri fjárhæð en nam hinu erlendaláni og var mismuninum varið skv. Framhald á bls. 20 Dómsmálaráðunegtið: Nefnd vinnur að endur- skoðun dómstólakerfis MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu: Vegna umræðna í fjölmiðlum nú undanfarið, um nauðsyn á endurbótum á löggjöf um með- ferð dómsmála, telu. ráðuneytið rétt að vekja athygli á þvi, að dómsmálaráðherra skipaði hinn 7. október 1972 nefnd til að „endurskoða dómstólakerfi lands- ins á héraðsdómsstiginu og til að kanna og gera tillögur um, hvern- ig breyta mætti reglum um máls- meðferð i héraði til þess að af- greiðsla mála yrði hraðari". I nefndina voru skipaðir: Björn Sveinbjörnsson, þáverandi hæsta- réttarlögmaður en nú hæsta- réttardómari, Björn Fr. Björns- son sýslumaðir, áður formaður Dómarafélags Islands, Sigurgeir Jónsson bæjarfógeti, þáverandi formaður Dómarafélags Islands og Þór Vilhjámsson prófessor. — Frá skipun og verkefni nefndar- innar var skýrt á sínum tima. Var augljóst, að verkefni nefndarinn- ar var mjög umfangsmikið og yrði ekki lokið á skömmum tíma. Þess má geta, að nefndinni hefur á starfstima sinum verið falin at- hugun á ýmsum minni háttar lagabreytingum, sem að hafa bor- ið á lagasviði því, sem hún fjallar um, og hafa sumar verið lögfest- ar. Nefndin hefur unnið mikið undirbúningsstarf að höfuðverk- efni sínu, og er tillagna að vænta frá henni síðar á þessu ári. Ær bar fjórum lömbum Eystra-GeldinKaholti 12. júní. FÉLAGSHEIMILIÐ Arnes í Gnúpverjahreppi var opnað til veitingareksturs á þessu sumri 1. júnf s.I. Verður þar veitingarekst- ur eins og undanfarin sumur og aðstaða til að taka á móti bæði stórum og smáum hópum. En sé um stóra hópa þarf að panta meó nokkrum fyrirvara. Mikill kvíði er í mönnum vegna yfirvofandi verkfalla, þar sem mjólkur framleiðsla er nú í há- marki og hætt við að stöðvun mjólkurflutninga hafi geig- vænleg áhrif á fjárhagsafkomu bænda. Sauðburði er að mestu lokið en hin kalda veðrátta og grasleysið hafa valdið miklum erfiðleikum og kostnaði. Að öðru leyti hefur sauðburður gengið vel. Þá bar það til tiðinda að siðasta ærin, sem bar í Steinsholti, átti fjögur lömb, sem öll lifa. Þetta hefur ekki hent áður hér i sveitinni. — Jón. ERU ÞEIR NORÐURA Þegar við höfðum samband við veiðihúsið við Norðurá var okkur tjáð, að þar væru komnir 142 laxar á land og mikill lax væri I ánni. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur, er 20 pund. LAXA 1 KJÖS Jón Erlendsson, veiðivörður við Laxá í Kjós, sagói I samtali við þáttinn í gær „að góð veiði væri í ánni. Fyrsta daginn, sem veiði var leyfð, fengust 24 lax- ar, þann næsta 17 laxar og um hádegi i gær voru komnir 10 laxar á land. Stærsti laxinn, sem dreginn hefur verið á land, er 18.5 pund og hann fékk Þór- arinn Sigþórsson, tannlæknir, og Hallgrimur Dalberg, ráðu- neytisstjóri, fékk einn 18 punda fyrsta daginn. Laxinn hefur eingöngu verið veiddur á maðk. Að sögn Jóns er nú gott vatn I ánni og fiskurinn hefur gengið upp eftir allri Laxá og einnig Bugðu og hefur fiskur fengizt á efstu veiðistöðunum. Þetta þakka menn laxastiganum, sem komst snemma í notkun að þessu sinni. 10 stengur eru leyfðar á dag i Laxá i Kjós. GRlMSA I BORGARFIRÐI Veiði byrjaði I Grimsá i Borgarfirði I gærmorgun. Jó- hann Sigurðsson i veiðihúsinu sagði í samtali við þáttinn, að byrjað hefði verið með 4 steng- Framhald á bls. 20 — Þessi var að fá’ann. Ib Wessman og Viðar Ottesen standa við veiziuborðið á veitingahúsinu Nausti sfðdegis f gær, en þá var ailt að verða tiibúið fyrir veizlu Svfakonungs um kvöldið. Til veizlunnar hafði konungur flutt með sér gulli sleginn silfurborðbúnað, sem sést á myndinni. (Ljósm. Mbi. Br. h.) 60-80 millj. kr. í útflutn- ingsbætur á nautakjöt RlKIÐ greiðir 190 krónur f út- flutningsbætur á hvert kfló þess nautakjöts, sem flutt er út til Hollands aðallega og neytendur þar kaupa á milli 20 og 40 krónur kflóið. A sama tfma greiðum við heimamenn milli 330 og 380 krónur á kflóið f heildsölu, og sfðan á smásalan eftir að fá sitt, eins og kom fram f Morgunblað- ínu f gær. Þegar Morgunblaðið spurðist nánar fyrir um þessar útflutn- ingsbætur í landbúnaðarráðu- neytinu benti Guðmundur Sig- þórsson, deildarjtjóri, á i þessu sambandi að ríkið greiddi meira en 200 krónur í niðurgreiðslur á dilkakjöt, en eins og kunnugt er þá er nautakjötið ekki greitt niður. Þá upplýsti Guðmundur að nautakjötið, sem flutt væri út og var 357 tonn á sl. verðlagsári, væri ekki nema 3—4% af dilka- kjötsneyzlunni. Utflutnings- bæturnar væru því ekki nema óverulegt brot af niðurgreiðslum dilkakjöts en næmu þó 60—80 milljónum króna á ári miðað við að útflutningurinn nú yrði á bilinu 300 til 400 tonn. Astæðuna fyrir því að offram- leiðslu gætti nú á nautakjöti kvað Guðmundur m.a. vera hinar miklu niðurgreiðslur á kinda- kjöti, sem komu til á síðasta ári en hið lága verð á því hefði veikt mjög samkeppnisaðstöðu nauta- kjötsins. Kjötið, sem flutt er út, er aðallega af 2—3 ára kálfum. Að sögn Guðmundar var hér á árun- um 1966—68 flutt nokkuð út af kýrkjöti en samfara fækkun bú- stofns lagðist sá útflutningur af. A siðustu árum hefur aftur á móti geldneytastofninn vaxið töluvert og mætti einnig rekja ástæður offramleiðslunnar til þess. Guð- mundur kvað hins vegar erfitt að Framhald á bls. 20 Iðnaðarútflutningurinn: V erðmætaaukningin 619 millj. á sl. ári HEILDARUTFLUTNINGUR iðnaðarvara á si. ári varð að verð- mæti um 7.027 milljónir króna sem er 15,9% aukning frá árinu á undan en það ár nam útflutn- ingurinn 6.061 milljónum króna. Utflutningur áls nam 4,788 milijónum króna og jókst um 7% frá árinu 1973. Hins vegar nam útflutningur iðnaðarvara án áls 2.238 milljónum króna og hefur aukizt um 38,2% frá árinu á und- an. Hlutur iðnaðarvara í heildarút- flutningi landsmanna var á árinu Sigurður búinn að landa tvisvar í Norglobal NÓTASKIPIÐ Sigurður hefur nú, svo vitað sé, landað tveimur loðnuförmum f verksmiðjuskipið Norglobai við Nýfundnaland. I annað skiptið landaði skipið 200 lestum, en ekki er vitað hve mikill aflinn var I seinnaskiptið. Sigurður Einarsson hjá Isfelli h.f. sagði í samtali við Morgun- blaðið, að verið gæti að skipið væri búið að Ianda oftar, en oft væri erfitt að fá fréttir af skipinu. Hann sagði, að 7 norsk loðnuskip yrðu á þessum slóðum i sumar og væru öll komin. Því yrðu það 8 skip, sem myndu landa í Nor- global. 1974 21.37% en var 23.29% árið á undan, og minnkaði þannig nokk- uð á árinu miðað við 1973. Stafar minnkunin af sveiflu í hlutdeild áls i heildarútflutningi iðnaðar- vara. Hlutdeild iðnaðarútflutn- ings án áls jókst hins vegar úr 6.23% árið 1973 í 6.81 % árið 1974. Verðmæti útflutnings ullarvöru er nú orðið tæpar 770 milljónir króna en var 506 milljónir árið á undan. Mest er aukningin á út- flutningi ullarbands og lopa. Mjög athyglisverð aukning varð á árinu i útflutningi á fiskilínum og köðlum eða úr 8,9 milljónum I 59.7 milljónir, en á sama tíma jókst magnið úr 41.5 tonnum í 166.2 tonn, að því er segir í árs- skýrslu útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins fyrir sl. ár. Þar kemur eirinig fram að þróun útflutnings iðnaðarvara án áls hefur verið hagstæð undan- farin ár og verðmætaaukningin aukizt stöðugt og mest á árinu 1974 miðað við gengi íslenzku krónunnar á hverjum tima. Heildarverðmætið var þannig á árinu 1969 samtals um 452 milljónir króna en 1970 var verð- mætið 661 millj. og jókst þannig um 209 milljónir. Árið 1971 jókst það um 228 milljónir i 889 milljónir króna, árið eftir um 275 milljónir og heildarverðmætið fór í 1.165 milljónir króna, árið 1973 jókst það um 455 millj. og fór í 1.620 milljónir króna og i fyrra jókst það um 619 milljónir og var þá heildarverðmætið 2.239 millj. króna. Drengur varð fyrir bíl og fótbrotnaði SEX ára drengur varð fyrir bíl í Hvassaleiti um klukkan 18 i gær. Drengurinn var fluttur á slysa- deild Borgarspitalans til rannsóknar og sfðan lagður inn á spftalann. Reyndist hann hafa fótbrotnað. Þá urðu tveir mjög harðir árekstrar í Reykjavik siðdegis í gær. Fyrri áreksturinn varð á mótum Elliðavogar og gömlu Suðurlandsbrautarinnar. Tveir fólksbilar lentu þá saman af mikl- um krafti. Þrennt var flutt á slysadeildina en ekki munu meiðsli hafa verið alvarleg. Þá varð einnig hörkuárekstur á mót- um Flókagötu og Gunnarsbrautar milli tveggja fólksbifreiða. öku- mennirnir voru einir í bilunum og sluppu þeir án meiðsla en bílarnir eru mikið skemmdir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.