Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGÚR 22. JÚNl 1975 Matthías Johannessen ritstjóri ræðir við Andrei Sinjavskí, höf- und bókarinnar „Réttur er settur" I skáldsögu eftir rússneska rithöfundinn Andrei Sinjavskí segir söguhetja: „Sagan... varð strax þekkt.. . Ég var látinn játa á mig nóg, klámskrif og að hafa komið upp um ríkis- leyndamál.“ Þessi orð söguhetjunnar eru einskonar spádómur um örlög Sinjavskis sjálfs, sem notaði dul- nefnið Abram Terz áður en vitað var, hver var höfund- ur rita hans. Þekktasta skáldverk hans, Réttur er settur, bar það höfundarnafn, þegar bókin kom fyrst út á Vesturlöndum og með því nafni var hún einnig gefin út á Islandi. Nú er Sinjavskí annar þekktasti rithöfundur Rússa, hinn er að sjálfsögðu Nóbelsskáldið Solzhenitsyn („Kannski Solzhenitsyn“, sagði hann þegar ég hafði orð á því í samtali okkar að þeir hefðu jafnmikil áhrif og allur herafli Bandaríkjanna, e.t.v. meiri). Samtal okkar fór fram i Frakklandi fyrir skemmstu og þá sagði Sinjavskí að rithöfundar gætu oft sagt fyrir um örlög sín eða séð fyrir ævi sina. Þegar ég spurði hvort Réttur er settur væri einskonar ævisögubrot, sagði hann að í skáldsögum væri oft margt sem minnti á lif höfundar: „Já, það er öðrum þræði ævisöguefni í skáldsögunni. Ég hafði á tilfinningunni að svona mundi fara, að ég yrði handtekinn og sendur i vinnubúðir. Að sjálfsögðu mátti alltaf búast við að ég yrði tekinn, þegar ég fór að skrifa fyrir útlendinga. Þeir vissu ekki í sex ár að ég var Abram Terz, en svo komust þeir að því. Ég get ekki sagt þér, hvernig þeir uppgötvuðu það. En þeir fylgdust með póstinum mínum í hálft ár og hleruðu öil samtöl í íbúðinni minni í Moskvu, eftir að þeir vissu að maður sem hafði farið með fjórar bækur eftir Abram Terz til Frakklands hafði heimsótt mig.“ Sinjavskf sagði að andrúmið í Réttur er settur hafi raunverulega verið með þeim hætti sem lýst er í bók- inni, um þær mundir sem Stalín dó, en hann hafi ekki búið það til,“ þó að ég hafi að sjálfsögðu samið söguna eftir eigin höfði og skapað persónurnar." I fyrstu mætti ætla að í skáldsögunni sé kafkaískt andrúm, táknrænar bendingar og skírskotanir í hans stíl, kafkaiskur óhugnaður: magnlaus manneskjan andspænis ofbeldi og eyðandi vélum einræðisins. Ég þóttist þess fullviss þegar ég las bókina fyrir mörgum árum að Kafka hefði haft áhrif á söguna, enda er Sinjavskí bókmenntafræð- ingur að menntun og þvi ekki út i hött að álykta sem svo að hann hefði kynnt sér Kafka rækilega. En hann sagði, þegar ég spurði hann að þessu: „Þegar ég skrifaði Réttur er settur hafði ég ekkert lesið eftir Kafka — og gerði það ekki fyrr en alllöngu síðar. En ég þurfti ekki að lesa Kafka né neinn annan til að kynnast þessu andrúmslofti, sem er í bókinni. Þetta er andrúm Sovét- ríkjanna, andrúm kommúnismans. Og heima í Rúss- landi hef ég að sjálfsögðu kynnzt því. I verkum Kafka er sama andrúm og nú ríkir í Sovétríkjunum. Ég held Kafka hafi vitað, eða a.m.k. grunað, hvað gerast mundi i Rússlandi, Dostojevskí sá það einnig fyrir.“ XXX I nýjasta skáldverki Sinjavskís, Eine Stimme im Chor, sem út kom á þýzku 1973 og helgað er Maríu konu skáldsins, eru prentuð bréf hans til hennar þau sex ár sem hann var i sovézkum þrælabúðum. Og þegar þau eru spurð hvernig þeim leið meðan hann var í búðunum (dálítið heimskuleg spurning), vísa þau til þessara bréfa, sem eru hugleiðingar hans um allt milli himins og jarðar, bókmenntir, skáldskap og listir („listin er alltaf meira og minna óundirbúin bæn“), frelsið lífið, dauðann, manninn og náttúruna („Ég hef nú loks skilið, hve náttúran er mikilvæg listamanninum. .. “); ástina; og tilganginn með þessu öllu. Sumt skrifað eins og prósaljóð. Og oft fléttuð inn í bréfin ljóð ort i fangabúðunum. Skáldið og fjöldinn takast á: röddin í kórnum. En Sinjavskí er ekki skáld skáldskaparins, heldur veruleikans, þótt hann sé mikill unnandi þjóð- sagna og æfintýra. Hann er tam. andstæða þeirra skálda sem hann lýsir svo á einum stað í Eine Stimme im Chor: „Sum skáld skrifa aðeins um það að þau séu skáld.“ En nokkru síðar koma þessar athugasemdir: „List og líf? Ef til vill er yfir höfuð ekkert líf til, ef til vill aðeins list...“ — sem gætu minnt á ljóðlínu Steins Steinars, „ég er aðeins til i mínu ljóði“, eða niðurstöðu i skáld- sögu eftir Halldór Laxness. XXX Sinjavski tókst ekki einungis að lifa af f þrælabúðun- um, heldur fann hann tilgang lífi sinu og köllun þarna í eyjaklasanum, í einangrun og niðurlægingu dauðaklef- anna rísa hugsun hans og skáldskapur hæst. Og á fimmta ári fangabúðavistar hans segir Sinjavskí: „Lífið er mikilvægara en við höldum." Og siðar: „Maður ætti að þakka fyrir hvern þann lærdóm sem lífið lætur í té.“ En vel að merkja, bókin hefst á bessum orðum: „Ég verð að tala umbúðalaust, því að lífið er stutt." I Eine Stimme im Chor segir svo á einum stað: „Einn góðan veðurdag munu þeir iðrast þess að hafa ekki drepið mig.“ Og í samtali okkar spurði ég Sinjavskí hvers vegna þeir slepptu honum úr haldi og leyfðu honum jafnvel að fara með konu sinni og ungum syni til Vesturlanda; hann svaraði: „Astæðan er alls ekki sú að þeir hafi breytt um afstöðu til mín, eða sovézkum stjórnvöldum líki á einhvern hátt betur við mig nú en áður, langt frá þvi. En stjórnmálamenn hafa mörg andlit. Almenningsálitið á Vesturlöndum hefur hjálpað öllum sem berjast gegn Sovétvaldinu heima í Rússlandi og valdhafarnir þar vilja feiga. Ég er mjög ánægður með að hafa verið í vinnubúðunum, jafnvel hamingju- samur yfir þeirri reynslu sem ég fékk þar. ” XXX Sinjavski var handtekinn 8. sept. 1965 óg dæmdur tæpum mánuði sfðar, ásamt vini sinum Nikolai Arschak (Juri Daniel), fyrir róg um sovétkerfið eins og segir i SÍNJAVSKI MEÐ SON SINN. manninum og allar óskir aðrar þoka fyrir þessum skelfilegu rökum.“ En hver er prinsipin, eða þau höfuðatriði vestrænna ríkja sem Sinjavskí minntist á? „Frelsið og menningin“, svarar hann afdráttarlaust, „þetta tvennt er mikilvægast, ekki endilega frá degi til dags heldur sem rauður þráður gegnum alla söguna. Vestrið er frelsinu vant, þar er það eins sjálfsagt og daglegt brauð. En frelsið er síður en svo sjálfsagður hlutur alls staðar, það vitum við bezt sem komum frá Sovétríkjunum. Við sjáum strax hvílik verðmæti eru fólgin í frelsinu. Vitaskuld hefði ég helzt viljað búa áfram heima I Rússlandi, en það var ekki hægt. Abram Terz hefur verið sviptur dulargervinu og Sinjavskí getur ekki búið í Sovétrikjunum. Samt er ég hamingju- samur. Ég hef ekki orðið fyrir vonbrigðum af að koma til Vesturlanda, þvert á móti. Ég ann Frakklandi, en ég get helzt ekkert gert hér — nema skrifað. Þeir gátu ekki gert annað en lofa okkur að fara — aðeins þetta tvennt kom til greina: vestrið eða vinnubúðirnar. Og þeir völdu hið fyrrnefnda. Rithöfundur getur varpað rýrð á orðstir Sovétríkjanna, ef þeir drepa hann. Siður finnst þeim nú, ef hann fer til Vesturlanda. Þeir eru farnir að hugsa um orðstír nú, þess vegna er almenningsálitið á Vesturlöndum bezti bandamaður þeirra Rússa sem berj- ast gegn kerfinu, ofbeldinu. Og eru af þeim sökum hundeltir. Þetta ættu menn að muna. En þessi stefnu- breyting stafar ekki af því að þeir séu eitthvað betri nú en áður, heldur af pólitískri nauðsyn." „Einn góðan veðurdag munu þeir iðrast þess að hafa ekki drepið mig" forsendum dómsins, árás á Sovétríkin og síðast en ekki sizt fyrir að senda rit sín úr landi, svo að unnt væri að gefa þau út erlendis. Þeir hlutu fimm og sjö ára þrælabúðavist. Að sjálfsögðu eru í búðum kommúnista ekki ákjósanlegustu vinnuskilyrði fyrir rithöfunda, en Sinjavskí fann reynslu sinni form: hann skrifaði Maríu Wasilewnu konu sinni fimmtán til tuttugu bréf í Mordwini-búðunum, það var ekki bannað ef bréfin fjölluðu ekki um fangabúðirnar, þrældóminn né grimmd varðanna. Eitthvert þus um Iifið og tilveruna og óskiljanlegt þrugl um ómerkilegt fólk eins og Swift, Mandelstam, Shakespeare, Puschkin, Gogol eða Achmatowu, list og sköpun, menntir og menningu gerði ekkert til — og bréfin komust klakklaust og óbreytt í hendur Mariu sem varðveitti þau eins og sjáaldur auga síns. Auk þess voru þessi bréf skrifuð með svo smáum bókstöfum að verðirnir áttu erfitt með að lesa þau. Nú eru þau orðin einhver merkasti vitnisburður sem til er um þrek mannsins og hugrekki andspænis magn- þrungnu valdi sovézkra kommúnista. Inn í hugleiðingar þessa menntaða bókmenntafræðings og skálds um menningarleg efni er oft og einatt fléttað lýsingum úr þrælabúðalífinu og eins konar sagnaminnum frá þessu dantíska dauðsmannslandi. Sinjavskí var leyft að skrifa konu sinni tvö bréf á mánuði, eða tuttugu og fjögur á ári — og urðu þau fimmtán hundruð þéttskrifaðar siður á fimm og hálfu ári. Má telja að bréf þessi séu hápunkt- ur lífs hans og listar fram að þessu. XXX En hvað þá um þetta ógnarvald, er nokkur von til þess að það breytist á næstunni? Sinjavskf sagði í samtali okkar: „Þegar ég var ungur var ég kommúnisti og veit hvernig þeir hugsa. Og ég þekki líka rússneskan almenning og veit að hjá honum getur orðið þróun gegn valdinu og kommúnismanum, þótt valdið sjálft muni ekki breytast. Ég held ekki að fólkið geti risið gegn kommúnismanum í Rússlandi, svo öflugt hernaðarlegt vald sem hann styðst við, þótt þróunin sé í þá átt. Hugsjónin er ekki eins brennandi nú og áður — og ofstæki og hugsjónaeldur deyja hægt og bítandi, kommúnisminn einnig, eins og trú án guðs gerir alltaf. En ég sé ekki að þróun f þessa átt breyti neinu I nánustu framtíð. Sovétvaldið verður ekki brotið á bak aftur eihs og málum er nú háttað í heiminum nema eftir einhverja sögulega katastrófu, við skulum segja heimstyrjöld.“ En getur vestrið lifað af? „Já, ef það er sterkt og heldur fast við prinsip sín. En ef vestræn ríki jánka öllum kröfum kommúnista verða þeir æ sterkari — og lokin geta þá ekki orðið önnur en dauði vestræns lýðræðis. Ég vona að það lifi af (hikar) — en er ekki viss. En ég er ekki stjórnmálamaður og hef engapólitíska stefnuskrá." En hvað um ungt fólk á Vesturlöndum sem segist vera kommúnistar? Sinjavski svaraði: „Þetta fólk er yfirleitt kommúnist- ar án ábyrgðar, það skilur ekki og veit ekki hvað kommúnismi er. Ef kommúnistar næðu völdum á Vesturlöndum, dræpu þeir fyrst þetta unga fólk. Ákafir hugsjónamenn eru alltaf drepnir fyrst, það eru rök byltingarinnar. Þessir ungu kommúnistar eru margir hugsjónamenn, siðferðilega séð, en valdið er þeim of- viða. Ofstækismenn nota alltaf byltingar sér til fram- dráttar og fyrstu fórnardýr þeirra eru ungu hugsjóna- mennirnir. Líf og örlög sovézka skáldsins Majakovskis er dæmigert að þessu leyti. Hann var byltingarsinnaður hugsjónamaður, og því fór sem fór (Hann framdi sjálfs- morð vegna vonbrigða með rússnesku byltinguna). Skriffinnskuofríkið tók við af byitingu kommúnista, nýtt fólk komst til valda og ýtti hugsjónamönnunum til hliðar — hin nýja stétt sem Djilas hefur lýst réttilega í samnefndri bók sinni, Rök valdsins eru sterkust í XXX Sinjavskí-hjónin búa í heldur hrörlegu steinhúsi í smábæ utan við París, Fontenay aux Roses. Þangað fór ég og talaði við þau með aðstoð háskólakennara, vinar þeirra, þvi hvorugt talar að gagni annað en rússnesku. Það var mikil og óvenjuleg reynsla að koma i þetta hús: sitja andspænis þessum hugrakka hugsuði sem maður hefur virt og dáð árum saman og lagt hefur líf sitt að veði fyrir frelsi þjóðar sinnar; skáldi sem skrifar um veruleikann en ekki einungis um það sem helmingur- inn af öllum rithöfundum er að dútla við: að sýna að þeir eru skáld; fræðimanni sem hefur skrifað lærðar greinar um listir og menningu fyrr og síðar; og ekki sízt fullhuga sem hefur skrifað um ófrelsið af nánum og bitrum kynnum, dýrkeyptri reynslu, jafnvel af þræla- búðunum sem hann kallaði í samtali okkar „hnýsilega veröld" — og ennfremur: „Þaðan á ég margar dýrmæt- ar minningar, þvi að ég kynntist þar ógleymanlegu fólki. En að sjálfsögðu var það ekkert skemmtilegt út af fyrir sig að hírast þarna í búðunum,“ bætir hann við af hógværð sem þeir einir eiga sem hafa upplifað náttúru- slys — og lifað af. Þarna sat hann með sitt síða gráa skegg, maður rúmlega fimmtugur að aldri og horfði á mig augum sem hafa séð meiri hörmungar en flest augu önnur nú um stundir. Og talar lágri rödd sem stingur gersamlega í stúf við tízku tfmans. Og svo María. Oftast leit hann til hennar, áður en hann svaraði spurningum mfnum. Það leyndi sér ekki að þessi stolta ákveðna, en fínlega kona með rússnesku járnspangar- gleraugun átti hvað mestan þátt í því að hann missti ekki trúna á lffið. Engin tilviljun að Eine Stimme im Chor skuli einmitt vera tileinkuð henni. Klettinum f Eyjahafinu. Hann reykir án afláts rússneskar sígarettur og kallar annað veifið á köttinn þeirra, meðan túlkurinn þýðir orð hans: Mathilda, heyrðist mér hann kalla köttinn. Ibúðin er íburðarlaus, jafnvel heldur fornfáleg. Það er enginn auður í þessu húsi annar en handrit skáldsins og hugsun sem nær hæðum. En sjálfur er Sinjavskí mark- aður rúnum þeirra örlaga sem hann sá fyrir í Réttur er settur. XXX Fágun sem á rætur I ræktaðri menningu einkennir ekki sizt þennan mann. Jafnvel íslenzk menning er honum sjálfsagt umræðuefni og hugstætt: „Ég ann menningu Islendinga" sagði hann f lok samtals okkar. „Ég hef lesið íslenzkar fornsagnir á rússnesku og undrazt hvað íslenzk málsmenning er á háu stigi. Ef allar þjóðir f heimi ættu jafnmikla málsmenningarhefð, væru mörg óleyst vandamál nú leyst. Þekking fólksins á eigin hefð og arfi er aðdáunarverð. Og ég veit að Island er ekki í augum Islendinga aðeins staður þar sem þeir verða að lifa, heldur á hver steinn í þessu landi mál og getur talað við fólkið um arf sem lifir og blómgast enn á okkar dögum. Það er mjög mikilsvert. Og ekki sízt að sagnir og sagnaminni lifa á vörum fólksins. Allt vekur þetta bjartsýni. En kannski hefur mér fundizt merkilegast að heyra hve mikilvægu hlutverki hinir dauðu gegna i þessu norðlæga landi þjóðsagna og æfintýra, hvernig talað er um þá eins og líf og samtið (hér brosir skáldið, enda er hann að fjalla um alkunna svokallaða draugatrú okkar Islendinga, en þetta er ekkert broslegt og hann bætir við:) Hjá ykkur eru hinir dauðu partur af lífinu. Það hlýtur að vekja athygli manns sem hefur hlotið reynslu sina þar sem hinir Iifandi eru jafnvel dauðir."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.