Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JUNI 1975 23 Finnbjörn Hjartarson prentari: ísland og Kúba og landsölustarfsemi íslenzkra kommúnista Eftir síðasta prentaraverkfall I marz i fyrra, lét fráfarandi formað- ur H.Í.P., Þórólfur Danielsson, þá skoðun í Ijós á félagsfundi að hið langa verkfall vœri einkaverkfall Stefáns Úgmundssonar. Þá héldu kommúnistar prenturum i verkfalli I 5 vikur, með stuðningi nokkurra forustumanna prentara, sem létu blekkjast af brögðum þeirra. Allir, sem vilja geta kynnt sér hvað prentarar höfðu upp úr krafs- inu. Það var nákvæmlega ekki neitt. Það sem þeir fengu, gátu þeir fengið strax er verkfallið hófst. En kommúnistar náðu tilgangi sínum. Þeim tókst að koma i veg fyrir prentfrelsi á mjög viðsjár- verðum tima. Meðan á þessu verkfalli stóð, hafði Stefán Ögmundsson stöðugt samband við Magnús Kjartansson. Og til að sýna hollustu sina, hafði hann samband við foringjann á Alþingi, frá Tollstöðinni, til að gera honum viðvart, að lengur væri ekki hægt að halda prentur- um i verkfalli, og prentfrelsi yrði aftur komið á. Ef þetta eru ekki óþjóðholl vinnubrögð, hvað er það þá? — landráð og/eða glæpur gegn lýð- ræðinu? Af þessum mönnum er ekki að vænta siðferðislegra vinnubragða frekar en þeim mönnum, sem þeir þjóna, þ.e. Rússum. Þjóðernislegur og siðferðilegur réttur í bók sinni um Skúla Thorodd- sen segir Jón Guðnason á bls. 133 (Þjóðfrelsi og þjóðvakning): Það var eitt af þrekvirkjum Jóns Sigurðssonar. að hann smiðaði íslenzkri þjóðfrelsisbar- áttu fræðileg grundvallarrök. i fyrsta lagi reisti hann þjóðréttinda- kröfur íslendinga á því, að hver þjóð ætti siðferðislegan rétt til þess að ráða sér sjálf án Ihlutunar ann- arra, en samkvæmt þessari skoðun gaf þjóðernið ákveð- inn rétt Þessi kenning um þjóðernislegan og siðferðisleg- an rétt eða sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna eins og hún hefur verið kölluð var afsprengi kenningarinn- ar um fullveldi fólksins, fólkið hefði órækan yfirráðarétt yfir stjórnvaldi. i frönsku byltingunni var hún hafin á loft fyrst og fremst til þess að halda fram rétti fólks- ins til þess að mynda þjóðriki og beinlinis sett til höfuðs þeirri skoðun, að rikið væri persónulegt umráðasvæði þjóðhöfðingjans. Á 19. öld flaug kenningin um sjálf- ákvörðunarrétt út og festi rætur hjá þjóðum, sem annaðhvort stóðu sundraðar eða undir járnhæl annarra þjóða." (Ibr. mln.). Þetta er allur sannleikurinn um það hvers vegna þjóðir urðu frjáls- ar um allan heim. Vegna þess, að hægt var að gera þjóðernislegar og SIÐFERÐISLEGAR kröfur til þeirra þjóða, sem höfðu völdin og „áttu nýlendurnar". í andstæðu þessara „krafna", siðleysinu, felst mesta hættan. Þess vegna eru Eystrasalts- þjóðirnar ófrjálsar. Vegna þess, að þær geta ekki gert siðferðislegar kröfur til rúss- nesku valdhafanna. Og vegna þess, að þær geta ekki gert kröfur 65 ára á morgun: Pétur Pétursson stýrimaður (sömand) Hann hefur nærfellt 40 ár leik- ið sér við Ægisdætur, sem hafa ekki alltaf farið blíðum höndum um skip þau, er hann hefur verið á. Pétur er fæddur 23. júní 1910 og uppalinn i Reykjavik, sonur hjónanna Henny Cerland, er var af dönskum ættum komin, og Pét- urs Brynjólfssonar konunglegs ljósmyndara, Hverfisgötu 18; en Friðrik VIII. sæmdi ljósmyndar- ann þeim heiðri árið 1907. Fyrstu kynni mín af Pétri voru norður á Siglufirði árið 1926. Var þá lítið að hafa yfir sumarið, því að ekkert fiskaðist af sild það sumar. Varð rikisstjórnin, er þá var við völd, að gefa út bráða- um þjóðernislegan rétt, er þjóðum þeirra miskunnarlaust dreift um öll Sovétrikin. Það er verið að eyða þeim á siðlausasta hátt. (Sjá bók Andresar Kúng: „Eistland undir oki erlends valds"). Þess vegna er Ernesto Guevara komið fyrir kattarnef. Vegna þess, að hann gerði kröfur um þjóð- ernislegan og siðferðislegan sjálfs- ákvörðunarrétt, en hafði ekki hugsað sér, að Kúba yrði fyrsta fjarlæga nýlenda Rússa. Starfsemi Novosti verði bönnuð Sú krafa hlaut að koma fram, að meðan íslendingar ráða enn landi Magnús Kjartansson. sinu, að starfsemi Novosti og APN verði bönnuð á íslandi og starfslið sendiráðs þeirra verði takmarkað verulega. Ef Rússar, með dyggilegri að- stoð 5. herdeildar isl. kommún- ista, ná völdum eða minnsta tangarhaldi á íslandi, gerum við ekki siðferðitegar né þjóðernisleg- ar kröfur á hendur kommúnistum. Þv! skal dagskipunin vera: Burt með Novosti og APN Stór þáttur Rússa i þvi að ná áhrifum á Kúbu var það, að Kúbu- menn urðu að selja Rússum mest allar afurðir sínar. Rússar náðu þannig algjöru valdi á efnahags- málum Kúbumanna, og flýtti það auðvitað mjög fyrir falli þeirra i hendur Rússa. Við íslendingar verzlum mikið við Rússa, og er sú verzlun mjög óhagstæð okkur. Fyrst var henni komið á sem vöruskiptum, og áttu peningar ekki að vera i þeirri verzlun. En Rússar hafa. á ótrú- lega skömmum tíma, komið þvi þannig fyrir, að íslendingar eru alltaf stórskuldugir þeim, svo skiptir þúsundum milljóna, og verða íslendingar þvi að vera á verði á þvf sviði einnig. Varnaðarorð til íslend- inga Eftir að fv. iðnaðarráðherra, Magnús Kjartansson, hafði unnið að samningagerð um byggingu málmblendiverksmiðjunnar, sem reisa á I Hvalfirði. og ekkert haft við þá verksmiðju að athuga, skipti hann óvænt um skoðun sem frægt er orðið, þegar hann réð ekki lengur gangi mála. Kommún- istaforinginn gaf upp þær ástæð- ur, að nú væri komin orkukreppa. Og hefur honum tekizt að fá mæt- ustu menn til að þrátta um þau sinna skipti sin í fjölmiðlum, og þeir hinir sömu hafa kætzt yfir þvi að fá svo auð- veldan höggstað á Magnúsi Kjartanssyni. Flokksmenn hans á Alþingi hafa ekki vitað hvað hér er að gerast, og eru honum gramir. En Magnús vissi, að hann varð að færa einhver rök fyrir stefnubreyt- ingunni og bjó til þessar grunn- hyggnu ástæður vegna orku- kreppu. En Magnús gaf ekki svo berlega höggstað á sér út af orku- kreppu eða öðru sliku. Hann skipti um skoðun af allt öðrum ástæð- um, og þingmenn þjóðarinnar ættu að reyna að grafast fyrir um það, hvað þar liggur að baki, og að hætta yfirborðskarpi um oliu- og raforkukreppu. Min varnaðarorð til íslendinga skulu vera þau i þessu máli: Seljið Rússum ekki eitt einasta gramm af framleiðslu málmblendiverk- smiðjunnar. birgðaseðla að verðmæti 5, 10 og 50 krónur. Voru þeir rauðir, gulir og bláir að lit. Vantaði bara græna litinn, svo að höfuðlitirnir væru komnir i regnbogann. Var ég nú í vandræðum að koma mér heim til Reykjavikur allslaus af öllu tagi, svangur fatalaus, félaus. Vissi ég ekkert hvað til bragðs skyldi taka. En heim varð ég að komast eða verða hungurmorða þarna fyrir norðan, þvi að nógir voru um bitann þar. Fór ég nú um borð í Goðafoss II., er lá úti á höfn á Siglufirði. Var þá Pétur vörður við brúna, er lá upp í skipið. Fór ég nú upp stigann og talaði við Pétur, og sagði ég honum e'ins og var, hvernig væri ástatt fyrir mér. Sagði Pétur mér að fara um borð, hann myndi tala við mig seinna. Ég fór aftur á annað farrými með hafurtask mitt, sem hvorki var fugl né fiskur. Var þá fullt af fólki þar. Lét ég þá tösku mína og poka við aftur-vindurnar og beið átekta þar til skipið var komið af stað. Sá ég þá sjón, er mér hefur orðið minnistæð síðan. Stakkst skipið þá á endann svo heiftar- lega, að sópaði burtu 215 tunnum af olíu, er voru ofan þilja, fyrir utan allt annað, er var á þilfari og lúkarinn hálf fyllti af sjó. Leizt mér nú ekki á blikuna. Fór ég þá að skyggnast eftir Pétri, sem kom von bráðar. Var hann í öllum herklæðum sínum, stakk sér undir koju sína og náði að losa tappann, sem lá niður i Framhald á bls. 39 Lokaðu glugganum 0 - 't' - ' ^ ^ Þegar kalt er orðið í húsinu, — rigning úti eða frost og stormur, lokarðu glugganum, þá þarf glugginn að vera það þéttur að hann haldi vatni, vindi og ryki utandyra. Þannig eru gluggarnir okkar, með innfræsta TE-TU þétti- listanum og þannig eru einnig svalahurðirnar frá okkur. Við framleiðum einnig útidyra- og bílskúrshurðir af ýmsum gerðum. Þeir sem hafa reynt þær, gefa þeim einnig 1. ágætiseinkunn. Það getur borgað sig fyrir þig — ef þú ert að byggja einbýlis- hús eða fjölbýlishús, að senda teikningu eða koma og skoða framleiðsluna, athuga afgreiðslutíma og fá verðtilboð. gluggaog huróaverksmiðja YTRI-NJARÐVÍK Sími 92-1601 Pósthólf 14 Keflavik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.