Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 40
ALLTÁ EINUM STAÐ 83155 iM 83354 IÐNVALb OLHOLTI4 BYGGINGA ÞJÓNUSTA REYKJAVÍK SUNNUDAGUR 22. JUNÍ 1975 Krfisuvíkurbiarq: Rússneskt dufl Ljósm. Mbl. Guðfinnur Bergsson. DUFLIÐ — Þetta er rússneska duflið sem skipverjarnir á Kára fundu út af Krýsuvíkurbjargi í fyrradag. Níu skuttogarar í smíðum — Kaup á fjórum er í athugun fannst SKIPVERJAR á togaran- um Kára GK 146 frá Grindavik fundu á föstu- dag rússneskt hlustunar- dufl á reki í Hælsvík, sem er vestast í Krýsuvíkur- bjargi. Tóku þeir duflið innbyrðis og komu með það til Grindavíkur um kvöld- ið. Var duflið í gæzlu lög- reglunnar í Grindavík í fyrrinótt en í gærmorgun var það flutt til geymzlu á Keflavíkurflugvöll sam- kvæmt beiðni bæjarfóget- ans í Keflavík. Þetta mun vera fimmta rússneska hlustunarduflið sem rekur hér á land á þessu ári. Guðfinnur Bergsson, fréttarit- ari Mbl. i Grindavik tjáði blaðinu í gær, að Kári hefði verið á tog- veiðum undan Krýsuvikurbjargi á föstudaginn. Sfðdegis átti bátur- inn erindi inn íHælsvík.og sáu skipverjar þá duflið á floti og tóku það upp í bátinn. Að sögn Guðfinns er duflið nákvæmlega Landhelgisgæzlan hefur nú í tvo sólarhringa verið að eltast við bíræfinn land- helgisbrjót frá Hvamms- tanga, en það er vélbátur- inn Fróði. Fyrst var bátur- inn staðinn að ólöglegum veiðum langt inni á Axar- firði, með rækjutrollið úti, en þar er rækjuveiði sem kunnugt er bönnuð um þessar mundir og báturinn aldrei haft leyfi til rækju- veiða á þeim slóðum. Það voru skipstjórnarlærðir menn á Kópaskeri sem staðsettu bátinn og kærðu er hann var á veíðum á Axarfirði Síðan var það I fyrrinótt, að flugvél Landhelgisgæzlunnar Storkur- inn týndur MORGUNBLAÐIÐ hafði í gær samband við nokkra bæi undir Eyjafjöllum og spurðist fyrir um ferðir vinar okkar storksins. Kom þá í ljós, að menn þar f sveit hafa ekki orðið varir við ferðir hans síðan um mánaðamótin síðustu og ekki hafa borizt fregnir um ferðir hans í öðrum sveitum. Ekki voru menn undir Eyjafjöllum á þeirri skoðun að storkurinn væri dauð- ur heldur töldu líklegra að hann héldi sig nú einhvers staðar fjarri mannabyggðum. á rekí sömu tegundar og duflin sem fundizt hafa fyrr á þessu ári og myndir birzt af i fjölmiðlum, en þau dufl eru sem kunnugt er rúss- nesk að uppruna. Á þessu nýjasta dufli eru allir hljóðnemar brotnir af. Guðfinnur sagði að engar á- letranir hefðu verið sjáanlegar á duflinu, en hins vegar hefðu litt greinilegir tölustafir verið grafn- ir á það. Eftir útlitinu að dæma taldi Guðfinnur að duflið hefði ekki legið iengi í sjó. Skipstjóri á Kára GK er Öskar Gislason. EFTIR þeim upplýsingum, sem Morgunblaðið aflaði sér í gær, þá er nú búið, á skömmum tíma, að festa kaup á eða athuga um smíði á 13 skuttogurum af minni gerð, þ.e. 350—500 kom að bátnum, þar sem hann var á veiðum á Þistilfirði, og sá til skipverja þar sem þeir voru að innbyrða veiðarfæri. Á Þistilfirði er nú stranglega bannað að vera með botnvörpu, af hvaða tegund sem er, en á þeim slóðum er mikil uppeldisstöð ungfisks. Báturinn var ekki kominn að landi er síðast fréttist, en beðið var eftir því að hann kæmi að Iandi. brúttólestir. Nokkur þess- ara skipa verða smíðuð innanlands, sum í Póllandi, a.m.k. 1 er í smíðum í Noregi og 1 er nýkominn þaðan. Ennfremur er vitað um aðila, sem eru að at- huga með kaup á 3 notuð- um skuttogurum frá Frakklandi. Kaupverð allra þessara skipa mun vart verða undir 5 milljörð- um króna, en um þessar mundir mun nýr skuttog- ari af minni gerð kosta nálægt 400 milljónum kr. Slippstöðin á Akureyri hefur þegar hafið smiði á tveimur skut- og nótaveiðiskipum. I Stálvík er verið að smíða einn skuttogara og smíði á öðrum er í undirbúningi. Þá er verið að byggja þrjá 500 tonna togara i Póilandi, einn er í smíðum í Flekkefjord í Noregi og einn, Skinney frá Hornafirði, er nýkominn þaðan. Kaupverð Skinneyjar var 12.8 millj. n. kr. eða 396 millj. ísl. króna og þykir það mjög gott verð. Þá hefur blaðið eftir áreiðan- legum heimildum, að Ötgerðarfé- lag K.E.A. á Akureyri og Gunnar I. Hafsteinsson i Reykjavík séu á höttunum eftir þrem notuðum skuttogurum frá Frakklandi, ekki ósvipuðum Barða og Hólmatindi, HVALVERTÍÐIN hefur nú staðið í eina viku og á þessum tíma hafa hvalbát- arnir komið að með 32 hvali og er þetta einhver bezta vikuveiði hvalbát- anna um áratugaskeið. í gærmorgun höfðu bátarnir komið með 26 hvali að landi og tveir bátar voru þá á leið til lands með þrjá hvali hvor. í hvalstöðinni í Hvalfirði fengum við þær upplýsing- ar, að vinnslan gengi þokkalega, en svo ört bær- ist aflinn að landi, að vart hefðist undan að vinna hann, þrátt fyrir að menn og vélar væru nýtt til hins ýtrasta. Hvalirnir sem hafa veiðzt skiptast þannig eftir tegundum, að 27 langreyð- Utanríkisráðherra mótmælir veiðiað- ferðum V-Þjóðverja EINAR Ágústsson kallaói Fuchs, sendiráðunaut v-þýzka sendiráðs- ins, á sinn fund i fyrradag og mótmælti harðlega aðferðum v- þýzkra skuttogara i islenzkri fisk- veiðilögsögu. Fuchs mótmælti á móti og kvað skot varðskipsins Öðins algjörlega tilhæfulaus, þar sem togarinn Sagefisch hefði verið á veiðum á alþjóðlegu haf- svæði. sem eru elztu skuttogarar lands- ins og reynzt hafa mjög vel. Enn- fremur mun Haraldur Böðvars- son og Co á Akranesi vera að athuga meó kaup á skuttogara frá Noregi. ur hafa veiðzt, 3 búrhveli og 2 sandreyður. Þá hafa hvalbátarnir skipt aflanum bróðurlega á milli sín, því í gær voru bátarnir 4 búnir að fá8 hvali hver. Hooley hættur HINN umdeildi og skapmikli þjálfari Keflavfkurliðsins í knatt- spyrnu, Joe Hooley, hefur sagt starfi sfnu lausu og er farinn til Englands, og er þetta ekki f fyrsta skipti sem hann hættir fyrirvara- laust þjálfun knattspyrnuliða. Guðni Kjartansson og Jón Jó- hannsson hafa tekið við þjálfun liðsins og voru með það f fyrsta skipti á móti FH f gær. Undirnefnd í prentaradeilu SAMNINGAFUNDUR milli deiluaðila f prentiðnaðinum hófst á föstudag klukkan 14 og lauk fundinum um klukkan 17. Skipuð var undirnefnd sem starfaði fram til klukkan 19.30, er sáttasemjari ákvað að til næsta fundar yrði boðað á þriðjudag klukkan 14. Hlutverk undirnefndarinnar er að kanna þau kjör, sem aðrar stéttir iðnaðarmanna hafa fengið i nýgerðum kjarasamningum, svo að unnt sé að samræma þær hækkanir, sem starfsmenn prent- iðnaðarins fá, er samningar takast. Ljósm. Mbl.: Jakob. ISBJÖRN — Vélbáturinn Araar frá Olafsfirði kom með fsbjörn- inn, sem skipverjar skutu á Grfmseyjarsundi f fyrradag, tif Ölafsfjarðar i fyrrakvöld. Farið var með bangsa í frvstihúsið og hér sjáum við þá Rafn Ragnarsson skipstjóra og Trausta Aðalsteinsson með fsbjörninn á milli sfn. Bíræfinn land- helgisbrjótur Góð veiði hvalbátanna: Eru búnir að fá 32 hvali á sjö dögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.