Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JUNt 1975 f Heimilislækningar 3 ) I grein þessari verður leitazt við að svara þremur spurningum: 1 fyrsta lagi: Hvað er heimilis- læknir. 1 öðru lagi: Hvað er heilsuvernd. í þriðja lagi: Hvað er heilsugæzla. Aður en ég ræði þessa þætti heilbrigðismála vil ég vekja athygli á orðinu heilbrigði og merkingu þess. Skilgreining Alþjóðaheilbrigðisstofnunar Sam- einuðu þjóðanna á heilbrigði hljóðar svo í þýðingu minni,- „Heilbrigði manna er fólgið í líkamlegri, andlegri og félags- Iegri velferð, en ekki einungis að þeir séu lausir við sjúkdóma og örkuml." Skilgreiníng þessi er sjálfsagt fjarri þvi að vera gallalaus og varla allir á eitt sáttir um hana. Ég tel þó að hún leggi áherzlu á nokkuð breytt viðhorf til heilbrigðis og heilsuleysis, sem gagnlegt sé að hafa í huga við umræðu um heilbrigðismál. Háva- mál orða þetta trúlega betur við okkar hæfi eins og svo margt annað: Eldur er beztur með ýta sonum og sólarsýn Heilindi sitt ef maður hafa náir án við löst að lifa. Heilindi merkir hér heilbrigði. HVAÐ ER HEIMILISLÆKNIR? Ég vitna enn til erlendrar skil- greiningar, sem brezka heimilis- læknafélagið setti fram árið 1969. Hún hljóðar svo: „Heimilislæknir er læknir, sem veitir einstaklíngum og fjölskyld- um einstaklingsbundna þjónustu beint og milliliðalaust. Hann stundar sjúklinga sína að stað- aldri, á heimilum þeirra, í lækn- ingastofu sinni og stöku sinnum í sjúkrahúsi. Hann tekur að sér að leggja á ráð með þeim um lausn sérhvers vanda, sem þeir koma með til hans og leitar hann þá ráða eða vísar til sérfræðinga, þegar hann telur það heppilegt. Hann starfar venjulega ásamt öðrum heimilislæknum í hús- næði, sem er byggt eða innréttað með tilliti til starfs þeirra. Njóta þeir aðstoðar annarra heilbrigðis- stétta og þess tækjabúnaðar, sem nauðsynlegur er. Jafnvel þótt heimilislæknir starfi einn lækna, vinnur hann samt með öðrum heilbrigðisstétt- um og deilir með þeim störfum. Sjúkdómsgreiningar heimilis- læknis eru reistar á kunnugleika á líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum heilbrigðs. Heimilislæknir leitast við að fræða stúklinga sína um heil- brigði og hollustuhætti, koma í veg fyrir sjúkdóma svo sem unnt er, meðhöndla þá ella eftir þvi sem þörf krefur, svo allir nái að halda sem beztri heilbrigði." Ég fjölyrði ekki um þessa skilgreiningu. Get lýst því yfir, að ég tek undir flest, -sem í henni stendur og tel það gildi jafnt hjá okkur. Ber þar tvennt til. Bretum hefur tekizt þjóða bezt að viðhalda heimilislækningum, og við höfum undanfarna áratugi dregið talsvert dám af þeim í skipulagningu heilbrigðismála. Ég er því mótfallinn og tel það mótsögn í sjálfu sér, að kalla heimilislækna sérfræðinga. Hins vegar hlýt ég að vekja athygli á því, að jafn víðtækt starfssvið og lýst var í skilgrein- ingunni á starfi heimilislæknis, gefur ekki síður tilefni til fram- haldsnáms og þjálfunar að loknu háskólaprófi, en ýmis þau læknis- störf, sem við sérfræði eru kennd. HVAÐ ER HEILSUVERND? Með heilsuvernd er átt við hvers kyns aðgerðir til þess að koma I veg fyrir annaðhvort til- tekna sjúkdóma, eða auka mót- stöðu manna almennt gegn heilsutjóni. Heilsuvernd er því mjög víðtækt hugtak, greinar heilsu- verndar margar og mismunandi áherzla á þær lögð í tímans rás, allt eftir efnum og ástæðum. Þær greinar heilsuverndar, sem almenningi eru trúlega bezt kunnar, eru ónæmisaðgerðir ýmiss konar, mæðravernd og ung- barnavernd og skólaskoðanir. Hópskoðanir í leit að sjúkdómum á byrjunarstigi hafa og verið stundaðar hér með góðum árangri hin síðari ár. Samkvæmt lögum um heilsu- verndarstöðvar, sem sett voru 1944, skyldu stofnsettar heilsu- verndarstöðvar í hverjum kaup- stað landsins. Voru þær víðast stofnsettar og störfuðu fyrst og fremst að berklavörnum, en ekki þróaðist víðtæk heilsuverndar- starfsemi í stöðvum þessum nema í Reykjavik. Nú hafa lög um heilsuverndar- stöðvar verið numin úr gildi, en stöðvarnar starfa þó um sinn á grundvelli þeirra. Nú mun það mála sannast að í flestum þjóðfélögum heims hefur mun meiru fé og fyrirhöfn verið varið til lækningastarfsemi en heilsuverndar. Á þetta sérstak- lega við um almenna heilsuvernd og þá þætti tiltekinnar heilsu- verndar, sem ekki er augljós' árangur af. Er þetta á margan hátt eðlilegt, því til þess þarf mikla forsjálni að leggja kapp á slíka starfsemi. Um allmörg ár hefur það verið álit manna, aó heilsuverndar- og lækningastarf ætti að haldast meira f hendur, með þvi yrði hvort tveggja markvissara og árangur betri. Erum við þá komin að þriðju spurningunni. HVAÐ ER HEILSUGÆZLA? Lög um heilbrigðisþjónustu, sem gildi tóku 1. janúar 1974 kveða svo á: „Heilsugæzla merkir f þessum lögum, heilsuverndarstarf og allt lækningastarf, sem unnið er vegna heilbrigðra og sjúkra, sem ekki dveljast í sjúkrahúsum.“ Lögin gera ráð fyrir stofnun heilsugæzlustöðva, sem annast skulu heilsugæzlu, kveða á um tengsl þeirra við sjúkrahús og tfunda sfðan nánar hvers kyns lækningar og heilsuvernd sé fólg- in í heilsugæzlu. Á heilsugæzlustöð skal veita þjónustu eftir því sem við á, svo sem hér segir: 1. Almenn læknisþjónusta, vaktþjónusta og vitjanir til sjúkl- inga. 2. Lækningarannsóknir. 3. Sérfræðileg læknisþjónusta, og tannlækningar. 4. Heilsuvernd svo sem Mæðra- vernd. Ungbarna- og smábarna- vernd. Heimahjúkrun. Skólaeftir- lit. Iþróttaeftirlit. Atvinnusjúk- dómaeftirlit. Berklavarnir. Kyn- sjúkdómavarnir. Geðvernd og áfengis- og fíknilyfjavarnir. Félagsráðgjöf. Hópskoðanir og skipulagða sjúkdómaleit. Sjón- vernd og heyrnarvernd. Ég vil að Iokinni þessari upptalningu vekja athygli á hversu víðtæka félagslega þjón- ustu heilsugæzlustöðvum er ætlað að veita. Er það í samræmi við þann skilning á eðli heilbrigðis og heilsuleysis, sem reynt var að lýsa f upphafi greinarinnar. Hugmyndir um heilsugæzlu- stöðvar þar sem jöfnum höndum væri stunduð heilsuvernd og lækningar komu fram í Bretlandi um 1920 og í hérlendum lögum um almannatryggingar frá 1946 var kafli um heilsugæzlu, þar sem gert var ráð fyrir, að ein og sama stofnunin rækti hlutverk sjúkra- húss, heilsuverndar- og lækninga- stöðvar, þar sem skilyrði og stað- hættir mæltu með slíku fyrir- komulagi. Framkvæmd heilsugæzlukafla þessara laga var hinsvegar frest- að og síðar féll hann niður og það er ekki fyrr en með lögunum um heilbrigðisþjónustu, sem heilsu- gæzluhugmyndin er hafin til vegs á ný. HEILBRIGÐISLÖGGJÖF Lögin um heilbrigðisþjónustu eru merkileg fyrir margra hluta sakir, en ég er þó þeirrar skoð- unar ásamt fleirum, að þýðingar- mesti hluti laganna sé kaflinn um heilsugæzlu og heilsugæzlu- stöðvar. Vert er að vekja athygli á því að lögin gera ráð fyrir að heilsu- Guðmundur Sigurðsson gæzlustöðvar geti verið með tvennu móti, eftir því hvort þar starfar einn læknir eða fleiri. Aður hafði í frumvarpsformi lag- anna verið gert ráð fyrir, að heilsugæzlustöðvar yrðu einungis stofnsettar þar sem störfuðu 2 læknar eða fleiri. Ákvæðið um einslæknisstöðv- arnar, sem kom inn í lögin í með- förum undirstrikar þann groinar- mun, sem er á heilsugæzlustöð og læknamiðstöð, eins og þær voru skilgreindar í læknaskipunar- lögum. Heilsugæzlustöð hefur víð- tækara starfssvið, leggur meiri áherzlu á heilsuvernd og alhliða félagslega þjónustu og margum- rætt hópstarf er ekki lækna einna heldur allra heilbrigðisstétta. Þvf má heldur ekki gleyma, að sjúklingurinn eða sá sem heilsu- verndar nýtur er einnig þátt- takandi i þessu hópstarfi og á þátttöku hans veltur mest um hver árangur starfsins verður. Þetta ákvæði um einslæknis- stöðvar er að mínu áliti þýðingar- mikið og varð til þess að heilsu- gæzlukafli laganna féll miklu bet- ur að þörfum landsbyggðarinnar allrar, jafnt dreifbýli sem þétt- býli. Þrátt fyrir þetta hlýtur að verða hagkvæmara, þar sem því verður við komið að nokkrir læknar starfi saman í heilsu- gæzlustöð. Hins vegar er vert að leggja áherzlu á að þrátt fyrir slíkt sam- starf hafi fólk áfram ákveðinn heimilislækni, sem það leitar til að öllum jafnaði. VANDKVÆÐI HEILBRIGÐIS- ÞJÖNUSTUNNAR_____________________ Við Islendingar höfum undan- farin ár átt við ýmsa erfiðleika að etja i heilbrigðisþjónustu, þrátt fyrir miklar framkvæmdir við byggingu og búnað heilbrigðis- stofnana, einkum sjúkrahúsa. Eru nú áformaðar enn stórkost- legri framkvæmdir á því sviði næsta áratug. Ég held samt að mesti vandi heilbrigðisþjónustu á Islandi í dag verði ekki leystur beinlinis með byggingu sjúkrahúsa eða annarra heilbrigðisstofnana. Hann er þess eðlis að hann varðar miklu fremur skipulag þjónust- unnar sem slíkrar. Við höfum orðið vitni að þeirri þróun undanfarin ár, að þeim aðilum heilbrigðiskerfisins, sem fólk getur leitað til beint og milli- liðalaust, heimilis- og héraðslækn- um hefur farið fækkandi. Á sama tíma kvarta þær fáu stofnanir, eins og Slysavarðstofan í Reykjavík, sem fólk á í vissum tilvikum beinan aðgang að, undan sívaxandi ánauð og ónæði þeirra, sem ekki er ætlazt til að þangað leiti. NIÐURLAG Bygging lokaðra heilbrigðis- stofnana í jafn ríkum mæli og hér hefur átt sér stað á sama tíma og heimilislæknum fækkar getur leitt til þess að heilbrigðiskerfið í heild sinni glati sambandi við það samfélag, sem því er ætlað að þjóna, hætti að skynja þarfir þess og óskir. Það skal viðurkennt að erfitt er að leggja kvarða á þörf fyrir heil- brigðisþjónustu. En ef til vill eru óskir almennings, þegar öllu er á botninn hvolft, bezti mæli- kvarðinn. Ég vil að lokum hvetja allan almenning til þess. að beita sér fyrir því, að uppbyggingu heilsu- gæzlu verði hraðað, sem unnt er og þess gætt að hún verði i bein- um og millilíðalausum tengslum við það fólk, sem hún á að þjóna. Ég er sannfærður um, að þetta er brýnasta verkefnið f heil- brigðismálum okkar í dag. Hinu skulum við ekki gleyma að markmið allrar heilbrigðis- starfsemi er að sem flestir nái að hafa heilindi sitt og njóti elds og sólarsýnar. Vafaíaust höfum við ekki gert okkur nægilega grein fyrir gildi lastalauss lífernis i þvi skyni. Um heilsugæzlu eftir Guðmund Sigurðsson lœkni ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU Námskeið í tréskurði hefst 3. júlí n.k. Innritun í síma 2391 1 Hannes Flosason. Straufrítt sængurverasett á kr. 3.400.- settið. Barnafatnaður í úrvali, fallegar sængurgjafir, allur ungbarnafatnaður, prjónagarn. Póstsendum. Bel/a Laugavegi 99 Sími 26015. “0 lcefood ÍSLENZK MATVÆLI Hvaleyrarbraut 4—6, Hafnarfirði. Seljum reyktan lax og graflax Tökum lax í reykingu Útbúum graflax Vacuum pakkað ef óskað er Póstsendum um allan heim. ÍSLENZK MATVÆLI SÍMI 51455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.