Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JUNI 1975 37 VELX/AKAIMOI Petta gerðist líka... Velvakandi svarar i síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. % Enginn veit sína ævina fyrr en öll er Hér er bréf um efni, sem mönn- um hefur orðið tíðrætt um nokk- ur undanfarin ár, án þess að orðið hafi vart verulegra úrbóta: „Málefni aldraðra hafa nokkuð verið á döfinni undanfarið. Mér er ekki kunnugt um hvernig hús- næðis- og hjúkrunarmálum þess- ara þegna þjóðfélagsins er háttað úti um land, en hér í Reykjavík eru þau algjörlega óviðunandi, — nánast til háborinnar skammar. I um það bil 100 þúsund manna borg eru aðeins tvö elliheimili og er hvorugt á vegum hins opin- bera. Er þetta ekki fáránlegt? Ráðamönnum þjóðarinnar vil ég benda á, hafi þeir ekki þegar gert sér þa$ ljóst, að mestur hluti þess fólks, sem iandið byggir nú, á eftir að verða gamalmenni. Sumir eru svo lánsamir að halda góðri heilsu öll sln æviár, hversu mörg sem þau verða. En svo eru hinir, sem eru ekki svo lánsamir. Ber þjóðfélaginu ekki skylda til þess að gera það, sem hægt er fyrir þá? Undanfarið hefur undirrituð átt þátt i þvi að reyna að fá inni fyrir nákomna konu á áttræðis- aldri á elliheimili eða einhverri hjúkrunarstofnun. Þessi kona er haldin sjúkdómi, sem almenning- ur kallar kölkun, þ.e.a.s. elli- hrörnun. Þessi sjúkdómur hefur verið að búa um sig s.l. 10 ár. Nú er svo komið, að konan er ekki á nokkurn hátt fær um að sjá um sjálfa sig, hvað þá að halda heim- ili. Maðurinn hennar heldur fullri heilsu og vinnur fullan vinnudag, en hann er á sama aldri og hún. Er hægt að ætlast til þess að hann leggi niður sitt starf til að passa hana elliæra? Væri það ekki vis- asti vegurinn til þess að hann tapaði sinni heilsu? Það er álit barnanna þeirra, og þess vegna hafa þau nú tekið gömlu konuna inn á sín heimili, því að hún þarf algjörlega að vera undir eftirliti. Timaskyn er gjör- samlega horfið, hún veit ekki hvort það er sumar eða vetur, dagur eða nótt. Sé hún í kápu, þá veit hún ekki hvort hún er að fara út eða koma inn. Við matarborðið veit hún ekki hvort hún er búin að borða eða ekki. Hún er löngu hætt að þrífa sig sjálf. Ekki er hægt að halda uppi samræðum við hana, því að hún hættir i hálfkveðnu orði og veit ekki hvað hún var að segja. Þessi lýsing er ekkert eins- dæmi. Hvað eru margir, sem eiga við þennan vanda að striða? Hvað vitlaus. Hann þoldi alls ekki að sjá pils, þegar hann var búinn að smakka vln. Það er sorglegt að þurfa að segja það... En verk- smiðjurnar ganga erfiðlega... Það er atvinnuleysi... og svo allar þessar stúlkur... — Hverjir eru það heHt, 'sem æsa sig upp? — Hlnir... Allir hinir... Lögreglumaðurinn var upp- veðraður yfir þeirri athygli sem Maigret sýndi. — Hvar erum við? — Já, nú erum við komnir út úr bænum, eins og þér sjáið.. Og strandlengjan héðan cr næstum auð... aðeins klettar og greni- skógur og hús á stangli, þar sem fólk frá Parfs heldur til yfir sumarmánuðina... Það er staður sem við kölluin Pointe du Cabelot... — Hvernig datt yður í hug að leita hér? — Þér sögðuð við starfsbróður minn að við ættum að leita að umrenningi, scm gæti verið eig- andi gula hundsins. og við rannsökuðum fyrst gömlu báts- skriflin vió höfnina.. Þar rekumst við öðru hverju á flækinga... I fyrra brann eitt slfkt skipsflak vegna þess að einhver flækingur erum við mörg, sem höfum rekið okkur á allar lokuðu dyrnar á sjúkrahúsum, elliheimilum og hjúkrunarstofnunum? Þe'kkjum við ekki öll þetta svar: „Því mið- ur, það er ekkert hægt að gera, hér er ekkert pláss“. 0 Nauðsyn á samtökum Er það réttlætanlegt, að eins og t.d. í þessu tilfelli þarf sonur þess- arar sjúku konu, að vísa burt af heimilinu 15 ára syni sínum til þess að geta hýst móður sina og hjálpað henni um legurými? Þarf nokkur að verða undrandi þótt úr þessu yrði unglingavandamál, sem ekki var þó fyrir hendi áður? Þrjú önnur börn, sem enn eru á barnsaldri þurfa einnig að láta sinn hlut fyrir ömmu sinni, þar sem móðir þeirra eyðir mestu af sinum tima til þess að gæta henn- ar. Einnig þetta trúi ég, að sé ekki einsdæmi. Nú spyr ég alla þá, sem eiga við slíkan vanda að striða. Hvers vegna tökum við ekki saman höndum? Er annars til nokkur sá Islendingur, sem kemur þetta ekki við? Hvað er það, sem allir vilja verða, en enginn vill vera? Svarið er: Gamall. Og nú skora ég á okkur öll: Bindumst samtökum til lausnar þessu vandamáli. Við vitum það, að hið opinbera hefur ekki sýnt vilja til að leysa þessi mál, og við megum ekki vera að því að bíða. Eg vil sérstaklega kalla til góð- gerðarfélögin og öll hin öflugu kvenfélög, einkum þau, sem eru búin að byggja sínar kirkjur og þekkja fjáröflunarleiðirnar. Þið, sem eyðið milljónum i Spánarferðir, þið eigið eftir að verða gamalmenni. Einnig þið, sem keppist við að skrautbúa heimiii ykkar fyrir nokkrar millj- ónir hvert. Það er alls ekki víst að heilsan leyfi ykkur að njóta mun- aðarins í ellinni. íslendingar hafa löngum verið örlátir. Við höfum gefið milljónir til bágstaddra, er- lendra sem innlendra. En höfum við virkilega gleymt fólkinu, sem gaf okkur þetta land? Fólkið, sem nú er örvasa gamalmenni og hvergi fær inni er fólkið, sem breytti landinu i það, sem það er nú. Og við, sem erum búin að „erfa landið", eigum við ekki að fara að þakka fyrir okkur. Þjóðfélagsþegn no. 7434—7010.“ 0 Ólög eða lögleysa Einar Mýrkjartansson skrifar: „Ég fæ ekki lengur orða bund- izt um Ríkisútvarpið í sambandi við stero-útsendingar. Hvilik lög- leysa er það ekki að gera upptæka stereo-senda og stöðva sendingar nokkurra pilta i fyrra og sekta þá jafnvel? En svo svikst útvarpsráð um að senda sjálft í stereo í stað- inn. Ég skora því á útvarpsstjóra að beita sér fyrir þvi, að tafar- laust hefjist útsendingar í stereo á FM-bylgju með tækjunum, sem gerð voru upptæk eða með öðrum betri, ef til eru, ella verði tækjun- um skilað aftur til radióáhuga- mannanna og þeim veitt leyfi til útsendingar og helzt veittur styrkur til starfseminnar. Sjálfur hef ég áhuga á sliku leyfi. Þessi einokunarlög útvarpsins eru löngu úrelt, að minnsta kosti eru þetta ólög meðan stofnunin tekur ekki upp þá sjálfsögðu þjónustu að útvarpa I stereo. Það eru eink- um tvær ástæður, sem mér finnst réttlæta leynistöðvar hinna ungu áhugamanna. Önnur er sú, að Rík- isútvarpið hefur ekki sent í stereo og líka sú staðreynd, að stöðin truflaði ekki Rikisútvarpið meðan útsendingar fóru fram. Stöðvun og bann við rekstri slíkra áhugamannastöðva finnst mér álika kaldhæðnisleg og hið pólitiska bann útsendinga Kefia- víkursjónvarpsins, þar sem hið is- lenzka sendir út miklu svæsnara efni en Keflavíkursjónvarpið á sínum tima. Virðingarfyllzt, Einar Mýrkjartansson“. Skuggahliðar stórhorganna Bandarikjamenn hafa ðhyggjur af stór-þjóðhátið sinni að ári þegar þeir minnast tvö hundruð ára sjálfstæðis sins. Þeir eru raunar þegar byrjaðir með smáhátiðir um þvert og endilangt landið — svona til þess að hita sig upp. En ’76 verður samt toppurinn á öllu saman og miðjan I toppinum verður þá eins og gefur að skilja Washington. Meinið er bara það, að höfuðborgin er nú orðin ein af þeim borgum bandariskum þar sem forhertir glæpamenn herja hvað harðast. Sið- ustu tölur herma að einungis í iðnaðarborginni Cleveland i Ohio séu gangsterarnir ennþá öllu ötulli en i Washington: Þar myrða þeir ennþá fleira fólk miðað við mannfjölda en á þrepskildi Hvita hússins. Mannskaðaskýrslurnar gerast lika i meira lagi óhugnanlegar. Á síðastliðnu ári voru 295 manneskjur myrtar i höfuðborginni. sem telur þó ekki nema 750.000 manns. Til samanburðar má geta þess, að á sama tíma voru einungis 78 morð framin i Englandi og Wales báðum til samans. Það er þvi ekki að undra, þótt bandarisk yfirvöld hafi áhyggjur af þvi, hverskonar skálmöld kunni að upphefjast þegar ferðalangar af öllu tagi byrja að streyma til Washington upp úr áramótum að halda upp á frelsisárið. Búist er við milljónum gesta. Og bækur lögreglunnar sýna, að auk morðanna, sem fyrr eru nefnd, voru betur en 54.000 „alvarlegir" glæpir framdir á þessum slóðum á siðasta ári, þ.e.a.s. likamsárásir, nauðganir, rán og innbrot og önnur svoleiðis skemmtilegheit. Astin og afleiðingarnar Sovésk yfirvöld halda enn áfram að ærast í hvert skipti sem sovéskur borgari fellir ástir til útiendings. Charlotte Daigle, 32 ára gömul Bandarikjakona. sem rekin var frá Sovétríkjunum þegar hún hugðist giftast rithöfundinum Boris Mukhametshin, hefur nú upplýst að hann hafi verið fangelsaður fyrir „andsovéska starfsemi"! Charlotte hefur sagt blaðamönnum, hvernig öll maskinan fór i gang, þegar þau Boris sóttu um það til yfirvalda, að þau fengju að ganga i hjónaband: „Dvalarleyfi mitt var numið úr gildi og ég var tekin til strangrar yfirheyrslu. Siðan var ég sökuð um að segja ekki sannleikann og gert að verða úr landi innan þriggja klukkustunda." Þœr velkomnu . . . Vandi fylgir vegsemd hverri, ætlar að sannast á gríska kvenfólkinu, nú þegar það öðlast loksins sömu réttindi og karlmenn með hinni nýju stjórnarskrá. Dómsmálaráðherrann gríski hefur semsagt þegar lýst yfir, að með því konur njóti nú sama réttar og karlar, þá hljóti þær líka að taka á sig sömu kvaðir og þeir — svosem eins og að gegna herþjónustu samkvæmt herskyldulögum! . . . og hinar úskúfuðu Kvenfólk og hermennska er raunar baksvið í dálítið raunalegu máli, sem rætt hefur verið I bandarískum blöðum. Tvítug stúlka og vinkona hennar tveimur árum eldri, sem báðar hafa áunnið sér hinn besta vitnisburð sem óbreyttir liðsmenn í kvennasveitum Bandaríkjahers, eiga nú yfir höfði sér „brottvikningu með vanæru", eins og það heitir i hermannalögum, eftir að það varð uppvist, að þær eru kynvilltar. HOGNI HREKKVISI McNoughf ‘ ^ Syndicote. Inc. Heyrðir þú þrusk bak við okkur? S\G6A V/QGA £ liLVEftAH Stúlkurnar, sem báðar hafa verið í svonefndum heiðursflokki herdeildar sinnar, hafa þó ekki viljað gefast upp mótmælalaust og fært það sér til málsbóta, að það komi engum við nema þeim, hvernig kynlífi þeir-a sé háttað. Talsmenn hersins vitna afturá móti ireglugerðir jjar semsvoer kveðið á, að kynvilla sé ótvíræð brottrekstrarsök. Nú er málið komið fyrir sérstaka nefnd, og á meðan hafa stúlkurnar verið settar í einskonar sóttkví. Fréttamaður frá AP, sem átti að hafa tal af þeim, uppgötvaði að þær höfðu verið úrskurðaðar til sérstakrar „öryggis- gæslu" og að þær höfðu að auki þegar verið fjarlægðar af skrifstofunni þar sem þær höfðu verið i góðum stöðum. f staðinn var búið að dubba þær upp i vinnuföt og setja þær til málningarvinnu. Furðukarl frá Brasilíu Dagblað í Braziliu þykist hafa grafið upp elsta mann Suður-Ameriku, Doroteu nokkurn de Sousa. sem kvað þegar vera orðinn fullra 167 ára gamall! Blaðið upplýsir að fæðingardagur hans og ár sé hvortveggja skráð i krikjubækur þorpsins Altamirm, sem mun vera í Amazon- frumskóginum. Það hefur ennfremur birt vitnisburð nokkurra kunningja de Sousa, sem sjálfir eru að visu komnir vel til ára sinna, en þeir standa á þvi fastar en fótunum, að hann hafi þegar verið orðinn fjörgamall þegar þeir voru börn — þ.e.a.s. upp úr siðustu aldamótum! Sjálfur kveðst de Sousa ekki alveg þora að ábyrgjast færðingardag sinn, en segist þó muna, að hann hafi verið fimmtán ára þegar hann varð að flýja að heiman til þess aðforða sér undan þrælaveiðurum, sem þá voru athafnasamir á þessum slóðum. Það var árið 1823, segir öldungurinn.— Og svona til gamans: Hann keðjureykir blessaður karlinn! Sitt lítið af hverju Kona í Sheffield hefur arfleitt þrettán ára gamlan biksvartan og fremur óhrjálegan kött að sem samsvarar rösklega sjö milljónum króna. . . Benjamin nokkur Bilbao, sem er lyfjafræðingur i New York, hefur sótt um einkateyfi á timburmannalyfi, sem hann fullyrðir að hafi meðal annars þann stóra kost, að menn geti tekið það inn áður en þeir byrja að svolgra. Annar kostur: Blandan á í raun og veru að slá á jafnvel hrikalegustu timburmenn ... í breskri samkeppni um ótrúlegustu afrekin á sviði sölumennsku var m.a. farið viðurkenningarorðum um ónafngreindan sölumann, sem þóttist hafa pappira upp á, að.honum hafði tekist að selja „ispinna" hingað til islands. Þá hlaut annar lof fyrir að selja snjóplóga þangað sem þeim virðist satt að segja sist vera þörf — nefniiega til eyðimerkurrikisins Dubai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.