Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 31
Veggskildir með mynd Stephans G. GERÐUR hefur verið sérstakur veggsjöldur f tilefni af aldaraf- mæli Islendingabyggðar í Vestur- heimi. Er skjöldurinn með mynd af Stephan G. Stephanssyni og heimili hans 1 Alberta. Þá eru á skildinum vfsuorðin „Þo þú lang- förufl legðir sérhvert fand undir fót“. Þórhildur Jónsdóttir teiknaði myndina á veggskjöldinn, en Stef- án Arnason á Syðri-Reykjum í Biskupstungum gerði hann. Stef- án er garðyrkjubóndi, en árið 1973 kom hann sér upp postulins- brennslu Gerði hann m.a. marga skildi fyrir ýmsa aðila í tilefni af þjóðhátíðarárinu 1974. Þegar er ljóst að margir þátt- takendur í hópferðinni á aldaraf- mæli Islendingabyggðar í Vestur- heimi taka veggskjöldinn með sér til gjafa, og er séráletrun á bak- hlið fyrir þátttakendur í bænda- förinni. Búnaðarfélagið og Stétt- arsambandið fá skildina með þeirri áletrun, en skildi með ann- arri áfetrun selur Stefán i Rammagerðinni. — FÍM sýnir Framhald af bls. 11 sem þarf til að geta túlkað hug- myndir á eftirminnilegan hátt, en það er nútímakvilii, sem algengur er víðar en hér á landi. — Bene- dikt Gunnarsson sýnir 5 olíumál- verk, sem öll eru nokkuð í sama dúr og bera greinileg höfundar- merki Benedikts: samanþjappað- an litsvip, örugglega unnið. — Matthea Jónsdóttir heldur klass- ískum tón í verkum sinum, sem öll eru frá árinu 1974, keimlik, en þægileg i lit. — Sigurður Sigurðs- son á þarna þrjú oliumálverk, sem vekja verðskuldaða eftirtekt. Hann blómstrar á þessari sýn- ingu, og verk hans eru hvert öðru betra sem málverk. — Kjartan Guðjónsson sýnir nokkrar guachemyndir, sem eru einkenn- andi fyrir hinn rökvissa og ör- ugga málara, hnitmiðuð og spil- andi myndbygging i sterkum og hreinum tón. — Hjörleifur Sig- urðsson sýnir aðeins tvö verk: olíumálverk og vatnslitamynd. Þessi verk eru byggð upp á svip- aðan hátt, en ólik i eðli sinu. Vatnslitaverkið finnst mér mun merkilegra en olíumyndin. — Björgvin Sigurgeir Haraldsson teiknar á hvítan grunn með svört- um olíulit og nær lífi og skemmti- legum áhrifum, þegar best lætur. — Elias B. Halldórsson notar hrjúfa og oft safarika áferð í oliu- málverkum sinum, sem eru byggð upp af hispursleysi í formi og lit. Þetta er i heild falleg og skemmtileg sýning, fordómalaus og fersk. FlM á þakkir skilið fyrir þessa tímabæru sýningu. Valtýr Pétursson. Kerndum verndúín votlendi MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JUNl 1975 31 Electrolux eldhúsið innréttingin og heimilistækin allt frá ELECTROLUX ■ li' 1 I.-.iii .:. h 1 í%TY m ■■■ Eldhúsinnrétting úraski. Litir: Blábæsuð, grænbæsuð, Ijós. Fura: Ljós eða bæsuð blá, rauð, græn og brún. Lökkuð: Orange, hvft, gul, græn og brún. Einnig fást skápar í svefnherbergin, baðherbergin, forstofuna o.fl. Komið með teikningu af húsinu og við gerum tilboð í innréttinguna yður að kostnaðarlausu. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Sérstök kjör veitt þeim, sem kaupa bæði innréttingar og heimilis tæki. Vörumarkaðurinn hf. | Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-11 2 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.