Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNl 1975 11 Moshe Leshem. Almenningsálitið snúizt við — segir Moshe Leshem, sendiherra Israels Sendiherra Israels á Is- landi, Moshe Leshem, var hér í Reykjavík I síð- ustu viku, en sendiherr- ann hefur aðsetur sitt í Kaupmannahöfn. Héðan kom hann frá Færeyjum, en hann hefur ferðazt mikið og kynnt máistað lands síns, m.a. í Banda- ríkjunum. JMoshe Leshem er ættaður frá Tékkóslóv- akfu, en fluttist til fsraels árið 1949. Hann átti fund með blaðamönnum meðan hann var í Reykjavfk, og sagði þá m.a. um ófriðinn í Mið-Austurlöndum: „Anwar Sadat, Egypta- Iandsforseti, talar nú orðið um frið. Það er vissulega betra en það að hann talaði um stríð, en meðan Arabar kaupa vopn fyrir 20 milljónir dala dag hvern, þá er augljóst, að þeir eru ekki í friðarhug. Fyrir nokkrum árum var al- menningsálitið mjög hlynnt okkur tsraelsmönnum, en nú er það liðin tíð. Þá höfðum við flest okkur til málsbóta i aug- um umheimsins, en nú hefur þetta snúizt við og Arabar eiga nú allra samúð. Að sjálfsögðu er Egyptaland það land, sem mestu máli skipt- ir fyrir okkur í þessum átökum, því að án Egypta geta Araba- þjóðirnar ekkert stríð háð. Hr. Sadat er raunsær maður, sem ekki lætur stjórnast af hugsjón- um heldur því sem hagkvæmt er fyrir land hans. Hann hefur margsinnis sagt, að ekki sé hægt að semja um frið fyrir þessa kynslóð og þá, sem kemur næst á eftir, heldur verði að leita varanlegri lausnar. Það er hins vegar útilokað fyrir okkur að ganga til samninga með þeim skilyrðum, sem and- stæðingar okkar vilja setja okk- ur, og ég held, að jafnvel mestu friðardúfur i Israel gætu ekki hugsað sér að ganga til samn- inga við Araba með þeim skil- yrðum, sem þeir hafa hingað til sett. Þessi skilyrði eru svo ströng, að Israelsríki gæti ekki staðizt væri að þeim gengið. Það, sem raunverulega er krafizt, er það að ísraelsmenn fremji sjálfsmorð — ef við hefðum slíkt i huga, gætum við gert það án samningaviðræðna. Við viðurkennum, að það er ekki hægt að leysa þetta mál nema lausn finnist á málum Palestínuaraba og líklegasta lausnin að því leyti væri stofn- un sérstaks rikis þeirra. Ég held að þessi hugmynd eigi vaxandi fylgi að fagna hjá deiluaðilum um þessar mundir. Það var ekki Saigon- stjórninni að kenna hvernig fór í Vietnam, heldur þeim, sem rufu samningana, sem gerðir voru í Paris. Við Israelsmenn getum ekki farið út í samninga, sem trúlegt væri að gætu endað á sama hátt.“ FÍM sýnir Félag íslenskra myndlistar- manna hefur opnað sýningarsal fyrir myndlist I húsakynnum Byggingarþjónustu Arkitektafé- lags Islands að Grensásvegi 18 (hús verslunarinnar Málarans). Þessi salur virðist mjög heppileg- ur fyrir vissa stærð sýninga, og er því góður viðbætir við þá sýning- araðstöðu, sem áður var fyrir hendi i borginni. Norræna húsið er ágætt fyrir stórar og veiga- meiri sýningar og „loftið" fyrir litlar, og svo eru það Kjarvalsstað- ir, en eins og stendur er sá staður í sérflokki. Það var lítið annað fyrir FlM að gera en að leita hófanna fyrir starfsemi sína, þegar þau tré brustu, sem síst var búist við, og er það slys harmað af öllum þeim, sem einhverja sómatilfinningu hafa á listrænu sviði. Þannig hef- ur núverandi ástand valdið veru- legum sársauka bæði meðal al- mennings og listamanna, að ég ekki nefni þann ósóma, sem minn- ingu sjálfs Kjarvals er sýndur. Mér, sem þetta ritar, er minning Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals það heilagt mál, að ég get bókstaf- lega ekki fengið það af mér að koma inn fyrir dyr á því húsi, sem reist var með góðum hug til heið- urs meistaranum, en hefur nú verið gert að söluskála alls konar fiktara í myndlist. Ótrúlegt, að slíkt skyldi gerast þrjátíu árum eftir að hin fræga Þorgeirsbola- orrusta var háð hér I borg. Leitt er að þurfa að minnast þessara atvika hér, en einmitt þau eru orsök þess, að FlM varð að hefjast handa um aðstöðu fyrir starfsemi sina, og er það gleðilegt, að það hefur tekist I samvinnu við húsa- gerðarmenn, og eiga þeir veruleg- ar þakkir skilið fyrir að hafa barna tekið saman höndum við Eitt af májverkum Sigurðar Sig- urðssonar. myndlistarmenn. Samvinna þess- ara aðila mætti að visu vera nán- ari en hingað til hefur verið, en það er önnur saga og kemur ekki þessu máli við. Sýningarsalur FlM að Grensás- vegi er um margt notalegur til sýningahalds. Þvi er ekki að neita að aðstaðan mætti vera betri, en auðvitað þarf að fikra sig áfram hér sem annars staðar, en mér list þó mjög vel á staðinn. Fyrsta sýning, sem FlM hefur efnt til þarna er samsýning nokk- urra félagsmanna og má þar líta 28 listaverk eftir átta listamenn. Sýningin er þannig valin, að hún er fjölþætt, byggð upp af verkum nokkuð ólikra listamanna, sem hver um sig heldur eigin götur, og hvergi er lögð áhersla á sérstakan stíl eða listastefnu. Þetta gefur sýningunni skemmtilegan svip og þar skapast lifandi andstæður. sem þó eru miðaðar við vissar Myndllst eftir VALTÝ PÉTURSSON kröfur, sem sjálfsagt er að gera til þeirra.listaverka, sem valin eru til sýningar í nafni stærstu og reynslumestu samtaka myndlist- armanna. Að mínum dómi hefur þetta val tekist ágætlega, og ég vonast til, að fleiri sýningar af svipaðri gerð eigi eftir að koma frá FlM, og gætu þær orðið snar þáttur í starfsemi félagsins ásamt Haustsýningu FlM, sem um lang- an aldur hefur verið árviss við- burður í menningarlifi borgarinn- ar, en sú sýning þarfnast mikils húsakosts, helst Kjarvalsstaða, en þar eru myndlistarmenn hins veg- ar ekki í náðinni sem stendur. Rennum augum yfir þessa sýn- ingu. Fyrstur verður fyrir okkur Gylfi Gislason teiknari. Hann hef- ur í blóðinu löngun til að deila á samfélagið og ágætar hugmyndir, en ef til vill ekki nægilega vel útfærðar. Það mætti segja mér, að hér komi i ljós, að hann einfald- lega vanti þá nauðsynlegu skólun, Framhald á bís. 31 AÐ KAUPA VERÐTRYGGÐ SPARISKlRTEINI RÍKISSJÓÐS JAFNGILDIR FJÁRFESTINGU í FASTEIGN Einfaldasta og hagkvæmasta fjárfestingin Skatt- og framtalsfrjáls til sölu í öllum bönkum - útibúum sparisjóðum og hjá nokkrum verðbréfasölum. Spariskírteini í 1. flokki 1975 eru með grunnvísitölu miðað við 1. mars síðastliðinn, og verða því aðeins til sölu þar til ný byggingarvísitala tekur gildi i byrjun næsta mánaðar. SEÐLABANKI ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.