Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNI 1975
Viðfangsefni Slagsíðunnar í dag er INNHVERF ÍHUGUN, sú tækni, sem indvers
og kynnti. Þessi tækni, sem á ensku nefnist Transcendental Medidati
íhugunarfélagið og hefur það gengizt fyrir íhugunarnámskeiðum með þeim árangri
HvaÖ er
Innhverf
fhugun?
HVAÐ er innhverf íhugun? Þvf á
fréttamaður Slagsíðunnar erfitt með
að svara í fáum orðum, enda þótt
hann hafi að undanförnu reynt að
kynna sér málið ítarlega Því finnst
okkur við hæfi að gefa þeim aðilum,
sem vinna að útbreiðslu innhverfrar
íhugunar, um allan heim færi á að
útskýra sjálfir hvað í henni felst. Við
fengum því danskan kynningar-
bækling flm íhugunina og snerum
honum snarlega yfir á íslenzku. Fer
þýðingin sú hér á eftir, en bezt er að
taka tvö atriði fram, áður en lestur
greinarinnar hefst. Hún er á dálítið
uppskrúfuðu máli, en það einkenni
loðir þvf miður við flest skrif um
innhverfa íhugun, sem Slagsíðan
hefur komizt í tæri við. íhugunin
sjálf er þó vonandi ekki eins háfleyg!
í öðru lagi skal tekið fram, að ýmsar
fullyrðingar kunna að virðast hæpn-
cr og innantómt skrum, en Slagsíð-
an hefur skoðað margar skýrslur
vísindamanna, sem styðja þessar
fullyrðingar, og ætti því að vera
óhætt að taka eitthvert mark á þeim.
Innhverf íhugun er einföld huglæg
tækni til að þróa persónuleikann
með reglubundinni víxlverkun milli
djúprar hvíldar og skapandi starfs.
LÍKAMLEG ÁHRIF
Vísindalegar rannsóknir á fólki,
sem hafði stundað skipulega inn-
hverfa ihugun 1 Vi—3 ár sýna, að
þessi tækni veldur ákveðnu líkam-
legu ástandi, sem er frábrugðið
þremur aðaltegundum likams-
ástands. vöku, draumum og djúpum
svefni Mælingar á andardrætti,
efnaskiptum, hjartastarfsemi, starf-
semi heilans. rafmagnsmótstöðu
húðarinnar og lífefnafræðilegri sam-
setningu blóðsins sýna, að þetta
fjórða ástand einkennist af mjög
góðri andlegri og líkamlegri hvild,
sem að mörgu leyti er dýpri en sú
hvild, sem næst eftir 6—7 tima
svefn Þegar eftir fárra mínútna
íhugun svarar líkaminn frjálst í heild
sinni, án þess að reynt sé að hafa
áhrif á einstaka líkamsstarfsemi eða
liffæri. Til dæmis minnkar efna-
skiptamagnið um að meðaltali 1 7%,
en heilastarfsemin sýnir mynztur,
sem bendir i átt til hvilandi árvekni.
Hjá þeim, sem ihuguðu, urðu einnig
vissar lifefnafræðilegar breytingar i
blóðinu, sem benda til að innhverf
ihugun losi um andlega og likam-
lega spennu á áhrifarikari hátt en
t.d. svefn.
Innhverf ihugun er einföld. eðli-
leg, áreynslulaus tækni, sem felur
ekki i sér neina andlega eða likam-
lega stjórnun. Ástand hinnar hvil-
andi árvekni, sem næst, er bæði
likamlega og andlega frábrugðið
„framkölluðu" ástandi t d. eins og
dáleiðslu Svipaða útkomu hafa
menn fundið hjá zen-munkum með
yfir 20 ára reynslu í erfíðri zen-
hugleiðslu.
Við innhverfa ihugun róast starf-
semi hugans sjálfkrafa meira og
meira Hugurinn nálgast stöðugt
dýpri meðvitundarsvið, þar til hann
fer siðan framhjá allri hugsun og
nær ástandi hreinnar meðvitundar,
sem er uppspretta allrar hugsunar. I
þessu fjórða ástandi hvilandi árvekni
er hugurinn ósnertur af innri átökum
og hömlum. Samtimis er líkaminn
fullkomnlega afslappaður, og streita
og þreyta leysast upp. Afleiðingin
verður sú, að taugakerfið fer að
starfa frjálsar og eðlilegar. Þetta hef-
ur djúpstæð áhrif á alla likamlega og
andlega heilsu okkar — bæði fyrir-
byggjandi áhrif og læknandi áhrif
Bætandi áhrif innhverfrar ihugunar
á líkamlega og andlega heilsu eru
nú viðfangsefni læknisfræðilegra og
sálfræðilegra rannsókna við 80
stofnanir og háskóla um allan heim.
Þegar eru komnar fram i ríkum mæli
mjög athyglisverðar niðurstöður,
sem hafa verið kynntar í kunnum
vísinda- og læknisfræðitimaritum.
ANDLEG ÁHRIF
Þeir, sem stunda innhverfa ihug-
un, og veita sér þessa algjöru slökun
i stuttan tima á hverjum degi (tvisvar
sinnum 15 minútur) segja frá at-
hyglisverðum áhrifum á daglegt lif:
Þær óteljandi litlu áhyggjur, sem
venjulega binda hugann, ná ekki
lengur almennilegum tökum á
athyglinni. Meðvitundin er þannig
frjálsari og lausari við hömlur, án
þeirra takmarkana, sem venjulega
hindra skýrleika, yfirsýn og einbeit-
ingarhæfni hugans. Það sem fyrr
virtist vera óleysanlegt vandamál,
kemur nú fyrir sjánir sem miklu
einfaldara, þvi að menn hafa þróað
dulda meðvitundarvarasjóðinn, innri
sköpunargáfurnar
Innhverf íhugun færir okkur í
beint samband við eigið, innsta Sjálf
og leiðir þar með til samstillrar þró-
unar allra hliða persónuleikans. Við
upplifum jafnvægi i þróun bæði
Maharishi Mahesh Yogi.
Hann flutti innhverfa
íhugun til Vesturlanda
frá Indlandi.
skynjunar, tilfinninga og skilnings,
og öðlumst meiri hæfileika til bæði
að veita og taka á móti ást. Við
öðlumst meiri öryggi og innri stað-
festu og náum frjálsari tengslum i
samskiptum við annað fólk. Með
reglubundinni ástundun innhverfrar
íhugunar þróum við beztú og upp-
byggilegustu þætti persónuleikans
og upplifum auðugara llf á öllum
sviðum tilverunnar
Sú hvlld, sem innhverf íhugun
veitir, leiðir til meiri friskleika og
orku. Við hugsum skýrar og störf
okkar bera meiri árangur. Þar að
auki öðlumst við varanlega tilfinn-
íngu almennrar velllðanar og lifs-
gleði. Eftir að maður hefur ihugað í
nokkrar vikur eða mánuði, fer fólkið;
sem umgengst hann, að taka eftir
betra skapi hans. Á öllum sviðum
verðum við meira skapandi og í
samræmi við okkur sjálf.
TÆKNIN
Tæknin byggist á eðlilegri til-
hneigingu mannshugans til að leita
alltaf eftir meiri ánægju. Við inn-
hverfa íhugun dregst athyglin sjálf-
krafa að æ dýpri meðvitundarsvið-
um, sem veita stöðugt meiri
ánægju, eftir þvi sem hugurinn færir
sig fyllilega með vitandi nær upp-
sprettu hugsunarinnar, ástandi
mikillar innri gleði, fullkomnunar og
skapandi greindar Við þurfum að-
eins að vita hvernig við eigum að
byrja á réttan hátt og slðan mun
hugurinn í samræmi við eigin eðli
sjálfkrafa leita I þá átt, sem óskað er.
Þessi íhugunartækni er framkvæmd
á áreynslulausan og auðveldan hátt
og er þannig frábrugðin öðrum kerf-
um til útvikkunar meðvitundarinnar,
sem yfirleitt styðjast við einhvers
konar einbeitingu, áreynslu, stjórn-
un eða innri eftirhugsun. Innhverfa
íhugun getur hver sem er — án
tillits til trúar eða trúleysis —
ástundað með árangri. Styrkur
hennar felst einmitt i þvi hversu
einföld og ósjálfráð tæknin er Engar
reglur eru um daglega vana og
hegðun manna, hver einstaklingur
fær tækifæri til að þróa sig ein-
staklingsbundið með reglubundinni
íhugunarþjálfun. Þeir, sem stundað
hafa ihugun, segja, að óskir þeirra
og atferli færist algerlega eðlilega og
sjálfkrafa inn í uppbyggilegri og
meira lifsbætandi farveg Áhrifin
finnast frá upphafi og aukast gegn-
um stigvaxandi þróun allra mögu-
leika okkar sem manna
Tæknin byggist á mörg þúsund
ára reynslu og vizku, sem hefur á
vorum timum verið kynnt heiminum
og endurlífguð af Maharishi Mahesh
Yogi. Takmark Maharishis er að
gera innhverfa ihugun aðgengilega
fyrir eins marga menn og mögulegt
er um allan heim. Innhverf ihugun
er engin trúarbrögð, heimspeki eða
dulrænn kraftaverkalækning, heldur
þvert á móti gagnleg og eðlileg
tækni til að þróa starfsgetu tauga-
kerfis mannsins. Með ástundun
þessarar tækni öðlast maðurinn
getu til að þróa alla einstaklings-
bundna möguleika sina til gagns
fyrir sig og heildina. Innhverf Ihug-
un veitir þannig nýja möguleika á að
auka samstillingu, vöxt og fram-
leiðslu i samfélaginu með fullri
þróun hvers einstaklings.
Til að læra innhverfa ihugun er
nauðsynlegt að taka við persónu-
legri leiðsögn frá sérþjálfuðum
kennara í ihugun. Allir kennarar eru
menntaðir á sérstökum námskeið-
um, sem Maharishi Mahesh Yogi
hefur samið Þeir, sem vilja læra
íhugun, verða áður að setja sig inn í,
hvað innhverfi íhugun táknar í raun
og veru. Áður en þeir byrja, verða
þeir þess vegna að sækja tvo kynn-
ingarfyrirlestra. Við seinni fyrir-
lesturinn geta þeir, sem áhuga hafa,
skráð sig á námskeið.sem felur í sér
persónulega kennslu f tækninni og
siðan þrjá fundi með frekari leið-
beiningum Eigin ihugun kvölds og
morgna er liður i námskeiðinu
„Ekki eins
æstur yfir
smámunum'
0 Guðmundur Ingi Kristins-
son er 19 ára og hann hefur
aðeins stundað innhverfa íhug-
un i einn mánuð. Hefur hann
fundið nokkurn árangur?
,,Já, ég er mjög ánægður með
þetta og árangurinn er nokkuð
góður,“ segir hann. „Ég er
miklu rólegri en áður og finn
góð áhrif. Eg er ekki eins æstur
yfir smámunum og áður.“
— Kom þessi árangur strax í
ljós?
„Já, þetta var.mjög gott fyrst,
en síðan datt það svolitið niður,
en er farið að skána aftur
núna.“
— Og þú telur, að þessi góðu
áhrif séu ekki einhverju öðru
að þakka?
„Já, ég veit ekki hvað það
ætti að vera annað. Ég er viss
um, að það er eitthvað í íhugun-
inni, sem hefur svona góð
áhrif."
— Og hvernig hefur gengið
að finna tima til íhugunar?
„Bara vel. Ég vakna hálftima
fyrr á morgnana og svo hefur
það líka gengið vel á kvöldin."
„Skapbetri,
ákveðnari,
frískari
í hugsun”
• KRISTBJÖRG Kristmunds-
dóttir 17 ára, hefur stundað
innhverfa íhugun í 3—4
mánuði. Hún hafði slegizt í för
með vinkonu sinni á kynningar-
fyrirlestur á Kjarvalsstöðum og
ákvað síðan að sækja námskeið.
Og árangurinn hefur ekki látið
á sér standa, að hennar mati:
„Ég er skapbetri, ákveðnari,
þarf minni svefn. Ég hef
frískazt i hugsun, er opnari fyr-
ir öðru fólki og skil það betur
og hef meiri áhuga á öllum
hlutum nú en áður fyrr.“
Kristbjörg hafði litillega
stundað likamlegt yoga áður en
hún kynntist íhuguninni, en
„þetta er helmingi fljótlegra og
betra,“ segir hún.
Hins vegar hefur þetta ekki
allt verið dans á rósum, því að
henni hefur ekki gengið nógu
vel að finna sér tíma til að
íhuga kvölds og morgna.
„Maður má ekki vera of
syfjaður og maður má ekki vera
búinn að borða, en þó hefur
þettayfirleitt hafzt.“
— En hefur þetta verið erfitt
að öðru leyti?
„Nei þetta er alls ekki erfitt,"
segir hún.
— Hvernig hafa fjölskyldan
og kunningjarnir tekið þessari
iðju?
„Fjölskyldan vissi nú minnst
um þetta framan af, en þau
reyna að trufla mig ekki og láta
mig um þetta. Hins vegar hafa
sumir kunningjarnir litið þetta
vissu hornauga, sagt að þetta
væri fíflalegt eða bara stælar
— en innst inni hefur það þó
ábyggilega áhuga á þessu, held
ég."
I sumar starfar Kristbjörg
við afgreiðslu og hún segist
hafa fundið mun á sér, hvað
betur gangi að vinna, bæði sjálf
afgreiðslan og eins samræður
við viðskiptavinina.
„Maður hefur betri stjórn yf-
ir líkáma og huga, eftir íhugun-
ina, og er fljótari að ná hugsun-
unum upp á yfirborðið. Við
íhugun losnar streita úr
líkamanum og taugakerfinu,
maður verður liðugri og ekki
eins taugaveiklaður. Hjá
þeim, sem stunda þetta,
minnkar yfirleitt áhuginn á
sigarettum og áfengi og þeir
verða rólegri."
„Ég hafði
ekki neina
sérstaka
trúáhenni”
0 Ólafur Fannberg er 19 ára
gamall. Hann kynntist inn-
hverfri íhugun fyrst fyrir
mörgum árum, þvi að foreldrar
hans hafa stundað hana um
langt skeið, en svo var það aftur
í haust, að hann fór að stunda
hana að nýju. En reynsla hans
hefur orðið nokkuð á annan veg
en hjá hinum viðmælendum
Slagsíðunnar:
„Ég stundaði ihugunina
nokkuð reglulega framan af, en
svo ekkert upp á síðkastið. Það
eru ýmsar ástæður fyrir því. Ég
hef áhuga á að kynnast ýmsum
málum, en svo kemur ekki allt-
af mikill árangur í Ijós.
Kannski er ég of óþolinmóður,"
segir Ölafur.
„Ég hef oft ætlað að halda
áfram að íhuga,“ heldur hann
áfram, „en hef ekki fundið mér
tíma til þess. Ég er ekkert á
móti þessari iðkun, en ég hef
ekki beint trú á því, að hún geri
eins mikið fyrir mann eins og
þeir segja, sem stunda hana eða
kenna. Ég álít þó, að hún skaði
ekkert.“
— Fannstu engan árangur
hjá sjálfum þér?
„I rauninni átti hann varla að
koma í ljós, því að ég stundaði
þetta í svo skamman tíma.
Maður þarf Iangan tíma til að
náþessu almennilega."
— Getur verið að orsökin hafi
verið sú, að þú hafir verið of
neikvæður gagnvart íhugun-
inni?