Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNl 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen aö gefa honum Möller hérna á hann; þetta er fantur, en þér eruð dánumaður, og það hef ég alltaf sagt; skoðið þér nú til, hann hefur skrifað skrattinn sá arni, fjóra potta af estras í reikninginn minn, en fari ég í sjóðbullandi, ef ég hef tekið nema þrjá og einn kvart; já, það er nú það. Rétt í því Jón sagði þetta, var stofudyr- um Möflers lokið upp, og kom þar út kvenmaður, það var Guðrún; en er hún verður vör við mennina þar fyrir utan, verður henni hverft við og tekur til fótanna og skýzt fram hjá þeim. Jón kom auga á hana, en. með þvj að hann var nokkuð voteygður af brennivíni og sá ekki nema í þoku, gat hann ekki greint, hvort það var karl eða kona, sem skrapp hjá honum, og líkast til hugsaði hann það vera Möller, sem út kom, og þýtur sem elding á eftir Guðrúnu út í myrkrið, blótandi og ragnandi. Kaupmaður L. skipti sér ekki af Jóni, en gekk til stofudyra og fann, að þær voru ólæstar, því Guðrún hafði verið svo flumusa, að hún gætti ekki að loka á eftir sér. Kaupmaður gjörir sig heimakominn —COSPER------------------- V og gengur inn og allt innar að svefnhús- dyrunum; hann ber hægt á dyrnar og lýkur þeim síðan upp, áður en honum væri gegnt; sér hann þá í herberginu, að staup standa þar á borði, en Sigríður situr náföl á legubekknum og kaupmaður Möller stendur þar ekki alllangt frá á gólfinu með hönd á brjósti sér og á öðru hné álíkt því, þá er heiðnir menn forðum féllu fram fyrir blótstöllum sínum og lutu goðum sínum. Möller varð, sem nærri má geta, hverft við, er inn var komið; en kaupmaður L. lét sér ekki bilt við verða og kastaði kveðju á Möller og segir síðan hálfhlæjandi á danska tungu: Nú furðar mig ekki á því, að þú hefur ekki fyllt flokk okkar á skytningi í kvöld; en varaðu þig á því, að ég segi ekki konunni þinni eftir þér, þegar ég finn hana. Stúfur litli Svo kom konungsdóttir til hans aftur. „Æ, þú hlýtur að vera þreyttur, viltu ekki hvíla þig snöggvast og hafa höfuðið í kjöltu minni?“ sagði hún. Og meðan Stúfur svaf þar, færði hún hann í silfur- föt. En þegar Stúfur var farinn, og Rauður riddari sá að engin hætta var lengur á ferðum, klifraði hann niður úr trénu og hótaði og ógnaði konungsdóttur allt þar til er hún varð að lofa að segja, að það væri hann, sem hefði bjargað henni. Svo tók hann aftur sér einn hausinn af tröll- inu til sannindamerkis og leiddi konungs- dóttur heim í höllina aftur. 1 höllinni varð nú mikil gleði og konungurinn var í vandræðum með það, hvernig hann átti að fara að því að sýna Rauð riddara tilhlýðilega virðingu. En Stúfur litli tók með sér öll arm- böndin tröllsins, og þau voru ekki fá, og ennfremur gull og silfur, sem tröllið hafði haft meðferðis. Þegar hann kom heim til eldabuskunnar og gaf henni allt saman, varð hún ekki lítið hissa, og fór að spyrja hvar hann hefði fengið allt þetta, en hann sagðist bara hafa farið heim og fengið þar nokkrar gaml- ar gjarðir eins og áður, og þessu trúði eldabuskan jafn vel og áður. Þegar svo þriðja föstudagskvöldið kom, fór allt á sömu lund og í hin tvö fyrri skiftin, öll konungshöllin var tjölduð v»tf> MORöilN raff/nu Hún gródursetur, sáir — rffur arfa, vatnar — plægir og klippir trén — allt samtímis. Maigret og guli hundurinn Eftír Georgas Simenon Þýðandí Jóhanna Kristjón'sdóttir 17 — Rmma! Látið mig fá penna og blek. Hann tottadi pfpu sfna undur- rólegur og heyrði bæjarstjórann segja hljóðlega en þó f von um að hann heyrði það: — Plat og aftur plat! Hann lét það ekkert á síg fá, en skrifaði með stórri þungri rit- hönd: — .... ofangrcindan Ernst Michoux, fasteignasala f fyrirtæk- inu Les Sablcs Blancs. Þetta var bæði hlálegt og grát- legt. Bæjarstjórinn las það sem Maigret hafði skrifað. Svo sagði lögregluforinginn: — Jæja, þá er það búið! Fyrst þér viljið endilega að ég handtaki einhvern, þá tek ég lækninn fast- an .... Læknirinn leit á þá til skiptis og brosti vandræðalega eins og hann vissi ekki hvort hann ætti að líta á þetta scm grfn eða alvöru. En það var Einma sem lögreglu- foringinn fylgdist með, Emma, sem var á leið að afgreiðslu- borðinu, en nam staðar á miðri leið, ekki eins föl og hún átti vanda til og skyndilega var eins og gleðisvipur breiddist yfir and- lit hennar. — Þér gerið yður sjálfsagt grein fyrir, hversu alvarlegt.... — Þetta er starf mitt, bæjar- stjóri. — Og eftir allt sem gerít hefur, hugkvæmist yður ekki annað ráð en að taka höndum einn minna beztu vina ... eða félaga ... einn traustasta og virtasta borgarann f Concarneau ... mann sem .... — Hafið þið notalegt fangelsi I bænum? Michoux virtist eiga f erfiðleik- um með að kingja. — Við höfum lögreglustöðina, svo er smáaðstaða f gamla bæjar- hlutanum. Leroy var kominn inn. Við borð lá hann tæki svo mikil andköf að hann blánaði upp þegar Maigret sagði glaðlega við hann cins og hann væri að tala um veðrið: — Heyrið þér, góði minn, ég ætla að biðja yður að fara með lækninn I fangelsið ... En gerið það af fullri gætni.... Það er engin ástæða til að setja handjárn á hann. Þér setjið hann inn og sjáið um að hann skorti ekkert.... — Já, en þetta er hreinasta vit- firring, stamaði læknirinn. Ég botna hvorki upp né niður f neinu .... Eg ... þetta er fráleitt... þetta er hreint og beint viðbjóðslegt! — Já, þar hittið þér naglann á höfuðið, sagði Maigret. Svo sneri hann sér að bæjar- st jóranum og hélt áfram. — Eg hef ekkert sérstakt við það að athuga þó að menn yðar haldi áfram að leita að flækingn- um.... Það er afþreying fyrir bæjarbúana ... kannski er það Ifka gagnlegt.... En þér skulið ekki halda að það skipti neinum sköpum hvort hann na>st eða ekki.... Reynið að sefa fólkið. — Vitið þér að hann var með sveðju á sér, þegar hann var handtekinn I morgun? — Hreint ekki ósennilegt. — Það er ekki fráieítt með öllu... Maigret fór að finna til óþolin- mæði. Hann hafði risið á fætur, klæddi sig f þykkan yfirfrakkann og burstaði af hattinum sfnum með erminni. — Vona við sjáumst fljðtlega bæjarstjóri.... Ég skal áreiðanlcga láta yður vita um framgang mála... En munið cftir einu... Segið blaðamönnunum ekki of margar sögur... Það er f raun og veru ekki nokkur ástæða tfl að gera teljandi veður út af þessu... Verðið þér samferða...? Sfðustu orðunum var beint til ungs lögreglumanns, sem leit á bæjarstjórann eíns og hann vildi sagt hafa: — Þér verðið að afsaka, en ég er tilneyddur að fara með... Maigret klappaðí Emmu vingjarnlega á kinnina um leið og hann gekk hjá og arkaðí svo áfram án þess að skeyta um for- vitni fólksins. — Er það þessa leið? — Já, það er um hálftfma- gangur. Sjómennirnir voru rólegri en flestir aðrir íbúar bæjarins og nú voru bátar að láta úr höfn, enda hafði veðrið lægt til muna. Lögreglumaðurinn gaut augunum til Maígret eins og skólapiltur sem vill koma sér f mjúkinn hjá kennara sfnum. — Það er nú þetta, sko, að bæjarstjórinn og læknirinn spila bridds saman að minnsta kosti tvisvar I viku, þvf hefur þetta verið mikið áfall fyrir hann. — Hvað segir fólkið f bænum? — Það fer dálftið eftir hver er... Verkamenn og sjómenn eru ekki eins uppnæmir og aðrir. Þeim virðist f aðra röndina dálftið skemmt... það er svokallaða ffna fólkið sem er komið f klfpu og enginn þorði varla að ávarpa þá... En þeir gengu nú einum of langt með þvf að fara að daðra við verk- smiðjustúlkurnar... Þó var það verra á sumrin, þegar vinir þeirra komu frá Parfs... Þá var setið við rirykkju og svo voru læti og kvennafar fram á rauðanótt, eins og þeir ættu bæinn.. Það var oft kvartað.. Sérstaklega var Le Pommeret erfiður... Hann varð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.