Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNI 1975 33 fclk f fréttum + Gryfja bjarndýranna f dýra- garðinum í Nyköbing f Dan- mörku er stórhættuleg. A að- eins örfáum mánuðum hefur þrennt slasast þar. Fyrir nokkr- um mánuðum ætlaði kona ein að klappa einum birninum sem nfði í hönd hennar og slasaði hana illa. t maf s.l. komst lögreglan f málið, þegar annar gestur í dyragarðinum slasaðist illa á hendi. Eftir það slys samdi læknir dýragarðsins skýrslu um málin sem hann sendi lögrcglunni en hún náði ekki að gera neitt í málinu þvf aðeins nokkrum dögum seinna varð þriðja slysið og það hroða- legasta. Leif Wilhelm Schytz, 23ja ára gamall var í skemmti- ferð í dýragarðinum með hóp af fólki, og ætlaði hann að klappa birninum „Peter“ á kollinn. Björninn náði í hend- ina á honum og þó að cinn af fararstjórum hópsins togaði á móti, var björninn sterkari. Leif hrapaði ofan í gryfjuna og lenti á einu bjarndýrinu. Það hefur Ifklega bjargað lffi hans, því ef hann hefði Ient á stein- gólfinu og rotast þá hefðu bjarndýrin bitið hann á háls. Það reyndu þau næstu mfnút- urnar, en maðurinn reyndi ör- væntingarfullur að verja sig. „Vertu rólegur, vertu rólegur, bangsi minn,“ bað hann. Birn- irnir rifu utan af honum fötin og bitu hann í axlirnar. Birnan dró hann upp á steinvegg, en áður en henni tókst að koma Leif inn f holuna sfna, kastaði einn gestanna f dyragarðinum stiga niður til Leifs. Hann hélt sér dauðahaldi I stigann en bjarndýrin toguðu á móti. Þeg- ar svo eitt bjarndýrið beit f magann á honum, vaið hann hljóðandi að sleppa stiganum. Það voru margir gestir vitni að slysinu en allir voru svo skelfingu lostnir, að engum datt i hug að sækja hjálp. Það var ekki fyrr en stjórnandinn stökk ofan í gryfjuna með járn- stöng, að bjarndýrin slepptu taki sfnu á Leif, sem þá hafði misst mcðvitund. Ilann er mjög alvarlega slasaður, að vfsu er hann livergi brotinn en nánast allur tættur f sundur. Strax eft- ir þcnnan atburð var ákveðið að setja grind yfir gryfjuna. + Þýzka sjónvarpsstjarnan, hægri hönd ERICODE, sem lék „DER KOMMISAR" í sjón- varpsþáttunum og sá sem konurnar dáðust mest að, Fritz Wepper hefur nú til- kynnt að hann hyggist ganga f það heilata á næst- unni. Sú lukkulega er prins- essa Angela von Hohen- zollern. Þessi vinsæli pip- arsveinn hefur áður hafnað fjölda bónorða frá hrifnum konum, en hann var ekki I neinum vafa þcgar Angcla hrósaði honum dag nokkurn fyrir hlutvcrk hans f „Kommissæren" og bætti þvf svo við að hún hefði fallið fyrir honum. „Það er gagnkvæmt," sagði hann, og dætur Angelu þær Valerie og Stephanie fá nú nýjan föður. Þær hafa í tvö ár saknað þess að hafa karlmann í húsinu, eftir að faðir þeirra, Ferfried prins af Hohenzollern, yfirgaf hús og heimili. Angela býr f glæsilegu húsi í Miinchen, en parið hefur ennþá ekki ákveðið hvar þau ætla að búa. „Það mikilvægasta cr að við skiljum hvort annað svo vel,“ segir Wepper ... Ja, hann um það. + Gerald Ford forseti Banda- rfkjanna er mikill aðdáandi kvenlegrar fegurðai'. Og honum finnst ails ekki, að hann þurfi neitt að fara f launkofa með það, þó að hann hafi það starf með höndum að vera forseti. Þetta kom í ljós fyrir skömmu, þegar sænska kynbomban Ann- Margret skemmti í Hvfta hús- inu f veizlu sem haldin var til heiðurs keisaranum f Iran. Ann-Margret sagði síðar, að henni hefði fundisl forsetinn „sérstaklega sjarmerandi". Gulur,rauóur, grænn&blár Brauðlvx'r Ér gerðuraf ^ meistarans # höndum Kráin isbúð VIÐ HLEMMTORG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.