Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNl 1975 Salamandran: Bulle Ogier og Francois Simon Salamandran Salamandran: Rosemonde (Bulle Ogier) stillir sér upp fyrir Pierre (Jean-Luc Bideau). ie ir I.a Salamandre, sviss- nesk. gerð 1971. Leikstjóri: Alain Tanner. Blaðamanninum Pierre (Jean-Luc Bideau) er falið að skrifa sjónvarpshandrit upp úr nokkurra ára gamalli frétt. Efni fréttarinnar var að ung stúlka, Rosemonde (Bulle Ogier, ein af sexmenningunum í Discret Charm...) var ákærð af frænda sínum fyrir að hafa skotið áhannúrriffli.Hún hélt þvi hins vegar fram, að skotið hefði hlaupið úr byssunni í höndum hans sjálfs þegar hann var að hreinsa hana. Þar eð staðhæfing stóð gegn staðhæf- ingu var málið að lokum fellt niður vegna skorts á sönnun- um. Pierre fær vin sinn Paul (Jacques Denis) sér til aðstoð- ar og skipta þeir með sér Verk- um þannig, að Pierre sér um að afla upplýsinga og staðreynda um Rosemonde, en Paul, sem er meira skáld en blaðamaður, reynir að vinza úr staðreyndun- um með sfnu skáldlega innsæi. Takmarkið er að skrifa hina „sönnu“ sögu Rosemonde, og draga fram hinn „raunveru- lega" innri mann hennar. Strax í upphafi, þegar Pierre segir Paul frá fréttinni og áður en þeir hafa aflað sér nokkurra ir Big Guns, Austurbæjarbfó. Austurbæjarbíó sýndi á sín- um tíma hina frábæru mynd Kubricks, A Clockwork Orange, og allir sem sáu hana muna eftir læknismeðferðinni, sem Alex hlaut í þeirri mynd. Hún var i þvi fólgin að neyða hann til að horfa á hroðalegar of- beldismyndir, meðan 9. symfónía Beethovens var leikin undir. Big Guns hefði hæglega verið hægt að nota sem eina af lækningamyndunum. Eini agnúinn þar á er bara sá, að hún var gerð á eftir Clockwork Orange. Hún er líka gerð á eftir Guðföðurnum, á eftir Borsalino og á eftir French Connection. Það liggur við að máður segi þvf miður, en um leið er aug- ljóst, að hún gat aldrei verið gerð á undan þessum myndum. Að horfa á þessa mynd er líkt og að virða fyrir sér illa gerða heimilda, setur Paul fram í stórum dráttum hugmynd sína um Rosemondealmenna og yfir- borðskennda hugmynd um unglinginn, sem sendur er að heiman frá barnmargri fjöl- skyldu utan af landi, nær ekki að festa rætur í borgarlifinu og finnst þjóðfélagið vera sinn svarnasti óvinur. Við eftir- grennslanir Pierre kemur hið sama í Ijós, staðreyndarlega, en eftirprentun. Sagan, svið- setningar og jafnvel setningar eru kópíeraðar úr einhverri af þessum myndum, þó skyldleik- inn sé mestur við Guðföðurinn (Sikileyja-mafían). Það eina, sem hægt er að virða við leik- stjórann (leikurinn er yfir- höfuð lélegur og Delon er eins og hann á að sér) eru tilraunir hans til að skapa endurbætta útgáfu af eltingarleik á bilum, en slik atriði eru nú orðin hefð- bundin og sjálfsögð I myndum af þessari tegund. Leggur hann töluverða vinnu i þetta og gefur áhorfendum kost á tveimur eltingaleikjum til að halda at- hyglinni vakandi: Ef áhrif þess- ara atriða eru metin eftir þeim fjölda bifreiða, sem eyðilagðar eru meðan á leiknum stendur, hefur leikstjóranum tekist að skjóta öllum starfsbræðrum sínum ref fyrir rass. SSP. hins vegar reynist honum erfið- ara að setja persónuna á bak við þessar staðrcyndir. Eftir þvi sem hann kynnist henni meir, reynist honum örðugara að skilgreina hana. Þau gerast elskendur og þá fyrst verður Pierre gjörsamlega strand. Paul flækist einnig inn í líf Rosemonde og brátt sitja þeir báðir, Pierre og Paul, í sama áralausa bátnum. Efniviðurinn í handritið flýtur allt í kringum þá, en þeir hafa ekki hugmynd um hvar þeir eiga að byrja eða hvert þeireigaaðstefna. Hand rit um hina „sönnu“ Rosemond verður aidrei skrifað. Neyzluþjóðfélagið krefst söluvarnings. Sjónvarpið biður um vöru, heimildarmynd í á- kveðinni lengd, um líf ungrar stúlku. Pierre og Paul taka verkefnið hins vegar alvarlega, vilja skapa sanna mynd af stúlkunni en uppgötva, að svör stúlkunnar við spurningum þeirra, vekja aðeins fleiri spurningar. Þeir komast að raun um, að mannleg vera verð- ur ekki sett inn í neinar á- kveðnar formúlur, pakkað inn og seld hæstbjóðanda. Þeir uppgötva jafnframt, að í stað þess að þeir umbreyti og skrái lif Rosemonde skipulega, breyt- ir hún lifi þeirra og lífsviðhorf- um. Persónu Rosemonde er að finna alls staðar í heiminum. Hún er einstaklingurinn, sem krefst þess að fá að lifa sjálf- stæðu lifi, án þess að þurfa að beygja sig undir siðareglur eða „ritúal" samfélagsins. Hún krefst þess, að fá að haga sér eftir eigin tilfinningum, án til- lits til þess, hvort umhverfið telur gerðir hennar viðeigandi. Einkunnarorð leikstjórans, Tanner, eru greinilega „vertu Stórar byssur og fítUr karlar þú sjálfur, og gerðu ekki bara það, sem aðrir búast við af þér.“ Paul á það til, að hefja skyndilega upp raust sina og syngja, öllum að óvörum; Rose- monde hristir höfuðið m.a. í takt við popmúsik, jafnvel löngu eftir að platan hefur ver- ið stöðvuð og Pierre, sem hagar sér þó yfirleitt eins og aðrir gætu búizt við, bregður á leik með Paul undir lokin, þegar ljóst er að þeim hefur mistekizt ætlurtarverk sitt. Andstætt þessúm persönum eru aðrir, þ.e. þeir, sem hafa fastmótaðar og þröngsýnar skoðanir á lif- inu, þeir, sem vita hvernig aðr- ir eiga haga sér i hvívetna, gerðir að hlægilegum figúrum, einskonar óþokkum, sem reyna að klekkja á frjálsri framkomu. Kvikmyndagerð í Sviss hefur verið fremur smá í sniðum frá upphafi, en drýgsta fram- leiðslutímabil þeirra til þessa var á tímum seinni heimsstyrj- aldarinnar. Það er svo ekki fyrr en nú á síðustu árum, að sviss- neskar kvikmyndir hafa vakið heimsathygli, og er Alain Tann- er, leikstjóri La Salamandre, talinn eftirtektarverðastur hinna svissnesku kvikmynda- gerðarmanna. Þetta er önnur mynd hans í fullri lengd, en sú fyrsta nefnist „Charles mort ou vif“, og það var velgengni þess- arar myndar að þakka, að Tann- er gat gert La Salamandre. Hef- ur hún notið mikilla vinsælda, bæði innan Sviss og utan, og er jafnframt fyrsta svissneska myndin um áratuga skeið, sem vekur heimsathygli. I Paris var hún t.d. tvöfalt betur sótt en Fiðlarinn á þakinu, sem hóf göngu sína með tilheyrandi lúðrablæstri og auglýsingaflóði. Myndin er gerð i svart/hvítu og er upphaflega tekin á 16 mm, én síðan stækkuð upp i 35 mm til sýninga í kvikmyndahúsum. Kostaði myndin um 10 milljónir króna (1971), sem telst fáheyri- lega lágt verð fyrir tveggja klukkustunda mynd. Það er ofurlítið kaldhæðnislegt, að Tanner tekst I raunveruleikan- um að gera nákvæmlega það, sem persónum hans i myndinni tekst ekki, en það er að skapa söluvarning fyrir neyzluþjóð- félagið. Eins og nafnið bendir til, er La Salamandre gerð i frönsku- mælandi hlutanum af Sviss, nánar tiltekið í Genf. Sjónvarp- ið i þessum hluta Sviss styður dyggilega við bakið á kvik- myndagerðarmönnum og veitir ákveðnum hópi (Group-5, með- limir þessa hóps eru síbreyti- legir) árlega lán, sem nemur helmingi kostnaðar við myndir þeirra. Höfundar myndanna geta svo sýnt þessar myndir sín- ar i eitt ár i kvikmyndahúsum i Sviss, áður en Sjónvarpið sýnir þær. Séu myndirnar siðan seld- ar út fyrir landið er það hreinn hagnaður. Auk þessa styður ríkið kvikmyndaiðnaðinn að nokkru, veitir styrki til hand- ritagerðar og veitir listrænum myndum verðlaun. Þessi aðstoð við svissneska kvikmyndagerð hefur að undanförnu farið ár- vaxandi og framundan er þvi bjart fyrir kvikmyndagerðar- menn þar í landi. En um leið og slikum áfanga er fagnað hjá annarri þjóð, er ekki laust við að öfundin fari að skjóta upp hrlmugum kollinuj hér norður i kuldánum. SSP. Bamaleikur k ★ • • • And Hope to Die Nýja Bíó. Leikstjóri: René Clément. Þegar smástrákar fara í bófa- hasar, líkja þeir eftir myndum, sem þeir hafa séð i bió eða sjónvarpi. Stundum vill það jafnvel brenna við, að bíó- myndirnar séu eftirlíking af bófahasar smástrákanna. „Fangi glæpamannanna" er mynd, þar sem þessum óljósu mörkum ímyndunar og raun- veruleika kvikmyndarinnar er teflt saman með undarlega mögnuðum árangri. Aðalsögu- hetjan, leikin af Jean-Louis Trintignant er á flótta undan hópi manna, er vilja ráða hann af dögum, og lengi vel er ástæð- an óljós. A flótta sínum flækist hann inn í annan hóp glæpa- manna, sem er með jafn óljós áform á prjónunum. Trintignant er þarna i hálf- gerðu einskismannslandi, þar sem bæði fólk og umhverfi er honum framandi, líkt og dreng- urinn i upphafi myndarinnar, sem er sagt að fara út á götuna i ókunnu umhverfi og finna sér kunningja. Alla myndina í gegn er þessari samlíkingu haldið, og hér og hvar skotið inn örstutt- um myndum af börnunum, hvað svo sem nákvæmlega vak- ir fyrir leikstjóranum. René Clément er mjög þekktur franskur leikstjóri, sem gert hefur fjölmargar þokkalegar sakamálamyndir. En þrátt fyrir ýmsa tilburði og góðan vilja, hefur honum ekki tekizt að skapa hér neitt afgerandi lista- verk fremur en í sínum fyrri myndum. Leikstjórn og svið- setningar bera vitni um leikni og fagmennsku en herzlumun- inn vantar til að gera þetta að eftirminnilegri mynd. En vegna frumleika hennar innan þessa flokks mynda, sakamála- myndanna, er vert að gefa henni gaum. Fangi glæpamannanna: Samstarfsmennirnir Robert Ryan og Jean-Louis Trintignant.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.