Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JUNl 1975- 21 eftir ELINU PÁLMADÓTTUR „ÞANNIG var skipað niður i kirkjunni, að engar konur fengu sæti niðri. Þær sem á annað borð fengu að vera þar, höfðu allar sæti uppi á lofti". Hvar haldið þið að þetta hafi verið? Í Dómkirkjunni í Reykjavik. Sá sem þar var verið að jarðsyngja, var enginn annar en sómi íslands. frelsishetjan Jón 'Sigurðsson. Og þó eiginkona hans, Ingibjörg. væri um leið kvödd hinztu kveðju, fengu konurnar ekki að sitja niðri í kirkjunni. Mikið að kista hennar skyldi ekki lika drifin upp á loftið. Siðan þetta var, er ekki einu sinni liðin heild öld. Ekki virðist þó frelsishetjan okkar hafa haft á móti því að konur fengju að vera með. Hefur kannski verið þar á undan samtið sinni, eins og í svo mörgu öðru. Ásta Hallgrimsson, sem ofannefnd orð eru eftir höfð, sagði einnig frá því í blaðaviðtali löngu síðar. er konurnar voru útilokaðar frá hátíðahöldum islendinganna í Kaupmannahöfn. Hún segir: ,, Þjóðhátíðardaginn 2. ágúst 1874 var ég boðin til miðdegis- veizlu til forseta. Aðalveizla ís- lendinga i Höfn þann dag var, sem kunnugt er, á Skydebanen. En einhvern veginn fór það svo, að allt kvenfólk var úti- lokað frá þátttöku i veizlu þeirri. Edward Johnson læknir hafði boðið mér þangað áð- ur en sú ákvörðun var tekin. Má nærri geta, að mér þótti súrt i brotið að fá ekki að vera með. En borðherra minn lenti i skömmum við forstöðumennina, er réðu þessu banni. Ég fékk þó þessa uppbót semsagt, að ég var boðin til forseta til matar kl. 4 e.h. Höfðu þau hjónin boðið nokkrum islenzkum konum. Karlmenn voru þar engir gestkomandi. Jón Sig- urðsson sat til borðs með okkur og var hinn reifasti. Ekki hélt hann ræðu, en skál íslands var drukkin. Svo fór hann að borðhaldinu loknu. til þess að vera kominn á Skydebanen, er veizlan skyldi byrja þar kl. 6. Hann kvaddi okkur allar með kossi, er hann fór. Hann hafði þann islenzka sið, forsetinn, að kveðja með kossi. En frú Ingi- björg sat heima þannan þjóðhá- tíðardag með gestum sínum." Mér datt þetta si svona i hug. sem ég sat á þjóðhátiðardaginn undir opinberri hátiðamessu i Dómkirkjunni á ári, sem helgað er jafnrétti kynjanna. Siðan er næst- um heil öld, segja menn sjálfsagt. Nú er öldin önnur og konur vel komnar i hvaða jarðarför sem er. Sumum finnst mesta óþarfa stúss að vera að efna til umræðu um jafnrétti kynjanna, að minnsta kosti i nútímalöndum á Norður- hveli. Rétt er það, að mismunur- inn á réttindum kvenna i ýmsum heimshlutum er slíkur að varla verður lýst. En samt er ástæða til að nýta kvennaár S.þ. hér til að taka til endurskoðunar margt, sem við ekki höfum hugleitt um stöðu manneskjunnar í þessum skrýtna leik, sem nefnist samfélag og leikreglunum þar. I upphafi slikrar skoðunar er eins og konurnar sjálfar leitist við að einfalda myndina, líkt því er hvert hlutverk á leiksviðinu er táknað með fáum ákveðnum ein- kennum. Konan er ung kona með mörg lítil börn, sem þráir að kom- ast út að vinna — við hvað sem er. Barnakonan er lögð til grund- vallar öllum umræðum um stöðu konunnar. Kona er sama og móðir með mörg börn — það er einmitt gamla góða myndin, sem verið er að yfirfæra i nútima horf. Eva Kolstad, norski fulltrúinn hjá S.þ., sem flutti hátiðaræðuna i upphafi kvennaársvikunnar. sagði frá þvi, er börn i norskum skóla fengu ritgerðarefnið „Þegar ég verð 50 ára". Drengirnir skrifuðu allir um starfið, sem þeir þá hefðu, sem auðvitað var býsna skemmtilegt, mikilvægt eða vel launað, en nefndu ekki fjölskyldu sina. Telpurnar töluðu um að þá yrðu þær giftar og hve mörg börn þær ættu. án þess að gera sér grein fyrir þvi að þegar þær yrðu fimmtugar, þá yrðu börnin líklega að mestu uppkomin. Einn hafði sérskoðun: Um fimmtugt verð ég dauður! En litum nú á islenzkar konur og athugum hvernig þær falla i þessa mynd af barna- konunni. Konur eru nær 107 þúsund tals- ins i landinu, skv. tölum Hagstof- unnar. Þar sem aðeins eru innan við 35 þúsund konur með börn innan 16 ára, þá hljóta 72 þúsund konur i landinu að vera barnlaus- ar, að visu stúlkubörn meðtal- in. Og þar sem einhleypar konur eru skv. tölum Hagstofunnar 24 þúsund talsins, þá eru væntanlega 48 þúsund konur ekki einhleypar, en samt ekki með börn á framfæri. Sá hópur kvenna, sem er að ala upp barn eða börn, er semsagt ekki nema þriðjungur af konum í landinu. Samkvæmt könnunum vinnur rúmlega helmingur kvenna úti og þá væntanlega tæplega helmingur ekki, sem er drjúgum fleira en þær sem gætu hugsan- lega verið bundnar yfir börnum, jafnvel þó miðað sé við börn allt að 16 ára. Þannig er hópurinn, sem við erum að skoða og ræða um saman settur i þessu landi. Og út frá þvi hljótum við að skoða stöðu konunnar, hæfni hennar og getu til að taka óhindrað þá-tt í þjóð- félaginu með gæðum sínum og skyldum. Önnur konugerð, sem oft bregð- ur fyrir i umræðum er húsmóðirin. Hve margar húsmæður ætli séu i landinu? Ja, hverjar eru húsmæð- ur? Eru það aðeins mæðurnar með börnin? Eða eru það allar konur, sem halda heimili? Allar þær kon- ur, sem halda heimili og fatnaði hreinu og búa til mat? Þá verðum við liklega að telja nær allar konur í landinu húsmæður. Ætli þær séu ekki fáar, sem ekki þrifa af sér og kring um sig, ekki eldá ofan i sig að minnsta kosti, ef ekki fyrir fleiri og ekki hreinsa gólf og þvo upp hvar sem þær búa. Hvort sem konan er ein af þessum 53 þúsund einstaklingum i landinu eða lifir i einhverju af þessum 28 þúsund barnlausu hjónaböndum i landinu eða á heima i barnalausri óvígðri sambúð, þá þarf hún baðherbergi til að þrifa sig, eldhús til að elda matinn i, stofu til að sitja i og svefnherbergi til að sofa i. Öllu á heimilinu þarf að halda i horfinu. Eða varla ætlum við manneskju að vera án sliks heimilis i nútima- þjóðfélagi, þó fleiri en æskilegt er búi kannski enn við skrinukost í einu herbergi. Við höfum þá 107 þúsund konur, sem sjá um heimili, stór eða smá. Og þar sem helm- ingur þeirra vinnur úti, halda þær heimili með vinnu — auðvitað i mörgum tilvikum í félagi við ein- hvern annan. Heimilin eru að sjálfsögðu mis- stór. Fer það ýmist eftir fólks- fjölda eða því rúmmáli, sem fáir eða bara einn hefur i kring um sig. Eigum við kannski að miða hús- móðurstarfið við stærðina á hús- inu, rúmmetrafjöldann? Þar kem- ur aðstöðumunur. Sumar þrífa litla ibúð, aðrar halda við tveggja hæða húsi með garði. Sá sem kemur yfir sig og sezt að i stóru húsi, hlýtur að ætla sér að halda því hreinu — vinnukonur eru svo til fyrir bý, og óraunsætt að gera ráð fyrir að nerna stöku fyrir- myndareiginmaður geri það, að manni skilst. Sú með stóra húsið, hlýtur að ætla sér meiri tíma af ævinni til að þrifa það, sem sú sem kýs litlu ibúðina. Og auðvitað er meiri freisting fyrir hana að vera heima og leggja sina vinnu fram þar. Og hvar skal standa. þegar sjón- aukanum er beint að vinnu hús- móðurinnar, ef við höfum þá komizt að niðurstöðu um hver hún er sjálf.Á t.d. að skattleggja svona vinnu eins og alla aðra vinnu i bióðfélaainu? Eða á að veita iviln- un hennar vegna?’ Við slika ivilnun; á þá að miða við barna- fjölda eða rúmmetrafjölda af hús- næði að þrifa? Aukalega eða eingöngu? Eða á kannski bara að láta hverja einstaka manneskju velja og hafna dálitið sjálfa, hvað hún vill halda stórt heimili, með eða án annarrar vinnu — án þess að vera stýrt með hlunnindum? Þá kemur aðstaðan inn i spilið. Erlendar kannanir sýna að miklu fleiri konur með einhverja þekk- ingu eða menntun vilja vinna utan heimilis. Þær hafa meiri mögu- leika en hinar sem litla mennt- un hafa. f Bandarikjunum sýndi könnun að konur með litla ménntun eða starfs- þjálfun voru fremur að hugsa um að leita sér vinnu „siðar" en að þær væru raunveru- lega að leita fyrir sér. Þessi þáttur hefur ekki siður mikilvægu hlut- verki að gegna hér á Norðurhveli en i mörgum vanþróuðum löndum. Liklega er það stærsta verkefnið til jafnréttis meðal karla og kvenna í okkar þjóðfélagi að sjá til þess að konur geti ávallt, hvenær sem þær kjósa um ævina, átt kost á þjálfun til starfa eða menntun. Og er ég þá ekki að tala um langskólamenntun eina eða sérþjálfun, heldur ekki siður þjálfun til hvaða verks sem er. Hvað sem um jafnréttisár má segja, þá vekur það a.m.k. vanga- veltur af ýmsu tagi —E.Pá. lamað starfsemi margfalt stærri hóps. Verkfall nokkurra þúsunda hefur á skömmum tíma gert tugi þúsunda og jafnvel hundruð þús- unda starfsmanna atvinnulausa. Þessi leikur er nú búinn að standa i mörg ár í Bretlandi, hann virðist engan endi ætla að taka, stjórnvöld þar í landi hafa ekki ráðið við vandann og niðurstaðan er sú sem tölurnar hér að ofan sýna okkur, að Bretland, þetta mikla viðskipta- og stjórnmála- veldi fyrri tíma, er að verða veik- burða smáriki í Evrópu í saman- burði við Vestur-Þýzkaland og Frakkland. Hvað getum við lært? Hvað getum við Islendingar lært af þessari, reynslu Breta? Auðvitað eru aðstæður mjög ólík- ar í þessum tveimur löndum og þess vegna hæpið að bera reynslu okkar ogþeirra.saman. En áýmis- legt má þó benda. Um margra ára skeið höfum vid haft þann hátt á að hækka kaupgjald meir en hef- ur numið framleiðniaukningu í atvinnuvegum okkar með þeirri afleiðingu, að óðaverðbólga ríkir f landinu. Á síðasta ári komst verð- bólgan upp fyrir 50% og hún helzt enn í því marki. Hverjum einasta landsmanni sem á annað borð fylgist með því sem gerist, hefur verið ljóst mánuðum sam- an, að nú væru ekki tímar til kjarabóta heldur væri að því kom- ið að þola kjaraskerðingu og það hefur fólk vissulega orðið að gera á undanförnum mánuðum. En þrátt fyrir þá staðreynd, að eng- inn sjáanlegur bati hefur verið á útflutningsmörkuðum íslend- inga, settu verkalýðssamtökin í vor fram óheyrilegar kröfur, sem forystumönnum verkalýðsfélag- anna, sem öðrum var fullkomlega ljóst, að með engu móti gátu stað- izt. Nú er vissulega ástæða til að fagna því samkomulagi, sem gert var á vinnumarkaðnum fyrir nokkrum dögum, en menn verða að horfast f augu við þá stað- reynd, að þar var samið um meiri kauphækkanir en atvinnuvegirn- ir geta undir staðið. Og þær kaup- hækkanir, sem þar var samið um, hljóta með einum eða öðrum hætti að koma fram í hækkuðu verðlagi og þar af leiðandi vax- andi verðbólgu f landinu. Sú hætta blasir í raun og veru við okkur tslendingum, að verðbólg- an muni fara vaxandi og tölur eins og 80% og 100% verðbólga eru kannski ekki jafn fjarlægar og menn halda. En fleira er sammerkt með Is- landi og Bretlandi í þessum efn- um en óraunhæfar kauphækkan- ir. Einstakir smáhópar innan verkalýðssamtakanna hér hafa ít rekað leikið þann leik að stöðva þýðingarmiklar atvinnugreinar í því skyni að knýja fram meiri kauphækkanir en aðrir hafa feng- ið. Fyrir einu ári komu dagblöðin ekki út í 7 vikur vegna verkfalla tiltölulega fámennra hópa starfs- manna þeirra. Niðurstaðan af því verkfalli var að sjálfsögðu að blöðin biðu gffurlegt fjárhagstjón af. Starfsmennirnir sem í verk- falli voru biðu tjón af og starfs- menn blaðanna allra hafa með einum eða öðrum hætti orðið fyr- ir fjárhagslegu tjóni vegna þessa 7 vikna verkfalls. Nú í vor hófst verkfall á togara- flotanum og hefur nú staðið á þriðja mánuð. Það hefur lengi legið í loftinu, að unnt væri að semja við undirmenn á togurum. En minnugir samninganna 1973, þegar þeir undirrituðu samkomu- lag á undan yfirmönnum og yfir- menn fengu sínar kröfur síðan . Iögfestar óbreyttar að tilhlutan Lúðvíks Jósepssonar og þar með margfalt meiri kauphækkanir en undirmenn, hafa undirmenn á togurum ekki verið tilbúnir til þess að taka þá áhættu á nýjan leik. Mennirnir, sem í raun og veru hafa haldið togurunum í þessu verkfalli á þriðja mánuð eru vélstjórar, sem margir hverjir hafa hátt á þriðja hundrað þús- und krónur í mánaðarlaun. Og ekki nóg með það. Þeir skelltu á samúðarverkfalli á kaupskipaflot- anum, sem stóð f nokkrar vikur áður en það brotnaði niður vegna reiði vélstjóra á kaupskipum. Ekki þarf að hafa mörg orð um það gífurlega fjárhagstjón, sem skipafélögin hafa beðið vegna þessa verkfalls vélstjóra. I vetur og vor hefur tvívegis orðið trufl- un á flugstarfsemi Islendinga, fyrst vegna verkfalls flugfreyja, sem knúðu fram umtalsverðar kauphækkanir og svo aftur nokkrum vikum seinna vegna þess, að flugmenn hjá Flugleiðum hófu aðgerðir, sem voru hálfu verri en verkfall flugfreyja og fólust í fullyrðingum af þeirra hálfu um að flugvélarnar væru ekki flughæfar, enda þótt flug- virkjar gætu ekkert að þeim fund- ið. Þessar aðgerðir flugmanna ollu Flugleiðum álitshnekki og fjárhagslegu tjóni. Nú hefur einn af forstjórum Flugleiða lýst þvf yfir, að félagið hafi verið neytt til að skrifa undir þá óheyrilega háu samninga, sem nýlega voru gerðir við flugmenn og ná langt út fyrir þann ramma, sem skapaður var mað samkomulagi Alþýðusam- bands Islands og Vinnuveitenda- sambandsins. Þegar öllu er á botninn hvolft er kannski ekki svo mikill munur á því sem er að gerast í Bretlandi og á Islandi. En við getum ef til vill séð atburði I okkar eigin landi í skýrara ljósi, með því að líta til annarra sem við svipaðan vanda eiga að etja. Agaleysi og upplausn Það er sama, hvort litið er til framkomu og skemmtivenja ungl- inga á 17. júni eða aðila vinnu- markaðarins í kaupgjaldssamn- ingum. Hvorttveggja bendir til þess, að agaleysi og upplausn ein- kenni þjóðfélag okkar um þessar mundir. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Eldri kynslóðin I þessu landi man erfiðari tima en unga fólkið sem fætt er i stríðs- byrjun og síðan hefur ekkert þekkt nema velsæld og allsnægt- ir. Háaldraður maður, sem höf- undur Reykjavíkurbréfs átti tal við fyrir nokkrum dögum og hef- ur á sínum æviferli upplifað fá- tækt síðustu áratuga 19. aldar, heimastjórn og fyrsta islenzka ráðherrann 1904, islenzkt full- veldi 1918, kreppuárin eftir 1930, lýðveldisstofnun og allsnægta- þjóðfélag frá 1944 og síðan, eða m.ö.o. alla nútimasögu Islend- inga, sagði að það sem þjóðin þyrfti á að halda nú um stundir væri fyrst og fremst hugarfars- breyting. Sú hugarfarsbreyting, að i stað þess að vilja fá allt fyrir ekkert og heimta alR án þess að láta nokkuð í staðinn. þyrfti þjóð- in og einstaklingar að aga sjálfa sig og herða. Alkunna er, aö hóg- lífi af því tagi, sem við og aðrar Vesturlandaþjóðir ástundum nú, leiðir til leti kæruleysis, andlegs þróttleysis. Er það i raun og veru svo, að hver kynslóð þurfi að upplifa kreppu, erfiðleika og bág- indi til þess að geta lagt heilbrigt mat á það, hvað eftirsóknarverð- ast er í lifinu? Enginn vafi leikur á því, að sú æðisgengna verðbólga, sem hér hefur rikt, hefur brenglað allt verðmætaskyn almennings og á ríkan þátt í upplausn og agaleysi okkar tíma. En hvað er til ráða og hvert skal halda? Vilji menn velja sér fordæmi, er hægt að líta til Norðmanna og Þjóðverja, tveggja þjóða, sem hafa bersýnilega skol- að af sér öldur óðaverðbólgu og upplausnar, þjóða, sem eru i stöð- ugri framsókn. Á hinn bóginn er svo hin öra hnignun Bretaveldis. Hvora leiðina vilja Islendingar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.