Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JUNI 1975 Myndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Norrænn heimilisiðnaður — Listiðja 1 dagsins önn Listiðja í dagsins önn nefnist farandsýning sem samstarfs- nefnd kvennaársins á Islandi mun hafa átt frumkvæði að í til- efni híns alþjóðlega kvennaárs. Sýningin sem er til húsa í Bogasal Þjóðminjasafnsins er nokkurs konar sýnishorn á handmennt kvenna á hinum einangraðri land- svæðum Norðursins, svo sem Færeyjum, Islandi, Grænlandi, Alandseyjum og Lapplandi (Söm- um). Sýning þessi verður sett upp á nokkrum stöðum utan Reykja- víkur og fer svo til hinna Iand- anna og nýtur styrkja frá Norr- æna menningarsjóðnum svo og menntamálaráðuneytinu að hluta. Þessi sýning er ekki stór um sig en er þó hin fróðlegasta og hér kemur á skemmtilegan hátt fram mismunandi viðhorf til keímlíkr- ar vinnu og bera þau svip af mis- munandi efnivið sem konurnar hafa haft til að vinna úr og að sjálfsögðu ólíku upplagi og um- hverfi. Þannig sker islenzka deiidin sig skemmtilega úr með látlausri og fágaðri vinnu þar sem ullin er að sjálfsögðu uppistaðan. Hér hefur verið tekin mjög skyn- samleg stefna og mjög til eftir- breytni, því að hér nýtur sfn styrkur og sérkenni efniviðarins. Það er ekki svo lítið af landinu sem fram kemur í eiginleikum ullarinnar, áferð og lit og það liggur beinast við að leita á.vit upprunaleikans og af þcssu gctur allur vefnaður og textíl dregið mikilsverðan iærdóm i nútíð og framtíð. Sllkt er stórum farsælla i lengd en að skreyta sig útlendum lánsfjöðrum og tízkustefnum þvf að áðurnefnd atriði máyfirfæra á nútímann á sláandi hátt. Þótt ég nefni ísland fyrst cr það ekki vegna þess að ég álíti deild- ina bera af, því að allar deildirnar hafa sin sérkenni og sinn styrk sem aðrar deildir hafa ekki og sem óskiptan áhuga vekur. Þrátt fyrir þessi sérkenni er um greini- legan skyldleika að ræða hjá hin- um norrænu konum enda við- fangsefnin ósjaldan þau sömu og skemmtilegt er að fylgjast með ævagömlum vinnubrögðum í nú- tímabúningi. Allar deildirnar bera vott um formræna tilfinn- ingu og hvergi eru óskyldir hlutir og atriði látin raska formum svo sem algengt er um lakari tegund nútíma heimilisiðnaðar þar sem óviðkomandi munstri er dengt yf- ir hiutina af litilli tiifinningu og virðingu fyrir hinu sérstaka formi eða eiginleikum efniviðar- ins. Mér þykir rétt um leið og ég vek athygli á þessari merku sýningu, að árétta þýðingu þess að kenna fólki að meta gildi heimilisiðnað- ar en á það þykir mér mjög skorta og þannig er áberandi að handa- vinnukennsla i skólum byggist meira á upptiningi úr erlendum tímaritum en á islenzkri hefð en slíkt hlýtur að mega heimfæra á þekkingarskort og áhugaleysi viðkomandi kennara á þjóðlegum arfi, sem gera þetta þó í góðri meiningu. Greinarmun verður að gera á föndri og hagnýtum heimilisiðnaði svo og alþýðulist og „naivistum", en Islendingum er gjarnt að setja allt i einn pott og hræra svo duglega í. Hér eru greinilegar línur markaðar svo sem sjá má er menn fletta upp í uppsláttarritum. Að sjálfsögðu var einnig um heimilisiðnað að ræða á heimilum höfðingjanna, og naivistar koma úr öllum stéttum og þannig er ekki rétt að setja öll þessi atriði undir heitið alþýðulist. A sama hátt má ekki einangra heimilisiðnað né listiðju i dagsins önn við konur eingöngu og þarf engin uppsláttarrit til að undirstrika það, og það er hálf- skrýtið að nota konuárið til slíks, því að konur eru einmitt að hamast við að þurrka út sérkenni konunnar í nafni ársins. Ég tek hinsvegar ofan fyrir allri viðleitni við að draga þessi yndislegu sér- kenni fram í ljósið og því hefðu nokkrir munir karla mátt fljóta með, þvi hér erum við hin undir- okaða stétt. Andstæðurnar eru heillandi og auðga hvor aðra og skapa samræmi. Þannig segir heimur litanna okkur, að standi rauðklædd kona við hlið græn- klædds karlmanns, verður græni liturinn í fötum karlmannsins enn grænni og undirstrikar um leið rauða litinn i klæðnaði kon- unnar, slíka rökrétta samverkan náttúrunnar mega timanlegir út- úrdúrar ekki menga því að það býður hættunni heim. Ég vil svo þakka fyrir þetta ánægjulega framtak, og hvet sem flesta að skoða þessa sýningu þvi að hún ætti að geta opnað augu margra fyrir mikilvægi og styrk þjóðlegs heimilisiðnaðar og eink- um er mikilvægt að fólk i lands- byggðinni fjölmenni á sýninguna, er hún sækir það heim. FRAMHALD AF BLS. 19. hellarDröm Launaverðbólgan refsar Þelm ábyrgðarluiiu en verðiaunar Þá elglngjörnu og samvlzkulausu anna. Harðar og varaniegar refsingar liggja við brotum á þessari reglu. En sannleikurinn er sá að forusta verka- lýðsfélaganna frá styrjaldarlokum hefur reynzt brezkum sósíalisma mjög skaðleg. Það ber að dæma menn af gjörðum þeirra, og gjörðir forustunnar eru hrein forsmán. Fullir sjálfsánægju og sjálfs- trausts hafa þeir lokað eyrunum fyrir allri gagnrýni. Þeir hafa alið brezka iðn- verkamenn upp i siðum og framkomu, reglum og atferli, talmyndum og duttl- ungum, sem hafa gert brezka verka- mannastétt lægsta setta allra verka- manna hins vestræna heims, og brezkan iðnað gjaldþrota og úreltan. Landið má heita stjórnlaust Þriðji aðilinn, sem dregið hefur úr hagvexti Bretlands, er stjórn efnahags mála landsins, en ekki er lengur unnt að gera hana ábyrga fyrir því, sem er að gerast i landi okkar. Jafnvei áður fyrr hafði afstaða verka- lýðshreyfingarinnar sin áhrif á allar gjörðir þessa embættisaðals. Ef verka- lýðshreyfingin hefði ekki sí og æ haldið fram kröfum um örar kauphækkanir umfram allt annað, hefði fjármálaráðu- neytinu ekki verið jafn tamt að beita samdrætti og atvinnuleysi sem hemli. Og ef verkalýðssamtökin hefðu verið fúsari að samþykkja raunhæfa ákvörðun um starfsmannafjölda, hefði næg fjármögn- un fengizt á samdráttartímum til að tryggja verulega og varandi útþenslu á velgengistímum. En i hvorugu tilfelli reyndust verkalýðssamtökin fær um að hugsa um annað en iíðandi stund. Þess- vegna gátu ihaldsöflin í fjármálaráðu- neytinu alltaf neitað að leggja fram framtfðaraáætlanir á þeirri forsendu að vonlaust væri að áætla fram í tímann án þess að fyrir lægju áætlanir um kaup- hækkanir og framleiðsluaukningu, en á hvorugt vildu verkalýðssamtökin fyrir nokkurn mun hlusta. Ríkisstjórnir Verkamannaflokksins brezka hafa hvað eftir annað þurft að horfa upp á áætlanir sínar um hagvöxt verða að engu vegna þessaratálmana. Hvað varðar ástandið í dag þá eru það mjög fáir innan ráðuneytisins sem þykj- ast ráða þar nokkru um. I þeirra augum er ástandið óviðráðaniegt. Forustumenn verkalýðssamtakanna krefjast tafar- lausra kauphækkana um allt að 70%, og hlusta hvorki á hótanir né bænir, en afleiðingin yrði meiri verðbólga en nokkur hefur kynnzt i Bretlandi, eða í öðru iðnríki nútímans. Forustumenn verkalýðssamtakanna hafa fullvissað fé- lagsmenn sína um að þeir fái þessar kauphækkanir og að þær verði raun- verulegar kjarabætur án nokkurrar frekari hættu á geigvænlegu atvinnu- leysi. Þeir vita að þeim tekst að kúga ríkisstjórnina. Þeir felldu og lítillækk- uðu Harold Wilson og Barböru Castle árið 1969. Þeir auðmýktu Edward Heath og meirihluta thaldsflokksins árið 1974. Þeir telja réttilega að forsætisráðherr- ann kæri sig ekki um að hljóta sömu refsinguna f tvígang. Svo þeir gera ekk- ert til að haida aftur af félagsmönnum sfnum, en ryðjast fremst í fylkingu þess- arar hugsunarlau.su hjarðar. Til eru þeir fjármálaspekingar, inn- lendir og erlendir, sem hafa opinberlega bent á þær hættur, sem steðja að Bret- landi. A sama tima og önnur iðnveldi eru að koma sér út úr verðbólgunni erum við að sökkva dýpra og dýpra, og með aukn- um hraða. Þeir telja ástandið svo alvar- legt að við borð liggi að það sé vonlaust. En aðvaranir þeirra eru undarlega hljóðar þegar haft er i huga hve alvar- legt ástandið er, og margir fjármálasér- fræðingar, sem ætla mætti að gengju berserksgang af ótta og reiði, láta ekkert til sín heyra. Hvers vegna? Ég tel þessa þögn óheiilavænlega fyrir brezkan sósíalisma. Ég er hræddur um að auð mennirnir sætti sig við að leikurinn standi örlítið lengur, því þeir vita að honum lýkur senn með algjöru hruni ríkisstjórnarinnar og skipan „heilbrigór- ar“ og valdamikillar efnahagsstjórnar. Þeir treysta því. Þeir telja það óumflýjanlegt ef launaverðbólgan held- ur áfram. Þeir hugsa sem svo: «Gefið verkalýðshreyfingunni örlítið lengri enda svo hún geti hengt sjálfa sig og sósíalska vini sína um leið.“ Algert hrun á næsta leiti______________________ Þetta er ein af ástæðunum fyrir því að ég tel rétt og þýðingarmikið að mótmæla framkomu brezku verkalýðshreyfingar- innar. Hún ein getur stöðvað launaverð- bólguna án átaka á þingi. Fræðilega séð gæti Denis Healey að sjálfsögðu lagt fyrirvaralaust á auka-tekjuskatt, sem verkaði aftur fyrir sig, til dæmis frá 1. janúar, og þannig hirt aftur gegnum staðgreiðalukerfi skattaiaganna allar kauphækkanir umfram eitthvað lág- mark. En eftir því sem ég fæ skilið eru engar horfur á því að núverandi rikis- stjórn verði fær um þess konar aðgerðir. Hún heldur áfram að gefa eftir unz hún að lokum splundrast og lætur arftakann um skítverkin. En margt fleira er í húfi en framtíð rikisstjórnar Verkamanna- flokksins. Við erum að ræða alla framtið lands okkar, um alla samsetningu þjóð- lifsins. Launaverðbólga á borð við þá, sem við erum nú að taka á okkur, veldur tjóni sem tekur mannsaldur eða meira að bæta. Hún útilokar áætlanir um þróun þjóðfélagsmála. Hún felur í sér enn þéttsetnari skóla, láglaunaða kennara, vanbúin sjúkrahús, óánægðar hjúkrunarkonur, gjaldþrota háskóla, fyrirlesara, sem ekki hafa ráð á fram- haldsnámi né bókakaupum, nemendur án kennslubóka, niðurnídda verka- mannabústaði, örvæntingarfulla félags- málastarfsmenn, vitaverða aðstöðu geð- sjúklinga og hörmulega ófullnægjandi eftirlaun og tryggingarbætur á öllum sviðum. Þeir fátæku verða fátækari Verðbólgan leiðir til þess að þeir fátæku verða að hafa meira fyrir því að verða sér úti um aðstoð, og þurfa að ganga á milli fleiri stofnana eftir því sem hert verður á reglunum. Hún getur af sér fleiri „vandræðafjölskyldur" og þar af leiðandi fjölgun afbrota. Hún leiðir af sér enn meira ranglæti varðandi uppskeru erfiðis okkar. Hún leiðir til þess að fleiri aldraðir deyja afskiptir hungurdauða. Hún leiðir af sér bóka- söfn, án fjár til bókakaupa; þar af leiðandi færri bækur, og færri rit- höfundar. Hún leiðir af sér hrun leik- húsanna, tónlistanna og listanna í heild. Það er engin tilviljun að ballettsýningar í Coliseum urðu einna fyrstar til að stöðvast vegna heimtufrekju verkalýðs- samtakanna. Raunar er óðaverðbólga svarinn óvinur hverskyns menningar- lífs. Henni fylgja subbulegar byggingar og léleg iðnaðarvinna, slæmt viðhald al- menningsgarða, færri og lélegri hljóð- varps- og sjónvarpsdagskrárefni, færri styrkir hins opinbera og einstaklinga til hæfileikamanna, færri tækifæri fyrir afburðamenn og meiri og meiri jöfnuður niður á lægsta svið. Ofan á allt þetta böl — sem þegar er farið að gera áþreifanlega vart við sig — þýðir ótakmörkuð launaverðbólga óseðj- andi siðferðisspilling, sem grefur um sig í hjarta þjóðfélagsins. Þetta er algjör andstæða hugsjóna sósíalismans. Þegar sósíalisminn kennir okkur að líta á sjálfa okkur sem hluta heildarinnar, félaga i mannlegu þjóðfélagi byggðu á gagn- kvæmri aðstoð, vináttu, trausti, góð- mennsku og framtíðarvonum, er launa- verðbólga versta tegund samkeppn- innar. Hún otar stétt gegn stétt og gerir eiginhagsmuni að leiðandi stefnumarki lifsins. Hún lætur peninga virðast eina stöðutáknið i þjóðfélaginu, eina auð- kenni velfarnaðar. Hún þvingar okkur öll til að bera áleitna öfundarkennd samanburðarins. Hún gerir peninga og sibreytilegt gildi þeirra að helzta áhyggjuefni, ekki aðeins nirfilsins og bankastjórans, heldur hvers og eins, ríkjandi umræðuefni, undirstöðu í öllum skrýtlum, að eilífu og spillandi baksviði allra fyrirætlana og gjörða. Það gerir æskuna að gömmum, fyllir þá miðaldra kviða og aldraða ótta. Hún bitnar ekki eingöngu á fátækum, öldruðum, sjúkum og veikburða, heldur einnig ráðvöndum, óframfærnum og óeigingjörnum, skyn- sömum, hófsömum, heiðarlegum, hyggn- um og örlátum. Hins vegar lætur hún þá ágjörnu, samvizkulausu og ófélagslyndu um að ráða hugarfari þjóðfélagsins. Öða- verðbólga neyðir okkur til að taka við blindri efnishyggju þar sem hugsjónir geta ekki náð fram að ganga, þar sem máttur, veldi og eigingirni eru hin einu ráðandi öfl, og þar sem umburðarlyndi er ekki lengur til. Glataðar hugsjónir Þessi áskorun frá sósíalista á forustu verkalýðshreyfingarinnar er ef til vill aðeins hróp úr eyðimörkinni. I öllu mál- þrasi kaupkrafnanna og verðhækkana- hringlinu er erfitt að heyra rödd heildbrigðar skynsemi, hvað þá rödd hugsjónar sósíalismans. En ég hef náð tilgangi mínum ef mér tekst að fá þó ekki væri nema einn ábyrgán forustu- mann verkalýðshreyfingarinnar til að taka til endurskoðunar hvert hann og félagar hans eru að teyma þjóðfélagið. Ég er ekki eingöngu að ræða þetta með tilliti til hugsanlegrar velmegunar i framtíðinni. Það fer að miklu leyti eftir því hvort við komumst út úr þessum erfiðleikum án þess að glata yfirráðum yfir starfhæfri iðnframleiðslu — að öðr- um kosti eigum við ekki um annað að velja en fjöldaútflutning þjóðarinnar, og hver vill taka við okkur I dag? Við verðum að sjálfsögðu að taka tillit til þessa efnahagsástands. En vandamálið er ekki eingöngu hagfræðilegt. Það er einnig þjóðfélagslegt, mannlegt og siðferðilegt. Með öðrum orðum þá er það sósíalskt vandamál, og það er kominn timi til að við látum af glæpamennsku og hefjum leit að sósialskri lausn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.