Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNI 1975 30 ár frá stofnun Sam- bands ísl. sveitarfélaga IIINN II. júnf sl. voru 30 ár liðin frá stofnun Sambands íslenskra sveitarfélaga. Forgöngumaður um stofnun félagsins og formaður þess um rúmlega tveggja áratuga skeið var Jónas Guðmundsson fyrrverandi ráðuneytisst jóri. A stofnfundinum fyrir 30 árum gengu 53 sveitarfélög í samband- ið og nú eru öll fslenzk sveitar- félög aðilar að sambandinu. Hlutverk sambandsins hefur frá öndverðu verið að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum islenzkra sveitarfélaga, að vera fulltrúi íslenzkra sveitarfélaga gagnvart ríkisvaldinu og öðrum innlendum aðilum svo og gagn- vart erlendum samtökum um sveitarstjórnarmál, að vinna að fræðslu um sveitarstjórnarmál og efla samstarf sveitarfélaga og kynni milli sveitarstjórnarmanna. Landsþing, sem haldið er fjórða hvert ár, hefur æðsta vald í málefnum sambandsins. Það kýs stjórn sambandsins og fulltrúa- ráð, sem er skipað 25 mönnum auk stjórnarmanna, en fulltrúa- ráðið kemur saman einu sinni á ári. Sambandið hefur frá stofnun sinni gefið út tímaritið Sveitar- stjórnarmál auk ýmissa rita um sveitarstjórnarmálefni. Fyrstu stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga skipuðu: Jónas Guðmundsson, formaður, Björn Jóhannesson, Hafnarfirði, Helgi H. Eiriksson, Reykjavik, Klemens Jónsson, Bessastaða- hreppi og Sigurjón Jónsson, Sel- tjarnarnesi. Núverandi stjórn sambandsins skipa: Páll Lfndal, borgarlögmaður, Reykjavík, Ólafur G. Einarsson, oddviti, Garðahreppi, Alexander Stefánsson, oddviti, Ólafsvfk, Bjarni Einarsson, bæjarstjóri, Akureyri, Guðmundur B. Jóns- son, bæjarfulltrúi, Bolungarvfk, Logi Krist jánsson, bæjarstjóri, Neskaupstað og ölvir Karlsson, oddviti, Ásahreppi. Framkvæmdastjóri sambands- ins er Magnús E. Guðjónsson og ritstjóri tfmaritsins Sveitarstjórn- armál Unnar Stefánsson. Skrifstofa sambandsins er að Laugavegi 105, Reykjavík. I tilefni þessara tímamóta i sögu sambandsins samþykkti stjórn þess á fundi sinum i gær að efna til ritgerðarsamkeppni á vetri komanda í efstu bekkjum þeirra skóla, sem brautskrá stúdenta, um efnið: „Sveitar- stjórnir á Islandi — framtiðar- hlutverk" og veita þrenn verð- laun fyrir beztar úrlausnir að mati dómnefndar, 1. verðlaun verði kr. 100.000.—, 2. verðlaun verði kr. 50.000.—, og þriðju verð- laun verði kr. 25.000.—. Nánari tilhögun ritgerðarsamkeppninnar verði ákveðin I samráði við menntamálaráðuneytið og hlutað- eigandi skóla. Betri aðstaða fyrir Smyril: Stoppaði aðeins í eina klukkustund FÆREVSKA bllferjan Smyrill, átti að koma til Seyðisfjarðar kl. 20 I gærkvöldi, með um það bil 210 farþega utanlands frá og nokkurn fjölda bifreiða. Þegar Smyrill kom, var búið að ganga þannig frá málum á Scyðisfirði, að skipið gat lagzt strax að hryggju þvf búið er að girða hafnarsvæðið af, þannig að hægt er að framkvæma alla tollskoðun þar. Þvf átti Smyrill ekki að þurfa að stanza nema f eina klukku- stund á Seyðisfirði. Jónas Hallgrimsson, bæjar- Túnþökur fluttar í stórum stíl til Eyja AÐ UNDANFÖRNU hafa túnþök- ur verið fluttar I stórum stfl frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja. Hafa þær aðallega verið fluttar með bátum en einnig hefur nokk- urt magn verið flutt með Herj- ólfi. Að sögn Sigurgeirs Jónsson- ar fréttaritara okkar f Eyjum hafa verið flutt þangað hundruð tonna af þökum undanfarnar vik- ur. FLUGVÉLAR — Það er ekki oft sem flugvél flytur flugvél, en þetta kom þó fyrir I gaermorgun, er flutningaflugvél Iscargo kom til Reykjavíkur. I farminum var m.a. lítil kennsluflugvél, sem Flugskóli Helga Jónssonar hefur fest kaup á. Töluverðar annir hafa verið hjá Iscargo að undanförnu og ! þessari sömu ferð var komið við á Egils- stöðum með 60 fermetra tjald, sem notað verður sem farþegaafgreiðsla vegna Smyrils á Seyðisfirði. Alvarlegt bílslys stjóri á Seyðisfirði sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að í gær- morgun hefðu Seyðfirðingar lokið við að reisa 2 metra háa girðingu kringum hafnarsvæðið og komið upp sérstöku húsi fyrir útlend- ingaeftirlitið, en áður var búið að koma upp sérstöku húsi fyrir toll- verði og snyrtiaðstöðu fyrir far- þega. Þá var byrjað að reisa 1 gær 60 fermetra tjald, sem flugvél Is- cargo kom með frá Danmörku. Tjaldið er úr álbogum og polyest- er efni. Þar inni verður aðstaða fyrir farþega og vörur. Alvarlegt bifreiðaslys varð á Nesvegi í Reykjavík í fyrrinótt. Fólksbifreið af Citroen-gerð ók á Ijósa- staur og varð að flytja þrjár konur sem voru far- þegar í bílnum á slysadeild Borgarspítalans. Ein þeirra, sem sat við hlið bíl- stjórans, slasaðist langmest, hlaut alvarlega höfuðáverka. Hinar konurnar slösuðust minna og bíl- stjórinn karlmaður slapp með skrámur. Hann er erlendur að þjóðerni og sömuleiðis kona hans, sem sat við hliðina á honum og slasaðist mest. Grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrifum áfengis. Slysið gerðist um klukk- an 5 um nóttina. Bfllinn er mikið skemmdur. Kvöldið áður hafði orðið harður árekstur á mótum Laugavegar og Friðjón Þórðarson. Friðjón Þórðarson lætur af störfum sem sýslumaður Þá hefur mikið magn af alls konar garðagróðri verið flutt frá meginlandinu til Eyja. Húsagarð- ar i Vestmannaeyjum hafa ekki náð sér fyllilega á strik eftir gosið og hafa fjölmargir Eyjaskeggjar þvi gripið til þess ráðs að skipta um gras á blettumjSínum með því að sá og þó aðalléga með þvi að tyrfa. FRIÐJÓN Þórðarson, sýslumaður og alþingis- maður í Stykkishólmi mun láta af störfum sem sýslu- maður í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 1. sept- ember næst komandi. — Astæðan fyrir því, að ég læt nú af sýslumannsstörfum er ein- faldlega sú, að ég tel allsendis ófært lengur að gegna bæði störf- um sýslumanns og alþingismanns, sagði Friðjón í samtali við Morg- unblaðið í gær. Ég er nú búinn að vera bæði sýslumaður Snæfell- inga og alþingismaður Vestur- landskjördæmis í 10 ár og þar áður í sömu stöðum fyrir Dala- menn. Þessi störf verða sífellt viðameiri og því hef ég ákveðið að láta af störfum, sem sýslumaður og helga mig stjórnmálastörfun- um betur en áður. Og ég vona að þetta sé öllum fyrir beztu, sagði Friðjón. Illlí) LÁTAÆÐIVERÐBOLGÖNNAR ERFIÐLEGA ætlar að ganga að ráða niðurlögum óðaverðbólg- unnar, sem segja má að hafi geisað hér á landi í rúmlega ár, enda naumast hlaupið að slíku á sama tíma og viðskiptakjör á mörkuðum helztu útflutnings- vara landsmanna hafa stöðugt verið að versna. Ekki hafa þó heldur orðið neinar stökkbreyt- ingar til hins verra á undan- förnum mánuðum samkvæmt upplýsingum sem Morgunblað- ið aflaði sér hjá Þjóðhagsstofn- uninni, þó að dálitlar sveiflur séu á verðbólguþróuninni milli tímabila. Ástandinu í þessum efnum verður því kannski bezt lýst með því að taka að láni orðatiltæki sem blaðamenn nota einatt í sambandi við slysafréttir og segja að sjúkl- ingnum liði eftir atvikum. Að sögn Ölafs Davíðssonar, hagfræðings hjá Þjóðhagsstofn- uninni, varð verðlagið á árinu 1974 miðað við framfærsluvísi- tölu að meðaltali um 43% hærra en árið áður. Þegar þróunin yfir allt árið 1974 er athuguð nánar kemur i ljós, að 1. febrúar 1974 var framfærslu- visitalan 32,6% hærri en á sama tíma árið áður. Við næsta útreikning framfærsluvísitöl- unnar í maímánuði 1974 er þessi 12 mánaða hækkun á verðlagi orðin 43,8% en i ágúst hefur orðið örlítil lækkun á þessari 12 mánaða hreyfingu en verðhækkanir höfðu þá orðið 41,2% frá ágúst 1973 til sama mánaðar 1974. Þessi lækkun stafaði fyrst og fremst af öllum niðurgreiðslunum sem komu til í maílok í fyrra, en við næsta útreikning í nóvember 1974 er þessi 12 mánaða hreyfing komin upp í 51,2%. Við útreikning framfærslu- vísitölunnar i febrúar á þessu ári kemur hins vegar í ljós að verðlagið hefur hækkað að meðaltali um 53,6% miðað við útreikningana í sama mánuði í fyrra. I maí hefur heldur orðið lækkun, þessi 12 mánaða verð- lagsbreyting sýnir þá 47,7% hækkun. Hefur þvi á síðasta 3ja mánaða timabili aðeins tekizt að hægja á verðbójgunni miðað við þessar 12 mánaða breyt- ingar, en hafa verður í huga að það var einmitt á þessu timabili í fyrra sem stökkið mikla upp á við varð, þegar vísitalan hækkaði um hvorki meira né minna en 19%. Litil hækkun varð hins vegar úr því yfir sumarmánuðina i fyrra, svo að búazt má við að fyrrgreind 12 mánaða verðlagsviðmiðun fari upp á við á nýjan leik við næsta útreikning framfærsluvísitöl- unnar, að því er Ólafur sagði. Klapparstigs milli tveggja fólks- bifreiða. Engin meiðsli urðu á fólki en töluverðar skemmdir á bilunum. Slakur árangur bridgemanna á NL-mótinu NORÐURLANDAMÓTINU i bridge er lokið. Island sendi tvö lið til keppninnar. Arangur i karlaflokki varð mjög siakur og hafnaði liðið i neðsta sæti. I ungl- ingaflokki varð sveitin fjórðameð nokkuð þokkalegan árangur. Blaðið mun skýra nánar frá mót- inu siðar. Enn einn tíðindalaus sáttafundur ENN EINU sinni varð tíðinda- laust á sáttafundi í togaradeil- unni 1 fyrrinótt. Fundurinn stóð til klukkan 2,30 í fyrrinótt og annar fundur var boðaður I gær klukkan 14.30. Jón Sigurðsson formaður Sjó- mannasambands Isiands sagði í viðtali við Mbl. i gær að hann byggist við því að flestir sjómenn stóru togaranna væru komnir I aðra atvinnu. Menn sæju að hver deilan á fætur annarri leystist — nema þessi og gæti orðið talsvert langt í lausn hennar. Yrðu menn því að leita í aðrar starfsgreinar. Jón sagði að erfitt gæti reynzt að manna aftur togarana með jafn- góðum mannskap. Ekki væri nóg að hafa góðan skipstjóra, heldur þyrfti skipshöfn öll að vera sam- hent og góð. Jón kvaðst lengi hafa vonað að unnt væri að leysa deil- una, en jafnan hafi hann orðið fyrir vonbrigðum. Miklar annir á Siglufirði Siglufirði, laugardag. HÉR ER hið fegursta veður 1 dag — og allur bærinn í miklum önn- úm. Þær eru aðallega kringum fiskvinnuna því áframhald er á góðu fiskirfi hjá bátum og togur- um. Hér verður trúlega unnið um helgina til að koma fiskinum frá. Nú er sementsverksmiðjuverk- fallið á dögunum farið að segja til sfn hér, því að ekki er hægt að drffa upp einn einasta sements- poka f bænum. — mj. Lögbann var sett á lend- ingar Vængja Sýslumannsembættið í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu tók á föstudag fyrir lögbannsbeiðni Hesta- mannafélagsins Dreyra á lending- ar Flugfélagsins Vængja á Akra- nesflugvelli. Var orðið við beiðni félagsins um lögbann, enda mun félagið vera þinglýstur eigandi landsins, sem.völlurinn er á. Gísli Kjartansson sýslufulltrúi kvað upp úrskurðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.