Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JUNI 1975 13 Svæðamót Nú hefur verið tilkynnt hverjir mun tefla á svæSamóti A, sem fram fer I Reykjavlk dagana 19. október til 11. nóvember næstkomandi. Keppendur verða þessir: Friðrik Ólafsson, Jón Kristinsson. Van den Broeck (Belgia). V. Jansa (Tékkósl ), H. Westerinen (Finnl.), V. Liberson (fsrael), Z. Ribli (Ungv.l.), L. Örgaard (Noregi), H. McGrillen (frland), S. Hamann (Danm.), Dr. Ostermeyer (V.-Þýzkal.), E. Laine (Guernesy), J. Timman (Hollland), B. Parma (Júgósl.), W.R. Hartston (England). Eins og þessi upptalning ber með sér er hér um sterkt mót að ræða, og vafalaust verður keppnin um tvö efstu sætin mjög hörð En hverjir koma þá til greina með að hljóta efstu sætin og þar með farseðil á millisvæðamót? Um það er erfitt að spá. Við (slend- ingar vonum auðvitað að Friðrik Ól- afsson verði annar hinna útvöldu og Jón Kristinsson hinn. Ekki ætti það að teljast nein goðgá þótt Friðriki sé spáð öðru hinna tveggja sæta, en hverjir verða helztu keppendur hans? Sennilega Liberson og Timman. Liberson er mjög öflugur stórmeistari, sem nýlega flutt- ist til ísrael frá Sovétrikjunum Hann hefur oft’staðið sig mjög vel á mótum I Sovétrikjunum, og eftir að hann fluttist til ísrael hefur hann unnið góða sigra. Er það skemmst að minnast sigurs hans á skákmótinu í Lone Pine i Kali- forniu á dögunum. Einnig má geta þess að i fyrra sigraði Liberson á al- Skák eftir JÓN Þ. ÞÓR þjóðlegu móti i Feneyjum, þar sem hann skaut mörgum frægum köppum ref fyrir rass, þar varð Smyslov i 2. sæti, en siðan komu Suttles, Anders- son, Timman, Benkö og Savon. Hollendingurinn Jan Timman er ungur og ört vaxandi stórmeistari. Hann tefldi á Reykjavlkurmótinu 1972 og stóð sig þar með prýði Siðan hefur Timman oft náðágætum árangri Aðrir keppendur millisvæðamótsins, sem einna helzt koma til greina, eru þeir Jansa, Ribli og Parma. Tveir hinir fyrsttöldu eru þó mjög mistækir, en takizt þeim vel upp geta þeir vissulega stóra hluti. Parma er allra manna ör- uggastur, en einnig allra manna frið- samastur. Þess vegna verður að teljast óliklegt að hann blandi sér i baráttuna um efstu sætin Aðrir keppendur koma vart til greina, en aftur á móti má heita öruggt, að þeir Westerinen, Hamann, ðgaard og Hartston velgi stórmeistur- unum eitthvað undir uggum. Þessum þætti skulum við Ijúka með þvi að hyggja að skák, sem þeir Timman og Liberson tefldu á áðurnefndu skákmóti i Feneyjum i fyrra. Hvítt: J. H. Timman (Holland) Svart: V. Liberson (fsrael) Frönsk vörn 1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. c3 — d5, 4. e5 — Rc6, 5. d4 — Db6, 6. a3 — c4, 7. Rbd2 — Bd7, 8. Be2 — Ra5, 9. 0-0 — Re7, 10. Hbl — h6, 11. Rh4 — 0-0-0, 12. g3 — Kb8, 13. Bh5 — g6, 14. Be2 — Dc7, 15. Rg2 — Bc6, 16. h4 — Dd7, 17. h5 — Ba4, 18. De1 — Bc2, 19. Hal — Bg7, 20. Re3 — Ba4, 21. Bd1 — Bxdl, 22. Dxd1 — Rf5, 23. Rg2 — Hdg8, 24. g4 — Re7, 25 Rf4 — f6i, 26. exf6 — Bxf6, 27. Hel — Rac6l, 28. hxg6 — Rxg6, 29. Rh5 — Bd8, 30. b4 — Rh4, 31. Kf 1 — Df7, 32. De2 — Hg6, 33. Rxc4 — bxc4, 34. b5 — Hg8, 35. Bf4+ — e5, 36. dxe5 — Dd5, 37. f3? — Hxg4l, 38. fxg4 — Dhl +, 39. Kf2 — Bb6 + , 40. Kg3 — Rf5 mát. FLORIDA AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 36.2 Með sófasettinu FLORIDA kynnum við merka nýjung. Sofinn er jafnframt fullkomið hjónarúm af beztu gerð, þótt engan gruni við fyrstu sýn, að um svefnsófa sé að ræða. KJORGARÐI SÍMI 16975 HEKLAH.F. lAUGAVEGI 170—172 — SÍMI 21240. ALLTAF FJÖLGAR VOLKSWAGEN Golf NÝR BÍLL, SEM BÝÐUR UPP Á NÝJA MÖGULEIKA Hann er 3.70 m. langur og 1.60 m. breiður og er því einn af styttstu og breiðustu bílum í sínum flokki. Þó er hann „fullvaxinn" fólksbíll, reyndar mjög rúmgóður fimm manna fjölskyldubíll. Farangurs- rýmið er 350 lítrar, en það er hægt að stækka um helming eða í 698 lítra með einu hand- taki. Ef þér lítið undir vélarlokið, þá sjáið þér eina af ástæðunum fyrir því, að Golfinn er svo stutt- ur. Vélin er staðsett þversum. Tvær vélarstærðir er um að ræða 50 hö og 70 hö. Benzín- eyðslan er 7—8.9 I. á 1 00 km. Golfinn er fáanlegur tveggja dyra og fjögurra dyra, auk aftur- hurðar. Golfinn er mikill bíll áuM og býður upp á mikla möguleika. — og þér munið njóta hans vel. Golf — Volkswagen Compact. í-s.í LANDSLEIKURINN x.s.í. ÍSLAND — FÆREYJAR fer fram á Laugardalsvellinum á morgun mánudaginn 23. júní kl. 20.oo Dómari Guðjón Finnbogason ^ Línuverðir: Eysteinn Guðmundsson og Hinrik Lárusson Lúðrasveit Reykjavíkur leikur frá kl. 19.30 Sala aðgöngumiða frá kl. 13.oo e.h. mánudag í Laugardal. Fjölmenniö á völlinn og hvetjið ísl. landsliðið til sigurs Knattspymusamband íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.