Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.06.1975, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNI 1975 jITYINNjí áTY Bifreiðastjóri Óskum að ráða vanan bifreiðastjóra nú þegar. Uppl. gefur Þórarinn Öfjörð. Vélsmiðjan Héðinn h. f., sími 24260. Bókbindari bókbindari óskast. Góð vinnuskilyrði. Upplýsingar gefur Bragi Þórðarson, prentsmiðjustjóri. Prentverk Akraness h/ f. Verslunarstjóri Vanur verslunarstjóri óskast við byggingavöruverslun. Farið með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: Framtíðarstarf — 6989. Prjónakonur Kaupum vandaðar lopapeysur með tvö- földum kraga. Móttaka þriðjudaginn 24/6 og þriðjudaginn 1 /7 kl. 16 —18. GRÁFELDUR H/F, Ingólfsstræti 5, Reykjavík. Sími 26540. Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða nú þegar eða frá næstu mánaðamótum eftirlitsmann með bygg- ingu steyptra undirstaða. Skilyrði er að viðkomandi kunni að meðhöndla mælitæki. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegi 116, Reykjavík. Málmiðnaðarmenn íslenzka Álfélagið óskar eftir að ráða nokkra járniðnaðarmenn og rafsuðumenn nú þegar. Nánari upplýsingar gefur ráðningarstjóri, sími 52365. Upisóknareyðublöð fást hjá bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, Reykjavík og bókabúð Olivers Steins, Hafnarfirði. Umsóknir óskast sendar sem fyrst í póst- hólf 244, Hafnarfirði. íslenzka Álfélagið h. f., Straumsvík. Einkaritari Óskum að ráða stúlku á skrifstofu vora. Hér er um að ræða sjálfstætt starf, sem býður upp á mikla fjölbreytni. Góð frönsku- og enskukunnátta er nauðsyn- leg, svo og leikni í vélritun. Vinnustaður í hjarta borgarinnar. Mjög hentugur vinnu- tími. Laun samkvæmt kjarasamningum verzlunarmanna. Æskilegt væri, að umsækjandi gæti hafið störf 1. júlí. Umsóknir sendist Morgunblaðinu sem fyrst merkt: „Einkaritari — 6990." Hjukrunarkona óskast að Skálatúnsheimilinu Mosfells- sveit. Húsnæði og fæði á staðnum ef óskað er. Nánari uppl. veitir forstöðumað- ur í síma 66249. Stjórn Skála túnsheimilisins. Kjötafgreiðsla Óskum að ráða vana afgreiðslustúlku til starfa í sumar. Kjötbúð Suðurvers, Stigahlíð 45—4 7. Blikksmiður eða járnsmiður óskast strax. Blikksmiðja Gylfa sími 83121. Plötusmiði og rafsuðumenn vantar nú þegar til starfa utan Reykja- víkur. Þeir, sem hafa áhuga leggi tilboð inn á afgr. Mbl. með upplýsingum um aldur og starfsreynslu merkt: „ákvæðis- vinna —2663". Raftæknar- Rafvirkjar Rafmagnsveita Reykjavíkur óskar eftir að ráða rafvirkja með próf frá Raftæknadeild Tækniskóla íslands eða Rafmagnsdeild Vélskóla íslands eða með hliðstæða menntun, til eftirlitsstarfa. Umsóknareyðublöð og nánari uppl. fást á skrifstofu Rafmagnsveitunnar, Hafnar- húsinu 4. hæð. Umsóknarfrestur er til 30. júní 1975. Rafmagnsveita Reykjavíkur. Laus staða Kennarastaða á félagsfræðakjörsviði við Menntaskólann á ísafirði er laus til umsóknar. Kennslugreinar eru bókfærsla, rekstrar- og þjóðhagsfræði, reikningshald og stjórnun. Viðskiptafræði- eða hagfræðimenntun æskileg. Laun sam- kvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Skólinn mun aðstoða við útvegun húsnæðis. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu hafa borist menn.tamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 1 9. júlí n.k. Umsóknareyðublöð fást i Ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 20. júní 1975. Verzlunarstjóri óskast fyrir stóra sérverzlun sem opnuð verður i miðborginni í haust. Leitað er eftir karli eða konu sem hefur áhuga fyrir að byggja upp þessa rtýju verzlun. Viðkomandi þarf að hafa nokkra málakunnáttu, hafa hugvitssemi og dugnað til að bera. Viðkomandi þyrfti helzt að geta hafið störf i september/októ- ber. Við bjóðum góð laun, en kaup og kjör mundu að nokkru miðast við árangur i starfinu. Farið verður með umsóknir sem algjört trúnaðarmál. Umsóknir sendist Morgunblaðinu fyrir 30. þ.m. Merkt: Sér- verzlun 2661. Kranamaður óskast á Allen krana. Uppl. í síma 51 1 98. Ung stúlka með gagnfræðapróf úr verzlunardeild Hagaskólans og þýzku og enskukunnáttu, óskar eftir vinnu strax eða innan tveggja mánaða. Hringið í síma 1 7821. IMokkrir vanir kranamenn óskast til starfa strax. Einnig nokkrir járn- iðnaðarmenn. Upplýsingar í síma 1 1 790, þriðjudag og miðvikudag 24. og 25. þ.m. Einnig á skrifstofu vorri á Keflavíkurflugvelli. íslenzkir aðalverktakar s. f. Innflutnings- og iðnfyrirtæki óskar að ráða skrifstofustúlku. Starfið útheimtir góða vélritunar- og enskukunn- áttu. Hálfs dags starf (eftir hádegi) gæti komið til greina. Umsókn sendist Mbl. fyrir 26. þ.m. merkt: „Telex — 6988." Bæjarstjóri Hér með er auglýst laust til umsóknar starf bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. Umsóknir, ásamt upplýsingum um fyrri störf og launakröfur, sendist bæjarráði Vestmannaeyja fyrir 1 0. júlí n.k. Vestmannaeyjum 18. júní 1975 Bæjarstjóri. Framtíðarstarf Óskum að ráða trésmiði og lagtæka menn, helst vana bekkvinnu, til framtíðar- starfa. Gott kaup fyrir rétta menn. Yngri menn en 20 ára koma ekki til greina. Hurðaiðjan s. f. Kársnesbraut 98, Kópavogi Rafmagnsveitur ríkisins óska að ráða rafgæslumann með aðsetri á Breiðdalsvík. Umsóknir sendist til rafveitustjórans á Austurlandi Selási 8, Egilsstaðakauptúni eða til Rafmagnsveitna ríkisins, Lauga- vegi 116, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.