Morgunblaðið - 19.09.1975, Síða 5

Morgunblaðið - 19.09.1975, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1975 5 Ályktun SHÍ um Vísi Morgunblaðinu hefur borizt eft- irfarandi: Ályktun Stúdentaráðs Háskóla Islands um „Vfsismálið". Á fundi sínum 25. ágúst 1975 gerði Stúdentaráð H.l. svohljóð- andi ályktun: „í tilefni af þeim átökum sem orðið hafa f kringum dagblaðið Vísi vill Stúdentaráð H.I. álykta eftirfarandi: Þessar deilur hafa enn afhjúp- að veruleikann í tjáningarfrelsi og frjálsri skoðanamyndun á Is- landi. I ljós kemur að blað sem hefur stært sig af því að vera „frjáls fjölmiðill“ er í eigu fá- meniis hóps auðmanna, sem svíf- ast ekki að reka ritstjóra blaðsins, ef hann flytur skoðanir sem stangast á við fjárhagslega og pólitiska hagsmuni eigendanna. „Vísismálið" ætti að opna augu íslenskrar þjóðar fyrir þeim stað- reyndum að sum stærstu dagblöð- in eru í eij*u fárra auðmanna og öll eiga þau tilveru sína undir auglýsingum fyrirtækja að meira eða minna leyti. Þannig hefur fs- Iensk auðstétt yfirburðatök á allri skoðanamyndun 'i landinu. Þessi tök eru hins vegar falin á bak við orðagjálfur um „frjálsa fjölmiðla" og „óháð dagblöð". I Ijósi þessara staðreynda er sú umhyggja, sem þessir fjölmiðlar þykjast sýna tjáningarfrelsi í öðr- um löndum, lítið annað en hræsni. Stúdentaráð skorar á alla unn- endur raunverulegs frelsis í fjöl- miðlun að nota þá umræðu, sem ,,Vísismálið“ hefur skapað, til að vekja athygli á því ofurvaldi sem fámennir hópar hafa á allri fjöl- miðlun hérlendis." Leyfi ég mér að fara fram á að þér birtið ályktun þessa í fjölmiðli yðar. F.h. Stúdentaráðs Gestur Guðmundsson, formaður. Kom með skipstjór- ann látinn til hafnar BREZKI togarinn Macbeth kom til Akureyrar á miðvikudag með skipstjóra skipsins látinn. Skip- stjórinn, sem var 39 ára gamall, hafði veikzt skyndilega úti í rúm- sjó. Læknir var fenginn frá eftir- litsskipinu Miröndu, en skipstjór- inn lézt skömmu eftir að læknir- inn kom um borð í Macbeth. Lík skipstjórans var skilið eftir á Akureyri og verður flutt til Reykjavíkur og þaðan til Eng- lands. Gert var ráð fyrir að Mac- beth færi frá Akureyri í gær- kvöldi til Hull, þar sem annar skipstjóri verður fenginn. Dagný farin í í söluferð til Grímsbæjar Siglufirði 17. sept. SKUTTOGARINN Dagný kom inn í dag með 80 tonn af fiski sem frýsti voru um borð og um 75 tonn af ísfiski, aðallega kola og ýsu. Togarinn er nú farinn af stað til Grímsbæjar i Englandi þar sem aflinn verður seldur á mánudag- inn. Er þetta fyrsta sala haustsins í erlendri höfn. —m.j. Stórkostlegt vöruúrval! < ! OpKSýlSun2 H5 or9un Nýkomið □ DÖMU OG HERRA PEYSUR □ ULLARKÁPUR □ KULDAJAKKAR □ KJÓLAR □ BLÚSSUR □ LEÐURJAKKAR □ FLAUELISFÖT DÖMU OG HERRA □ SJÖL OG TREFLAR □ BAGGY-STÍGVÉL □ HLJÓMPLÖTUR TIZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SIMI FÁ SKIPTIBOPÐI 2B155

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.