Morgunblaðið - 19.09.1975, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19, SEPTEMBER 1975
Akureyri 16. september.
RÉTT Bárðdæla vestan
fljóts er nú fyrir sunnan
og ofan Mýri, fremsta
bæinn þeim megin, en
var áður í sporðinum
milli Skjálfandafljóts og
Mjóadalsár og hét þá
Litlutungurétt. Hér er
réttað fé af vesturkjálk-
anum allt út að Hriflu, að
vísu mjög misjafnlega
margt af einstökum bæj-
um. Nokkrar kindur
koma hér árlega fyrir
austan yfir fljót, hafa
einhvern veginn þvælst
yfir frammi á afrétt sam-
kvæmt reglunni um, að
grasið sé alltaf grænna
hinum megin. Svo er allt-
af ein og ein kind úr
Fnjóskadal.
Um daginn fóru menn á
'bílum allt fram að jöklum og
stugguðu norður á bóginn því
fé, sem þeir sáu þar, en á laug-
ardaginn var farið í hinar eigin-
legu framgöngur alveg suður
að Jökulfjalli, sem rennur úr
Tungnafellsjökli og fellur i
Skjálfandafljót við Stóruflæðu
kippkorn norðaustur af Fjórð-
ungsöldu. Á sunnudag var svo
farið í tveggja daga Mjóadals-
göngur og komið með allt safn-
ið hingað til réttarinnar í gær-
kvöldi, það rekið inn f réttina
og geymt þar í nótt.
Fjallkóngurinn, Tryggvi
Höskuldsson á Mýri, sem hér er
réttarstjóri í dag, telur, að vel
hafi smalast, enda hjálpaði
norðanhretið til á sinn hátt og
olli þvi, að féð rann norður af-
réttina og sumt allt ofan í
byggð. Hins vegar gerði vestan-
hvassviðrið í gær gangnamönn-
um lífið leitt með moldroki og
sandbyl. Svo reif stormurinn
upp ísingarnálar og skara og
þeytti í andlit mönnum, svo að
þeir eru sumir rauðeygðir og
þrútnir í framan eftir þessa þol-
raun.
Mannmargt var á Mýri og
Bólstað í nótt. Sennilega hafa
gist þar framundir fimmtíu
manns í rúmstæðum og flat-
sængum og hvar sem við varð
komið. Þar voru bændur utan
úr dal, kaupstaðarfólk og burt-
fluttir Bárðdælingar, sem
komnir voru í tilefni réttar-
dagsins til upprifjunar gamalla
kynna við heimamenn og æsku-
sveit, — börn unglingar og full-
orðnir. Húsfreyjurnar Guðrún
á Mýri og Pálína og Inga á
Bólstað og aðrar heimakonur
hafa haft ærinn starfa við
bakstur og brauðskurð, kaffi-
lögun og matseld, því að hér er
til þess ætlast af húsráðendum,
að á réttardaginn gangi gestir
að veizluborði hvenær sólar-
hringsins sem er og taki til sín
það af krásum og lífsnæringu,
sem hver getur í sig látið. Þó að
hangikjöt, saltreyð og bakning-
ar af öllu tagi hverfi ört ofan I
menn með stórum tilþrifum, er
kvenfólkið enn handfljótara og
fóthvatara að bera nýjar birgð-
ir að borðin úr búrum og skáp-
um og fylla I skörðin svo að
ekki sér högg að vatni.
Þetta er engin nýlunda hér,
svona hefir þetta verið ár eftir
Séð yfir hluta Mýraréttar.
Ljósm. Mbl. Sverrir Pálsson
Tveir aldraðir fjárbændur, Valdemar á Halldórsstöðum og Baldur á '
Stóruvöllum.
Sigurður Pálsson á Lækjarvöllum sigri hrósandi.
Á Mýrarrétt
ár. Gangnamenn og réttarfólk
hefir gengið hér út og inn, átt
hér vísan náttstað, þegið lifs-
næringu og ýmislega aðhlynn-
ingu ómælt, því að aldrei hefir
neinn vitað takmörk gestrisn-
innar hjá húsbændunum og
húsfreyjunum og ekki horfur á,
að svo verði í bráð. Og blessuð-
um málleysingjunum, hestum
og hundum gangnamanna, er
heldur ekki gleymt. Þeir fá
húsaskjól og töðutuggu eða
kjötbein, meðan plögg og spjar-
ir eigenda þeirra eru þurrkuð.
Heimafólk telur hvorki eftir
í Bárðardal
beina né greiða, hefir miklu
fremur af þvi ánægju og
skemmtan að veita hann og því
andlega samneyti, sem gest-
komunni fylgir. „Það verða
nógu langir dagarnir eftir göng-
ur og slátúrtíð, þegar varla
nokkur maður rekst hingað,“
segir Pálina á Bólstað.
En nú er klukkan orðin sex
og mál að tygja sig á réttina.
Menn spretta upp úr flatsæng-
unum, og bila og dráttarvélar
drífur að utan úr dal. Sólin er
að koma upp yfir Bæjarásinn
milli Sellandafjalls og Herðu-
breiðar og gyllir austurhimin-
inn og vesturbrúnirnar. Him-
inn er alheiður, nema hvað í
norðaustri eru tvö eða þrjú lítil
vindský eins og þau, sem þeir
kalla „hrafna“ á Vestfjörðum,
enda er þó nokkur suðvestur
strekkingur.
1 réttinni eru um fjögur þús-
und fjár, að því er giskað er á.
Féð er fallegt á að líta, í góðum
holdum, hreint á lagðinn, svip-
frítt og vellíðanlegt. Hnarreist-
ar, hornprúðar dilkær með
drottningarsvip, mikilleitar, há-
nefjaðir hrútar og svipbjartir
afkomendur þeirra ryðjast hér
um í almenningnum og una illa
fangavistinni eftir öræfafrelsi
sumarsins. En nú er frjálsræðið
á enda. Maðurinn hefir með
klókindum og ráðabruggi
hneppt jafnvel ljónstyggustu
fjallafálur í aðhald réttarinnar
og látið þær lúta vilja sínum.
Meira að segja bíður nú þeirra
margra bani og blóðvöllur. Við
því er ekkert að segja. Þessi
fallega og hraustlega hjörð hér
í réttinni er nefnilega fram-
færslueyrir og erfiðisafrakstur
hálfrar sveitarinnar, og hún
skal fyrr eða síðar launa eldi og
umönnun með lífi sínu og arð-
gæfri afurð.
Menn taka ötulir til við að
draga I svölum morgungustin-
um, sem óðum hlýnar þó fyrir
hækkandi sól. Ef til vill hjálpar
líka sumum brjóstbirtan, sem
glitrar á fleyg í rassvasa.
Tryggvi réttarstjóri stjórnar
verki af röggsemi og festu.
Hann gefur stuttorðar skipanir,
sem skiljast fljótt og vel, og er
hiklaus og skjótur að skera úr
vafamálum. Þeim úrskurðum
una allir, enda verður þeim
ekki áfrýjað.
Bændur og bændasynir, hús-
mæður og heimasætur, allir
hjálpast að glaðir og kátir og
eru fundvísir á eyrnamörk og
brennimörk, meira að segja
Unga kynslóðin lét sig ekki vanta.