Morgunblaðið - 21.09.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.09.1975, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ. SUNNUDAGUR 21. SEPTÉMBER 1975 Söngsveitin Fílharmónía: Sálumessa og Carm- ina Burana á dagskrá VETRARSTARF Söngsveitar- innar Fíiharmónfu er nú að hefj- ast. Eins og undanfarin ár verða æfð kórverk til flutnings með Sin- fónfuhljómsveit tslands. Fvrsta verkefni vetrarins verður Carmina Burana eftir Carl Orff, og verður verkið flutt f Háskóla- bfói 11. desember n.k. Carmina Burana, sem samið er 1936, öðlað- ist skjótt mikla hylli tónlistar- unnenda. Var það fyrsta verkið, sem Söngsveitin tók til flutnings, og var það flutt í fyrsta sinn hér- lendis f Þjóðleikhúsinu í aprfl 1960 undir stjórn dr. Róberts A. Ottósonar. Auk Söngsveitarinnar tóku þjóðleikhúskórinn, ein- söngvarar og Sinfónfuhljómsveit Islands þátt f flutningi verksins. Siðari hluta vetrar verður æfð Sálumessa (Reqiuem) eftir Verdi til flutnings með Sinfóníuhljóm- sveitinni í apríl 1976. Þetta verk var frumflutt hérlendis af sömu flytjendum 4. apríl 1968 undir stjórn dr. Róberts, eins og mörg- um mun enn í fersku minni. Jón Ásgeirsson tónskáld hefur verið ráðinn kórstjóri Söng- sveitarinnar, en aðalstjórnandi Sinfóniuhljómsveitar Islands, Karsten Andersen, mun stjórna flutningi beggja verkanna. Söngsveitin mun starfrækja kórskóla fyrir þá sem hafa áhuga á að gerast félagar. Jón Ásgeirs- son mun annast forstöðu skólans, en aðrir kennarar verða Sigur- veig Hjaltested og Snæbjörg Snæ- bjarnardóttir og e.t.v. fleiri. Kennd verða undirstöðuatriði nótnalestrar, tónheyrn og radd- beiting. Þá mun kórskólinn einn- ig gefa kórfélögum kost á radd- þjálfun og tónfræðslu. Æfingar verða f Melaskólanum og hefjast þær mánudaginn 22. september. Þeir sem áhuga hafa á að syngja með kórnum eða sækja kórskóla Söngsveitarinnar, eru beðnir að tilkynna þátttöku til kórstjóra í síma 22158 eða for- manns í sfma 26011 eða 42321. Stjórn kórsins skipa: Bjarni Kristmundsson, formaður, Ingi- björg Björnsdóttir, Margrét Finn- bogadóttir, Pétur Haraldsson og Ragnar Árnason. Gamli skálinn f Vatnaskógi Fjölþœtt starfKFUM & K SUMARSTARFI K.F.U.M í Vatnaskógi og K.F.U.K. í Vind- áshlíð er lokið að þessu sinni. Voru fjölmennir hópar barna og unglinga í báðum sumar- búðunum og komust færri að en vildu í marga flokka. Tíu dvalarflokkar voru á hvorum stað eins og áður og óblandin ánægja ríkjandi, þrátt fyrir óhagstætt tfðarfar í sumar. Nú fer vetrarstarf félaganna í hönd og verða fyrstu fundir haustsins í hinum ýmsu deildum þessa dagana. Drengjadeildir KFUM hafa flestar fundi sína á sunnudög- um á sömu tímum og í fyrra, en unglingadeildirnar á mánu- dagskvöldum, vfðast hvar. Deildafundir K.F.U.K. dreif- ast meira á vikuna, þó eru telpnafundir víða á mánudög- um og unglingafundir á fimmtudagskvöldum. Starfsstöðvum hefur fjölgað mikið síðari árin og verða þær í vetur á eftirtöldum stöðum: Amtmannsstíg 2B, Kirkjuteig 33, félagsheimilinu við Holta- veg, Langagerði 1, við Maríu- bakka i Breiðholti I, Framfara- félagshúsinu við Rofabæ, Fella- helli í Breiðholti III, Lyngheiði 21 í Kópavogi, barnaskólanum í Garðahreppi og í félagsheimili Seltjarnarneskaupstaðar. Sér- stakar barnasamkomur og sunnudagaskólar eru á sunnu- dagsmorgnum að Amtmanns- stfg 2B, fundahúsinu við Maríu- bakka og að Lyngheiði 21 f Kópavogi. Strax og skólar hefjast á haustin er byrjað að spyrja um starfsemi K.F.U.M. og K.F.U.K., en nú er „vetrar- starfið" sem sagt byrjað, þó að veturinn sé ekki kominn. Skrif- stofa félaganna við Amtmanns- stíg veitir fúslega allar upplýs- ingar um starfið. (Fréttatilk.). Helgi Bergmann sýnir að Hallveigarstöðum Litli drengur- inn sem lézt LITLI drengurinn sem beið bana í umferðarslysinu á Reykjanes- braut gegnt Álfaskeiði s.l. föstu- dagsmorgun hét Steinn Hermann Jóhannsson, Álfaskeiði 76, Hafn- arfirði. Steinn litli var fæddur 31. desember 1970 og var þvf fjögurra ára gamall. Lions-kaffi í Lækjarbotnum LIONSMENN I Kópavogi hafa sína árlegu kaffisölu i sumar- dvalarheimilinu í Lækjarbotnum, sem nú heitir Kópasel, í dag. Sú hefð hefur myndast að kaffisalan er höfð sama dag og réttað er í Lögbergsrétt og getur fólk þvi haft það í sömu ferðinni að bregða sér f réttirnar og fá sér kaffi með gómsætu meðlæti fyrir skikkanlegt verð og þar að auki styrkt gott málefni. Ágóði af kaffisölunni rennur til Minn- ingarsjóðs Brynjúlfs Dagssonar, en hann styrkir börn til sumar- dvalar. Ljónynjur í Kópavogi hafa undanfarna daga staðið í miklum kökubakstri og Lions- menn sem að venju ganga um beina í kaffisölunni, vonast til að sem flestir komi uppeftir f kaffi. I gær opnaði Helgi Bergmann málverkasýningu að Hallveigar- stöðum. Á sýningunni eru 30 landslagsmyndir, flest olíu- málverk. Þetta er 14. sýning Helga í Reykjavík, en síðast sýndi hann hér fyrir tveimur árum. Hann hefur einnig haldið sýning- ar úti á landi. Myndirnar eru allar til sölu og er verð þeirra 35—210 þús. Sýningin verður opin kl. 18—22 á mánudag og þriðjudag, en aðra daga kl. 14—22. Henni lýkur 28. september. Myndin hér að ofan er af Helga við nokkrar myndanna á sýning- unni. Danskur súrrealisti sýnir í Bogasal I gær opnaði danska listakon- an Rigge Gorm Holten sýningu á verkum sínum í Bogasal Þjóð- minjasafnsins. Hún sýnir 29 myndir, þar á meðal nokkrar barnabókakápur og — skreyt- ingar. Rigge Gorm Holten er fædd árið 1943. Maður hennar er rit- höfundurinn Knud Holten, en Rigge hefurgert talsvert af því að myndskreyta bækur hans. Rigge er sjálfmenntuð. Hún byrjaði að mála fyrir átta árum og hefur haldið einkasýningar í Kaupmannahöfn, Holbæk, Fjóni og Jótlandi, auk þess sem hún hefur tekið þátt í haustsýn- ingum Den Frie og vorsýning- um á Charlottenborg. Rigge hlaut styrk frá Fonden for dansk-islandsk samarbejde vegna sýningarinnar hér. Jóhann Hjálmarsson skáld ritar um listakonuna í sýn- ingarskrá og segir þar meðal annars: „Rigge Gorm Holten færir okkur myndir úr kynjaskógi þar sem menn, dýr og hlutir lifa einkennilegu, draum- kenndu lífi. En þetta líf er ekki tómur hugarburður. Það á sér Framhald á bls. 12. Jens Urup sýnir í Norrœna húsinu 1 DAG kl. tvö verður opnuð sýning danska listamannsins Jens Urup Jensen f Norræna húsinu. Þar verða 30 olíu- málverk, vatnslitamyndir, grafikmyndir og frumdrög af glermyndum, veggmyndum og myndvefnaði. Jens Urup Jensen er kunnur listamaður í heimalandi sínu, sérstaklega fyrir myndskreyt- ingar bygginga. Kirkjan 1 Virum 1 Danmörku er eitt þekktasta hús, sem hann hefur fengið til meðferðar.Þar hefur hann gert „altaristöflu" sem er stórt, ofið teppi, skírnarfont og glermyndir í kirkjugluggana. Listamaðurinn er kvæntur íslenzkri konu, Guðrúnu Sig- urðardóttur, sem einnig er list- málari. Þau hjónin gerðu í sam- einingu glermyndir, sem settar Jens Urup við eina mynda sinna í Norræna húsinu. voru upp í Sauðárkrókskirkju f fyrra. I Miklabæjarkirkju f Skagafirði er andlitsmynd af Thorvaldsen, sem Jens Urup gerði þegar hann vann að viðgerð á myndum Sonnes í Thorvaldsenssafninu í Kaup- mannahöfn fyrir 16 árum. Sýningin i Norræna húsinu verður opin kl. 13—19 daglega til 30. september n.k. Sr. Guðmundur Öskar Ölafsson. Sr. örn Friðriksson. Kosningar 1 Nes- prestakalli 1 dag PRESTKOSNING fer fram í Nes- prestakalli í Reykjavfkurprófast- dæmi í dag. Umsækjendur eru tveir, sr. Guðmundur Öskar Ölafs- son prestur við Frfkirkjuna f Hafnarfirði og sr. Örn Friðriks- son prestur á Skútustöðum í Mý- vatnssveit. Kosið er á tveimur stöðum, I Nessókn er kosið í Melaskóla í fjórum kjördeildum og f Sel- tjarnarnessókn er kosið í Mýrar- húsaskóla. Kjörstaðir opna klukkan 10 og loka klukkan 22. 1 Nessókn eru 4775 manns á kjör- skrá og í Seltjarnarnessókn er 1241 á kjörskrá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.