Morgunblaðið - 21.09.1975, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975
Frá upptöku á Keramiki Jökuls Jakobssonar. Til hægri á myndinni ræðast upptökustjóri, höfundur og
leikstjóri við: Egill Eðvarðsson, Jökull og Hrafn Gunnlaugsson. Annar frá vinstri er Björn Björnsson
leikmyndateiknari. (Ljósm. Mbl. Br.H.)
segir Helgi Skúlason að lokum,
„með alvarlegri meiningu innf,
eins og Halldórs er von og
vísa.“
„Það sem gerist
í pólitíkinni"
„Þetta lýsir síðasta deginum í
lífi óákveðins einræðisherra,
sem er að tapa“, sagði Þorvarð-
ur Helgason um leikrit hans
Sigur. „Hann hefur hins vegar
innra með sér fjarlægst hlut-
verkið og er eiginlega klofinn.
Annars vegar verður hann að
leika þennan leik til enda, en á
hinn bóginn er hann ekki bein-
Iínis með sjálfur, er ekki heill í
því sem hann er að gera, og er
hættur að berjast. Þetta er ekki
bundið við neitt sérstakt land
heldur miðast aðeins almennt
við þessar aðstæður. Maður sem
einu sinni barðist gegn kúgur-
unum verður með tímanum
sjálfur kúgarinn. Þetta er ferli
sem hann kemst ekki undan
þótt hann vildi, eða a.m.k. mjög
erfiðlega. Hann getur fjarlægzt
það innra með sér en verður að
halda áfram að leika hið ytra
hlutverk.“
Þorvarður kvað þetta leikrit
Sex ný íslenzk sjón-
varpsleikrit sýnd í vetur
Rætt við höfundana um verkin
#LANDIÐ er ekki það
eina sem tekur stakka-
skiptum er vetur gengur
í garð. Það gerir sjón-
varpsdagskráin okkar
líka. Eins og kunnugt er
reyna ríkisfjölmiðlarnir
að vanda sem mest til
vetrardagskráa sinna
með tilliti til þess að
landsmenn hírast meir
innivið á köldum vetrar-
kvöldum en á sumrum.
# Það sjónvarpsefni sem
hvað mest er horft á er
vafalítið innlendu leikrit-
in. Og í vetur verða ís-
lenzk sjónvarpsleikrit á
dagskránni að meðaltali
einu sinni í mánuði frá og
með október. Sjónvarpið
er nú með sex ný íslenzk
leikrit í handraðanum
sem þá eru ekki öll á
sama framleiðslustigi, —
sum er þegar búið taka
upp, önnur eru að fara i
æfingu, og enn önnur eru
í undirbúningi. Þau leik-
rit sem þegar er búið að
taka upp eru Veiðitúr í
óbyggðum, byggt á sam-
nefndri smásögu Hall-
dórs Laxness, í leikstjórn
Helga Skúlasonar og upp-
tökustjórn Andrésar Ind-
riðasonar, Silfurbrúð-
kaup eftir Jónas Guð-
mundsson í leikstjórn
Péturs Einarssonar og
upptökustjórn Egils Eð-
varðssonar, Ófelía eftir
Matthías Johannesen í
leikstjórn Helga Skúla-
sonar og upptökustjórn
Tage Ammendrups, og
Sigur - eftir Þorvarð
Helgason í leikstjórn
Hrafns Gunnlaugssonar
og upptökustjórn Egils
Eðvarðssonar. Um þessar
Texti: Á.Þ.
mundir er að hefjast upp-
taka á Keramik eftir Jök-
ul Jakobsson í leikstjórn
Hrafns Gunnlaugssonar
og upptökustjórn Egils
Eðvarðssonar. Undirbún-
ingur er svo hafinn að
Birtu eftir Erling E.
Halldórsson í leikstjórn
Þorsteins Gunnarssonar
og upptökustjórn And-
résar Indriðasonar. Þá
verður væntanlega tekið
upp innlent barnaleikrit
til flutninga á jólum, og
að sögn Jóns Þórarins-
sonar, dagskrárstjóra,
sem veitti Morgunblað-
inu þessar upplýsingar
verður það að öllum lík-
indum Snarri eftir Guð-
mund L. Friðfinnsson.
# Morgunblaðið ræddi
nýlega við höfunda leik-
ritanna nema hvað Hall-
dór Laxness var erlendis,
og var í staðinn rætt við
Helga Skúlason. Og höf-
undur Ófelíu var ekki til
viðtals við Morgunblaðið.
Veiðrtúrinn sem
aldrei var farinn
„Þetta leikrit er byggt á smá-
sögu Halldórs Laxness, Veiði-
túr í óbyggðum, sem birtist í
Sjöstafakverinu," sagði Helgi
Skúlason, leikstjóri, en Halldór
Laxness var sjálfur erlendis.
„Það þurfti lítið að breyta sög-
unni fyrir upptökuna, en þær
breytingar sem gerðar voru
annaðist Halldór að mestu sjálf-
ur. Þetta er stúdíóupptaka með
örstuttu innklippi.“
„Þetta fjallar um mann sem í
upphafi leiksins verður gras-
ekkjumaður. Hann er gjaldkeri
í bæ úti á landi, og er afskap-
lega vel taminn og heldur þrúg-
aður af konu sinni, starfi og
umhverfi, því þetta er bær sem
er í nokkuð föstum skorðum. í
upphafi er konan sem sagt að
fara í þriggja daga ferð út úr
bænum. Hann hringir í vin sinn
og þei'r ákveða að fara I þriggja
daga herlegan veiðitúr í lax
uppi í óbyggðum. Kvöldið áður
en þeir ætla að leggja upp kem-
ur vinurinn í heimsókn
til þess að tékka á þeim
birgðum sem hafa verið
keyptar í tilefni ferðarinnar,
en þar á meðal er kassi
af viskíi. Útkoman er sú að
maðurinn kemst aldrei í veiði-
túrinn því vinurinn eiginlega
rúinerar heimilið, festir öngla í
fínu plussmublurnar og gardín-
urnar. Síðan er það hremming
þessa manns í næstu tvo daga
við að losna við þessar pöddur,
en hann kemst aldrei í veiðitúr-
inn. Þetta er ytri umgjörð
verksins.“
I hlutverki mannsins er Gísli
Halldórsson, vininn leikur
Sveinbjörn Matthíasson, en
aðrir leikendur eru Margrét
Helga Jóhannsdóttir, Þórhalla
Þorsteinsdóttir og Saga Jóns-
dóttir.
„Þetta er bráðfyndin saga,“
vera skrifað fyrir alllöngu, eða
1965—66, og var þá upphaflega
skrifað í senn fyrir útvarp,
sjónvarp og svið. „Það var leik-
ið í útvarp einu sinni með Þor-
steini Ö Stephensen í aðal-
hlutverkinu. Síðan breytti
Hrafn Gunnlaugsson þessu dá-
lítið, skar niður textann en læt-
ur myndina segja það sem þar
stóð. Textinn er því magrari, en
mér finnst það ekki gera til því
myndin kemur á móti, og skil-
ar nokkurn veginn, held ég, lík-
um eða sömu gildum. Þar með
verður þetta öðru vísi, almenn-
ara og, að því er mér sýnist,
jafnvel sterkara.“
Aðalhlutverkið i Sigri leikur
Róbert Arnfinnsson, en í öðr-
um hlutverkum eru Rúrik Har-
aldsson, Baldvin Halldórsson,
Valur Gíslason, Guðjón Ingi
Sigurðsson Steinunn Jóhanns-
dóttir og Bryndís Pétursdóttir.
Sigur eftir Þorvarð Helgason — Róbert Arnfinnsson.
bfelfa eftir Matthfas Johannessen — Þorsteinn Gunnarsson
(Hamlet), Helga Bachmann (Ófelfa) og Jón Sigurbjörnsson
(Shakespeare). Leikstjóri Helgi Skúlason.
Halldór Laxness.
Erlingur E. Halldórsson.
Þorvarður vildi ekki kalla
verkið beinlínis pólitískt leik-
rit. „Þetta eru mannleg viðhorf
gagnvart pólitík. Ekki bara
pólitísk .ídeólógia. Þetta er um
manninn i pólitíkinni, og það
sem getur gerst, og gerist
raunar alltaf, í pólitik.“
„Einangrun
aldraðs fólks"
„Þetta er nu verk sem ég
samdi í fyrra, að mig minnir,"
sagði Jónas Guðmundsson um
Silfurbrúðkaup,“ og það átti
reyndar að taka það til sýninga
þá. En svo kom Lénharður upp
og þá var hætt við það eins og
svo mörg önnur leikrit önnur
sem voru á verkefnaskránni.
Síðan var það tekið til með-
ferðar að nýju í útvarpsráði, og
tekið upp í síðasta mánuði.“
„Það eru tvö hlutverk f leik-
ritinu, sem þær Bryndís
Pétursdóttir og Sigríður Haga-
lín fara með. Þetta eru tvær
eldri konur, sem rifja upp liðna
tíð og ræða um fyrirhugað
silfurbrúðkaup hjá annari
þeirra. Þetta er eiginlega lýsing
á eldri kynslóðinni og
einangrun og önnur slík vanda-
mál aldraðs fólks.
„Þetta er í senn alvarlegt og
gamansamt, eins og flest er
núna“, sagði Jónas. „En það er
heldur erfitt að segja mikið um
þetta. Þetta er bara einfalt lítið
stykki, og friðsælt".
Jónas sagði að Silfurbrúð-
kaup væri fyrsta stjónvarps-
leikritið sem hann skrifaði, en
auk þess hefði hann samið eitt
leiksviðsverk, sem nú er til um-
fjöllunar hjá einu leikhúsanna.
„Ég var nú ekki viðstaddur
upptökuna á þessu, svo að ég
hlakka jafn mikið til að sjá
þetta á skerminum og aðrir“.
„Bæði kynin í
sömu viðjunum"
„Það eru fjórar persónur í
verkinu, — tvær konur, einn
karlmaður og ungur drengur“,
sagði Jökull Jakobsson um
Keramik. „Mér finnst alltaf
jafnerfitt að lýsa leikritum
mínum, en það má segja að
þetta fjalli um ungan lög-
fræðing, sem er að brjóta sér
braut, og konu hans, sem er að