Morgunblaðið - 21.09.1975, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975
15
Þorvarður Helgason.
Jðnas Guðmundsson.
gera slíkt hið sama á sinn hátt.
Þetta er ekki kvenfrelsisleikrit,
þótt það kunni að sýnast svo á
yfirborðinu. Það er fremur
reynt að lýsa því hvernig bæði
kynin eru í sömu viðjunum".
„Þetta er um nútímafólk,
sem segja má að sé að leita að
sjálfu sér og hvert öðru“, sagði
Jökull ennfremur, og kvað
verkið vera alvarlegs eðlis, „ en
þó vona ég að sums staðar örli á
húmor.“ Leikendur eru
Sigurður Karlsson, Halla Guð-
mundsdóttir, Hrönn Stein-
grfmsdóttir og Björn Gunn-
laugsson.
Keramik, — en heitið vísar til
keramiksnámskeiðs sem frúin
sækir—, er að mestu tekið upp í
stúdíói, en einnig eru innklippt
atriði sem tekin eru upp við
sjávarsíðuna. Jökull sagði að
leikritið hefði verið skrifað á
þessu ári, en kveikjan hefði
orðið til í fyrra.
„Tilbrigði við
hinn klassíska
þrihyrning"
Segja má að þetta sé tilbrigði
við hinn klassíska þríbyrning",
sagði Erlingur E. Halldórsson
um Birtu. „Þarna er annars
vegar um að ræða hjón í góðum
efnum heldra fólk, og hins
vegar ástkonu mannsins, flug-
freyju sem reyndar býr hjá sín-
um elskuhuga námsmanni í
guðfræðii og styrkir hann við
námið. Síðan fléttast fleira inn
í þessi sambönd. Heima hjá
flugfreyjunni og unnusta
hennar er kunningi þeirra,
taugaveiklaður rafvirki, sem
flúið hefur að heiman, hefur
orðið fyrir of miklum áhrifum
af heimsféttunum og þolir
ekki lengur að stunda sitt starf.
Hann hefur fengið þá flugu að
búa til vizkusteininn og gefur
flugfreyjunni og elskhuga
hennar engan frið til að njóta
ásta þarna. Sem kómískt til-
brigði við leit kunningjans af
vizkusteininum kemur einnig
við sögu ekkja sem á að baki
mjög dapurlegt hjónband, og
fannst sem heimurinn opnaðist
fyrir henni þegar eiginmaður-
inn dó.“
„Ætli sé ekki óhætt að segja
að þetta sé að minnsta kosti
með gamansömu ívafi“, sagði
Erlingur er hann var inntur
eftir því hvort Birta væri alvar-
legs eðlis. „Þetta Ieikur svolítið
á tveimur strengjum." Það eru
þarna tragisk atriði og ég vona
að einnig séu þar komísk
atriði.“
Birta er að mestu stúdíóleik-
rit, en tvö atriði verða væntan-
lega tekin upp utanhúss. Leik-
endur eru Gunnar Eyjólfsson
og Margrét Ólafsdóttir sem
leika hjónin, Jón Hjartarson,
Jón Júlíusson og Ingibjörg Jó-
hannsdóttir, en ekki er afráðið
hver fer með hlutverk ekkj-
unnar.
Leikrit hans Birta hefur ekki
verið tekið til meðferðar hjá
Sjónvarpinu og þvf birtist eng-
in mynd af þvf
Silfurbrúðkaup eftir Jónas Guðmundsson — Sigrfður Hagalfn og
Bryndfs Pétursdóttir.
Veiðitúr f óbyggðum eftir Halldór Laxness — Saga Jónsdóttir og
Gfsli Halldórsson.
— Sextugur
Framhald af bls. 13
sendum gott keppnislið til
Tromsö í sumar, sem fór þaðan
með sigurinn hingað heim. En hin
norræna samstaða og samvinna er
með ólíkum brag fyrir norðan en
annars staðar. Þarna eru við-
kvæm landamærahéruð og lengra
í austri stórveldi, sem flestar
þessar þjóðir verða að umgangast
með virðingu. Nord-kalott sam-
starfið miðar að þvi, að eyða
öllum tilfinningum norrænna
manna um landamæralínur með
nógu öflugu innbyrðis-samstarfi
og heimsóknum, þvf eins og Ragn-
ar Lassinantti hefur komist að
orði þá „er betra að 350 manns
fari yfir landamærin á ráðstefnur
annað hvert ár og eyði þar tor-
tryggni frekar en 350 þúsund
manns standi við öll þessi landa-
mæri gráir fyrir járnum á verði
gegn nágranna sínum."
Afleiðing þessa samstarfs eru
einnig árangursrfk málanámskeið
sem haldin eru nú ár hvert. Um
50 Svíar eru sendir til Rovaniemi
í Finnska Lapplandi til að læra
þar finnsku. Jafnstór hópurFinna
kemur sumar hvert að lýðháskól-
anum á Framnesi við Piteá til að
læra sænsku. Nú fer þessi saga
fyrst að koma til íslands, þvi
þegar Ragnar Lassinantti var hér
á ferð haustið 1973 fékk hann þá
hugmynd að bjóða einnig rúmum
tug íslendinga til námskeiðsins á
Framnesi til að læra þar sænsku
með Finnum. Einstök hugmynd
mátti segja því þegar þessum
hópum lenti saman, reyndust þeir
svo gjörsamlega vanmegna í sam-
skiptum á þjóðtungum sínum, að
þeir urðu að nota sænskuna og
höfðu mikla æfingu af.
Framnesnámskeiðin hafa nú
verið haldin tvö sumur og um 25
Islendingar hafa sótt þangað
gagnlega kunnáttu í sænsku tal-
og ritmáli. Þessu hálfs mánaðar
námskeiði og hugarfóstri Ragnars
Lassinanttis hefur verið mildi-
lega og skemmtilega stjórnað af
Jarl Dahlblom, rektor lýðhá-
skólans, en margir eru þeir fleiri,
sem lagt hafa góða hönd að verki,
og að námskeiðishaldinu loknu
hefur verið boðið til nokkurra
daga kynningarferðar um Nord-
kalott-svæðið að kynna Íslending-
um áður óþekkta staði og fólk,
sem þeir ættu f menningarefnum
að þekkja betur til og vinna meira
með. Það er draumur Lassinanttis
að komið verði hið fyrsta á
beinum flugferðum til þessa
svæðis frá Islandi auðvitað fyrst
eins og „markaður leyfir", en án
efa eiga Framnes-námskeiðin,
kalott-íþróttamótin og margt
annað eftir að tengja okkur betur
saman við granna okkar nyrst í
norræna samfélaginu.
Megi þessi afmælisgrein verða
til þess að vekja athygli á upphafi
þessa merkilega starfs, er tilgangi
hennar náð. Ég veit að afmælis-
barninu er það kærkomið að
þessu samstarfi sé haldið á loft
hér heima á Fróni. 1 heimi þar
sem menn fara á vígdrekum gegn
grönnum sínum, af því þeir tala
ekki sömu tunguna eða viðhafa
sömu trúarbrögð í þessum tryllta
heimi hungurs og haturs, er gott
að vitna um hvern þann sem
vinnur gegn rangsleitnu hugar-
fari. Og þeir sem rífa niður landa-
mæri með því að byggja upp
málanámskeið og ætla sér að
mynda loftbrú beint frá íslandi
til nyrstu héraða Skandinavíu,
þeir eiga að njóta vissrar athygli
okkar og hljóta þakkir fyrir sitt
starf. I rösklega tvö ár hefur
Ragnar Lassinantti unnið mjög
merkt starf í samskiptum Islend-
inga og annarra norrænna þjóða.
Megi hann vinna að þessum hug-
myndum sínum lengi enn, og efa-
laust sér þá verka hans stað um
langa framtíð.
Páll Lýðsson
Litlu-Sandvík.
Dðmu- og herrajakkaföt úr riffluðu flaueli
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
fe KARNABÆR
AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a
SIMI FA SKIPTIBOPÐI 2S155
itfp iMWj i ;
I9F * i mmma ðjl
[yH ’Æ
IHfl l'lp
LÆKJARGÖTU 2 SIMI FRA SKIPTIBORÐI 28155