Morgunblaðið - 21.09.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 21.09.1975, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 tiie allman brothers •he'Original" míamí-macon sessions ðp*c>»P%<n«Kt ConcaaK for tK« Nií»r»fl.,an F.arthquak* VictlBV* Rei.ardtd LtVE atthe Poruei m Inglet«x>d,Caííi:.; JUMPiN'JACK L in« With M«: 70 tM«m. h«n« butltr.frtntVmlUI, roc'K. thau9«ur, (Mdur.. ðcnil í photð Aná Ictter 1 »Ojrfe->-ilZOS M.fKlftcnAvc j WéadFiyturro HO ÍJCPECTATIí)* TwtN.tioi.. itrro tubs Smape, ugmt it- — AND SAhOkft IT/ TOVOOW SUOPRlZt. ^u^et'li/i^úönki, *#a ° ý.zttr ttfkktifleeeíL ■ ■ ■ I 1« NEBAMARJAR PlMlíreÍFl Ólöglega útgefnar plotur, svo- nefndar bootleg plötur, eru plötur, sem hafa að geyma efni, sem gefiS er út in vitundar og sam- þykkis viSkomandi, eSa eru eftir- likingar i venjulegum plötum, þ.e. falsanir. ÁriS 1971 iætluSu sam- tök plötuútgefenda aS um 100 milljónir slikra LP platna væru framleiddar irlega. Falsanir eru stærsti hluti þessarar framleiðslu. Þær eru i öllum aðalatriSum ni- kvæmlega eins og hinar löglegu plötur og sér þvi kaupandi ekki annað en að hann sé að kaupa fullkomlega eðlilegt eintak. En ef betur er að gáð kemur stundum mismunur i Ijós. til dæmis getur plötukipan verið öðruvisi, eða prentuð i annarskonar pappa o.fl. Tóngæði fölsuðu platnanna eru þó oftast hin sömu, þar sem pressu- mótinu eru ýmist stoiin eða góðar eftirlíkingar. Önnur gerð falsana er útgáfa litilla platna, sem hafa að geyma vinsæl lög af stórum plötum. sem ekki eru fáanleg á löglegum litlum plötum. Þessar fölsuðu plötur eru mikið eftirsóttar af eigendum glymskratta (jukbox). en þeir eru eingöngu gerðir fyrir litlar plötur. Svo stór er hlutur þessara platna að árið 1972 er áætlað að þær hafi verið um 20% af heildarút- gáfu litilla platna i Bandarikjun- um. Þegar farið var að gefa út plötu- upptökur á kassettum jukust enn markaður og möguleikar fyrir falsanir, vegna þess hve ódýrt og fljótlegt það er að kópera segul- bönd (i kóperingsvél fyrir segul- bönd tekur það um 4 min að kópera 60 minútna kassettu.) Tap útgáfufyrirtækja i minni plötusölu vegna falsana, er áætlað 62,4 milljarðar króna árlega og að sjálfsögðu borga falsararnir enga skatta eða gjöld af þessari fram- leiðslu og smásalar þeir er dreifa þessum fölsunum ekki heldur. Tal- ið er fullvist að Mafian standi á bak við stærstu aðilana i fölsunun- um. Mesta athygli vekja þó þær °«0f plötur er hafa að geyma efni, sem ekki er til á löglegum plötum. þ.e. stolnar upptökur, upptökur á tón- leikum, æfingum, úr útvarps og sjónvarpssendingum og úr kvik- myndum. Slikar plötur hafa verið gerðar mjög lengi af jass og blues áhugamönnum, en það var svo á seinni hluta 7. áratugsins að þessi framleiðsla jókst mjög og sömuleiðis eftirspurnin. Ástæðan fyrir þessu var hin gifurlega út- breiðsla rokktónlistarinnar á 7. áratugnum. Ein af fyrstu og mest seldu rokkplötum þessarar gerðar er platan Grate White Wonder með Bob Dylan, en áætlað er að hún hafi selst i 350 þúsund ein- tökum, eða meira en þarf til að fá gullplötu i Englandi og Banda- rikjunum. Tóngæði þessara platna eru oft mjög slæm, þar sem upp- tökurnar eru oft gerðar við frum- stæð skilyrði, eins og t.d. af éheyrendum á litil handsegul- bandstæki. Betri upptökur fást hinsvegar þegar starfsmenn tón- leikasala koma fyrir upptökutækj- um eða ef ródurum er mútað til samstarfs við upptökumenn. Pressun platnana er einnig mjög léleg og ending styttri en á venju- legum plötum. Plötukápurnar eru einnig yfirleitt mjög einfaldar og sjaldnast eru nokkrar upplýsingar um listamenn og efni plötunnar. Ástæðurnar fyrir þvi að þessar plötur seljast samt eru þær, að margar þekktar hljómsveitir og listamenn hafa marga svo trygga aðdáendur að þeir mundu kaupa hvað, sem út kæmi með átrúnaðargoðum sinum, án tillits til gæða. Tryggt er að ný bootleg plata með Bob Dylan og The Beatles muni seljast i að minnsta kosti 50 þúsund eintökum. Álitið er að um 400 mismunandi bootleg plötur séu I umferð. þar af mest með Bob Dylan, um 60 með The Beatles. um 35 með Rolling Stones, um 25 með Greateful Dead, Jimi Hendrix og Elvis Prest- ley, um 15 með Pink Floyd og The Who, 10 með Neil Young og Led Zeppelin, 5 með Elton John og David Bowi o.s.fr.v. Plötuútgáfu- fyrirtæki hafa stundum reynt að berjast gegn útgáfu bottleg platna með þvi að setja á markaðinn plötur með svipuðu efni, en betri upptökugæðum (t.d. Ten Years After: Recorded Live, Rolling Stones: Get Yer YA-Yas Out, Bob Dylan: The Basement Tapes o.fl.), en oftast strandar barátta þeirra á vilja og áhugaleysi hljómsveit- anna sjálfra, eða einstakra lista- manna, á að berjast gegn þessari ólöglegu útgáfustarfsemi, sérstak- lega hvað varðar falsaðar litlar plötur. Veið bootleg platna er hærra en á venjulegum plötum, og oft margfalt verð þeirra. Eitthvað er af Bootleg plötum i umferð hér á landi, en innfluttningur á þeim er mjög erfiður vegna gjaldeyris- reglna. Hér á eftir verða taldar upp nokkrar bootleg plötur og sagt frá efni þeirra. The Beatles: „Yellow Matter Custard". Útvarpsupptaka frá 1962 með lögum eftir Buddy Holly, Mikis Theodorakis, Ray Charles, Phil Spec tor o.fl. Lög: I Got A Woman, Glad All Over, I Just Don t Understande, Slow Down, Pleas Dont Ever Change, A Lot Of Rhytm And Blues ofl. The Beatles: „Get Back Sessiones" Æfingar fyrir plötuna og kvikmyndina Get Back. Lög: Shake Rattle And Roll, Whole Lotta Shak- in Going On, One After 909, Maxwells Silver Hammer, Teddy Boy, Let It Be o.fl The Beatles: „Last Live Show" Upptaka frá 15. ágúst 1965 gerð á tónleikum i Shea Stadium i New York. The Beatles: „Complete Christmas Collection 1963—1969". Samsafn allra jólaplatna aðdáendaklúbbs The Beatles á tímabilinu '63—'69. Bob Dylan: .-.Grate White Wond- er". Lög: Mighty qinn, This Wheel s On Fire, I Shall Be Relised, Open The Door, Richard, Too Much, Nothing Was Delivered, Tears Of Rage, Living The Blues, Only A Hobo, New Orleans Rag, If You gotta Go, Go Now, Killing Me Alive, Candy Man, Ramblin Around, Aint Got No Home, Poor Lazarus, Emmit Till, Hezekiah Jones, Black Cross, See That My Grave Is Kept Clean, East Orange, NJ, Man Of Corstant Sorrow Bob Dylan: „Stealin". Lög: Can You Pleas Cravl Out Of Your Window, Cough Song, Cocaine Blues, Hard Times In Ny Town, Wade In The Water o.fl Aðrar þekktar bootlegplötur með Bob Dylan eru: „John Birch Society Blues", „Whil The Establishment Burns" „VD Walz", „Isle Of Wight" og „Royal Albert Hall '66" Jimi Hendrix: Sky High. Studio upptaka frá 1970, þar sem Jim Morrison, Johnny Winter, Mitch Mitchell og Noel Redding leika með Jimi Hendrix. Lög: Red House, Peoples, Peoples, People, Tomorrow Never Knowes^ l'm Gonna Leav» This Town, Outside Woman Blues Grateful Dead: Acoustic Dead. Útvarpstónleikar, þar sem New Riders Of The Purple Saga leika með Greteful Dead. Lög: Don't Eas Me In, Direwolf, Friend Of The De- vil, I Know Your Rider, Deep Water, Lodi, Poor Boy, Race Is On, Mama Fried, Me And My Uncle. Rock And Roll Cirkus: Yer Blues Jam. Sjónvarpstónleikar, þar sem John Lennon, Eric Clapton, Rick Grech, Keith Ricards, Mich Michel, Yoko Ono o.fl. leika saman lagið Yer Blues eftir The Beatles. Einnig koma fram Rolling Stones og leika lögin Love In Vain, Midnight Rambler, Dead Flowers, Honky Tonk Woman, og Satisfaction. Pink Floyd: Omayyad. Upptökur á tónleikum og i studlói. Lög: Oenone, Fingal s Cave, Interstellar Overdrive, Crumbling Land, Rain In The Country, The Embryo, Led Zeppelin: Going To Cali- fornia. Tónleikar teknir upp I Los Angeles I september 1971. Lög: Stairway To Heaven, That's The Way, Going To California, Whole Lotta Love, Mary Lou, She Left Me, Blues Dedicated To Sheryl S., I Want You Bonny Airport, You Shook Me, Immigrant Song, Heart- braker, Since l've Been Loving You, Black Dog, Dazed And Confused. B.J.B. Nicaraguai Benefit Concert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.