Morgunblaðið - 21.09.1975, Side 24

Morgunblaðið - 21.09.1975, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavlk. Haraldur Sveinsson. Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, slmi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 40,00 kr. eintakið. því strax yfir, um leið og hún tók ákvörðun um að færa út í 50 mílur, eins og opinberlega kom fram og var tilkynnt, að hún væri reiðubúin að taka upp samninga við aðrar þjóðir, sem hér ættu hagsmuna að gæta, og veita þeim umþóttunartíma. Þetta var Vestur-Þjóðverja, sem þó leiddu ekki til samninga. Og hann veitti viðtöku við- ræðubeiðnum frá Austur- Þjóðverjum og Pólverjum, án mótmæla, þó þær við- ræður færu aldrei fram. Þessi afstaða ráðherra og þingmanna alþýðubanda- lagsins er athyglisverð, þegar hún er borin saman við æsiskrif Þjóðviljans um þessar mundir. Nú má ekki einu sinni kanna í viðræð- um, hvort Islendingar geti náð meginmarkmjðum sínum, sem að er stefnt með útfærslu fiskveiði- landhelgi okkar í 200 sjó- mílur, með hliðstæðri en hagstæðari samningagerð en vinstri stjórnin, Lúðvík Jósepsson og þinglið Alþýðubandalagsins stóðu að. Þau markmið eru að veiðihagsmuna íslenzkra sjómanna utan fiskveiði- lögsögunnar, m.a. í Norðursjó. Ef þessi mark- mið nást ekki í megin- atriðum, gegn skammtíma veiðiheimildum á afmörk- uðum svæðum og fjær landi, þ.e.a.s. mun hag- stæðari samningsákvæði en ráðherra Alþýðubanda- lagsins stóð að, verða einfaldlega engir samn- ingar gerðir. En það var á fleiri svið- um en í samningum um veiðiheimildir, sem Al- þýðubandalagið hafði „mótað stefnu frá upp- hafi“. Það þumbaðist gegn útfærslu fiskveiðilandhelgi okkar í 200 sjómílur í lengstu lög, unz þjóðar- þrýstingur knúði það til breyttrar afstöðu. Það hét K0MMUNISTAR OG LANDHELGISMÁL Eftir útfærslu fisk- veiðilandhelgi okkar í 50 sjómílur gekkst þáver- andi ríkisstjórn fyrir samn- ingum við ríkisstjórnir Belgíu og Bretlands um veiðiheimildir fiskveiði- skipa þessara ríkja innan 50 mílna markanna. Alþýðubandalagið átti sjávarútvegsráðherra vinstri stjórnarinnar og hafði hann að sjálfsögðu hönd f bagga, er samið var um þessar veiðiheimildir. Samningur þessi var stað- festur af Alþingi íslend- inga í nóvember 1973 og greiddu þingmenn Alþýðu- bandalagsins, allir með tölu, samningunum at- kvæði. í umræðuþaetti ríkisút- varpsins um fiskveiðiland- helgi okkar, 28. júlí sl., fór- ust Lúðvík Jósepssyni, fyrrverandi sjávarútvegs- ráðherra, svo orð um stefnu sína og vinstri stjórnarinnar í þessu efni: „Vinstri stjórnin lýsti mótuð stefna frá upphafi, að við stæðum þannig að útfærslu 50 mílnanna, að við vildum veita þeim umþóttunartíma.“ „Þetta var mótuð stefna frá upphafi," sagði þáver- andi sjávarútvegsráð- herra, sem stóð að samn- ingum við Breta, Belga, Færeyinga og Norðmenn um takmarkaðar veiði- heimildir innan 50 mílna markanna. Hann sam- þykkti og viðræður við gera útfærslu landhelg- innar raunhæfari með samningsbundinni viður- kenningu annarra fisk- veiðiþjóða, skerða veru- lega aflamagn útlendinga á Islandsmiðum, tryggja samátak fiskveiðiþjóða á Norðaustur-Atlantshafi um nauðsynlega fiskvernd og skynsamlega nýtingu fiskstofnanna, brjóta niður tollmúra EBE-ríkja á ferskfisk og unnar sjávar- afurðir okkar og gæta fisk- því lengi vel fram að fisk- veiðihagsmunir okkar væru allir innan 50 mílna markanna og hafsvæðið milli 50 og 200 mílna skipti okkur sára litlu máli, þó nú megi ekki einu sinni ræða um takmarkaðar veiði- heimildir á þvf. Um þetta efni sagði þáverandi sjávarútvegsráðherra, Lúðvík Jósepsson, í viðtali við Þjóðviljann, 1. septem- ber 1973: „Hitt er allt annað mál, hvort við íslendingar tök- um okkur 200 mílna land- helgi einhvern tíma í fram- tíðinni, þegar slíkt er heimilt samkvæmt breytt- um alþjóðalögum eða að aflokinni hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóð- anna.“ Þetta var þá hin mótaða stefna Alþýðu- bandalagsins og allur áhugi þess á skjótri út- færslu íslenzku fiskveiði- landhelginnar. Um svipað leyti, eða 30. ágúst 1973, réðst Þjóðviljinn harka- lega á þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, Eyjólf Konráð Jónsson, vegna ummæla hans í sjónvarps- þætti þess efnis, að loka- áfangi landgrunnslaganna frá 1948 væri 200 sjómílna fiskveiðilandhelgi. Þá talaði Þjóðviljinn um „mál- efnalega einangrun rit- stjóra Morgunblaðsins", sem „reyndi að gera Sjálf- stæðisflokkinn dýrlegan með mikilli umræðu um 200 mílurnar.“ Þegar ferill Alþýðu- bandalagsins í landhelgis- málum okkar er skoðaður ofan í kjölinn, kemur ber- lega í ljós, að talsmenn þess hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri. Það er því í samhengi við fyrri afstöðu þess, þegar Þjóð- viljinn blæs nú að glóðum sundrungar með þjóðinni í stærsta hagsmunamáli hennar. En vonandi hefu Þjóðviljinn ekki erindi sem erfiði í klofningsiðju sinni. j Reykjavíkurbréf •Laugardagur 20. sept. Hsinhúa Kínverska fréttastofan Hsinhúa sendir frá sér dagleg fréttabréf og hefur Island þar oft komið við sögu, en einkum og sér í lagi vekur sú staðreynd athygli Maóista og annarra, að helzta heimild fréttastofunnar um ís- lenzk málefni er að sjálfsögðu Morgunblaðíð. Nýlega tók kín- verska fréttastofan mjög undir forystugrein Morgunblaðsins, þar sem fjallað var um útþenslu- stefnu Sovétríkjanna. Hinn 28. ágúst sl. leggur frétta- stofan áherzlu á að utanríkisráð- herrar Norðurlanda hafa lýst yfir skilningi á nauðsyn Islendinga til einhliða útfærslu fiskveiðilögsög- unnar i 200 mílur, 19. ágúst birtist löng frétt í þessu kínverska fréttablaði undir fyrirsögninni: Islendingar færa út fiskveiðilög- sögu sína í andstöðu við Sovétrík- in, og segir þar, að útfærsla ís- lendinga sé i þvi skyni gerð að vernda auðlindir hafsins, en því bætt við, að islenzku ríkisstjórn- inni hafi borizt „fáránleg orð- sending frá Sovétstjórnirmi gegn útfærslu", eins og komizt er að órði. I þessari fréttagrein, sem dagsett er f Peking eins og aðrar fyrr nefndar fréttaklausur Hsinhúa, er minnzt á fiskstofnana við lsland,þá hættu sem að þeim steðjar,og þess getið að hún geti haft alvarleg áhrif á lffshagsmuni islenzku þjóðarinnar. Þá segir fréttastofan ennfremur: „Hinar réttlátu aðgerðir Islendinga hafa farið í taugarnar á sovézku sósíal- imperíalistunum.“ Og loks er gert grín að sovézku orðsendingunni með viðeigandi tilvitnunum í hana. Þá er vitnað í aðalheimild Hsinhúa, Morgunblaðið, og skýrt frá ýmsu þvi, sem blaðið hefur sagt frá í þessu sambandi, enda þekkja Kinverjar ekki betri né traustari heimild en þetta víð- lesnasta og útbreiddasta dagblað Islendinga. Gagnrýni á sovézkan „sósíalimperíalisma“ finna þeir að minnsta kosti ekki í Þjóðviljan- um. Mætti þetta verða ýmsum íhugunarefni og sýnir a.m.k. tvær staðreyndir: annars vegar, að Kinverjar eru vandari að heimild- um sínum en t.a.m. Þjóðvilja- menn, og hins vegar, að þeir treysta Morgunblaðinu bezt fyrir islenzkum málstað, a.m.k. þegar „sósíal-imperfalistar" eiga i hlut. Kínverska sendiráðið er skipað aðgætnum, en opinskáum fulltrú- um þeirrar þjóðar sem á sér hvað dýpstar menningarlegar rætur eins og Maó formaður hefur bent á og fer vel á því að hagsmunir þessara tveggja þjóða, einnar hinnar minnstu og þeirrar fjöl- mennustu i heiminum, fari saman í svo veigamiklum atriðum sem fyrr eru nefnd. Báðar hafa þjóð- irnar verið kúgaðar af erlendum grimmdarseggjum. Hitt er svo annað mál, að Islendingar ætlast til þess að aðrar þjóðir virði það stjórnskipulag sem þeir hafa kos- ið sjálfum sér til handa og eru að sjálfsögðu reiðubúnir til að virða stjórnarfar i öðrum löndum, en þó með þeim fyrirvara, að það sé ekki gert að einskonar út- flutningsvöru, eins og þegar endurskoðunarsinnarnir i Kreml og ýmsum Austur-Evrópurlkjum hafa viðstöðulaust reynt að neyða „sósíal-imperíalisma“ sínn upp á aðrar þjóðir. En Tíbet er, því miður blettur á laotzeískri sam- visku kínversku þjóðarinnar. I framhaldi af þessu er ástæða til að líta á frétt Hsinhúa, dag- setta í Ottawa 18. ágúst s.l.,en þar segir undir fyrirsögninni „Sovézkar falsfréttir um fiskkvót- ana við Kanadastrendur af- hjúpaðar“: Almenningsálitið í Kanada hefur álitið sovézkar fréttir um fiskkvóta Rússa við austurströnd Kanada ósannar og hvatt til strangra ráðstafana í því skyni að bjarga fiskstofnum landsins. Framkvæmdastjórí Samtaka sjómanna á Atlantshafsmiðum, Dick Stewart, benti 15. ágúst s.l. á, að tölur þær um síldarafla, sem Rússar hefðu lagt fram, væru óná- kvæmar og ósannar. Hann sagði, að heildarafli nótabáta, sem nota 55 nætur og veiða fimm daga vik- unnar í tvo mánuði á Fundy-flóa, væri 67 þúsund lestir, en Rússar, sem veiddu á sömu slóðum alla daga vikunnar f þrjá mánuði og notuðu 75 stærri skip, tilkynntu að afli þeirra næmi aðeins 10 þús- und lestum. Þess vegna, sagði hann, eru „tölulegar skýrslur um sildarafla blekking og Rússar segja ósatt“. I grein sem birtist í dag i „Globe and Mail“ segir: „Það get- ur vel verið að sovézkir skriffinn- ar haldi áfram að gefa Kanada- mönnum kurteisleg Ioforð um að kvótar verði virtir, þótt flotinn haldi áfram ofveiði, eins og ekk- ert hafi í skorizt. Rússar gætu hugsanlega haldið ofveiðinni áfram, þangað til þeir róta upp síðasta fiskinum — aðeins með því að endurtaka loforðin um að hætta henni á hverju ári eða þar um bii.“ I greininni segir ennfremur: „Sjómenn á austurströndinni hafa skorað á kanadísku stjórnina að gera strangari ráðstafanir til þess að bjarga fiskstofnunum.““ Svo mörg eru þau orð Hsinhúa- fréttastofunnar kínversku. Upplýsingar Sovétmanna um fiskveiðar við Island koma þeim að sjálfsögðu i koll núna, því að síðustu tölur, sem þeir hafa gefið þar að lútandi, eru, að þeir hafi aflað 1100 tonn af fiski við Is- landsstrendur. (Upplýsingar Rússa til Alþjóðahafrannsókna- ráðsins). Við þetta verður að miða, ef einhverjar við- ræður eiga sér stað við Sovét- menn um fiskveiðar við Is- land, þegar við höfum fært út fiskveiðilögsöguna í 200 sjómílur. En fyrrnefndar upplýsingar kín- versku fréttastofunnar hljóta samt að vekja grunsemdir. Og svo mikið er víst, að Rússar hafa gramsað i grálúðunni og nú er hún að hverfa.hér við land. En réttlætisins vegna verður að sjálf- sögðu að bæta því við að á íslands- miðum hafa aðrir verið harð- svíraðri en Sovétmenn. Þeir hafa aldrei látið greipar sópa um islenzka fiskstofna með sama hætti og t.a.m. Vestur-Þjóðverjar og Bretar — og er nú mál að linni. Sovétríkin í stað Chile Einn ljótasti bletturinn á stjórnmálum nú um stundir mun vera ástandið í Chile, eins og því er lýst í frjálsum fjölmiðlum víða um heim. Vinstri menn hafa orðið fyrir ofsóknum, sem minha á að- farir nasista, ef dæma má af þeim fregnum, sem borizt hafa frá þessu ógæfusama landi. Enginn lýðræðissinni getur skorazt undan þeirri frumskyldu að gagn- rýna og berjast af alefli á móti ofbeldi í hvaða mynd, sem það birtist og hvar sem því er beitt. En satt bezt að segja virðist gagn- rýnin stundum koma úr hörðustu átt. I fréttabréfi sovézku njósna- stofunnar hér á landi, frétta- þjónustu APN, frá 2. sept. s.I„ segir m.a. í grein, sem ber nafnið „Óþolandi gerræði: „Búlgörsk alþýða krefst þess eindregið, að Luis Corvalan og aðrir chileansk- ir föðurlandsvinir, sem herfor- ingjastjórnin hneppir í fangelsi, verði tafarlaust látnir lausir. Hegðun herforingjastjórnarinnar er óþolandi gerræði, brot á öllum lagavenjum. Eins og almenningur um heim allan veit, er Luis Corvalan og mörgum fleiri póli- tískum föngum haldið í fangelsi án þess nokkur ákæra hafi verið borin fram gegn þeim. Valdamenn i Chile geta ekki borið fram neinar ákærur sökum þess að engin sakarefni eru fyrir hendi...“ Síðan er talað um „tæringu lýðræðisins", „grimmi- lega ógnarstjórn og kúgún“ o.s.frv. öllum rennur til rifja að slíku ofbeldi skuli beitt. Að sjálfsögðu er það í senn forkastanlegt og for dæmanlegt og vekur lýðræðis- sinnum viðbjóð, hvar í flokki sem þeir standa. En þeir spyrja sjálfa sig aftur á móti, hvort þessar lýsingar búlgarskra kommúnista á ástandinu í Chile sem allt bendir til að séu réttar, eigi ekki jafnvel við kommún- ista og lýsi því skinhelgi af versta tagi. Breytum nú setningunum I fréttabréfi APN-njósnastofunnar og heim- færum lýsingarnar t.a.m. upp á Sovétríkin. Þá mundi þetta hljóða eitthvað á þessa leið: „Búlgörsk alþýða krefst þess ein- dregið að (sovézki rithöfundur- inn) Búkovsky og aðrir sovézkir föðurlandsvinir, sem stjórnin hneppir í fangelsi, verði tafar- laust látnir lausir. Hegðun stjórnarinnar er óþolandi ger- ræði, brot á öllum Iagavenjum. Eins og almenningur um heim allan veit er Búkovsky og mörg- Um fleiri pólitískum föngum hald- ið í fangelsi án þess nokkur ákæra hafi verið borin fram gegn þeim. Valdamenn í Sovétríkjunum geta ekki borið frara neinar ákær- ur sökum þess að engin sakarefni eru fyrir hendi... “ Síðan má halda áfram að nota orðalag eins og „tæringú lýðræðisins", MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 25 eftir ELÍNU PÁLMADÓTTUR Ringur er fuglur. I sitt reiður drltur, segir fœreyskur málsháttur. Og skelfing „drltur" maðurinn I hreiðrið sitt, jörðina — og mikið þarf röskan hreingerningamann með góðan útbúnað, eigi hreiðrið að vera boðlegt. Aldrei hefur mér verið jafnljóst sem I nýafstaðinni ferð um Þýzkaland I boði rlkisstofnunarinnar Inter-Nationes til að kynnast umhverfismálum og verndun náttúrunnar I landinu, hve stór hluti af þvl sem við getum kallað verndun umhverfisins er hreinlega I þvl fólgið að þrlfa upp eftir sig. Maður leggur upp I llfsins bardús með rómantlsk græn gleraugu náttúruunnandans á nösum fullur áhuga á að vinna þvl máli gagn, og kemst að raun um að undirstaðan undir öllu saman er þá hreingerningin —«• að fjarlægja sorp og skolp, eyða eiturefnum úr lofti og legi, mala niður bllahræ og koma fyrir kattarnef ýmsum fúlum galdrameðulum mannsins sjálfs. Eins og ávallt verður að byrja á þvl að þrlfa gólfin á heimilinu, áður en farið er að „punta upp" með blómum og skrautmunum. En I stórhreingerningu samfélagsins þarf að beita allri tæknikunnáttu mannsins, hugviti hans og ómældum vilja, og eyða I það miklum fjárfúlgum. Þvl mátti ég nú skoða mismunandi sorpeyðingarstöðvar og skolphreinsistöðvar I Dusseldorf, Essen. Berlln og Munchen, þessar merkilegu og afkastamiklu vinnukonur þéttbýlisins á jörðinni, sem vissulega kunna til verka. Lokaðar og hreinar eru þær, sjálfvirkar og tölvustýrðar, svo þær draga næstum fram I hugann myndina af óstöðvandi sópi töframannsins, sem hélt áfram að bera inn vatn, af þvl strákóvitinn kunni ekki töfraorðið til að stöðva hann. Það þarf llka mikla kunnáttu og þekkingu til að ráða við að brjóta niður eða endurnýta allt það. sem nútlmamaðurinn dritar frá sér alla daga og I slauknum mæli. Þó endurnýta megi ýmislegt, reynist það of dýrt nema markaður til notkunar á þvl sé við höndina. Margir þurfa þvl t.d. að brenna eða eyða með ærnum kostnaði skarnanum úr sorpinu og leðjunni úr skolpstöðvunum eða jafnvel þekja heil fjöll úr þvl grasi og trjám af þvl ekki er brýn þörf fyrir þennan mikla áburðargjafa. bn er það ekki blóðugt að við skulum I þessu gróðurvana landi slfellt ausa öllum sllkum áburðarefnum út I sjó? Þegar Þjóðverjar gera eitthvað, þá taka þeir sannarlega vel og rækilega til hendi. Og þeir eru teknir til við að þrlfa hreiðrið sitt, hreinsa upp árnar eins og Ruhr, koma á eftirliti með loftmengun I stórborgum eins og Múnchen, þekja með trjám og gróðri gamlar malargryfjur og tilbúnar hæðir úr rústabrotum og sorpi og gera þær að aðlaðandi útivistarsvæðum og fylla jafnóðum upp og planta I djúpu kolavinnslusárin I holdi landsins I kjölfar brúnkolavinnslunnar. Allt er þetta I byrjun og mislangt komið, enda viðfangsefnin risavaxin, t.d. gengur erfiðlega að koma gegnum þingið nýju vatnshreinsunarlögunum, sem gera m.a. ráð fyrir þvl að mengunarvaldurinn borgi hreinsunina, hvort sem það eru verksmiðjur eða samfélag fólksins, sem mengar ár og vötn. Vestur-Berlln minnir á umhverfishreinsun á jörðina okkar I hnotskurn. Þessi innilokaða eyja I Austur-Þýzkalandi er I sömu aðstöðu og hnötturinn, sem getur ekki treyst á að koma frá sér neinu og verður að búa að sfnu. Fram til 1972, þegar heldur slakaði á spennunni, varð borgin að treysta á að þrlfa sjálf á staðnum eftir fbúana. Ekki er þar hægt að reikna með að geta sópað ruslinu undir teppið, eins og við gerum hér með þvl að skola þvl bara út I sjóinn I kring um okkur. Þvl er nú I Berltn nýtlzkulegasta og bezta skolphreinsistöðin I Þýzkalandi og fullkomin sorpeyðingarstöð. Og I öllu slnu jarðnæðisleysi hafa Vestur-Berllnarbúar aldrei hvikað frá þvl að halda um 30% af landi slnu grænu með vötnum og dýrallfi til útivistar fyrir fólkið. Svo nauðsynleg þykja þessi grænu svæði fyrir sálarheill Ibúanna. Þannig er hin innilukta Vestur-Berlín eins og hnötturinn, sem verður að læra að vera sjálfum sér nógur. Hann á ekkert umhverfi til að sópa ruslinu slnu I eða flýja til. þegar það verður of mikið. En það þarf vlst meira en vilja og fé til að þrlfa upp eftir sig. Þrátt fyrir alla tæknikunnáttuna, er langt frá þvl að maðurinn kunni þar til verka. T.d. hefur nær engin ný aðferð til lofthreinsunar komið fram I 30 ár. þó tækjakostur hafi að vlsu stórbatnað. Svo sennilega mundi maðurinn varla standast húsmæðraskólapróf I hreingerningum, ef frægu hlutfallsreglunni á stærð viðfangsefnisins væri beitt. Sumt getum við að vlsu ráðið við, ef við viljum nægu fé til kosta, sem við hingað til höfum verið treg til að gera. Tökum dæmið af nútlma þvottaefnunum, sem eru mesti skaðvaldurinn I vötnum og geta I svo miklu magni kæft þar allt llf. i Bodensee, sem Rinarfljót rennur I gegnum og þar sem fosfat- mælingar hafa farið fram slðan 1935. hafa þessi skaðlegu fosföt aukizt I réttu hlutfalli við aukningu fosfata I þvottaefnum. sem hafa verið að þróast I 30 ár, og slðan 1960 hefur magnið I vatninu tekið stökk. En iðnaðurinn á hreinlega ekki yfir að ráða neinni tækni til að framleiða annað jafngott þvottaefni. Og meðan mannfólkið fær ekki þvottinn sinn hvltan með einhverju öðru, þá verður að nota fosfötin. Vlsindamenn I rannsóknastöðinni I Konstanz sögðu mér llka, að jafnvel þó eitthvert annað tilbúið efni yrði fundið upp I staðinn, þá vissu menn ekkert nema það kynni að verða enn meiri skaðvaldur með tlmanum. Og gæti þá verið efni, sem ekki er hægt að eyða Með kemlskri hreinsun má þó losna við fosfat úr vatni, þó það kosti óhemju mikið. Nú er sú stefna mjög á lofti að láta ávallt þann, sem mengar loft eða lög, borga hreinsunaraðgerðir. Þvl skyldi þá ekki lagður sérstakur skattur á neytendur þvottaefna með fosfati, rátt eins og slgarettur og áfengi er skattlagt, og nota féð til að ná þessum skaðvaldi aftur úr náttúrunni. Væru fosfatrlk þvottaefni dýrari, gæti það kannski dregið eitthvað úr notkun á móti skaðlausari sápu. Um þetta ræddum við þarna I rannsóknastöðinni I Konstanz — þýzku llffræðingarnir með þekkinguna, umhverfisf róður efnafræðingur frá Bandarlkjunum. vlsindalega fáfróður ritstjóri frá Nýju-Delhi og Gáruhöfundur, sem kvaðst svo sannarlega mundu koma þeirri hugmynd á framfæri við skattahungruð stjórnvöld I heimalandi sfnu. Ekki væri þó öruggt að skattpeningurinn sá færi I að hreinsa þetta leiða efni úr umhverfinu, ef féð á annað borð fyndi leið I rlkiskassann I þvlsa landi, jslandi. Gæti heimurinn allt eins vel haldið áfram að fá það út I sjóinn. Eina skynsamlega svarið kom raunar frá hinum skáldlegu og óvlsindalega þenkjandi Indverja, er ég spurði hann hvernig á þvl stæði að maður fengi alltaf þvottinn sinn drifhvltan, ef maður léti þvo hann fyrir sig á hans austrænu óvélvæddu heimaslóðum. — Konurnar bara bregða þvottinum I suðu, svaraði hann. Það var og! Það kunnu formæður okkar llka og eyddu ekki llfi I ám og vötnum með bleikiefnum og fosfór. En hvernig eiga fávlsar konur með nútlmaþvottavélar að skilja þetta flókna kerfi. Bjartsýnismennirnir segja, að ef maðurinn bara skilji ástandið, þá sé hann nægilega skynsamur til að finna lausnina og rati krókinn fyrir kelduna. Hver meðalverkstjóri geti ráðið við viðfangsefnið, ef það liggur bara Ijóst fyrir honum, meðan bezta stjórnanda hljóti að mistakast meðan það er óljóst I huga hans. Ekki veit ég hvort það er rétt. En bót hlýtur að vera að þvl að sjá allan skóginn, áður en farið er að hlúa að stöku tré eða fella annað. Og þvl þótti mér fengur að þvl að fá tækifæri til að sjá hvernig Þjóðverjar bera sig að við að þrlfa til hjá sér og prýða svo umhverfið með útivistarsvæðum, vernduðum skóg og ekki hvað sizt yndislegum skrautfjöðrum, eins og hinum fræga og fagra bótanlska garði Bernadottes greifa á Mainau-eyju með gróðri og fágætum jurtum úr öllum heimsálfum. „grimmilega ógnarstjórn og kúgun“ — og þá ekki einungis um ástandið í Sovétríkjunum, heldur vel flestum kommúnistaríkjum, eins og kunnugt er. I fréttabréfinu segir ennfremur að „af þessum sökum eru hin áköfu og eindregnu mótmæli gegn ruddalegu ofbeldi einræðis- hérranna í Chile mjög eðlileg og njóta almenns stuðnings allra þjóða". Auðvitað er þetta satt og rétt en í stað orðsins „Chile“ mætti ekki siður setja t.a.m. orðið „Sovétríkin" eða Búlgaría og þá væri fyrrnefnd fullyrðing jafnsönn — því miður. Þetta heit- ir á Islenzku: að kasta steini úr glerhúsi. Hér er á engan hátt verið að reyna að afsaka fasistiskar of- beldisaðgerðir með ofbeldi kommúnista um víða veröld, ein- ungis bent á, að þeir einir hafa siðferðilegan rétt til að gagnrýna ofbeldi „og grimmilega ógnar- stjórn og kúgun,“ sem eru ekki sjálfir þekktastir að því að beita „ruddalegu ofbeldi" og halda pólitískum föngum i fangelsi, fylgja geðþóttastjórn sinni eftir með „óþolandi gerræði" og „gróf- um brotum á öllum lagavenjum". Detente Að sjálfsögðu hljóta þessar „vangaveltur“ að leiða hugann að undirritun Helsingfors- yfirlýsingarinnar fyrir skömmu, en hún fjallaði um svonefnt détente eða slökunarstefnu, eins og kunnugt er. Menn hafa að sjálfsögðu fagnað því, að svo margar Evrópuþjóðir skuli lýsa yfir að þær séu reiðubúnar til að leysa ágreiningsmál án valdbeit- ingar og efla mannréttindi í álf- unni. En einnig hefur verið bent á að það sé óraunsæi að gleypa Helsingfors-yfirlýsinguna hráa og gera ráð fyrir því, að hún þurfi endilega að breyta viðhorfum við- komandi ríkja til fyrrgreindra atriða. Á þetta hefur verið minnst hér í Reykjavíkurbréfi áður og t.a.m. minnst á vafa- samar yfirlýsingar leiðtoga Búlgaríu og Ungverjalands, þegar þeir undirrituðu fyrrgreindan sáttmála í Helsinki. Og nýlega stóð eftirfarandi fréttaklausa hér í blaðinu: „Leonid Brezhnev, flokksleiðtogi í Sovétríkjunum, hefur gert ljóst að Sovétríkin ætli sér ekki að virða, án þess frekari samningar komi til, viss ákvæði lokayfirlýsingar öryggismálaráð- stefnu Evrópu, þ.á m. þau ákvæði, sem fjalla um persónulegt frelsi einstaklinga. Þetta kemur fram í Observer grein sem Michael Chesney skrifaði í Moskvu 18. ágúst... “Þess erennfremurgetið í fréttinni að Brezhnev hafi skýrt átján bandarískum þingmönnum frá þv( „að semja yrði nánar um framkvæmda þeirra atriða yfirlýs ingarinnar, sem fjallaði um mann úðarmál og upplýsingafrelsi. Þvf virðist sem langt sé frá því að vandamál þeirra, sem vilja flytjast frá Sovétríkjunum eða eiga ættingja utan Sovétríkjanna að hitta þá eða fá þá í heimsókn sé leyst. Orð Brezhnevs bera með sér það sem margir höfðu óttast að sovétmenn hyggist leggjast gegn framkvæmd hvers ákvæðis yfir- lýsingar Helsinki-fundarins sem þeim fellur ekki 1 geð.“ Og við þurfum ekki frekari vitnanna við. Allir Islendingar þekkja skáksnillinginn Spassky. Hann hefur, ásamt Bobby Fishc- er, átt drjúgan þátt í þvi að varpa ljóma á nafn Islands vegna skák- einvígis þeirra hér á landi. Hann er nú skilfnn við konu sína og vill njóta þess sjálfsagða réttar hvers einstaklings að gjftast annarri konu. En þá gerist það að sovét- stjórnin þverbrýtur Helsinki- sáttmálann til þess að koma í veg fyrir að Spassky njóti þeirra sjálf- sögðu mannréttinda. Allt hefur þetta komið fram í fréttum, eins og kunnugt er, en þvi til viðbótar má t.d. vitna f forystugrein í brezka stórblaðinu The Guardian ekki alls fyrir löngu, þar segir m.a.: „Hafi ráð- stefna 35 heimsleiðtoga í Helsinki í síðasta mánuði ekki snúizt um frelsi Boris Spasskys til að kvænast, þá hljóta vesturveldin að hafa misskilið dagskrána. Rússar og Austur-Evrópumenn lofuðu einkum og sér í lagi að auðvelda borgurum sínum að gift- ast útlendingum. Mál Boris Spassky og Marinu Stechbatc- heffs hefur verið prófsteinn þessa lbforðs — og það hefur reynst haldlaust. Spassky hefur verið í ónáð í Sovétríkjunum frá því hann tap aði heimsmeistaratitlinum í skák — með heiðri og sóma, en það gerði illt verra — fyrir Fischer f Reykjavík 1972. Gert hafði verið ráð fyrir að Fischer hæfi einvígið með því að færa fram kóngspeð sitt, en hann ruglaði mótherja sinn f rfminu með því að tefla fram drottningarpeðinu. „Slík skekkja," skrifaði pólitiskur skák- fréttaritari Pravda þá, „Spasskys og þjálfara hans ber þess vitni að vissu marki, að sovézkir stór- meistarar hafi almennt slegið slöku við fræðileg störf og rann- sóknir." Kannski hefur sovézka skrif- stofubáknið ekki innbyrt andann frá Helsinki, skriffinnskukerfið er hægfara skiðdýr og sagt hefur verið um vissa risaeðlu, að það hafi tekið heila hennar fimm mfn- útur að fá boð um ertingu í halan- um. Eh þótt allar afsakanir séu teknaf með í reikninginn er það samt dæmi um þau nýju tímamót sem Helsinki átti að marka, að móðgun út af skákmóti geti stjórnað einkamálum Spasskys," segir The Guardian. Ekki alls fyrir löngu bað tékk- nesk tennisstjarna, Martina Navratilova, átján ára gömul stúlka, um hæli sem pólitiskur flóttamaður í Bandaríkjunum. Þetta er sem sagt sá árangur, sem blasir við öllum hugsandi mönnum rúmum mánuði eftir að Helsinki-yfirlýsingin var undirrit- uð. Það er ekki undarlegt þó menn velti þvf fyrir sér, hvað hafi áunnist og hvers megi vænta. Og ef það vefst fyrir einhverjum hvert er takmark „sósíal- imperialistanna“ eða endurskoð- unarsinnanna, eins og Kínverjar kalla þá Kremlverja, ætti sá hinn sami að hyggja að varnaðarorðum Maós formanns og manna eins og Solzhenitsyns og Roberts Conquest, sem hér var á ferð ný- lega. I útvarpsþætti var hann spurður, hvort hann teldi að Rúss- ar stefndu að heimsyfirráðum og svaraði hann þá m.a.: „Það er ljóst að þeir (Sovétmenn) viður- kenna enga ríkisstjórn gilda nema þá, sem byggir á sovézkri fyrirmynd og þar á ég við komm- únistíska stjórn. Ríkisstjórn Dubecks var ekki gild, né heldur kinverska stjórnin. Engin ríkis- stjórn er gild nema hún sé fyrst og síðast byggð á þeirri fyr- irmynd, sem við höfum í Moskvu, og þetta merkir í raun- inni, að þær einu ríkisstjórnir eru góðar og gildar, þar sem Rússar hafa hersveitir sinar. Annars staðar hefur þetta mistekizt og það á jafnvel við um Rúmeníu. I grundvallaratriðum viður- kenna þeir (Sovétmenn) engar aðrar ríkisstjórnir, og þegar þeir tala um détente (slökunarstefn- una), þá er átt við baráttu, og þeir tala um heimssigur sósíalismans og eiga þar við sovézkan sósial- isma, þar sem Kína yrði vissulega líka að beygja sig undir stjórn þeirra. Ég tel Ijóst að þetta vakir fyrir þeim, þegar til lengdar læt- ur í framtíðinni, og f reyndinni gera þeir heldur ekkert til að leyna þvi. Þetta segja þeir opin- Framhald á bls. 39

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.