Morgunblaðið - 21.09.1975, Side 36

Morgunblaðið - 21.09.1975, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 Staldrað við í Hrunamannaré tt HREPPAMENN tóku daginn snemma s.l. fimmtudag. Rétta- dagurinn var runninn upp og rétta skyldi í Hrunamannarétt. Skömmu eftir klukkan hálfátta fóru þeir fyrstu að tínast til réttanna en vegna úrhellisrign- íngar biðu menn nokkra stund, áður en hafist var handa við að reka fyrsta hópinn inn í al- menninginn. Fé var að þessu sinni með fleira móti í Hruna- mannarétt eða 10 til 12 þúsund. Fjallmenn sögðu að afrétturinn hefði verið góður og verið í sprettu allt til þessa dags og fé hefði verið dreift um afréttinn. Á undanförnum árum hefur orðið að rétta fé, sem sótt hefur að fjallgirðingum, nokkru fyrir aðalréttir, en á þessu hausti sótti mjög fátt fé fram og kom því ekki til þess að réttað yrði fyrr en í aðalréttunum. Eftir því, sem leið á morgun- inn fjölgaði fólkinu og ungir sem aldnir kepptust við að draga. Hinir ungu leituðu ráða hjá sér eldri til að forvitnast um mörk og fá staðfestingu á hver væri eigandi lambsins, sem þeir höfðu dregið. Þó veðrið væri í fyrstu ekki sem best rættist þó fljótlega úr því og einstöku sinnum náði sólin að skjóta geislum sínum í gegnum skýjahuluna. Smám saman fækkaði fénu í girðing- unni við hliðina á réttinni en fjölgaði að sama skapi í dilkunum. Menn fóru ekki var- hluta af þeirri miklu rigningu er gengið hafði yfir um nóttina, því réttin var nánast eitt forar- svað og var ekki laust við að yngri kynslóðin ætti stundum í erfiðleikum með að fóta sig, þegar baráttan stóð um hvor ætti að ráða, ísienska sauð- kindin eða maðurinn. Okkur lék forvitni á að fá að heyra eitthvað um gang fjall- ferðarinnar og við tókum því tali fjallkónginn, Helga Jóns- son frá Isabakka. Hlutverki hans var ekki lokið því í dag var hann réttarstjóri og varð að Það er ekki sama hvernig staðið er að innrekstrinum og hér sjáum við Gest Guðmundsson frá Syðra-Seli gefa þeim er inn f réttinni voru merki um að færa sig. Gestur var f jallkóngur 114 ár. Sigrún Bjarnadóttir var önnur þeirra kvenna, sem að þessu sinni var f hópi fjalimanna. sjá til þess að réttirnar gengju snurðulaust fyrir sig. öðru hvoru gall við kallið „Reka inn“ og Helgi hélt með lið sitt til að ná í fleira fé út í girðinguna og rak það inn f almenninginn. Við spurðum Helga fyrst, hversu margt fé hefði komið af fjalli að þessu sinni? „Gera má ráð fyrir að þetta séu milli 10—12 þúsund fjár og er þetta með því allra mesta, sem verið hefur, en yfirleitt koma til aðalréttanna milli 7—9 þúsund fjár.“ Nú var fé ekki flutt fyrr en nokkuð seint í afréttinn vegna lélegrar sprettu í vor. 1 hvernig ástandi var hann núna? „Afrétturinn var mjög góður og hefur verið í sprettu alveg fram að þessu og það má gera ráð fyrir að fallþungi dilka verði vel í meðallagi. Féð var mjög dreift um allan afréttinn og upp um öll fjöll. I haust kom mjög fátt fé fram að fjallgirð- ingunni." Var þetta erfið fjallferð? „Já, það má segja að þetta hafi verið erfið fjallferð, bæði vap að féð var margt og dreift og hitt að mikið var af viðvan- ingum en veðrið var gott.“ Svæði það, sem fjallmenn úr Hrunamannahreppi þurfa að fara yfir er um 1000 ferkíló- metrar og afmarkast af Stóru- Laxá að austan og Hvítá að vestan og nær inn að Hofsjökli. Leitarsvæðinu er skipt i tvennt, suðurleit og norðurleit og leggja þeir, sem í norðurleit fara einum degi fyrr af stað. Alls fara f fyrstu leit 35 og fylgja þeim þrjár dráttarvélar með farangur og nesti. Fjall- menn verða að gista í tjöldum og hafa með sér skrínukost, því enn sem komið er komast bílar Halldór Jónatansson f Auðs- holti átti flest fé f Hruna- mannarétt að þessu sinni. Það er leitað og leitað og að lokum finnst einhver með réttu marki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.