Morgunblaðið - 21.09.1975, Síða 44

Morgunblaðið - 21.09.1975, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. SEPTEMBER 1975 Aleinir heima það, og nú var eins og einhver, eða eitthvað, fálmaði sig upp stigaþrepin — já, og núna var það rétt yfir höfðinu á honum. Það var ekki búið að leggja gólf uppi, heldur fyllt upp með sagi á milli bitanna. Þar var einhver sem læddist í saginu ... Þá herti Óli upp hugann. Nú eða aldrei, hugsaði hann. Hann læddist aftur á bak, starði fast á hurðina, og fikraði sig inn í svefnherbergið. Hann hristi kröftug- lega þá sem sváfu. „Vaknið!" hvíslaði hann hás. „Það er morðingi uppi á loftinu! Eldhúsmegin út!“ Syfjaðir og ringlaðir þutu þeir báðir á eftir Óla, hlupu sem fætur toguðu burtu frá bænum. Þeir námu staðar, lafmóðir, fyrir utan hjá Jakobi. Núna fyrst gat Óli útskýrt alla hrollvekjuna fyrir hinum. Þeir komu sér saman um að segja ekki neitt við þau þarna inni, alveg strax, frekar að fá pabba Jakobs til að koma, eftir svolitla stund, með byssu eða exi. En þegar pabbi, mamma og systurnar komu heim, var tekið á móti þeim, þeim til mikillar undrunar, af — Surtlu. Hún stóð svört og kyrr í dyrunum í tunglskin- inu, og það glitti í gult og grænt úr augunum á henni, svo að það lá við að þau yrðu hrædd. Allar dyr stóðu opnar, strákarnir ✓"COSPER----------v Afsakið! En ég vil biðja yður að muna eftir að læsa hurðinni, þvf ég geng f svefni! horfnir, og frá fjósinu heyrðist greinilegt öskur og óróleiki, svo þau héldu að hurð- in væri opin þar líka. En það einkennilega var, að haninn galaði rétt eins og við sólarupprás, og hænurnar gögguðu „gagg-gagg-gagg-gó“ eins og þær hefðu allar verpt eggjum í einu, klukkan átta að kvöldi. Þegar þau opnuðu dyrnar á hænsna- kofanum, náðu þau varla andanum fyrir reyk. Hænsnin flögruðu í kringum ljós- týruna frá glugganum, á miðju gólfi hafði verið komið fyrir palli úr múrstein- um og ofaní honum sindruðu síðustu neistarnir af litlu báli. En frá nágrannabænum kom einkenni- leg hópganga. I fararbroddi var pabbi Jakobs, með byssu í hendinni. Á eftir honum komu Óli, Einar, Jakob og Henry — allir með tilkomumiklar kylfur á öxl- unum... Það leið langur tími áður en fólkið á Langerud fór aftur í heimsókn. Og það leið þó nokkur tími þar til strákunum óx kjarkur til nýrra dáða. Höf.: Marie Hansen. Sagan af töfra- handinu bláa Einu sinni var flökkukerling, sem hafði flakkað um sveitina og betlað. Með henni var lítill drengur. Þegar hún hafði betlað pokasnigilinn sinn fullan, labbaði hún yfir ásinn á leið heim til sín. Þegar þau voru komin upp í hlíðina, sáu þau lítið blátt sokkaband, sem lá þar í götunni. Drengurinn bað um að fá að taka það upp. „Nei“, sagði fóstra hans, „það getur verið eitthvað óhreint við bandið það tarna“, og svo skipaði hún piltinum að fylgja sér. Þegar þau voru komin dálítið lengra, sagðist drengurinn þurfa að hlaupa dálítið frá. Kerlingin settist á fallinn trjábol á meðan. En strákur varð æði lengi í burtu, því þegar hann var kominn svo langt inn í skóginn, að kerla sá hann ekki lengur, tók hann til fótanna og stökk þangað sem sokkabandið lá, tók það og hnýtti því utan um mittið á sér. Þá varð hann svo sterkur, að honum fannst hann geta tekið upp f jöll. Þegar hann kom aftur til kerlingar- innar, var hún öskureið og spurði hvað hann hefði verið að gera svona lengi. „Þú ert ekki mikið að hugsa um tímann, karlinn. bó bað sé farið að kvölda. Oe við M0R0JN/ KAFWNU k Aldrei hefur þú horft slíkum aðdáunaraugum á mig. Kaffitfminn minn er alveg að verða búinn — rétt að kiára þennan kafla. Kvikmyndohandrit að morði Eftir Lillian O'DonneH Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 52 númer niður, sagði David og beindi máli sfnu til Diane Quain. Hálfnöldrandi byrjaði geymslu- vörðurinn að draga fram töskurn- ar, sem David las upp og sjálfur stundi hann mæðulega þegar hann sá hversu gffurleg vinna beið þeirra. En hann hafði skyndilega fengið hugboð um að hingað hefði farangurinn verið settur. Og hann gat á engan hátt rökstutt þetta hugboð sitt. Þð var hann sannfærður um að hann myndi þekkja töskur Talmeys jafnskjótt oglhann sæi þær. — David, hér eru þrjár töskur með sama númeri, hrópaði Diane skyndilega upp yfir sig. David réðst til atlögu við fyrstu töskuna og honum tókst að opna hana. Vel og snyrtilega hafði ver- ið látið ofan f töskuna og var það eintómur vetrarklæðnaður sem engan veginn hæfði hlýju Kali- fornfuloftslaginu. Engu að sfður rannsakaði David hvern vasa og lét fingurna strjúkast yfir fóðrið. En hann fann ekkert. Hann tók næstu tösku, en þar lá allt holt og bolt, óhrein undirföt, skyrtur, buxur og hvaðeina eins og hefði verið grýtt ofan f töskuna f mesta ffýti. Æfðum fingrum rannsakaði hann hvern einasta hlut. Og loks hélt hann á lftilli minnisbók í hendinni og inni f henni var saman brotinn pappfrs- miði. Skjálfhentur breiddi David úr miðanum og las. Skriftin var stór og barnaleg en hér var enginn vafi lengur: bréfið var stflað til ungfrú Shaw og undirritað af Timothy Unter- wood. David renndi augum yfir blaðið og lagði það sfðan f veski sitt. Sfðan sneri hann sér að geymsiuverðinum og kvittaði fyrir móttöku. — Ég tek þetta plagg hér. Við sendum mann hingað á morgun til að sækja farangurinn. Þökk kærlega fyrir alla hjálpina. Glaður og hamingjusamur fylgdist David með Diane Quain frá stöðinni. — Hvernig getið þér verið viss- ir um að það hafi ekki verið Talmey sjálfur, sem afhenti tösk- urnar? spurði hún hispurslaust. — Tveimur dögum áður en hann ætlaði að fara af stað, sam- kvæmt upphaflegri áætlun? Það var ekki svo mlkið sem vasaklút- ur eftir f íbúðinnf hans, hvernig hefði hann átt að komast af þessa daga fram að ferðinni. Auk þess var eín taskan full af vetrarflík- um. Frú Stukey sem hann leigði hjá hafði sagt mér að hann ætlaði að biðja hana að geyma þær, svo að hvernig stendur á þvf að sú taska kemur fram hér á járn- brautargeymslunni? Já, þvf f ósköpunum hefði hann yfirleitt átt að fara með nokkurn farangur hingað, þar sem hann hafði hugsað sér að fara flugleiðis frá Kennedyflugvelli? Við skulum einnig hafa f huga hvernig sett hafði verið niður f hinar töskurn- ar. Það var auðsætt að sami aðili hafði ekki gert það. — Svona, svona, takið þessu nú rólega, sagði Diane og brostí. En David hafði enn ekki lokið máli sfnu. — Morðinginn vildi leyna okk- ur þvf að Talmey væri látinn. Hann vfldi láta okkur standa f þeirri trú að Talmey hefði stung- ið af, kannski vildi hann reyna að koma þvf inn hjá okkur að hann hefði myrt Mariettu Shaw. Og meðan við vissum ekki hvenær Talmey dó, var óhjákvæmifegt að hallast að þeirri kenningu og þess vegna varð hann bæði að losa sig við Ifkið og farangurinn. En hvers vegna skyldi hann hjálpa okkur með þvf að grafa töskurnar með Ifkinu? Hvaða leiðir hafði hann þá um að velja? Hann gat auð- vitað sökkt þeim f vatn eða — og þeirri hugsun laust niður hjá mér eins og eldingu: hvað hefði hann gert við töskurnar, ef hann hefði átt þær sjálfur? Komið þeim fyrir f geymslu og aldrei sótt þær. Þegar þér spurðuð mig áðan hvert við værum að fara gat ég aðeins fundið eitt rökrétt svar: á aðal- járnbrautarstöðina. David Ijómaði eins og sól f heiði vegna skarpskyggni sinnar, en þegar þau komu út að bflnum nam hann snögglega staðar. — Hamingjan góða, ég var bú- inn að steingleyma að ég ætlaði á lögreglustöðina! Timothy Unterwood er auðvitað þar enn! Ilann klappaði léttilega á brjóst- vasann. — Skjalið hér er óyggjandi sönnun þess að hann er saklaus. Heyrið mig nú. Hafið þér nokkuð á móti þvf að ég keyri yður heim og sfðan fer ée ... — Já, þér megið bóka að ég hef heilmikið á móti þvf! David glápti skifningsvana á hana. — Vorum við ekki búin að ákveða að borða saman kvöld- verð? Ég hef hugsað mér að kalla eftir þvf boði. En við getum Ifka sem bczt borðað heima hjá mér og svo farið þér rakleitt f rúmið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.