Morgunblaðið - 10.10.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1975
3
Ölöf Pálsdóttir stofaar minn-
ingarsjóð um foreldra sína
Kaupmannahöfn, 9. október, einkaskeyti
til Mbl. fráGunnari Rytgaard:
ÓLÖF Pálsdóttir myndhöggvari,
eiginkona Sigurðar Bjarnasonar
Ólöf Pálsdóttir.
ambassadors tslands 1 Danmörku,
hefur stofnað sjóð til minningar
um foreldra sína, frú Hildi Stef-
ánsdóttur frá Auðkúlu og Pál
Ólafsson konsúl frá Hjarðarholti.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja
tónlistarlff hjá fslenzka söfnuðin-
um 1 Kaupmannahöfn. Foreldrar
frú Ólafar Pálsdóttur voru báðir
af gömlum prestaættum þar sem
tónlist var f hávegum höfð. For-
eldrar hennar bjuggu f Kaup-
mannahöfn í mörg ár.
Sjóðurinn verður stofnaður við
hátíðlega athöfn í Sankt Pauls
kirkju i Kaupmannahöfn sunnu-
daginn 12. október, en þar verða
leikin tvö kirkjuverk eftir Pál
Ólafsson ásamt fleiri verkum.
Guðni P. Guðmundsson organleik-
ari mun flytja verkin ásamt Carst-
en Svanberg, sem leikur á bás-
únu, Knud Hovaldt, sem leikur á
trompet og John Fjestad. Hinn 13.
desember mun Guðni Guðmunds-
son fara til Islands og er ætlunin
Framhald á bls. 20
Verzlun opnuð í Osló
sem eingöngu verzlar
með íslenzkar vörur
I VIKUNNI var stödd hér á
landi ung norsk kona, Ingrid
Berg, en hún opnaði hinn 1.
september s.I. verzlun I Osló
sem eingöngu selur fslenzkar
ullarvörur og keramik.
Verzlunin heitir „Islendingen"
og er til húsa f Karl Johans gate
7, f hjarta höfuðborgar Noregs.
Ingrid Berg sagði í stuttu
samtali við Mbl.f gær, að hún
Ingrid Berg.
hefði fengið hugmyndina að
verzlunarrekstrinum þegar
hún var hér á ferð í maí s.l.
Sagðist hún hafa hrifist mjög af
íslenzku ullinni og ullarvörun-
um. Hún var ekkert að tvínóna
við hlutina þegar hún kom
heim, útvegaði sér verzlunarað-
stöðu á bezta stað í Osló og hinn
1. september var opnað. „Og
enda þótt verzlunin hafi aðeins
verið opin þennan stutta tíma
hef ég orðið vör við mikinn
áhuga fólks á þeim íslenzku
vörum sém verzlun mín hefur
haft á boðstólum," sagði Ingrid
f samtali Sínu við Morgun-
blaðið.
I fyrstu hafði verzlunin ein-
göngu á boðstólum ullargarn og
ullarfatnað frá Álafossi og
keramik frá Glit. I ferð sinni
hingað til Islands nú hefur Ing-
rid verið að athuga mögu-
leikana á því að taka fleiri
íslenzkar vörur til sölu og hefur
hún notið aðstoðar Útflutnings-
miðstöðvar iðnaðarins. Hefur
hún hug á því að bæta við vör-
um, ullarfatnaði frá fleiri fyrir-
tækjum en Álafossi og jafnvel
skinnavöru, skartgripum frá
Framhald á bls. 20
Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra opnar Djúpveginn formlega fyrir umferð með þvf að klippa
á borda. Ljósm. Mbl. Sigurður Grímsson.
Djúpvegurinn opnaður
við hátíðlega athöfn
ísafirði I okt.
HINN 1. október var Djúpveg-
urinn formlega opnaður til um-
ferðar af samgöngumálaráð-
herra Ilalldóri E. Sigurðssyni.
Fór athöfnin fram á Hvftanesi,
sem er á milli Skötufjarðar og
Hestfjarðar og voru auk sam-
göngumálaráðherra við athöfn-
ina flestir þingmenn kjör-
dæmisins, forráðamenn vega-
gerðarinnar og gestir.
Þar með má segja, að hring-
vegurinn um landið sé endan-
lega orðinn að veruleika og
Vestfirðir nú opnir í báða enda.
En þrátt fyrir að endar hafi nú
náð saman, þá á vegagerðin enn
mikið verkefni fyrir höndum.
Enn er mjög slæmur vegur yfir
Þorskafjarðarheiði og lokast
hún yfirleitt í fyrstu snjóum og
viða við Djúp þarfnast þjóðveg-
urinn mikilla viðgerða. I sumar
hefur verið unnið að mæling-
um, og hefur það meðal annars
verið kannað hvort hag-
kvæmara sé að leggja veginn úr
Djúpi yfir Kollafjarðarheiði í
staðinn fyrir að fara Þorska-
fjarðarheiði. Er þvi von Vest-
firðinga að rikisvaldið haldi
áfram að veita fjármagni í
þessar framkvæmdir sem svo
nauðsynlegar eru fyrir þetta
byggðarlag.
Siggi Grims.
Þorvaldur Guðmundsson
kosinn formaður SVG
AÐALFUNDUR Sambands veit-
inga- og gistihúsaeigenda var hald-
inn á Akureyri dagana 6. og 7. okt.
s.l.
Á fundinum voru mættir 27 full-
trúar veitinga- og gistihúsa viðs-
vegar að af landinu.
Meðal mála, sem rædd voru á
fundinum voru málefni Hótel- og
veitingaskóla íslands og um þau
gerði fundurinn svofellda álykt-
un:
„Aðalfundur Sambands veit-
inga- og gistihúsaeigenda, haldinn
á Akureyri dagana 6. og 7. okt.
1975, átelur það skilningsleysi
stjórnvalda, sem ríkt hefir um
málefni Hótel- og veitingaskóla ís-
lands og gert hefir skólann að
hornreku f íslenzku menntakerfi.
Telur fundurinn brýnt hags-
munamál, að skólinn komist hið
fyrsta í eigið húsnæði og að sóma-
samlega verði að nemendum búið
um tækjakost og annan búnað.
Skorar fundurinn á mennta-
málaráðherra, að hann beiti sér
fyrir því, að nú þegar verði hafist
handa um framtíðaruppbyggingu
skólans, svo hann geti sinnt því
hlutverki sínu að búa ungt fólk
undir störf sín í þessari atvinnu-
grein og að auka fagþekkingu þess
til eflingar ferðamannaþjónustu í
landinu."
I fundarlok fór fram kjör stjórn-
ar og var Þorvaldur Guðmundsson
Framhald á bls. 20
Þorvaldur Guðmundsson.
TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS
(Shn KARNABÆR
P AUSTURSTRÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a
Qíml Ir4 cl/mtlk/xrX: 001 CC
Sími frá skiptiborði 28155
STÓRKOSTLEGT
VÖRUÚRVAL í
ÖLLUM DEILDUM
Sjá næstu f jðrar síður
LÆKJARGOTU 2
SIMI FRA SKIPTIBORÐI 28155