Morgunblaðið - 10.10.1975, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.10.1975, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. OKTÓBER 1975 17 Tillaga NATO: 1000 kjarnorkuvopn á brott fyrir eina sovézka skriðdrekadeild Bríissel 9. október. AP. ÁREIÐANLEGAR heimildir í aðalstöðvum Atlantshafs- bandalagsins i Brtissel hermdu í dag, að áætlunardeild NATO hefði samþykkt að Bandaríkin skyldu bjóða Sov- étmönnum að flytja á brott um 1000 kjarnorkuvopn frá V- Þýzkalandi gegn því að Sovét- menn kölluðu heim eina skrið- — Friðar- verðlaunin Framhald af bls. 1 menn sammála um að virðing fyr- ir mannréttindum og grundvallar- frelsi væru mikilvægir þættir í þróun friðar, vellíðunar og rétt- lætis, sem eru nauðsynleg til að tryggja þróun vinsamlegra sam- skipta og samvinnu, ekki aðeins meðal þeirra heldur allra þjóða heims. Enginn hefur varað okkur jafn ákaft við að taka þetta alvar- lega og Andrei Sakharov og hann hefur skipað sjálfan sig í forsæti fyrir baráttunni fyrir að gera þær hugsjónir Helsinkisáttmálans að lifandi raunveruleika." Sakharov sagði við fréttamenn í Moskvu að hann myndi fara til Ósló til að taka við verðlaunun- um, ef hann fengi leyfi sovézkra yfirvalda til að fara úr landi. Sakharov er fyrsti Sovétmaður- inn, sem fær friðarverðlaunin, en þeir Boris Pasternak og Alexand- er Solzhenitsyn hafa báðir fengið bókmenntaverðlaun Nóbels, Pasternak 1958, en sovézk yfir- völd neyddu hann til að hafna verðlaununum, og Solzhenitsyn 1970. Hann kom heldur ekki til að taka við verðlaununum af ótta við að fá ekki að snúa heim aftur. Þremur árum síðar var Solzhenit- syn vísað úr landi í Sovétrfkjun- um og er hann nú búsettur í Sviss. Solzhenitsyn gaf i dag út yfirlýs- ingu, þar sem hann sagði: ,,Ég óska Andrei Sakharov til ham- ingju með Nóbelsverðlaunin, þvi að hann hefur ekki aðeins fórnað árum í baráttuna, heldur og heilsu sinni. Ég óska öllum undir- okuðum mönnum í Sovétríkjun- 'um til hamingju, því að verðlaun- in munu styrkja rétt þeirra. Ég óska Nóbelsverðlaunanefndinni til hamingju með að hafa öðlast drekaherdeild í Mið-Evrópu. Verður tilboð þetta væntanlega lagt fram á næstunni á viðræðu- fundum NATO og Varsjárbanda- lagsríkjanna i Vín um gagn- kvæma fækkun í herafla ríkjanna í A- og V-Evrópu. Willy Brandt, fyrrum kanslara V-Þýzkalands, skýrði frá þvf fyrr í vikunni á fundi alþjóðasamtaka ritstjóra í London, að slíkt tilboð væri vænt- anlegt. sannan skilning á friði, sem and- stæðu kúgunar." í Noregi fögnuðu flestir stjórn- málaleiðtogar ákvörðuninni og sögðu hana hvatningu til þeirra, sem berðust fyrir mannréttindum í A-Evrópu. Leiðtogar vinstri- manna og kommúnista fordæmdu hana hins vegar og sögðu að verð- launin hefðu átt að renna til þeirra sem „rotnuðu f fangelsum eða dauðaklefum á Spáni og í Chile“. Leiðtogar stjórnarand- stöðunnar í V-Þýzkalandi fögn- uðu verðlaunaveitingunni, en Willy Brandt, fyrrum kanslari og friðarverðlaunahafi, sagði að of fljótt væri fyrir sig að láta álit sitt í Ijós. Eiginkona Sakharovs, Yelena, sem dvelst á ítalíu um þessar mundir, þar sem hún gekkst und- ir augnuppskurð lýsti yfir mikilli gleði sinni og sagði fréttamönn- um, að hún hefði sent eiginmanni sinum svohljóðandi skeyti: „Til hamingju elskan mín. Ég faðma þig og kyssi og alla vinina heima og annarsstaðar." Sakharov var ekki á heimili sínu f Moskvu er fréttamenn komu þangað til að tilkynna hon- Jazzklúbbur stofnaður í Hafnarfirði HINN 27. september sl. var stofn- aður jazzklúbbur i Hafnarfirði, og voru 38 manns á stofnfundin- um, f Skiphól. Fólkið var á öllum aldri bæði karlar og konur og virðist áhugi á jazztónlist fara vaxandi, einkum meðal ungs fólks. Tilgangur klúbbsins er eins og um um verðlaunin, en þeir fundu hann sfðar á heimili vina hans, þar sem hann skálaði glaður og hrærður við þá og fréttamenn. Sakharov, sem var einn af fremstu vísindamönnum Sovét- rfkjanna og smíðaði fyrstu vetnis- sprengju þeirra, sneri baki við vísindastörfum 1962 til að helga sig baráttunni fyrir mannréttind- um. Hann er hægur maður, grá- hærður með gleraugu og virðist ekki mikill baráttumaður að sjá. En einurð hans og festa svo og virðing í vísindaheiminum hefur verndað hann í andófsbaráttunni. Hann er 54 ára að aldri. Verðlaunaveitingin kemur 8 dögum áður en „Alþjóðlegu Sakh- arovréttarhöldin“ hefjast í Kaup- mannahöfn, þar sem fjallað verð- ur um meint brot á mannréttind- um í Sovétríkjunum. Heimsfræg- ir sovézkir vfsindamenn, rithöf- undar og lögfræðingar munu bera vitni, m.a. Solzhenitsyn, en Sakh- arov sjálfur hefur sagt að hann telji ólíklegt að hann fái leyfi til að fara. Samtök, sem nefnast „út- lagar frá austri i Danmörku" standa fyrir réttarhöldunum. Sigurður Hallur héraðsdómari FORSETI Islands hefur skipað Sigurð Hall Stefánsson, aðalfull- trúa við bæjarfógetaembættið í Hafnarfirði, til að vera héraðs- dómari við embætti sýslumanns- ins í GuIIbringusýslu og bæjarfóg- etans í Keflavík og Grindavík frá 1. þ.m. að telja. Aðrir umsækjendur um emb- ættið voru: Sveinn Sigurkarlsson, fulltrúi við bæjarfógetaembættið í Keflavík, og Valtýr Sigurðsson, aðalfulltrúi við sama embætti. segir í stofnskrá, að stuðla að út- breiðslu og kynningu jazztónlistar með ýmsum hætti svo sem hljóm- leikum, erindum og kynningu á jazzlistamönnum. Ætlunin er að hafa jazzkvöld í Skiphól mánaðarlega í vetur, og verður reynt að hafa þau sem fjölbreyttust, en það fyrsta verður þriðjudaginn 14. október og verður þá Dixieland hljómsveit Árna Isleifssonar gestir kvölds- ins. 1 stjórn jazzklúbbsins, sem ekki hefur enn verið gefið nafn, en það verður gert á næsta fundi, eru eftirtaldir menn: Hermann Þórðárson, formaður, Örn Sigurðsson varaformaður, Halldór Arni Sveinsson ritari, Jónatan Garðarsson gjaldkeri, Agnar Sigurðsson meðstjórnandi. Til vara: Guðmundur Steingríms- son, Njáll Sigurjónsson. — Flensborg Framhald af bls. 36 samningsaðili fyrir kennara á fjölbrautastigi. Loks segir f sam- þykktinni, að áður boðuðum verkfallsaðgerðum kennara verði haldið áfram þar til viðunandi lausn hafi fengizt. Hjálmar sagði að eftir að þessi tillaga hafði verið samþykkt hafi verið borin upp tillaga meðal hinna kennaranna, sem kenna við gagnfræða- og landsprófsdeildir, og segir þar að samkvæmt sam- þykkt á kennarafundi sl. haust starfi aðeins eitt kennarafélag við Flensborgarskólann, sem standi saman f öllum réttlætismálum er varði skólann í heild. Gagnfræða- deildarkennarar við skólann sam- þykki því að leggja niður kennslu til stuðnings við samkennara sina við framhaldsdeild frá og með deginum f dag, hafi ekki við- unandi lausn fengizt á kröfum framhaldsdeildarkennara við Flensbörgarskólann. Hjálmar taldi litlar líkur á því að samkomulagsumleitanir bæru árangur nægilega fljótt til að kennsla yrði i Flensborgarskólan- um í dag, en sagði ennfremur að Flensborgarkennararnir hefðu einnig ástæðu til að ætla, að að- gerðir þessar yrðu mun víðtækari ef deila þessi ætlaði að dragast á langinn. — Ungur piltur Framhald af bls. 36 vinnufélagar hans héldu heim á leið að loknu dagsverki og tók hann þá að örvænta um að sér yrði bjargað. „Þá var orðið mjög þrengt að mér og ég átti orðið erfitt um andardrátt. Einnig heyrði ég í krökkum sem þarna voru á ferð en lengi vel heyrði enginn þeirra til mín.“ Svo var það um áttaleytið um kvöldið að lítill drengur fór þarna um, og þóttist hann heyra einhver kynleg hljóð úr malarbingnum. Lét drengurinn föður sinn vita, sem fór þegar á staðinn og sá þá hvernig komið var. Sótti maðurinn þegar hjálp, og tók um 15 mínútur að ná piltinum undan mölinni, en þar hafði hann þá legið í fjórar klukkustundir. Pétur var síðan fluttur í sjúkrahúsið á Húsavík, en hann reyndist lítið meiddur, skrám- aður í andliti og marinn á baki. Var hann að vonum allþrek- aður en hresstist fljótt. Mennirnir sem voru að vinna þarna með piltunum tóku eftir því að hann hafði horfið, en töldu að hann hefði farið eitt- hvað f burtu og gáðu því ekki að honum. — Fréttaritari / Hákon — Nóbelshafinn Framhald af bls. 5 um: þvert á móti mun hann halda a'fram að hrópa. Hann stendur á - þvf fastar en fótunum að mönnum sé lífsnauðsyn að vera heiðarlegir gagnvart sjálfum sér. „Menn verða ævinlega að gera sér hug- sjónir sínar ljósar,“ sagði hann einhverju sinni, er hann var spurður að því hvers vegna hann héldi baráttu sinni áfram þrátt fyrir magnaðan andróður. „Mestu varðar að hugsjónir séu manni ljósar enda þótt í bili votti ekki fyrir sýnilegri leið til að hrinda þeim í framkvæmd. Ef engar hug- sjónir væru, ættum við heldur enga von. Þá væri ekkert nema vonleysi, myrkur og tóm“. Hann hefur einnig látið í ljós efasemdir um að baráttan fyrir auknum mannréttindum í Sovétrikjunum geti borið raunhæfan árangur. Og hann bætti við: „Ef litið er á baráttu okkar sem pólitíska her- ferð mun ekkert breytast". Blak ÞÁTTTÖKUTILKYNNINGAR í keppni 2. deildar Islandsmótsins i blaki og i kvennakeppni Islands- mótsins þurfa að hafa borizt Blak- sambandi Islands, pósthólf 864 i Reykjavik, fyrir 15. október n.k. THE OBSERVER THE OBSERVER áSSfe. THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER *Stó&THEO Svívirt mannréttindi í Sovétríkjunum verkefni Alþjóðadómstóls eftir LAJOS LEDERER Fyrir skömmu knúði rússneska leyniþjónustan KGB Andrei Amalrik, hinn kunna rússneska sagnfræðing og rit- höfund, til að hverfa frá Moskvu, eftir að honum hafði verið neitað um leyfi til að dveljast í borginni. Þetta raunalega atvik verður fyrst á dagskrá „Alþjóðlegra réttar- halda um mannréttindi í Sovét- rikjunum“, sem haldin verða í fyrsta sinn i Kaupmannahöfn 17. október næstkomandi. Réttarhöldin verða gerð að frumkvæði dr. Andrei Sakharofs, sem hefur einstæða áhrifaaðstöðu í sovézku þjóð- lifi, vegna þess að hann hefur um 22ja ára skeið verið meðlim- ur hinnar virtu Vísinda- akademiu i Moskvu, og afrek Sovétrikjanna I kjarneðlisfræði eru að miklu leyti honum að þakka. Er Alexander Solzhenitsyn hafði verið gerður útlægur úr Sovétríkjunum og sviptur borg- araréttindum sinum i febrúar 1974, birtu 10 rússneskir menntamenn, þar á meðal Sakharof, áskorun til allra þjóða og fóru þess þar á leit, að settur yrði á fót alþjóðlegur dómstóll til að kanna, hvernig lög og réttur væru fötum troðin í Sovétrfkjunum. Hópur útlaga frá Austur- Evrópuríkjunum tók vel f þessa hugmynd, en þeir höfðu árið 1968 stofnað í Danmörku nefnd til að berjast fyrir mannréttind- um í Sovétríkjunum og öðrum kommúnistaríkjum í Austur- Evrópu. Nefnd þessi hefur séð um undirbúning réttarhald- anna í samvinnu við áhrifa- mikla menntamenn frá Dan- mörku og öðrum Vestur- löndum. Fyrsti hluti réttarhaldanna mun fara fram í þinghúsi Dana, Kristjánsborgarhöll, í Kaup- mannahöfn, dagana 17.—19. október. Háttsettir aðilar og stofnanir um heim allan hafa léð nefnd- inni stuðning. Meðal stuðnings- aðila í Bretlandi má nefna Edward Heath, fyrrum for- sætisráðherra, Jo Grimond, fyrrum leiðtoga Frjálslynda flokksins, Sir Isaiah Berlin, for- seta brezku akademiunnar, David Astor, ritstjóra Observer og rithöfundanna Arthur Koestler og J.B. Priestley. Meðal stuðningsaðila í Banda- ríkjunum má hins vegar nefna Averell Harriman sendiherra, McGeorge Bundy prófessor og öldungadeildarþingmennina Hubert Humphrey, Edward Kennedy og Henry Jackson. Forseti dómstólsins verður Ib Thyregord, þrautreyndur danskur hæstaréttarlögmaður. Dómstóllinn mun hlýða á frásagnir vitna frá Sovétríkjun- um, sem gera munu grein fyrir núverandi þróun mála í stjórn- málalegu og menningarlegu til- liti i Sovétríkjunum, svo og ástandi i trúmálum. Þeir, sem skipulagt hafa rétt- arhöldin gera ráð fyrir, að 20—25 mikilsmetnir pólitískir útlagar muni leggja fram vitn- isburð, þar á meðal Alexander Solzhenitsyn og Pavel Litvinof eðlisfræðingur, barnabarn Maxims Litvinof, sem eitt sinn var utanrikisráðherra Stalins. Pavel Litvinof var einn þeirra, sem undirrituðu áskorunina ásamt Sakharof, en er nú búsettur i Bandarikjunum. Andrei Amalrik, sem hefur nú verið neitað um dvalarleyfi í Moskvu, var látinn laus eftir 5 ára fangelsisvist i maí sl. Fanselsisdóm sinn hlaut hann fyrir að hafa ritað bókina: „Munu Sovétrikin halda velli til ársins 1984“. Hann vonast nú til að komast úr landi til ársdvalar, og er förinni heitið til Utrecht-háskólans i Hollandi. Sakharof sagði nýlega, að réttarhöldin yrðu feikilega þýðingarmikil og myndu gefa greinargóða mynd af ástandi mála í Sovétríkjunum. Hann lét i ljós von um, að fjallað yröi um réft sovézkra borgara til að fara úr landi af frjálsum og fúsum vilja og að snúa heim þegar þeir æsktu þess. „Öll önnur réttindi eru undir þessu eina atriði komin," sagði hann. Sakharof bætti því við, að hann hefði löngun til að vera viðstaddur réttarhöldin i Kaup- mannahöfn, en hann færi hvergi nema hann fengi trygg- ingu sovézkra yfirvalda fyrir því að fá að snúa aftur heim til fjölskyldu sinnar. Þrátt fyrir Helsinki-samkomulagið er ólík- legt, að stjórnvöld i Moskvu láti, slíka tryggingu f té. Sakharof, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna í baráttunni fyr- ir auknum mannréttindum i Sovétríkjunum og er manna geiglausastur, gerir stöðugt meiri usla heima fyrir og bakar stjórnmálamönnum sífelld vandræði. Ekki er líklegt, að þeir vilji gefa honum tækifæri til að færa enn út kvíarnar erlendis. Enda þótt Sakharof verði að sitja heima, verða réttarhöldin i Kaupmannahöfn engu að siður mjög markverður atburður. Verður þetta i fyrsta sinn sem lagðar verða fram opinberlega á þennan hátt rannsóknir, sem gerðar hafa verið á kúgun í Sovétrikjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.