Morgunblaðið - 23.10.1975, Side 2

Morgunblaðið - 23.10.1975, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1975 Kaupmátturiim verð- ur höfuðmál komandi samningaumleitana — segir framkvæmdastjóri ASI „VIÐ erum tilbúnir til viðræðna við fulitrúa Vinnuveitendasam- bandsins hvenær sem cr en hins vegar munum við ekki móta af- stöðu okkar I öllum atriðum fyrr en á kjaramálaráðstefnu Alþýðu- sambandsins hinn 3. desember næstkomandi," sagði Snorri Jóns- son, framkvæmdastjóri ASl, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á yfirlýsingu þeirri sem Vinnuvcitendasamband Islands hefur birt og þar sem hvatt er til að viðræður hefjist sem fyrst milli aðila vinnumarkaðarins. Morgunblaðið spurði Snorra hvort hann teldi ekki kjaramála- ráðstefnuna full seint á ferðinni og stuttur tími yrði til stefnu varðandi sámningaumleitanir miðað við að allir samningar væru lausir um áramótin. Snorri taldi svo ekki vera, benti á að þróunin væri svo hröð í þjóðfélaginu að erfitt væri að marka stefnu eða taka ákvarðanir fyrir langan tíma i einu. Hins vegar sagði Snorri að augljóst væri að meginatriði komandi samningaviðræðna yrði kaupmátturinn og um það væri ASl tilbúið til viðræðna við vinnuveitendur þegar I stað. Snorri sagði ennfremur að eðli- lega hefði enn ekki verið gengið frá þvi hverjir skyldu taka þátt f viðræðum af þessu tagi, en ef vinnuveitendur færu fram á við- ræður við ASÍ myndi miðstjórn Aiþýðusambandsins væntanlega ákveða hverjir ættu sæti í slikri viðræðunefnd. Svæðamótið í gærkvöldi: Friðrik vann og Björn gerði jafnt ÞRIÐJU umferð svæðamótsins lauk að Hótel Esju um klukkan 22 í gærkvöldi. Islenzku keppendunum gekk vel f þessari umferð, Friðrik Ólafsson, stór- meistari sigraði Eugene Laine frá Guernsey létt og örugglega í 31 leik og Björn Þorsteinsson gerði jafntefli við Norðmannin Arne Zwaig I 35 leikjum. Var skák þeirra allan tfmann I jafnvægi Björn hafði svart en Friðrik hvftt. Friðrik Ólafsson er nú I 1.—5. sæti með 2 vinninga. Svæðamótið hefur verið vel sótt af áhorfend- Önnur úrslit í gærkvöldi urðu þau, að Ribli vann Hartston í 39 leikjum, en jafntefli gerðu Liberzon og Jansa í 22 leikjum, Parma og Timmun i 18 leikjum og Murrey og Ostermeyer í 23 leikj- um. Skák Kaman og Van den Broeek fór í bið og stendur Haman betur, en Broeck hafði lengst af betur í skákinni en lék af sér í lokin. Fjórða umferð mótsins verður tefld á Hótel Esju á föstudaginn klukkan 17, en á morgun verða tefldar biðskákir frá þremur fyrstu umferðunum og verður þá teflt frá klukkan 14 til 20. t 4. umferðinni á föstudaginn teflir Friðrik við Van den Broeck óg hefur Friðrik svart. Björn teflir við Timman, Zwaig við Laine, Murrey við Jansa, Ribli við Haman, Hartston við Poutiainen, og Liberzon við Parma, en Oster- meyer situr hjá. Poutiainen sat hjá í 3. umferðinni í gærkvöldi. Staðan er þannig eftir þrjár umferðir, að Hartston, Friðrik, Zwaig, Timman og Parma hafa 2 vinninga. Þá kemur Haman með 1 'A vinning og betri biðskák en í 7.—8. sæti eru Ribli og Poutiainen með 1 vinning og bið- skák hvor. Jansa er f 9. sæti með 1 vinning, Liberzon og Murrey hafa 'A vinning og 2 biðskákir hvor, og eru í 10—11. sæti. I 12. sæti er Ostermeyer með !4 vinning og biðskák. Laine og Björn eru i 13.—14. sæti með '/i vinning og Van den Broeck hefur engan vinning hlotið en á biðskák, þar sem staða hans er verri. TYR KLIPPIR Frá þvf að fiskveiðilögsagan var færð út 1200 sjómflur hefur aðeins einu sinni verið klippt aftan úr v-þýzkum togara. Það var varðskipið Týr, sem þá var að verki og náði að klippa pokann aftan úr togaranum Altona. En það var 1 hundraðasta skiptið, sem klippt var aftan úr togara. — Myndin er tekin rétt áður en klippur varðskips- ins ristu á poka togarans, en við það fóru ein 3—4 tonn af karfa út um allan sjó. Ljósm. Sófus Alexandersson. Viðræðurnar við Breta hefíast i dag Einar Ágrústsson mun tf Einar Ágústsson mun tF ræða við Callaghan StÆ"Æ“i VIÐRÆÐUR fslenzkra og brezkra London 1 dag, og munu þær stjórnvalda um hugsanlega und- standa fram til hádegis á morgun. anþágu til handa brezkum togur- Islenzka viðræðunefndin kom til Viðræður um 5 ára viðskipta- samning við Rússa byr jaðir Breytingar á greiðslufyrir- komulagi til umræðu á fundunum VIÐRÆÐUR hófust I Reykjavfk f gær milli fulltrúa tslands og Sov- étrfkjanna um nýjan viðskipta- samning rfkjanna í milli. Hingað til hefur vcrið í gildi ramma- samningur sem yfirleitt hefur gilt til fjögurra ára f senn en að þessu sinni er áformað að gera fimm ára samning er gildi frá 1976 til ársloka 1980. tslenzka viðræðunefndin er skipuð 15 mönnum og eru þar Fjölbreytt dagskrá á úti- fundi kvennafrídagsins ^ « •• ... .. Jk' « • Jlrl • • « ,0pin hús” á sjö stöðum í miðborginni á morgun — Sjá einnig um samkomur kvenna úti á landi á bls. 21. — DAGSKRÁ kvennafrfdagsins á morgun, föstudag, hefur nú verið ákveðin í einstökum atriðum. Hún hefst á Lækjartorgi kl. 2 síðdegis, og verður Guðrún Erlendsdóttir, hrl., formaður rfkisskipuðu kvennaársnefndar- innar fundarstjóri en dagskrár- stjóri verður Guðrún Ásmunds- dóttir, leikkona. Dagskráin á Lækjartorgi hefst með þvf að lúðrasveit kvenna leik- ur, en að því búnu verður fundur- inn settur. Þá flytur Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, verkakona, ávarp en síðan verður fjöldasöng- ur, „öxar við ána“, undir stjórn Guðrúnar Á. Símonar, óperu- söngvara. Þá flytja alþingismenn- irnir Sigurlaug Bjarnadóttir og Svava Jakobsdóttir hvatningu fil fundarmanna en sfðan verður þáttur Kvenréttindafélags ís- lands, þar sem kvennakór syngur m.a. lag Sigfúsar Einarssonar, „Kvennaslag", við ljóð Guðmund- ar Guðmundssonar, en þeir höf- undar tileinkuðu kvenréttinda- félaginu lag og ljóð. Síðan mun Björg Einarsdóttir, verzlunarmaður, flytja ávarp en að því loknu verður fjöldasöngur og sungið ljóð Valborgar Bents- dóttur, „Hvers vegna kvenna- frí?“, við lagið „Frjálst er f fjalla- sal“. Þá flytur Ásthildur Ófafs- dóttir, húsmóðir, ávarp, en næsti dagskrárliður er „Kvennakrónika í þríliðu“ sem þær Anna Framhald á bls. 17. fulltrúar ráðuneyta, Seðlabanka og helztu aðila á sviði utanríkis- verzlunar, en formaður nefndar- innar er Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu. Af hálfu Sovétríkjanna komu 6 menn frá Moskvu til þess- ara viðræðna en auk þeirra tekur sovézki verzlunarfulltrúinn hér á landi þátt í þessari samningagerð ásamt starfsmönnum sfnum. Gert er ráð fyrir að samnings- gerðin muni taka langan tíma og standa töluvert fram f næstu viku enda er hér um að ræða stærsta viðskiptasamning fslands við nokkurt eitt rfki, þvf að viðskiptin við Sovétríkin eru um 10—11% af allri utanrfkisverzlun landsins og hafa stöðugt farið vaxandi á sið- ustu árum. Fyrri samningar við Sovétríkin hafa jafnan verið í grundvelli jafnra vöruskipta en hins vegar hefur hækkun olfuvara þeirra sem keyptar eru frá So'vétríkjun- um valdið því á sfðari árum að þessir greiðsluhættir hafa breytzt og í«lenzk stjórnvöld hafa orðið að greiða verulegar fjárhæðir í frjálsum gjaldeyri. Hefur þetta leitt til þess að Sovétmenn hafa lagt til um skeið að viðskipti þjóð- anna fari fram i frjálsum gjald- eyri. Má fullvíst telja að hugsan- leg breyting á greiðslufyrirkomu- lagi í utanríkisverzluninni milli landanna muni verða til umræðu á fundunum hér í Reykjavik. Lundúna f gær en 1 henni eiga sæti ráðherrarnir Einar Ágústs- son og Gunnar Thoroddsen ásamt Hans G. Ándersen, sendiherra, alþingismönnunum Guðmundi H. Garðarssyni og Þórarni Þórarins- syni auk 'Niels P. Sigurðssonar, sendiherra tslands f Lundúnum. 1 forsæti brezku viðræðunefndar- innar verða Roy Hattersley, aðstoðarutanrfkisráðherra, og Joseph Bishop, aðstoðarlandbún- aðar- og fiskimálaráðherra. Að því er Niels P. Sigurðsson, sendiherra, tjáði Morgunblaðinu í gær munu viðræðurnar hefjast kl. 10.30 árdegis f brezka utanríkis- ráðuneytinu. Hádegisverður verður snæddur f boði brezku stjórnarinnar en síðan verður fundað að nýju sfðdegis. Að honum loknum verður fjölmenn móttaka á heimili sendiherrans og er boðið þangað brezkum ráð- herrum, samninganefndarmönn- um, þingmönnum og ýmsum öðrum. Áformað er að Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, hitti brezka utanrfkisráðherrann, James Callaghan að máli síðdegis i dag til viðræðna um hina nýju 200 mflna fiskveiðilögsögu tslands. A föstudag verður fundur ár- degis með samninganefndunum en gert er ráð fyrir að honum ljúki upp úr hádegi. Búizt er við þvf að fslenzku ráðherrarnir muni efna til blaðamannafundar eftir að viðræðunum lýkur, og eins að brezku ráðherrarnir f viðræðu- nefndinni geri slikt hið sama. I fréttaskeyti Reuter- fréttastofunnar er það haft eftir íslenzkum heimildum að Bretar kunni að verða beðnir um að draga úr veiðum sínum hér við land um þriðjung eða jnfnvel meira og sama fréttastofa segir forsvarsmenn brezkra togaraeig- enda ánægða með útkomu gild- andi samkomulags við Islendinga og að þeir séu sæmilega bjart- sýnir um að ná nýjum samning- um.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.