Morgunblaðið - 23.10.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKT0BER 1975
7
Kvennafríið
Ragnhildur Helgadóttir,
forseti neSri deildar Al-
þingis, segir nýlega i viS-
tali vi8 Vlsi:
„Stundum gleymast
mikilvægar staSreyndir I
hita umræSna. 24. októ-
ber er dagur SameinuSu
þjóSanna. StaSreynd er,
a8 í mörgum ríkja S.þ. eru
konur ótrulegu misrétti
beittar. Það er fyrst og
fremst til stuSnings þess-
um konum og til að greiða
þar me8 fyrir framþróun
rikja þeirra, sem S.þ.
ákváSu að leggja sérstaka
áherzlu á málefni kvenna
árið 1975.
Eitt af þvi sem þarf til
að þessi tilgangur S.þ. ná-
ist, er að sýnt sé fram á
hver sé hlutur kvenna I
starfsemi þróaðs þjóðfé-
lags. íslenzkar konur úr
öllum stjórnmálaflokkum
ætla að leggja sitt lóð á
metaskálina og sýna fram
á þetta með framkvæmd
kvennafrisins. Þær ætla
lika að minna á, að enn er
t istenzku þjóðfélagi, á
heimilum og utan þeirra,
fjöldi kvennastarfa, sem
ekki eru metin sem
skyldi."
„Á ekki að
valda tjóni”
„Allur fjöldinn ætlar að
vera samtaka um að gera
hlé á störfum sinum á
sama degi, eftir því sem
þeim er unnt og svo lengi
dags sem þeim er fært.
Engum dettur i hug, að
börn eða sjúklingar verði
skilin eftir I reiðileysi.
Sumar konur taka börnin
með á útifundinn, rétt
eins og tltt er um útisam-
komur, aðrar fela þau um-
sjá feðra sinna og enn
aðrar hafa af skiljanlegum
ástæðum engin tök á að
komast frá. Enginn tekur
heldur þátt I þessu gegn
vilja sinum eins og oft er i
verkföllum. enda er þetta
ekki verkfall.
Mergurinn málsins er
þessi: kvennafriinu er
ekki ætlað að valda úlfúð
við atvinnurekendur né
heldur tjóni i þjóðfé-
laginu. Þegar er komið i
Ijós að fjöldi atvinnu-
rekenda sýnir máli þessu
skilning og gefur konum
fri þennan dag, sumir
allan daginn. Að minu
mati skiptir það mjög
miklu máli, að sem flestir
Ragnhildur Helgadóttir
sýni slikan skilning. — Ég
vona af heilum hug að
þessi dagur verði bæði
islenzkum körlum og kon-
um til sóma og það takist
að sýna, hver þáttur
kvenna sé i þjóðlifinu."
Verðbólgan
hefur hægt
á sér
Verðbólgan hefur nokk-
uð hægt á sér siðustu þrjá
mánuðina. Vöxtur hennar
er nú talinn 30% miðað
við 12 mánaða undan-
gengið timabil. Hvort
þessi bati er varanlegur
skal ósagt látið, enda velt-
ur það á framvindu
ýmissa þjóðlifsþátta, sem
erfitt er að segja fyrir um
hver verður. Sá órói, sem
viða hefur gert vart við
sig I þjóðlifinu, og rætur á
i gamalkunnum og verð-
bólguhvetjandi hags-
munastriði þjóðfélagshóp-
anna, lofar ekki góðu um
framhaldið. Á öllu veltur,
hvort má sln meir, yfir-
veguð afstaða al-
mennings, sem tekur mið
af framtiðarhagsmunum
heildarinnar, eða skamm-
sýn stundarsjónarmið,
sem verkað hafa lengi
undanfarið eins og olia á
dýrtiðarbálið.
Á lO ára timabili,
1963—1973, varð raun-
veruleg kaupmáttar-
aukning launa aðeins einn
tólfti hluti krónutölu-
hækkunar þeirra. Ellefu af
hverjum tólf viðbótar-
krónum brunnu á verð-
bólgubálinu, sem farið
hefur eins og eldur i sinu
um verðmætasköpun
þjóðarbúsins og kaupgildi
launa almennings, ekki
sizt sl. tvö ár. Reynslan,
sem stundum er dýrkeypt
er jafnan ólygnust, ætti
að hafa fært okkur þann
lærdóm. að þörf er nýrrar
afstöðu og aðgerða, ef
sagan á ekki að endurtaka
sig, jafnvel á enn nei-
kvæðari hátt.
Verður verðbólguskrið-
unni enn hleypt af stað,
sami darraðardansinn
áfram stiginn, jafnvel
fram af hengifluginu? Eða
kemur til sögunnar
óbrenglað almenningsálit,
breiðfylking hinna al-
mennu borgara þjóðfé-
lagsins, sem knýr fram
raunhæfari stefnumörkun
á örlagatimum í sögu
þjóðarinnar?
Hartston hefur
tekið forystuna
Önnur umferð svæðismótsins
í skák var tefld að hótel Esju I
fyrrakvöld. Mikill fjöldi áhorf-
enda fylgdist með skákunum,
eins og á 1. umferðinni, og nú
fengu áhorfendur að sjá mun
betri taflmennsku. Fyrsta skák-
in sem lauk var viðureign
þeirra van den Broeck (Belgíu)
og Hartston (Engl.). Byrjunin
var gamaldags Benoní, sem
Hartston þekkir manna bezt.
Lengi vel virtist skákin vera í
jafnvægi, en í 16. leik urðu
Belgíumanninum á afdrifarík
mistök er hann lét svörtureita
biskup sinn af hendi. Þá var
nauðsynlegt að hörfa með
biskupinn. Eftir þetta náði
Hartston hagstæðum uppskipt-
um og batt síðan enda á skákina
með snaggaralegri kóngssókn.
Hvftt: H. van den Broeck
Svart: W. R. Hartston
Benonf-
I. d4 — Rf6, 2. c4 — c5, 3. d5 —
e5, 4. Rc3 — d6, 5. e4 — Be7, 6.
Bd3 — 0-0, 7. h3 — Rbd7, 8. Rf3
— a6, 9. g4 — Re8,10. a4 — g6,
II. a4 — g6, 12. Bh6 — Rg7, 13.
Re2 — Bd7, 14. 0-0 — Kh8, 15.
Rg3 — Rg8, 16. Bxg7? — Kxg7,
17. Kh2 — Bg5, 18. Rxg5 —
Dxg5, 19. a5 — Rf6, 20. Hael —
h5, 21. f3 — hxg4, 22. hxg4 —
Hh8+, 23. Kgl — Hh3, 24. Dg2
— Dh4 og hvítur gaf.
Svend Hamann átti í höggi
við Laine frá Guerensey og var
tefld kóngsindversk vörn. Svo
virtist sem Hamann ætti alls
kostar við andstæðinginn er
honum urðu á mistök og skákin
leystist upp i jafntefli eftir lag-
lega fléttu Laines. Daninn undi
þessum úrslitum hið versta en
Laine var kampakátur.
Jansa og Timman tefldu
Scheveningenafbrigðið af Sikib
eyjarvörn og hafði Jansa lengst
af þægilegra tafl. Timman varð-
ist af öryggi og var -jafntefli
samið eftir rúma 20 leiki.
Friðrik tefldi hvasst afbrigði
af Sikileyjarvörn gegn Birni og
eftir JÓN Þ. ÞÓR
tókst fljótlega að jafna taflið.
Framan af stóð baráttan aðal-
lega á miðborðinu, en siðan
opnaðist g-línan og komst kóng-
ur Björns þá á hættusvæði.
Hvítt: Björn Þorsteinsson
Svart: Friðrik Ólafsson.
Sikileyjarvörn.
1. e4 — c5, 2. Rf3 — e6, 3. d4 —
cxd4, 4. Rxd4 — a6, 5. Rc3 —
b5. 6. Bd.3 — Bb7, 7. 0-0 — b4, 8.
Rbl — Dc7, 9. c3 — Rf6, 10.
Hel — Rc6, 11. Rxc6 — Bxc6,
12. e5 — Rd5, 13. c4 — Re7, 14.
Bf4 — f5, 15. Rd2 — Rg6, 16.
Bg3 — Be7, 17. f4 — 0-0, 18.
De2 — Kh8, 19. De3 — Bb7, 20.
Bf2 — d6, 21. Rf3 — Bxf3,
22. gxf3 — Dc6, 23. Hadl — h6,
24. Be2 — dxc5, 25. fxe5 —
Had8, 26. f4 — Rh4, 27. Dg3 —
g5, 28. Dh3 — gxf4, 29. Bxh4 —
Hg8+, 30. Bg3 — Bc5 +, 31.
gefið.
Arne Zwaig átti í höggi við
Parma og beitti afbrigði af
spönskum leik, sem fáir nota
nú aðrir en norskir meistarar.
Parman hafði undirtökin allan
timann, en Zwaig varðist vel og
þegar jafntefli var samið stóð
hann sizt lakar.
Hvftt: B. Parma
Svart: A. Zwaig
Spænskur leikur,
1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rc6, 3. Bb5
— a6, 4. Ba4 — b5, 5. Bb3 —
Ra5, 6. 0-0 — d6, 7. d4 — f6, 8.
Be3 — Rxb3, 9. axb3 -- Bb7, 10.
Rc3 — Re7,11. dxe5 — dxe5, —
12. Dc5 — Dc8, 13. Rel —
De6, 14. Dd2 — Dc6, 15. b4
— g6, 16. Rd3 — Hd8, 17.
Hadl — Hd7, 18. f4 — exf4,
19. Dxf4 — De6, 20. Df2
— Bg7, 21. Rf4 — Df7, 22. Hxd7
— Kxd7, 23. De3 — Kc8, 24.
Hdl — Rc6, 25. Dh3 — f5, 26.
Rfd5 — Hd8, 27. Hfl — Bd4 +
jafntefli.
Margir höfðu beðið spenntir
eftir þvi að sjá israelska stór-
meistarann Liberzon við skák-
borðið. Nú var Liberzon mætt-
ur til leiks og hafði svart gegn
dr. Ostermeyer. Liberzon beitti
mjög erfiðu afbrigði kóngsind-
verskrar varnar og fékk aldrei
jafnað taflið fullkomlega.
Skömmu fyrir bið vann þjóð-
verjinn peð og hefur það yfir í
biðstöðunni.
Annar stórmeistari, Z. Ribli,
tefldi nú sína fyrstu skák í mót-
inu. Hann átti i höggi við Pout-
iainen frá Finnlandi. Ribli
hafði hvítt og tefldi hefð-
bundna Réti byrjun. Framan af
var skákin róleg, en skömmu
fyrir bið fór að draga til svipt-
inga. I biðstöðunni hefur Finn-
inn mann yfir, en ekki er annað
sjáanlegt en að hann verði að
gefa hann aftur og hefur Ribli
þá sterkar vinningslikur.
Eins og fyrr segir hefur all-
mikill fjöldi áhorfenda fylgst
með mótinu fram til þessa.
Margt er gert til þess að sem
bezt fari um áhorfendur, ein
skák er sýnd á sjónvarpsskermi
í hliðarherbergi, auk þess sem
skákir eru skýrðar af þekktum
meisturum. Hið eina, sem finna
má að er, að sýningartöflin i
skáksalnum eru helzt til lítil,
þannig að menn sjá ekki nógu
vel á þau. Þyrfti Skáksamband-
ið að vinda bráðan bug að því
að fá stærri veggtöfl. Loks er
þess að geta að vínbar er opinn
við hliðina á skáksalnum og er
það vægast sagt óviðeigandi.
Glasagiamur og skákkeppnir
fara einhvernveginn svo illa
saman.
í dag verða tefldar biðskákir,
en 4. umferð verður tefld á
morgun, föstudag og hefst kl.
17.
novi/
FYRIR VIÐRAÐANLEGT
Nýja Novis samstæðan er ætluð ungu fólki
á öllum aldri. Novis er skemmtilega
einföld og hagkvæm lausn fyrir þö, sem
leita að litríkum hillu- og sköpasamstæðum,
sem byggja mö upp í einingum, eftir hendinni.
| Novis er nýtt kerfi með nýtízkulegum blæ.
ÚTSÖLUSTAÐIR: Siglufjörður: Bólsturgerðin
Reykjavík: Kristján Siggeirsson hf. Akureyri: Augsýn hf.
J L Húsið Húsavík: Hlynur sf.
Híbýlaprýði Selfoss: Kjörhúsgögn
Dúna Keflavík: Garðarshólmi hf.
Akranes: Verzl. Bjarg
Borgarnes: Verzl. Stjarnan FRAMLEIÐANDI:
Bolungarvík: Verzl. Virkinn, KRISTiÁN SIGGEIRSSON HF.
Bernódus Halldórsson HÚSGAGNAVERKSMIÐJA .
Hinn
margumtalaöi
og vinsæli
úlsðlumarkaður
vekur
athygli é ... .
Það koma ávallt nýjar
vörur í hverri viku á
markaöinn
Ótrúlegt
vöruúrval
á frábærlega
lágu
verði
Látiö ekki
happ
úr hendi
sleppa
ATHUGW!
Markaðurinn
stendur aðeins
stuttan tíma
jfSmk. TÍZKUVERZLUN unga FOLKSINS
fa KARNABÆR
Útsölumarkaöurinn,
Laugavegi 66, sími 28155