Morgunblaðið - 23.10.1975, Síða 21

Morgunblaðið - 23.10.1975, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1975 21 *f © Hvað ætlar þú að gera 24. október? Sigrún Stefánsdóttir, rit- stjóri Akureyri Hér er mikil stemning fyrir þvi að dagurinn verði sem ðnægju- legastur. Fyrir nokkru var haldinn fjölmennur fundur og kosin und- irbúningsnefnd. Hefur nú verið ákveðið að konur hafi opið hús i Sjálfstæðishúsinu frð klukkan átta um morguninn til 18 siðdegis. Verður dagskráratriði ð hverjum klukkutima. ávörp. erindi, sögur, leikþættir tónlistarflutningur og samfelld dagskrá um konuna i is- lenzkum bókmenntum, svo að nokkuð sé nefnt. Starfsmenn hússins munu sjá um að framreiða mat og drykk. Ef allar konurnar samþykkja það verður siðan farið i göngu um bæinn undir merki kvennaársins að iokinni siðustu dagskrá. Ég veit ekki betur en kennsla i skólum falli hér að mestu niður og fáar verzlanir verða opnar. Mikil þátttaka virðist ætla að vera i þessum hátiðahöldum og ég geri mér góðar vonir um að hann takist sem bezt. Auður Auðuns, fyrrv. alþingismaður: Ég ætla að taka mér fri frá störfum þennan dag. og vona að sem flestar konur sjái sér fært að gera það. Karlmennirnir ð heimilinu verða þá að sjá um sig sjálfir. Svo fer maður auðvitað ð útifundinn, hvernig sem viðrar. Við skulum láta hann verða fjöl- mennasta útifund sem hér hefur verið haldinn, en minnumst þess jafnframt, að hann og aðrar að- gerðir á kvennaárinu eru aðeins fyrstu áfangar i 10 ðra áætlun um sókn kvenna um viða veröld til jafnstöðu kynjanna, framþróunar i þjóðfélögunum og friðar i heimin- um. Sigríður Þorvaldsdóttir, leikkona Ég sæki vitaskuld fundinn á Lækjartorgi og legg öll heimilis- störf ð hilluna. Á minu heimili er mikil eindrægni um þennan dag. Engar æfingar eru hjá mér i leik- Ég ætla sjálf að mæta snemma i Sjálfstæðishúsið, enda á ég að vera með stutt erindi á fyrsta klukkutimanum. Maðurinn minn ætlar að taka börnin okkar með i vinnuna, og ýmsir fleiri karlar hafa nefnt slíkt, hvað sem úr verður, Ef konur geta ekki komizt að heiman án þess að taka börn sin með i Sjálfstæðishúsið er þeim það vit- anlega velkomið og við reynum að hafa þar einhver leikföng og annað til að hafa ofan af fyrir þeim. Margrét Einarsdóttir, hús- móðir: Ég verð auðvitað I frii frá störf- um, bæði á vinnustað og heima. Og ef veðrið verður gott, ætla ég að taka daginn snemma, fara út og fara í gönguferð. Síðan ætla ég auðvitað á útifundinn hvernig sem viðrar og eftir það hefi ég hugsað mér að lita inn I einhver af þessi opnu húsum, sem verða hér f bænum. Ég vona að þetta verði stærsti útifundur sem haldinn hefur verið i Reykjavík. húsinu þennan dag, svo að það er sjálfgert að ég verð ekki i þeirri vinnu. Ég vænti þess að yfirleitt sé mikill stuðningur við kvennafriið meðal leikkvenna. Lovísa Jónsdóttir, hár- greiðslumeistari Ég mun vinna á stofunni minni. en ég hef sagt stúlkunum sem starfa hjá mér að þeim sé frjálst að velja hvort þær taka sér frí eða ekki. Ég er alls ekki á móti þessu kvennafrii og mér finnst baráttan fyrir jöfnum rétti eiga fyllsta rétt á sér. En ég lit svo á að ég reki fyrirtæki sem þjónar kvenfólki og þvi ætla ég að vinna. Um hár- greiðslukonur og afstöðu þeirra yfirleitt treysti ég mér ekki að tjá mig, en veit að ýmsir eigendur hárgreiðslustofa munu vinna. Bessí Jóhannsdóttir, kennari Á þessum degi fer ég venjulega til kennslu,en ég ætla að taka mér fri frá störfum. Hins vegar má segja að erfiðara reynist að taka fullkomlega fri frá heimilisstörfun- um. Við eigum 2 börn, 7 ára telpu og 8 mánaða dreng Eiginmaður- inn mun væntanlega taka að sér umsjá þeirra og heimilisins þennan dag. Ég ætla á útifundinn og siðan að hitta ýmsar þær konur sem að þessari aðgerð hafa staðið. Mikil og almenn þátttaka — víða samkomur og fundir MBL. lék hugur á að kanna úti á landi hvort mikill hugur væri í konum þar að taka sér frí á morgun, föstudag. Hafði blaðið samband við allmarga fréttaritara sína, svo og aðra aðila á stöðum úti á landi, sem upplýsingar gáfu, um hvað konur hefðu þar á prjónunum. Er sýnt að hvarvetna verður mjög almennt að konur ætla að taka sér fri. Á ýmsum stöðum verða konur með opið hús, þar verður skemmti- og fróðleiksefni flutt og úr nágrannabyggðum Reykjavíkur verða skipulagðar hópferðir á útifundinn i höfuðborginni. SIGURÐUR GRlMSSON, FRÉTTA- RITARI MBL. Á ÍSAFIRÐI, sagði að þar stæði heilmikið til og væru menn i hátiðaskapi. Klukkan tiu hefst dagskráin með leikfimi kvenna og gufubaði i félagsheimil- inu i Hnifsdal. f Mánakaffi verður hádegisverður framreiddur við vægu verði 00 Þ»r Bytur *»- Pétursdóttir — : [*url ... menntaskólakennari oiindi um launakjör rækjukvenna á Isafirði og er byggt á könnun sem menntaskólanemar unnu i fyrra. Klukkan 2.30 hefst svo samkoma i Alþýðuhúsinu og bera karlar þar fram kaffi og meðlæti undir forystu form. Alþýðusam- bands Vestfjarða. Þarna verður fluttur leikþáttur, lesiðuppog létt tónlist flutt. Menntaskólapiltar hafa boðizt til að annast barna- gæzlu fyrir konur sem ekki komast annars að heiman. Um kvöldið verður sýnd kvikmyndin „Fjarri heimsins glaumi" og er það siðasta atriðið. Á jsafirði er talið að um 80% kvenna sé útivinnandi og mun obbinn af þeim leggja niður vinnu. GRÉTA FRIÐRIKSDÓTTIR Á REYÐARFIRÐI sagði að mjög al menn þátttaka væri meðal kvenna að taka sér fri. Ekki er unnið I fiski þar nú, en i sláturhúsinu starfa nú 29 konur og munu þær allar taka sér fri. Þá er sömu sögu að segja um stúlkur á hóteli staðarins, svo og þær sem kennslu annast og vinna við afgreiðslu. Góðar undir- tektir fengust strsx við hun-- ' ina um kvenn»<-r'*’ -a-uyn - .—•riiO og var gengio „•■I með lista til könnunar. Gréta sagði að þar væri ekki fyrirhugað- ur fundur, en vel gæti verið að konur brygðu sér til Neskaup- staðar, þar sem verður opið hús fyrir konur á föstudaginn. MARGRÉT GÍSLADÓTTIR Á EGILSSTÖÐUM sagðist ekki vita til að dagskrá yrði, en aftur á móti væri hugur i konum að leggja niður vinnu, meðal annars i kaup- félaginu, svo og á prjónastofu staðarins. í HAFNARFIRÐI stóð bandalag kvenna þar fyrir stofnun starfs- hóps um kvennafriið og var dreifi- bréf sent i hvert hús og á flesta vinnustaði. Fundur hefst á Thors- plani við Linnetsstig kl. 12.30 og verða þar flutt þrjú ávörp og einnig verður fjöldasöngur. Strætisvagnar verða við höndina að loknum fundi og munu konur hugsa sér að fjölmenna á útifund- inn i Reykjavik. Munu Hafnar- fjarðarkonur fara úr við Hljóm- skálann og ganga fylktu liði á Lækjartorg. f orðsendingu starfs- hópsins segir að konur séu hvattar til að gera helgarinnkaupin á fimmtudaginn og ganga framhjá þeim búðum, þar sem konur verða að vera við afgreiðslu á föstudag. HULDA SIGURBJÖRNSDÓTTIR Á SAUÐÁRKRÓKI sagði að opið hús yrði i Bifröst milli kl. 2 —6 og verður þar flutt dagskrá til skemmtunar og fróðleiks. Munu konur úr kaupstaðnum og úr sveit- unum i kring hafa hug á að fjöl- menna þangað. Vinna legas* - i báðum frystihn— niour unum — -ounum og verzl . og skrifstofum. Hulda sagði að ánægja væri með ákvörðun um fridag fyrir konur og teldu allir þetta sjálfsagt, bæði karlar og konur. JULÍUS ÞÓRÐARSON, FRÉTTA- RITARI Á AKRANESI, sagði: „Efst á blaði hér er sjálfsagt sú almenna þátttaka sem virðist vera i röðum kvenna að taka sér fri og gera sér dagamun. Stjórn sambands borgfirskra kvenna gengst fyrir ferð kvenna úr upp- sveitum Borgarfjarðar, úr Borgarnesi og af Akranesi tii Reykjavikur með Akraborg og verður lagt af stað héðan kl. 11.30 f.h. á föstudag. Um borð verður sungið og spilað. flutt ávörp og fleira. Siðan mæta kon- urnar á útifundinn i Reykjavik og að honum loknum verður farið i þau opnu hús sem verða I höfuð- borginni Heim verður lagt af stað kl. 1 9 og klukkan 20 verður fund- ur á Akranesi, þar sem fluttur verður hluti úr dagskrá Háskóla bíósf undarins, lesið úr verkum Guðmundar Böðvarssonar og fluttur Herdisar bragur Ólafsdótt- ur, sem hún nefnir „Áfram Skaga menn. Haldið markinu hreinu." HANSÍNA STEFÁNSDÓTTIR Á SELFOSSI sagði að fundur væri fyrirhugaður i Selfossbiói kl. 11.30 fyrir hádegi föstudag. Verða þar flutt ávörp, leikþáttur og söngur. Siðan munu þær konur sem það vilja og geta fara hóp- íeroir tii Keykjavikur og sækjo jt' fundinn og hefur verið höfð sam vinna við konur á FJyrarbakka Þo°^'SeVr,‘ rtveragerði og i ..okshöfn um ferðina. Er og vonast eftir þátttöku kvenna úr nágrannasveitunum. Fyrir þær sem ekki fara til Reykjavikur verð- ur opið hús i Tryggvaskála. Hansina sagði þátttöku góða, ekk- ert verður t.d. unnið i Mjólkurbúi Flóamanna, Landsbankanum og Kf. Höfn. Prjónastofa Selfoss. bakari og fleira verður allt lokað PÁLL ÁGÚSTSSON, FRÉITARIT- ARI Á PATREKSFIRÐI, sagði að konur myndu almennt leggja nið- ur vinnu, i báðum frystihúsunum og eins kvenkennarar staðarins Óvist væri með verzlunar- og skrifstofufólk, en einhugur virtist með konum um að þátttakan þyrfti að verða sem viðtækust. ELÍAS JÓNSSON, FRÉTTARITARI HÖFN j HORNAFIRÐI, sagði að þar hefðu konur á ýmsum vinnu- stöðum tekið sig saman um að undirbúa daginn. Hefðu konurnar fengið ókeypis afnot af félags- heimilinu Sindrabæ og verður þar opið hús kl. 10—7 og flutt þar dagskrá. Kynningarbréf var sent um ptássið og sagði Elias að þátt- taka virtist vera mjög almenn. ÁSGEIR LÁRUSSON, FRÉTTARIT- ARI Á NESKAUPSTAÐ, staði að mikil samstaða væri meðal kvenna um að taka sér fri og verður að loka ýmsum vinnustöð um þennan dag þess vegna, m.a. verður ekki unnið i frystihúsinu og kaupfélagið mun loka alveg. Þá er fyrirhugað að koma saman i félagsheimili staðarins og vera þar með ávörp og ýmislegt fleira •!l f róðleiks og afbre-1- . .-ringar. MRNDÍS TÓMASDÓTTIR í NJARÐVÍKUM sagði að kvenna félög sunnan Hafnarfjarðar hefðu tekið sig saman og ætluðu að halda samkomu i Stapa að kvöldi kvennadagsins. Hefur Stapi verið lánaður endurgjaldslaust til þessa. Verður þar borinn fram kvöldverð- ur og sjálfboðaliðar úr hópi karla sjá um matargerð. framreiðslu. dyravörzlu og annað sem að þvi lýtur. Verða flutt ávörp, Ijóð og lag kvennadagsins flutt, leikþáttur, söngur kvenna úr kvennakór Suðurnesja, gamanvisur, happ drætti og margt fleira. Fyrr um daginn eða kl. 1 er hópferð frá Bifreiðastöð Keflavikur á útifund inn í Reykjavik og kvaðst Arndis búast við ágætri þátttöku Þá er mjög almennur einhugúr kvenna á öllum stöðum á Suðurnesjum að leggja niður vinnu þennan dag, að sögn Arndisar KRISTJANA ÁGÚSTSDÓTTIR, FRÉTTARITARI í BUÐARDAL sagði að þar væri áhugi meðal kvenna að leggja niður vinnu. Stúlkur i kaupfélaginu svo og hjá pósti og sima munu ekki mæta til vinnu og á Laugum i Hvammssveit fellur kennsla niður þennan dag. Hvort konur muni leggja niður vinnu á heimilunum sagðist Kristjana ekki getað tjáð sig um. en jákvæður tónn væri meðal kvenna varðandi friið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.