Morgunblaðið - 23.10.1975, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. OKT0BER 1975
25
— Þá eru stjórn-
málamenn
Framhald af bls. 24
hefur verið við lýði siðustu
áratugina og með því að
það er ríkur þáttur í fjármögn-
un íbúðarhúsabygginga, hefur
beiting þess haft úrslitaáhrif á
þróun þessara mála i fram-
kvæmd. Sá þáttur er ein sorg-
arsagan til, þótt öðru vísi
væri til stofnað i upphafi. Er
hann reyndar svo flókinn, að hon-
um verða ekki gerð skil hér, nema
að litlu leyti.
I fyrsta lagi voru lánareglur
lengst af og eru enn mest megnis
sniðnar við handverk eða eins
konar heimilisiðnað. Það er lánað
út á hvern íbúðarbyggjanda út af
fyrir sig. Þetta hefur staðið í vegi
fyrir tækniframförum í smáu sem
stóru. Á síðustu árum hefur að-
eins ræst úr þessu með úthlutun
svokallaðra framkvæmdalána, en
þau hafa ekki náð að hafa nein
úrslitaáhrif, bæði vegna þeirra
takmarkana, sem þau eru háð, og
vegna þess að undirstöðuatriðin
eru í þeim ólestri, sem þau eru og
áður er getið.
í öðru lagi hefur ekki í alvöru
verið stuðlað að samræmingu í
fjármögnun, t.d. með samvinnu
við lífeyrissjóði og banka.
í þriðja lagi hefur lánakerfinu í
engu verið beitt sem hvata að
hagkvæmum framkvæmdum með
mismunandi lánaupphæð í sam-
ræmi við byggingarkostnað. Jafn-
framt allt of lftið til nýtingar á
eldra húsnæði.
í fjórða lagi hefur útborgun
lána ekki verið i neinu samræmi
við gang byggingaframkvæmda,
nema það litla, sem heyrir til
framkvæmdalánum. Útborgunin
hefur verið i of stórum summum
og allt of óörugg að tíma til. Þetta
hefur valdið ringulreið og verið
undirrót stórfelldra yfirborgana
og skattsvika, þegar hundruðum
milljóna hefur verið veitt til
framkvæmda á einu bretti, jafnt
við þensluástand og samdrátt.
Margt fleira mætti nefna um
beitingu lánakerfisins, en þetta
læt ég nægja að sinni.
í sama knérunn, þ.e. að stuðla
að handverki og módelsmíði, er
höggvið með verðlagningu á
vinnu iðnaðarmanna í viðkom-
andi iðngreinum og innheimtu
söluskatts af fjöldaframleiðslm
byggingareininga, sem nemur að-
eins 20%, eins og kunnugt er.
MEINVALDURINN
Áður í þessari grein sagði ég, að
löggjöfin um þessi mál væri full-
nægjandi. Ég þykist geta staðið
við það þótt ýmislegt megi þar
færa til enn betri vegar. En lög-
gjöf er lítilsvirði, sé henni ekki
fylgt fram. Og það er mergurinn
málsins í þessu tilfelli.
Framkvæmd þeirra laga og
reglugerða, sem um er að ræða,
hefur verið og er í megnasta
ólestri. Endurskoðun laga um
Húsnæðismálastofnun ríkisins,
sem nú hefur verið tilkynnt, er
því innantóm aðgerð í sjálfu sér,
þótt hún sé alveg vafalaust vel
meint.
Nú geri ég mér fulla grein fyrir
því að ádeila af þvf tagi, sem ég
hef lagt hér fram, fellur ekki í
góðan jarðveg hjá þeim embættis-
mönnum, sem sagt er til synd-
anna. Þó el ég þá von í brjósti, að
málflutningur minn og annað það
sem dregið hefur verið fram í
dagsljósið að undanförnu um
sömu mál, megni að hrífa hús-
næðis- og byggingarmálin úr
þeirri óhugnanlegu sjálfheldu,
sem þau eru í. Það er enginn verri
þótt hann vökni, segir máltækið.
Og þótt mönnum í ábyrgðarmikl-
um embættum hafi mistekist, er
þeim ekki meiri voði búinn, þótt
þeir taki sig á. Nei, alls ekki. Þeir
hafa einfaldlega allt að vinna,
engu að tapa.
Og sökin er í raun og veru alls
ekki þessara manna. Það eru póli-
tískir, kjörnir fulltrúar, sem
ábyrgðin hrín á, þegar öllu er á
botninn hvolft. Þetta er því
spurning um það, hvort stjórn-
málaforingjar þjóðarinnar sjá
skóginn fyrir trjánum — eður ei.
buröar-
fólk
Austurbær Uthverfi
Miðbær Kambsvegur
Vesturbær
Melabraut
Uppl. í síma 35408
Séð og heyrt
Framhald af bls. 19
undur heimsins. Yfirgripsmikil sérfræði gerir
manninn margefldan, það vita allir, en hitt er
jafnvíst að hún byggir ýmsu út, þrengir hugs-
anagang manna meira en góðu hófi gegnir.
Hugboðsvitund ræktast ekki lengur með mönn-
um, í hennar stað reikna þeir og reikna og oft
skakkt. Og sumt er ekki hægt að reikna, aðeins
geta sér til um, og það er upphaf stærðfræði.
Nútímauppfærslan á Volpone var smellin,
Rex Harrison var aldrei leiðinlegur, en siðfræð-
in í myndinni, ef siðfræði skal kalla, hefur
áreiðanlega reynst vangæfum tormelt.
Vordraumur var þunnur í roðinu, og það svo
að Ingrid Bergmann og Anthony Quinn breyttu
þar engu um. Þessar rullur hafa þau leikið með
peningana eina að markmiði.
Vaka var allrar athygli verð. Við vitum nú
hvernig umhorfs er uppi í Megasi. Þetta mega
tannlæknarnir hafa. Ölafur Haukur rak lestina.
Nú ríður á að Ieggjast flatur fyrir goluþyt að
utan. Hnífar hér og hnifar þar, hnífar milli
fótanna á kvenfólkinu, í handarkrikunum,
hnifar alstaðar. Hnifar, hnífar. Fleiri hnifa,
Ölafur. Það er þetta sem okkur vantar.
Bezti
eftirmaturinn
1/2 lítri köld mjólk
1 RÖYAL búðingspakki.
Hrcerið saman.
Tilbúið eftir 5 mínútur.
Súkkulaði karamellu
vanillu jarðarberja
sítrónu.
AlKa.VSIN'Í.ASIMINN Kli:
2248D
JRorflimbhiíiit)
iimi
Gerið verðsamanburð
Kaffi 1 /4 kg. 1 1 5 kr.
Ljóma smjörlíki 1/2 kg. 1 25 kr.
Flórsykur 1 Ibs. 105 kr.
River hrísgrjón 91 kr.
Libby's tómatssósa 146 kr.
Cheerios 1 45 kr.
Snak Corn Flakes 500 gr. 1 92 kr.
Jakobs tekex 84 kr.
Fiesta eldhúsrúllur 203 kr.
Regin WC pappír 24 rl. 1 288 kr.
Vex 3 kg. 567 kr.
Dixan 10 kg. 3.740 kr.
Opið til kl. 1 0 föstudag
Opið til kl. 12 laugardag.
>\* tl ^■lilÉlllltlÉÞIHimilllllN
vlV*. ÍV I Armul* 1A Huiytjm og h«imili«d S 86 112
Matvorud««ld S 86 111 Vefnfeftarv d S 86 1 1 3
Verkfræðingar — Tæknif ræðingar
Kynningin á
hitastillitækjum og notkun þeirra er í sam-
komusal okkar að Seljavegi 2 í dag kl. 16.00.
Vélsmiðjan
HEÐINN
h.f.