Morgunblaðið - 23.10.1975, Síða 36
TRDPICANA
■ sólargeislinn
frá Florida
/f^X SILFUR-
(nf )! SKEIFAN
U U BORÐSMJÖRLÍKI
SMJÖRLÍKIÐ
SEM ALLIR ÞEKKJA
FIMMTUDAGUR 23. OKTÓBER 1975
Róðrastöðvun við Suður-, Vest-
ur- og vestanvert Norðurland
— Sjómenn á Norðausturlandi og Austurlandi
tóku ekki þátt í mótmælunum gegn fiskverðinu
DAllD A CTÖIH/IIM clrínvario 4 f iclr íclrínaf Inlonnm f ró A Irnrovrí voctnr nm I anH t\tr hrinoinn allt qA II ii
RÓÐRASTÖÐVUN skipverja á fiskiskipaflotanum, frá Akureyri vestur um land og hringinn allt að Höfn
í Hornafirði, virðist nær undantekningalaust algjört — að þvf er Mbl. hafði spurnir af f gær,. Hins vegar
taka sjómenn, sem landa á Norðausturlandi og Austfjörðum, ekki þátt f stöðvun flotans. Kröfur
sjómannanna eru, eins og fram kom í blaðinu f gær, að gildi taki nýtt fiskverð og mótmæli við það verð,
sem Verðlagsráð sjávarútvegsins ákvað, svo og mótmæli við sjóðakerfi sjávarútvegsins og krafa um að
það verði lagt niður. Þó leggja menn misjafnt upp úr þessum kröfum. Vcstfirzkir sjómenn samþykktu t.d.
að halda verði Verðlagsráðsins, en krefjast afnáms sjóðakerfisins.
Fjöldi skipa var f öllum höfnum og Iágu skipin bundin við bryggjur og voru að tfnast inn fram eftir
degi f gær á áðurnefndu svæði. t gærkveldi tilkynnti t.d. Svalbakur, einn af togurum Útgerðarfélags
Akureyringa h.f., að hann væri að koma inn og jafnframt allir aðrir togarar félagsins. Svalbakur fór á
veiðar í fyrradag. Þá höfðu Grindvfkingar rætt um það f gær að allur floti þeirra, 30 til 40 skip frá 20
rúmlestir og upp úr, sigldi til Reykjavfkur í mótmælaskyni, en ekki hafði orðið úr því f gærkveldi.
Morgunblaðinu var kunnugt um fimm togskip að veiðum út af Austfjörðum og 4—5 minni báta en ekki
tókst að násambandi við skipsstjórnarmenn þeirra til að spyrja hvað ylli því að þeir hefðu ekki samstöðu
með skipstjórnarmönnum fiskiskipa annarsstaðar f landinu.
Samkvæmt fréttatilkynningu
frá Verðlagsráði sjávarútvegsins,
sem samþykkti verðákvörðun
samhljóða, er ákvörðunin óupp-
segjanleg og óumbreytanleg að
lögum og því ekki unnt að breyta
verðinu nema með breytingu á
lögum ráðsins eða að Alþingi
ákveði nýtt verð'. Fréttatilkynn-
ing frá Verðlagsráði er birt á öðr-
um stað f Mbl. í dag. Þá vinnur nú
stjórnskipuð nefnd að því að
endurskoða sjóðakerfi sjávarút-
vegsins og samkvæmt skipunar-
bréfi hennar á hún að hafa lokið
störfum fyrir 1. desember — eins
og krafa sjómannanna segir.
Virðist mál þetta því vera í hinum
alvarlegasta hnút.
Byrjað að
borga út
námslánin
VERIÐ ER að hefja útborgun
námslána nú þessa dagana, að
því er Sigurjón Valdimarsson,
framkvæmdastjóri LlN, tjáði
Morgunblaðinu f gær. Búið er
að senda út tilkynningu um
lánin til námsmanna eða um-
boðsmanna þeirra og að vanda
mun veðdeild Landsbankans
annast afgreiðslu lánanna fyr-
ir Lánasjóðinn. Námsmenn er-
lendis verða afgreiddir fyrst
en námsmenn hér heima sfðan
strax í kjölfarið.
Morgunblaðið hafði í gær sam-
band við fréttaritara sína um-
hverfis land allt til þess að spyrj-
ast fyrir um viðbrögð við málaleit-
an samstarfshóps yfir- og undir-
mannanna, sem upptökin áttu að
mótmælum sjómannanna. Fréttir
fréttaritaranna vegna þessa máls
fara hér á eftir.
Grindavík
Guðfinnur Bergsson, fréttarit-
ari Mbl., sagði að þar væri algjör
samstaða meðal sjómanna um
mótmælin. Þrír Grindavíkurbátar
hefðu þegar í gærmorgun haldið
inn til Reykjavíkur og væru þar f
mótmælaskyni. Eru það Hrafn
III, Þórir og Þórkatla II. 30 til 40
bátar lágu í höfninni í Grindavik
og biðu eftir kalli frá bátunum
þremur i Reykjavíkurhöfn, þann-
ig að ef þeim sýndust mótmælin
ekki bera árangur ætluðu bát-
arnir allir að sigla til Reykjavíkur
og raða sér i höfnina þar.
Sandgerði
Megnið af flota Sandgerðinga
fór til Reykjavíkur í fyrrinótt í
mótmælaskyni, 7 til 8 togbátar, og
sumir voru á leiðinni til Reykja-
víkur. Þrír trollbátar voru þó enn
í Sandgerðishöfn í gær. I Sand-
gerði var algjör samstaða meðal
sjómanna um mótmælin, en alls
sagði Jón Júlíusson, fréttaritari
Mbl., að 21 bátur væri nú gerður
út frá Sandgerði.
Keflavfk
Um 30 bátar lágu í gær í Njarð-
víkurhöfn og Keflavíkurhöfn og 2
til 3 bátar höfðu þegar haldið til
Reykjavikur. Almenn samstaða
mun vera í Keflavík um mót-
mælin, en þó sagði Heimir Stfgs-
son, fréttaritari Mbl., að ekki væri
vitað hvort bræla hefði áhrif á
einhverja og hún væri ástæðan
fyrir landlegu. Þó var að birta til f
gærkveldi og ef linu- og netabátar
héldu ekki á sjó i gærkveldi mátti
búast við þvi að það væri vegna
mótmæla.
Hafnarf jörður
Öskar Vigfússon í Hafnarfirði
sagði, að flestir Hafnarfjarðarbát-
ar væru komnir í höfn, og togar-
inn Júní sem hefði átt að fara úr
höfn eftir hádegi hefði hætt við
Framhald á bls. 20
Frá útifundi námsmanna ð Auturvelli I gærdag, sem haidinn var undir
kjörorðinu „Efnahagslegt jafnrétti til náms“. Ljósmynd Mbl. Ól. K. M.
„Vænti nýrra laga
um námslán fyrir jól
— sagði forsætisráðherra eftir
útifund námsmanna á Austurvelli
FJÖLDI námsmanna mætti á úti-
fundinum, sem Kjarabaráttu-
nefnd þeirra gekkst fyrir á Aust-
urvelli f gær og að sögn tals-
manna námsmanna voru um
4—5000 manns á fundinum, en
lögreglan telur að fundarmenn
hafi verið 3—4000. Þeir skólar
sem stóðu að útifundinum eru:
Fóstruskólinn, Fiskverkunarskól-
inn, Kennaraháskólinn, Iðnskól-
inn, Háskólinn, Tækniskólinn,
Stýrimannaskólinn, Vélskólinn,
Handfða- og myndlistarskólinn og
SINE (samband fslenzkra náms-
manna erlendis).
Ræðumenn á fundinum
fjölluðu vítt og breitt um kjör og
stöðu námsmanna og mótmæltu
þeim þrengingum sem legðust á
námsmenn með skertum náms-
lánum. Voru ræðumenn gagn-
rýnir og einn þeirra Gestur
Guðmundsson, gagnrýndi m.a.
Morgunblaðið fyrir að hafa sagt í
leiðara að námsmenn yrðu að taka
Fiskverð hefur hækkað um
33,5% frá síðustu áramótum
— Verðákvörðun óumbreytanleg,
nema með lögum frá Alþingi
VERÐLAGSRAÐ sjávarútvegsins
og sjávarútvegsráðuneytið gáfu f
gær út sína fréttatilkynninguna
hvort um mótmæli sjómanna við
verðákvörðun Verðlagsráðsins og
segir Verðlagsráðið m.a., að
ákvörðunin sé óuppsegjanleg af
hálfu seljenda og kaupenda og
verði ekki breytt nema með lög-
um frá Alþingi. Ennfremur segir,
að vegna markaðsaðstæðna hafi
ekki verið nánast nokkurt svig-
rúm til fiskverðshækkana og allt
þetta ár hafi verðið byggzt á inn-
stæðum f Verðjöfnunarsjóði.
Ráðuneytið bendir á f sinni til-
kynningu, að fiskverð hafi frá
áramótum hækkað um 33,5%,
sem sé meiri hækkun en átt hafi
sér stað f almennum kauptöxtum
f landinu á sama tfmabili og þetta
nýja verð hafi fengizt með þvf að
rfkissjóður ábyrgðist greiðslur úr
Verðjöfnunarsjóði, þar sem
hækkunin hafi verið umfram
greiðslugetu sjóðsins.
Fréttatilkynningar þessar fara
hér á eftir, fyrst tilkynning Verð-
lagsráðs, en sfðan tilkynning
sjávarútvegsráðuneytisins:
„í tilefni mótmæla og umræðna
um síðustu fiskverðsákvörðun vill
yfirnefnd Verðlagsráðs sjávarút-
vegsins taka fram eftirfarandi:
1. öll atriði verðákvörðunar,
þ.á m. stærðarmörk, voru gerð
samhljóða af fulltrúum kaupenda
og seljenda.
2. Verðákvörðunin er gerð sam-
kvæmt lögum um Verðlagsráð
sjávarútvegsins og gildir fyrir
tímabilið 1. október til 31.
desember n.k.
3. Verðákvörðunin er óupp-
segjanleg af hálfu seljenda og
kaupenda og verður ekki breytt
nema með lögum frá Alþingi, sem
annaðnvort þýðir breytingu á lög-
um um Verðlagsráð eða Alþingi
ákveði sjálft nýtt fiskverð fyrir
umrætt verðtimabil.
4. Vegna markaðsaðstæðna var
svigrúm yfirnefndar til fiskverðs-
hækkana nánast ekkert við þessa
verðákvörðun. Allt þetta ár hefur
fiskverð byggzt á innstæðum i
Verðjöfnunarsjóði. Við lok síð-
asta verðtímabils var innstæðan
til þurrðar gengin. Fiskverð fyrir
Framhald á bls. 17.
á sig fjárhagslegar byrðar eins og
aðrir landsmenn þegar illa áraði.
Einnig kom á fundinn hópur
menntaskólanema og fundinum
bárust fjölmargar baráttu-
kveðjur. Nokkrir fundarmenn
gengu undir raúðum fáun. Að
loknum fundinum var Geir Hall-
grímssyni forsætisráðherra
afhent samþykkt fundarins og
kom Geir út á tröppur Alþingis-
hússins og veifaði til fundar-
manna i kveðjuskyni.
Síðdegis í gær dreifði hópur
fundarmanna bréfi á nokkrum
vinnustöðum f Reykjavík til þess
að kynna málstað sinn. í næstu
viku er gert ráð fyrir að halda
fund með námsmönnum og
mennta- og fjármálaráðherra á
Hótel Sögu þar sem málin verða
þá væntanlega rædd.
Geir Hallgrimsson forsætisráð-
herra sagði í gærkvöldi um kröfur
námsmanna að hann tæki undir
kröfur þeirra um jafnrétti til
náms og kvað hann ríkisstjórnina
styðja þær kröfur. Þá gat forsæt-
isráðherra þess að nú væri verið
að semja ný lög um námslán, þvi
gildandi lög væru úr sér gengin.
Kvað hann unnið að þvi að þessi
lög yrðu afgreidd á Alþingi fyrir
jól, en forsætisráðherra kvaðst
vilja taka það skýrt fram að á
meðan efnahagsástandið væri
eins og það er, yrðu námsmenn
sem og aðrir landsmenn að búast
við þvi að það kæmi einhvers-
staðar niður úr þvi að við yrðum
og vildum standa á eigin fótum.
Á bls. 2 er birt fréttatilkynning
til Morgunblaðsins frá útifundi
námsmanna.