Morgunblaðið - 24.10.1975, Síða 18

Morgunblaðið - 24.10.1975, Síða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. OKT0BER 1975 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6, simi 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. f lausasölu 40,00 kr. eintakið. Við lifum í þjóðfé- lagi, sem er stjórnað af körlum. Einu gildir, hvort um er að ræða stjórnmál, opinbera stjórnsýslu, stjórn atvinnufyrir- tækja, hagsmunasamtaka eða annarra aðila, sem hafa með ákvarðanatöku að gera, flestar meiriháttar ákvarðanir eru teknar af körlum, a.m.k. á yfir- borðinu. Við státum okkur af jafnrétti kynjanna. Samt vitum við að þvi er ábótavant í veiga- miklum atriðum. Það er ekki ýkja langt síðan konur öðluðust rétt til sömu launa og karlar fyrir sömu vinnu. Þvi er haldið fram, að þótt þær hafi þau réttindi nú í orði sé svo ekki á borði i öllum tilvikum, þótt vafalaust hafi mikið áunnizt í þeim efnum. Markmið kvenréttindabar- áttu á okkar timum hefur fyrst og fremst verið það, að vekja konur sjálfar til vituhdar um stöðu þeirra og þann rétt, sem þær eiga til jafnréttis á við karla Þessi barátta miðar að hugarfarsbreytingu, jafnt hjá konum sem körlum, um stöðu konunnar í þjóðfélagí okkar. Þessi hugarfarsbreyting verður ekki á einum degi, en smátt og smátt verður hún að veruleika. Hún er forsenda þess, að konur geti notið jafnréttis á við karla. Hitt er svo rétt að miðað við mörg önnur lönd býr íslenzka konan við mikil mannréttindi. Hefur svo verið frá fornu fari, einkum við upph'af íslands- byggðar, eins og fram kemur í fornum heimildum. stefna, sem haldin var í sumar samþykkti ályktun, þar sem i. er gerð grein fyrir því, hvers vegna til þessara að- gerða er gripið. Þar segir: „Vegna þess, að vanti starfs- menn til illa launaðra og lítils metinna starfa, er auglýst eftir konu. Vegna þess, að meðal- laun kvenna við verzlunar- og skrifstofustörf eru aðeins 73% af meðallaunum karla við sömu störf. Vegna þess, að engin kona á sæti í aðalsamninga- nefnd Alþýðusambands ís- lands. Vegna þess, að mismun- ur á meóaltekjum verkakvenna og verkakarla er kr. 30.000 á mánuði. Vegna þess, að bændakonur eru ekki fullgildir aðilar að samtökum stéttar sinnar. Vegna þess, að algengt svar er, þegar spurt er um starf konu, sem gegnir húsmóður- starfi: „Hún gerir ekki neitt, hún er bara heima." Vegna einskis metin á vinnumarkaði. Sameiginleg niðurstaða er sú, að framlag kvenna til sam- félagsins sé lítils virt." Öll þau atriði, sem hér hafa verið talin og tilgreind eru sem ástæða fyrir kvennafrli I dag eru bæði þörf áminning og mikið ihugunarefni. Við búum ekki í þjóðfélagi jafnréttis, nema fullt jafnrétti riki milli kynja. Þegar konur mæta ekki til vinnu í dag, hvort sem er á vinnustöðum eða heimilum, sem hafa frá alda öðli verið hvað mikilvægustu skólar og vinnustaðir landsins, verður mönnum Ijósara en ella, að þjóðfélag okkar er ekki starf- hæft nema helmingur þjóðar- innar, sem eru konur, séu virkir þátttakendur i starfi þess. Sumir segja, að forsenda fyr- ir jafnrétti kvenna á við karla sé umbylting sjálfs þjóðfélagskerf- isins. Það er rangt. Konur geta þessa kjölfestu þjóðfélagsbygg- ingarinnar. En hlutur hennar hefur verið lítils metinn. í þeim efnum er hróplegast misréttið, sem rikir milli konunnar, sem vinnur á heimili sinu, og hinn- ar, sem vinnur utan heimilis. Um leið og hvatt er til jafnréttis milli karla og kvenna má ekki gleymast, að í dag ríkir ekki jafnrétti milli kvenna innbyrðis. Þótt kvennafriið sé líklega einstætt fyrir ísland skulum við líka minnast þess, að baráttan fyrir jafnrétti kvenna er alþjóð- leg. Hugmyndin um kvennafrí- ið hér er til orðin í tengslum við frumkvæði Sameinuðu þjóð- anna á þessu ári i baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. Þótt við í okkar litla samfélagi þurfum að gera mikið átak til þess að fullt jafnrétti náist, er Ijóst, að víða um lönd er hlutskipti kvenna hörmulegt. í baráttunni fyrir betra lífi hlýtur mannrétt- indabaráttan að sitja í fyrirrúmi — og við erum í raun að tala um almenn mannréttindi. í þessum efnum geta vafa- laust flestir verið sammála um markmiðið sem stefnt er að, þótt menn kunni að greina á um leiðir. Og auðvitað eru skiptar skoðanir meðal kvenna á íslandi um leiðir í jafnréttis- baráttu þeirra. Sumar konur taka sér frí frá störfum í dag — aðrar ekki. Afstaða hinna síðar- nefndu er á engan hátt ámælis- verð, nema síður væri. Þær vilja einfaldlega fara aðrar leið- ir. En markmiðið er eitt og hið sama: jafnrétti kynja. P.S. Frá deginum í dag að telja ættu aldrei að heyrast á íslandi gamlir, hvimleiðir „frasar" eins og: Konur og menn! Kona er ekki síður maður en karl. Of oft vill þetta gleymast. Jafnrétti — mannréttindi og kvenmenn í dag 24. október, á degi Sameinuðu þjóðanna, taka fjöl- margar konur á íslandi sér frí frá störfum. Þetta er líklega einstæður viðburður um heims- byggðina. Tilgangurinn með þessum aðgerðum er að sýna fram á, hvérs virði framlag kon- unnar í atvinnulífinu og á heim- ilinu, í daglegu lífi okkar allra, raunverulega er. Eftir daginn I dag þarf væntanlega ekki að deila um það framlag, því að búast má við, að atvinnulíf og margvísleg þjónusta lamist að verulegu leyti. Kvennaráð- þess, að til eru menn með ákvörðunarvald um stofnun dagvistarheimila fyrir börn, sem telja þau aðeins til að auka á leti kvenna. Vegna þess, að vinnuframlag bændakvenna I búrekstri er metið til kr. 1 75.000 á ári. Vegna þess, að kynferði umsækjenda ræður oft meiru um stöðuveitingu en menntun og hæfni. Vegna þess, að fordómar og í sumum tilvikum sjálft menntakerfið lokar ýmsum menntaleiðum fyrir stúlkum. Vegna þess, að starfsreynsla húsmóður er hlotið jafnrétti á við karla innan ramma þess þjóðfélags, sem við höfum byggt upp, en til þess þarf að verða hugarfars- breyting, jafnt hjá körlum sem konum. í sumum þjóðfélögum þar sem byltingar hafa orðið, er hlutskipti konunnar hvað verst. Á þessum degi er sérstak^. lega mikilsvert að hlutur hús- móðurinnar gleymist ekki. Fjöl- skyldan og heimilið eru horn- steinar okkar samfélags. Öllum öðrum fremur er það húsmóðir- in, sem hefur staðið vörð um Leikfélag Akureyrar: Tangó FYRIR skömmu frumsýndi Leikfélag Akureyrar Tangó eftir pólska absúrdistann Slavomir Mrozek, f. í Borzecin 1930. Mér hefur skilizt að hann sé bragðmesti laukurinn á athyglisverðum meiði pólskrar nútímaleikrit- unar, en á því sviði listar standi þeir framar flestum þjóðum. Mrozek hefur þótt beinskeyttur og napur ádeiluhöfundur á hið kommúniska lögregluþjóð- félag, en líka hefur hann beitt skeytum sínum að and- varaleysinu vestan járntjalds. Það kemur naumast á óvart, að Mrozek er meðal þeirra austur-evrópsku listamanna, er búsettir eru utan heima- lands síns. Fyrst bjó hann í Ítalíu, en síðar og nú I París að ég ætla. Fyrsta leikrit Mrozeks, sem sýnt var hér á landi, var einþáttungurinn Á rúmsjó, Lindarbæ 1966. Tangó var sýnt í Iðnó 1967 og Meðgöngutími sl. ár. Tangó á erindi til nútíma- mannsins, ekki sízt hér norður við Dumbshaf í Ijósi síðustu atburða: Foreldrarnir Elenóra og Stómil, höfðu á sínum tíma gert uppreisn gegn siðfágun Viktoriutima- bilsins og tekið sér algjört frjálsræði, jafnvel i kynferðis- málum. En þetta frjálsræði var innihaldslaúst og því andvana fætt; dagarnir líða við vín og spil eða fáránlegar og fánýtar tilraunir til sköp- unar. Sonurinn, Arthiír, er tilfinningaríkur og metnaðar- gjarn. Hann þolir ekki lengur lausungina á öllum sviðum, þráir að hverfa aftur til fastra forma Viktoríutímabilsins og gjörir gagnbyltingu með hjálp ömmubróður síns, Efgeníusar. Þegar sigurinn virðist vís, missir Arthúr trúna á þetta tiltæki, honum verður um megn að snúa ofan af snældu tímans. Nú er tækifærið fyrir hinn rudda- lega, ómenntaða skúrk, Edda, að koma fram á sjónar- sviðið. Þegar Arthúr skipar honum að drepa Efgeníus, fellur Arthúr sjálfur fyrir höggi fantsins, sem síðan neyðir Efgenius til þess að dansa við sig Tangó, — en aðrir hverfa hljóðlega á brott. Byltingin er um garð gengin. Hún hefur étið börn sín, sum- ir eru látnir hverfa, aðrir verða að dansa með. Þessi boðskapur er sannar- lega orð i tíma töluð. Sumir halda því fram, að blóma- skeið lýðræðislegra stjórnar- hátta sé liðið og hnignunin framundan. Við kunnum ekki fótum okkar forráð, njótum ekki frelsisins af því að við höfum ekki fundið þá lifsfyll- ingu, sem skapast af athöfn þarfri og sannri menningar- viðleitni. Þess i stað fer mestur okkar tími í tilgangs- lausa leiki og gaman og innbyrðis erjur, öfund og sókn eftir veraldlegum gæðum. Slíkt samfélag getur ekki staðizt til lengdar. Ógæf- an er óumflýjanleg, þótt við höfum vítin að varast bæði úr sögunni og fyrir augum okkar í fasista- og kommún- istaríkjum. Leikfélag Akureyrar réðst i stórvirki, þegar það setti á svið þetta margslungna og vandmeðfarna leikhúsverk. Það ber stjórn þess gott vitni, hversu vel tókst til um þessa sýningu. Heildarsvipurinn er góður og einstaka leikarar gera hlutverkum sínum ágæt skil. Ég nefni þar sérstaklega Gest Jónasson i gervi Edda, en túlkun hans var sterk og sannfærandi og stígandi til loka verksins. Sigurveig Jónsdóttir í gervi Elenóru sýndi það enn einu sinni, að hún er i flokki fremstu leik- kvenna landsins. Aðalhlut- verkið, Arthúr, er lejkið af Aðalsteini Bergdal og er það i fyrsta skipti, sem hann hefur slíkt hlutverk á hendi. Mér þótti honum takast framar vonum í góðri merkingu þess orðs að túlka þessa marg- ræðu, tilfinningaríku og kannski fáránlegu persónu. Saga Jónsdóttir fer með hlutverk Öllu, unnustu og frænku Arthúrs, með þeim hætti, að ekki leynir sér, að hún er að ná æ betri tökum á hlutverkum sínum. Júlíus Oddsson, hinn gamalkunni leikari, bregður sér nú á fjal- irnar á nýjan leik í gervi Stómils og gerir sumt vel, þótt mér falli ekki túlkun hans að öllu leyti og er hið sama að segja um Kristjönu Jónsdóttur í gervi Efgeniu. Árni Valur Viggósson leikur Efgeníus og féllu einkum gervi og hreyfingar vel að hlutyerkinu. Eyvindur Erlendsson er leikstjóri. Með þessari sýn- ingu hefur hann að minu viti sannað, að hann hefur tekið rétta stefnu í uppbyggingu og mótun atvinnuleikhússins Leikfélag Akureyrar. Mér eru það nokkur vonbrigði, að undirtektir bæjarbúa við Tangó skuli ekki meiri en raun ber vitni. Sýningin er góð, skemmtileg og á erindi við menn. Það er meira en hægt er að segja um marga þá dægrastytting, sem nú er helzt leitað eftir. Halldór Blöndal.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.