Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.11.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 7 r „Ég fyrirlít skoðanir þínar en ...” Frægur franskur hugsuður mælti eitthvað á þessa leið á sinni tlð: „Ég fyrirllt skoðanir þlnar — en ég er reiðubúinn að berjast til slðasta blóð- dropa fyrir rétti þlnum til að láta þær I Ijós!" Öllu kröftuglegar hefur ekki verið tekið undir þann frumrétt hvers einstakl- ings, sem I daglegu tali er nefndur skoðana- og tján- ingarfrelsi. Engu að slður er það staðreynd I dag, einkum I rlkjum hins svo- kallaða sósialisma, að það varðar viðurlögum, fang- elsun, pyntingum, útlegð og jafnvel llfláti að fylgja samvizku sinni I hugsun og orði, ef hún á ekki samleið með skoðunum valdhafanna. Þegar Þjóðviljinn nú heldur þvl fram, að hann sé I fararbroddi fyrir kröfu um aukin mannréttindi I Sovétrlkjunum er það sýndarbreyting sem er ekki ný bóla I þeim her- búðum. Gamli komma- kjarninn I Alþýðubandalag inu hefur löngum átt þann eiginleika ýmissa llfvera I náttúrunnar rlki að skipta um lit og laga sig að um- hverfinu til að villa öðrum sýn á eðli slnu og tilgangi. Þannig segir einn af frumkvöðlum sóslalism- ans á fslandi I „Stefnu og starfsháttum" (bls. 28): „Afstaða Sóslalistaflokks- ins til valdbeitingar styðst ekki við neinar algildar siðareglur, sem eru óháðar tlma og aðstæðum og eiga sér meira og minna trúarlegar og dulfræðilegar rætur. Afstaða flokksins er dialektisk og það merkir: Hann metur valdbeitingu eftir þýðingu hennar I hinni sögulegu þróun. Við tökum ekki sömu afstöðu til allra styrjalda." Eitt í dag og annaðámorgun f Þjóðviljanum 13. júnl 1940 segir: „Hvaða ástæða er til að halda, að sigur Vesturveldanna verði nokkuð vitund betri en sigur Þjóðverja?" Að- eins ári slðar (I Rétti 1941) segir sami höf- undur: „fslendingar! Gerið skyldu yðar I þvl striði, sem nú er háð til að ráða niðurlögum fasism- ans. Enginn má liggja á liði slnu." — Hvað hafði breytzt? Var það máske það, að I stað samvinnu Hitlers og Stalins um sundurlimun Póllands, elduðu þeir nú grátt silfur sln á milli? Nú fyrst máttu fslendingar taka afstöðu með lýðræðisrlkjunum. í Þjóðviljanum 3. febrúar 1939 standa þessi fleygu orð: „Við eig- um strax að leita tryggingar Bandarlkjanna og annarra rlkja fyrir sjálf- stæði voru og friðhelgi, svo við séum ekki ein- angraðir og varnarlaus- ir. . Og I „Bóndanum frá Kreml" er þetta sjónarmið áréttað enn sterkar (tilvitnun I Stalln): „Raunverulega táknar hlutleysistefna hliðhylli við árásina, útþenslu styrjaldarinnar og þróun hennar til heimsstyrjald- ar. f hlutleysisafstöðunni liggur viðleitni til að full- nægja þeirri ósk, að árásaraðilarnir séu ekki hindraðir I myrkraverkum slnum." Hverjum þjónuðu 1 þessi sjónarmið ísienzkra sósfalista þá? Og hverjum þjónar „hlutleysis- kenning" þeirra nú? í Þjóðviljanum 3. september 1939 stendur: „Sósíalistaflokkurinn hefur vakið eftirtekt á því, hve þýðingarmikil fjár- málaleg tengsl við Banda- rlkin væru. — Og þarf engum blöðum um það að fietta hve dýrmætt það gæti orðið okkur einmitt nú, að ná góðum fjármála- samböndum í Ameríku." Annað hljóð er nú i Þjóð- viljanum — og þó. Þáð er ekki lengra síðan en I ágúst í fyrra að síðari vinstri stjórnin lét af völd- um. Þá samdi reynslan og raunveruleikinn kapitula i þjóðarsögu okkar, sem vel gæti borið yfirskriftina: Orkuráðherrann og Union Carbide! íslenzkum sósialístum er frjálst að skipta um skoðun, sem betur fer. En fylgir hugur ætíð máli? Um það skal ekki fullyrt, en minna má á orð Tómasar Guðmundssonar, skálds: „Og ofbeldis- hneigðin, sem herjar um þjóðir og lönd,/ fær hvergi dulizt, hve títt sem hún litum skiptir./ í gær var hún máske brún þessi böðulshönd/ sem blóðug og rauð i dag sfnu vopni lyftir." L J Svœðamótin orðin hálfgerð vitleysa Spjallað við Lombardy skákdómara Á meðan kapparnir, sem berjast um réttinn tii þess að komast áfram á millisvæða- mótið i skák, öttu kappi á Hótel Esju á sunnudaginn hitti undirritaður skákdómara móts- ins W. Lombardy að máli og bað hann að svara nokkrum spurningum. Lombardy tók þeirri málalcitan Ijúfmannlega og fer viðtalið sem var mjög óformlegt, hér á eftir. Viltu byrja á því að segja okkur eitthvað um skákferil þinn. Um skákferil minn er litið að segja. Fyrir mér er hann enn sem opin bók. Það sem mér kemur helzt í hug er að ég varð heimsmeistari unglinga 1957 og hef þrisvar sigrað á opna bandaríska meistaramótinu. Ertu atvinnumaður í skák? Já, ég er atvinnumaður um þessar mundir. Hver eru helztu mót, sem þú hefur tekið þátt f að undan- förnu? Ég tefldi í Tallinn í vet- ur, í bandariska meistara- mótinu, í opna meistaramótinu og i minningarmóti Alexanders í Middlesborough. 1 öllum þessum mótum gekk mér vel gegn toppmönnunum en tapaði illa fyrir neðstu mönnunum. Þetta stafar af æfingaleysi. Þegar maður hefur ekki teflt' lengi ætlar maður sér ekki alltaf af gegn óþekktum mönn- um, en virðir hina sterkari sem fyrr. Heldurðu að styrkleiki skák- manna sé að aukast? Ég efast um það. Mikið er talað um að breiddin sé að aukast, en ég held að þetta stafi aðallega af því að nú eiga fleiri aðgang að skákritum en fyrr. Þeir eru þess vegna fleiri, sem geta lært utan að fimmtán til tuttugu leikja teóríur. Það þýðir ekki endilega að styrk- leikinn hafi aukist. Lombardy ræðir við Parma Eru margir atvinnumenn f Bandarfkjunum? Þeir eru allmargir núna. Reshevsky, Browne, Rogoff, Tarjan, Benkö og Bisguier eru allir atvinnumenn. Byrne og Evans eru báðir hálfatvinnu- menn og skrifa mikið um skák þótt þeir tefli ekki mikið. Byrne skrifar skákþætti í New York Times og hefur 23 þúsund dollara árslaun. Hins vegar teflir hann ekki mikið, og eftir einvígið við Spassky finnst mér hann ekki tefla af sama krafti sem fyrr. Annars hafa margir gerzt atvinnumenn eftir að Bobby Fischer varð valdur að „skákverðbólgunni" á sínum tíma. Margir þykjast sjá f þessu skjótfenginn gróða en fáir bera mikið úr býtum. Hvað um Fischer? Ég hef ekki hitt hann í rúmt ár og veit því lítið um hann. Hann virðist lifa mjög rólegu lífi í Kaliforniu. Heldurðu að hann hyggi á frekari taflmennsku? Ég veit það ekki. Fischer er mjög stoltur maður og hann telur sig hafa verið sviptan titlinum á ólögmætan hátt. Hann á sæti í næstu áskorenda- keppni, en í hans sporum myndi ég ekki taka þátt í þeirri keppni. Bobby hefur alltaf dáðst mikið að Mohammed Ali. Ali var líka sviptur sínum titli og vann hann aftur með þvf að byrja frá grunni. Kannski fer Bobby eins að. Heldurðu að Spassky eigi eft- ir að endurheimta heimsmeist- aratitilinn? Ég veit það ekki. Hann hefur ekki teflt mjög vel að undan- förnu. Kannski er það vegna hjónabandsmálanna. Vonandi tekst honum nú betur upp, þar sem hann er giftur í þriðja sinn. í skák geta menn leikið sama leiknum þrisvar án þess að tapa! Viltu segja nokkuð um þetta mót að lokum? Um úrslitin vil ég helzt ekkert segja, og sem dómari má ég engu spá. Héðan af verður þó erfitt að fella Ribli. Um svæðamótin almennt vil ég segja það, að mér finnst þau orðin hálfgerð vitleysa. Sjáðu t.d. þetta mót. Hér tefla saman í móti nokkrir stórmeist- arar og svo áhugamenn, sem enga möguleika eiga gegn þeim. Áhugamennirnir hafa ef til vill engu minni hæfileika, þeir hafa einfaldlega ekki eytt eins miklum tíma í skák og hinir. Hver kemst í millisvæða- mót ræðst svo af því hver nær beztum árangri gegn áhuga- mönnunum. Ég tel að FIDE ætti að skipuleggja sérstaka keppni fyrir áhugamenn og aðra fyrir atvinnumenn. Þá fengju allir réttlátt tækifæri og þá væri betur tryggt að sá bezti vinni að lokum. Og nú þurfti Lombardy að fara og fylgjast með skákunum. Við þökkuðum honum fyrir spjallið. Jón. Þ. Þór. Hinn margumtalaði og vinsæli vekur athygli á . . Þaö koma ávallt nýjar vörur í hverri viku á markaðinn Ótrúlegt vöruúrvai á frábærlega lágu veröi Látiö ekki happ úr hendi sleppa ATHUGIÐ! Markaöurinn stendur aðeins stuttan tíma a§TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS fa KARNABÆR Útsölumarkaöurinn, Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.