Morgunblaðið - 07.11.1975, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 07.11.1975, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1975 I I Morgunblaðinu sunnudaginn 2. nóvember birtist löng ritsmlð eftir Árna Grétar Finnsson, fasteignasala og bæjarráðsmann I Hafnarfirði. Ber þessi grein yfirskriftina „Málefni þroskaheftra barna I Hafnar- firði". Kemur þó fljótt I Ijós við lesturinn að ýmislegt annað er ofar I huga höfundar við samsetningu áðurnefndrar greinar en fyrirsögnin gefur til kynna. Tilefni þessarar löngu blaðagreinar er frásögn I Tímanum hinn 31. október s.l., en þar var fjallað um fyrirhuguð kaup Lionsmanna I Hafnarfirði með stuðn- ingi Kvenfélagsins Hringsins og For- eldrafélags þroskaheftra barna á við- jagasjóðshúsi I Norðurbænum I narnartirði, sem félögin hugðust nota til Ifknar fyrir þroskaheft börn I bænum. Er Lionsmenn hugðust ganga frá kaupunum hafði Viðlaga- sjóður selt húsið utanbæjarfólki og óskaði Lionsklúbburinn þá eftir þvl, að Hafnarfjarðarbær neytti forkaups- réttar slns, svo að húsið fengist til fyrirhugaðra afnota. Rétt er að taka fram, að Hafnarfjarðarbær á að sjálf- sögðu forkaupsrétt að þeim fasteign- um, sem seldar eru I bænum. Hófust nú bréfaskriftir þar sem hvorir báru aðra sökum, starfsmenn Viðlaga- sjóðs og Lionsmenn. Blaðamaður Tlmans leitaði frétta hjá mér varð- andi mál þetta og gaf ég honum I stuttu máli þær upplýsingar, sem ég sannastar vissi. Grein Árna Grétar Finnssonar gefur tilefni til að rekja þetta mál ýtarlegar. II. Kunnur islenzkur kennimaður komst svo að orði I ævisögu sinni. „að miklu mætti Ijúga með þögn- inni". Hér átti hann við þann frá- sagnarmáta að segja þann hluta sannleikans er hentar hverju sinni, en þegja sem fastast yfir hinum í grein Árna Grétars er þessari frá- sagnartækni fylgt, þar sem farið er satt með. Birt er greinargerð frá skrifstofustjóra Viðlagasjóðs óstytt og starfsmenn Viðlagasjóðs nefndir hlutlausir aðilar. Hinsvegar er birt stutt tilvitnun I eitt af þremur bréf- um Lionsmanna og setning í þeirri tilvitnun Árna Grétars er úrbréfi þvl þar sem Lionsmenn draga til baka ósk slna um að bærinn neyti for- kaupsréttar og er þannig: „Hringskonur og Lionsmenn hafa rætt þetta mál sln á milli með tilliti til bókunar bæjarráðs frá framan greindum fundi þess. í þeim við- ræðum kom fram, að ekki væri það vænlegt fyrir félögin að verða þess valdandi að kaupendur hússins yrðu bornir út." Hér llkur tilvitnun Árna Grétars, en setningunni I bréfi Lions- manna líkur hinsvegar þannig, „yrðu bornir út, þar sem segja má, að þau yrðu þolendur svika Viðlagasjóðs að ósekju " f deilum jafn hörðum og þeim, sem fram hafa farið milli fulltrúa Viðlaga- sjóðs annars vegar og fulltrúa Lions- klúbbs Hafnarfjarðar hinsvegar er furðulegt, að greinarhöfundur skuli leyfa sér að kveða upp þann dóm, að annar aðilinn sé „hlutlaus". Þarmeð hlýtur hinn málsaðilinn sem sagt Lionsmenn eða fulltrúi þeirra, séra Bragi Benediktsson félagsmálastjóri að vera sá aðilinn, sem sökina ber. Framkoma Árna Grétars gagnvart séra Braga er raunar alveg furðuleg ef marka má frásögnina I tfttnefndri grein en þar segir orðrétt: „Ungu hjónin báðu mig nú að hringja fyrir sig f Viðlagasjóð, hvað ég gerði. I þvf sfmtali tjáði viðmælandi minn hjá Viðlagasjóði mér það sama sem sagt það, að húsið væri frátekið fyrir Hafnarf jarðarbæ, sem ætlaði að starfrækja þar barnaheimili og enn- fremur að heimilið ætti að vera fyrir þroskaheft börn. Sagði hann mér, að stjórn félagsmála bæjarins hefði látið taka húsið frá fyrir Hafnar- fjarðarbæ. Undrun mfn varð ekki minni, þegar ég heyrði nafn þessa starfsmanns bæjarins getið f þessu sambandi, þar sem hann hafði aldrei minnzt á þessi húsakaup við bæjar- yfirvöld." Hvaða álit hefur Árni Grétar Finnsson á séra Braga. Er sennilegt að hann láti taka frá hús fyrir þroskaheft börn svona rétt sér til dægrastyttingar og án þess að þar búi neitt að baki? En bæjarráðs- maðurinn lætur að eigin sögn ekki svo Iftið að ræða við séra Braga og spyrja hann um málavexti, sem hefðu þó átt að vera hæg heimatök. Segir þetta sfna sögu. III. Með þvf að Árni Grétar hefur birt sfðasta bréf starfsmanna Viðlaga- sjóðs I grein sinni óstytt og lýst það „yfirlýsingu hlutlauss aðila" þykir mér rétt að biita hér þau bréf önnur, sem bárust bæjarráði Hf. vegna þessa máls, bæði frá fulltrúum Lionsklúbbsins og Viðlagasjóðs. 1. Bréf Braga Bened. f.h. Lions- klúbbs Hf., dags 1/7 '75. 2. Bréf Þorgeirs Halldórssonar f.h. Viðlagasjóðs. dags. 30/9 '75. 3. Bréf Braga Benediktssonar, dags. 9/10 '75 4. Bréf Lionsklúbbs Hafnarfjarðar og Kvenfélagsins Hringsins, dags. 8/10 '75. 5. Bréf Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, dags. 14/10 '75 Sfðasta bréf Lionsmanna barst inn á bæjarstjórnarfund hinn 14. október, en þar höfðu þeir eins og sjá má skipt algerlega um skoðun, frá þvf, sem fram kom f bréfi þeirra, dagsettu 6 dögum áður, voru brostn- ar forsendur fyrir tillögu minni og Árna Gunnlaugssonar um að Hafnar- fjarðarbær neytti forkaupsréttar að tfttnefndu húsi og drógum við hana þvf til baka. Frásögn Árna Gretars af þessum fundi er með endemum. Það er rétt. að einn bæjarfulltrúi rang- færði orð mfn þar á furðulegasta máta, einkum þar eð sá bæjarfulltrúi kennir sig gfarnan við drengskap og heiðarleika, og sagði hann þar að ég teldi þroskaheft börn annars flokks, en ummæli mfn höfðu öll gengið i aðra átt. Ég vil geta þess, að bæjar- fulltrúi Guðmundur Guðmunds- son, sem er jafnan málefna- legur og drengilegur f umræðum. leiðrétti þessa missögn á fundinum, þótt hann væri mér ósammála þar um aðra hluti. Einnig má geta þess að Árni Grétar var sjálfur ekki mættur á þessum bæjarstjórnarfundi og hefur þvf þessa frásögn eftir „maður sagði mér" heimild. IV. Nú er rétt að vfkja að þeim þætti málsins, sem orðið hefur Árna Grét- ari til svo mikillar pennagleði, sem raun ber vitni. Er taka skyldi ákvörð- un um, hvort Hafnarf jarðarbær skyldi neyta forkaupsréttar sfns að Heiðvangi 26. vildi ég kanna allar hliðar málsins sem bezt og átti meðal annars sfmtal við Þorgeir Hall- dórsson, sölumann hjá Viðlagasjóði. Hann tjáði mér, að Lionsmönnum f Hafnarfirði hefði verið settur frestur til að gera út um kaupin. en þeir virt hann að vettugi. Auk þess hefði Árni Grétar Finnsson, bæjarráðsmaður f Hafnarfirði. gefið viðlagasjóðs- mönnum þær upplýsingar að Hafnar- fjarðarbær ætlaði þroskaheftum börnum dagheimilispláss f nýrri byggingu, sem verið væri að reisa. Þessar upplýsingar gaf Þorgeir Hall- dórsson mér f óspurðum fréttum f sfma Viðlagasjóðs f skrifstofutfma þar. Hann staðfesti sfðan þessa frá- sögn f öðru samtali og kvaðst reiðu- búinn að standa við hana hvar sem væri og hvenær sem væri. f fram- haldi af þessu sendi ég honum þvf eftirfarandi bréf: Hr. sölumaður Þorgeir Halldórsson c/o Viðlagasjóður Vegna samræðna okkar varðandi sölu á húsinu Heiðvangi 26 f Hafnar- firði og umræðna á fundi f Bæjar- stjórn Hafnarfjarðar hinn 14. þessa mánaðar um sölu áðurnefnds húss, óska ég vinsamlegast svars við eftir- farandi: Rak Árni Grétar Finnsson, hæsta- réttarlögmaður og bæjarráðsmaður i Hafnarfirði, erindi ungu hjónanna, sem fengu áðurnefnt hús keypt, við Viðlagasjóð og gaf hann starfs- mönnum Viðlagasjóðs einhverjar upplýsingar um, að þegar hefði verið séð fyrir þeirri húsnæðisþörf þroska- heftra barna, sem Lionsmenn ætluðu húsið fyrir. á annan hátt og f öðru húsnæði? Sé svo, hverjar voru þá þær upplýsingar. Er mig tók að lengja eftir svari við þessu bréfi, hringdi ég til Þorgeirs og spurði hann, hvenær hann hygðist senda mér svar. Hann var þá daufur f dálkinn og bað mig að tala við skrif- stofustjórann, Braga Björnsson. en sá tjáði mér f stuttu máli sagt. að áðurnefndu bréfi yrði ekki svarað með sfnu leyfi. Ég spurði, hvort hann vildi þannig meina Þorgeiri Halldórs- syni að standa við orð sfn, en hann kvað málið útrætt af sinni hálfu. Væri ég nú að hafa rangt við eftir Þortjeiri, hefði hann að sjálfsögðu svarað bréfinu f samræmi við það, og ekki verður þvf trúað að óreyndu að hann hafi ekki þann drengskap til að bera að standa við orð sfn, ef á reynir. Árni Grétar segir, að ég geti hvergi fundið orðum mfnum stað og er það furðulega mælt, þar sem for- maður Viðlagasjóðs, Helgi Bergs, hefur lýst þvf yfir, að starfsmenn Viðlagasjóðs hafi tjáð sér, að Árni Grétar Finnsson bæjarfulltrúi hafi upp- lýst, að þarfir dagheimilis fyrir þroska- heft börn hefðu verið leystar I öðru húsnæði. Tel ég mig ekki þurfa frekari sannanir. Niðurstöðurnar af grein Á.G.F. eru f stuttu máli þessar: 1. Árni Grétar átti samtal við starfs- menn Viðlagasjóðs og gaf þeim upplýsingar þó að þeim upp- lýsingum beri eftir hans eigin frá- sögn ekki saman við þær upp- lýsingar, sem ég fékk þar um. 2. Árna Grétari var kunnugt um, að séra Bragi Benediktsson hafði látið taka áðurnefnt hús frá til Ifknar fyrir þroskaheft börn, en hirti ekki um að kanna það mál nánar. 3 Slðan var húsið selt umbjóð- endum Á.G.F. Nú kann einhver að spyrja. Er hér ekki um „Hafnfirzka innansveitar- króniku" að ræða og á hún nokkurt erindi I landsmálablöð. Þessu vil ég svara þannig: Viðlagasjóður er opinber stofnun og störf og yfirlýsingar embættis- manná þar sem slfkra koma öllum almenningi við. Og gefi fulltrúi, kosinn til þýðingarmikilla trúnaðar- starfa, upplýsingar, sem marktækar þykja vegna stöðu hans og þær upp- lýsingar gera sfðan gæfumun fyrir hóp einstaklinga, sem ekki getur sjálfur barizt fyrir rétti sfnum, er engin ástæða til að þögnin ein geymi slfkt. Að lokum vil ég óska þess, að bæjaryfirvöld I Hafnarfirði beri gæfu til þess að veita Lionsmönnum, Hringskonum og Foreldrafélagi þroskaheftra barna öflugan stuðn- ing, ekki aðeins I prði heldur einnig f verki við að koma hugsjónum sfnum f framkvæmd. Bréf Lionsklúbbs Hafnarfjarðar Hafnarfirði 1. júlf 1 975 Með bréfi þessu fer ég þess á leit við bæjarráð Hafnarfjarðar fyrir hönd Lionsklúbbs Hafnarfjarðar að það beiti sér fyrir þvf að klúbbnum verði tryggður forkaupsréttur að húsinu að Heiðvangi 26, sem er Viðlagasjóðshús. Hyggst klúbburinn nota sér þetta hús til Ifknar fyrir þroskaheft börn f bænum. Fyrir hönd Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, Bragi Benediktsson Til Bæjarráðs Hafnarfjarðar, Hafnarfirði. Bréf Þorgeirs Halldórssonar Reykjavfk, 30. sept. 1975 Varðandi sölu á húsinu Heiðvang- ur 26, Hafnarfirði, er það að segja, að sr. Bragi Friðrikssonn átti nokkur sfmtöl við undirritaðan um hús þetta. Húsið losnaði úr ábúð f maflok sl. og var þá ákveðinn frestur fyrir sr. Braga að ákveða fyrir hönd umbjóð- anda að kaupa húsið. Þegar þessi ákveðni frestur var liðinn og ekkert heyrðist frá þessum aðilum, þeir höfðu t.d. ekki komið sér til að skoða það, þá seldum við Ólafi Jónssyni húsið. Þorgeir Halldórsson Bréf Braga Benediktssonar Hafnarfirði 9. október 1975. Varðandi skýringu Þorgeirs Halldórssonar, sölustjóra hjá Við- lagasjóði, f bréfi til Bæjarráðs Hafn- arfjarðar dags. 30. sept. 1975 þar sem hann segir, að ákveðinn frestur hafi mér verið gefinn fyrir hönd um- bjóðenda að kaupa húsið að Heið- vangi 26 f Hafnarfirði, þá skal á það bent að hið sanna er, að hann lofaði mér að selja ekki húsið án þess að láta mig vita um það áður. Ekkert það kom nokkru sinni fram I málflutningi mfnum við hann, er bent gæti til þess, að Lionsklúbbur Hafnarfjarðar ætlaði sér ekki að kaupa húsið, og um ákveðna tfma- setningu þar að lútandi var aldrei talað. Þegar hins vegar að félagar úr Lionsklúbbi Hafnarfjarðar óskuðu eftir að fá að skoða húsið, var þeim sagt, að búið væri að afhenda Ólafi Jónssyni lyklana að þvl. Þetta er að mfnum dómi ósæmileg og vftaverð framkoma, einkum þar sem um Ifknarmál er að ræða. Séra Bragi Benediktsson, Til Bæjarráðs Hafnarfjarðar, Hafnarfirði. Bréf Lionsklúbbsins og Hringsins. Hafnarfirði 8. október 1 975. Til Bæjarráðs Hafnarfjarðar, Hafnarfirði. Bréf yðarfrá 3.10. 1975. Sem svar við ofangreindu bréfi yðar, þar sem óskað er umsagnar Lionsklúbbs Hafnarfjarðar um bréf Viðlagasjóðs dags. 30.9. 1975 til bæjarráðs, viljum við taka fram eftir- farandi: Lionsklúbbur Hafnarfjarðar hefir f engu hvikað frá þeirri ákvörðun sinni að kaupa húsið Heiðvang 26 með þeim kjörum sem Viðlagasjóður kynnti okkur I vor og við litum á sem gerðan samning, þó munnlegur væri. Meðfylgjandi þessu bréfi eru eftir- talin gögn: 1. Afrit af bréfi Lionsklúbbs til stjórnar Viðlagasjóðs, dags. 24. 6. 1975. 2. Bréf Braga Benediktssonar til bæjarráðs. 3. Bréf stjórnar Foreldrafélags þroskaheftra barna f Hafnarfirði og nágrenni. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar væntir þess fastlega, að bæjarráð sýni hug sinn til þessa Ifknarmáls með þvf að neyta forkaupsréttar að umræddu húsi að Heiðvangi 26 f Hafnarfirði. Óski bæjarráð eftir frekari upplýsing- um eða skýringum eru þær fúslega veittar. Virðingarfyllst, Jón Ól. Bjarnason. Garðar Halldórsson Jónas Hallgrlmsson Bragi Benediktsson Jón F Arndal Samþykkar ofangreindu bréfi sem styrktaraðilar að væntanlegu barna- heimili fyrir þroskaheft börn. Fyrir hönd Kvenfélagsins Hringsins, Guðbjörg Guðbrandsdóttir, Sjöfn Magnúsdóttir, Málfríður Stefándsóttir, Þórunn Pétursdóttir. Bréf Lionsklúbbs Hafnarfjarðar Hafnarfirði 14.10 '75 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, Hafnarfirði. Bréf yðar frá 10. okt. 1975. Á sfðastliðnu vori stuðlaði Lions- klúbbur Hafnarfjarðar að stofnun foreldrafélags þroskaheftra barna I Hafnarfirði og nágrenni, með það fyrir augum að koma á fót dagheimili fyrir þroskaheft börn innan 6 ára aldurs. Við vissum að þörfin fyrir slfkt heimili var mikil, en okkur grun- aði ekki hve mikil og knýjandi hún var, fyrr en við fórum að vinna að málinu. Um þetta leyti kom kvenfélagið Hringurinn til liðs við okkur og hefir heitið að leggja málinu lið eftir mætti. Sfðan skeður það, að okkur er gefinn kostur á að kaupa húsið nr. 26 við Heiðvang, sem við töjdum að hentaði mjög vel til slfkrar starfsemi. Álit okkar byggðum við m.a. á um- sögn forráðamanns hliðstæðs heimil- is á Selfossi og forstöðukonu þess, sem er þroskaþjálfi. Nú veit hæstvirt bæjarstjórn mæta- vel, að slfkt fyrirtæki sem húsakaup og rekstur dagheimilis þess sem hér um ræðir, kostar mikið fé og er ekki á færi góðgerðarfélaga f þessum bæ, aðstoðarlaust. Þrátt fyrir þessa stað- reynd ákváðu Lionsklúbbur Hafnar- fjarðar og Hringurinn að snúa bökum saman og festa kaup á þessu húsi, vegna hinnar miklu þarfar, þótt það væri þeim allt að þvf ofviða. Þegar hér var komið sögu og ákveðið var að ganga frá kaupunum, kemur f Ijós, AÐ VIÐLAGASJÓOUR HAFÐI GENGIÐ Á BAK ORÐA SINNA OG SELT ÖORUM HÚSIÐ. Þvf er ekki að leyna, að mikil urðu vonbrigðin hjá Lionsklúbbi Hafnar- fjarðar, Hringnum og ekki slzt for- eldrafélaginu, þegar svo var komið. Strax og vitnaðist hvernig komið var, eða 24. júnf var Viðlagasjóði skrifað. þessu athæfi mótmælt og ákveðið að koma þeim tilmælum til bæjarráðs að neyta forkaupsréttar sfns. Næst skeður það að Lionsklúbbi Hafnarfjarðar berst bréf frá bæjar- ráði, dags. 3. okt. s.l., þar sem leitað er eftir umsögn klúbbsins um bréf Viðlagasjóðs frá 30. sept. s.l. og að lokum bréf frá bæjarráði dags. 10. okt., þar sem svars er óskað fyrir 14. okt. Eins og nærri má geta er það alveg óyfirstfganlegt fyrir okkur að leggja fram 2 milljónir króna á tveim mán- uðum eins og krafizt er, en I sumar reiknuðum við með að hafa 6 mán- uði til stefnu og viðhorfin þvf allt önnur. Eftir að hafa lesið bókun bæjar- ráðs frá 1753. fundi þess, um málið Heiðvangur 26. fer það ekki á milli mála, að skiptar skoðanir eru um það. Hringskonur og Lionsmenn hafa rætt þetta mál sfn á milli með tilliti til bókunar bæjarráðs frá framan- greindum fundi þess. i ÞEIM VIÐ- RÆÐUM KOM FRAM AÐ EKKI VÆRI ÞAÐ VÆNLEGT FYRIR FÉ- LÖGIN AÐ VERÐA ÞESS VALDANDI AÐ KAUPENDUR HÚSSINS YRÐU BORNIR ÚR, ÞAR SEM SEGJA MÁ, AÐ ÞAU YRÐU ÞOLENDUR SVIKA VIÐLAGASJÓÐS, AÐ ÓSEKJU. Af þessari ástæðu væntum við þess að bæjarstjórn leysi málið á þann hátt að samþykkja tillögu um að leggja til annað húsnæði, ekki lakara, svo fljótt sem verða má, fyrir dagheimili handa þroskaheftum börnum f Hafnarfirði og nágrenni, eða á þann hátt sem bezt þykir henta f samvinnu við Lionsklúbb Hafnarfjarðar, Kvenfélagið Hringinn og Foreldrafélag þroskaheftra barna f Hafnarfirði og nágrenni. Með vinsemd og virðingu. f.h. stjórnar Lionsklúbbs Hafnarfjarðar Stefán Rafn Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir: Að gefnu tilefni r — vegna greinar Arna Grétars Finnssonar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.