Morgunblaðið - 07.11.1975, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 07.11.1975, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÖVEMBER 1975 37 VEI_V/VKAI\IDI Velvakandi svarar i síma 10-100 -kl 14- dags. -1 5, frá mánudegi til föstu- 0 Ógeðfelldur útvarpslestur „Uppalandi" við Asparfell skrifar: „Kæri Velvakandi! Ég er ein af þeim, sem fögnuðu þvi, þegar gamla útvarpsráðið fór frá og það nýja tók við. En ég verð því miður að segja það eins og er, að mér finnst ekki að dagskrá hljóðvarpsins hafi breytzt eins mikið og ég gerði mér vonir um, þó að ekki sé hægt að segja að kommúnistaáróðrinum sé dembt yfir mann i sama mæli og áður. Aðallega finnst mér, að það sé ekki nægilegt tillit tekið til þess, að börn og unglingar hlusta ekk- ert síður á útvarpið en fullorðnir. Ég skrifa þetta að gefnu tilefni. Þannig var, að sunnudaginn 2. nóv. kl. 19.25, þ.e.a.s. á beztatíma, þegar útvarpið er i gangi á flestum heimilum, rétt eftir frétt- ir og áður en sjónvarp hefst, þá les ungur rithöfundur og komm- únisti, Vésteinn Lúðviksson að nafni, úr nýrri skáldsögu eftir sjálfan sig. Nú er ég ekki að am- ast við þvi að rithöfundar lesi i útvarpið. Og þeir mega vera kommúnistar min vegna. Við lifum sem betur fer ekki i Sovét- rikjunum, þar sem óæskilegum rithöfundum er meinaður að- gangur að öllum fjölmiðlum. En mér finnst það skipta máli, hvers konar efni er útvarpað á þeim tima, þegar reikna má með þvi, að fjöldi barna og unglinga leggi við hlustir. 0 Hver er tilgangurinn? Ég hafði lesið bækur eftir þennan höfund og gat vel trúað honum til þess að flytja manni eitt og annað i samræmi við sínar skoðanir. En ég bjóst ekki við því að ábyrgur fjölmiðill færi á þessum tima að útvarpa efni, sem hefði slæm áhrif á tilfinningar barna og unglinga. Þetta hefði reyndar verið I lagi, ef ég hefði verið ein. En dætur mínar tvær, báðar á ungiingsaldri, hlustuðu líka og hlustuðu vel. Og þegar þær voru orðnar agndofa yfir vægast sagt ógeðfelldu nauðg- unaratriði, sem höfundurinn las af mikilli innlifun, þá var ég orðin of sein. Þær kveiktu bara á sínu eigin útvarpstæki, þegar ég ætlaði að slökkva. Þær voru svo i uppnámi út af þessu það sem eftir var kvöldsins og töluðu ekki um annað. Og mér kæmi það ekkert á óvart, þó að þær kæmu með þessa bók heim úr bókabílnum um leið og hún er komin út. Þá vaknar spurningin, hver sé tilgangur útvarpsins með því að flytja svona efni á þessum tima. Er verið að auglýsa þennan höf- und? Eða er vitandi vits verið að bauð Barböru af ákefð og það var hún sem niundi að Christer not- aði ekki s.vkur og að pabbi notaði rjóma í kaffið. Hún var alls staðar nálæg án þess að vera uppá- þrengjandi og hún gat sér tii um allar óskir Thords Ekstedt. En hún varð að spyrja tvfvegis hvort presturinn vildi meira kaffi, svo upptekinn var hann af þvf að horfa á eggjandi líkamsvöxt Bar- böru. Ég leit sekúndubrot á Hjör- dis og ég las bæði kfmni og skiln- ing f augnaráði hennar. Og þegar ég hlustaði á innantómt masið f Barböru varð ég örg og langaði til að standa upp og reyna að koma að minnsta kosti einum þessara karlvitleysingja f skilning um þetta sama. En þess f stað hóf ég ákaflega andrfka umræðu um sfðasta Ijóðasafn Par Lagerkvist og ég naul þeirrar illgirnislegu ánægju að ekkjunni ungu var algerlega fyrirmunað að taka þátt f henni, en hið sama gilti þvf miður um Hjördisi Holm og ég komst þvf fljótlega að þeirri niðurstöðu að ég hefði litlu fengið áorkað með þessari tilraunastarfsemi minni. Það sem eftir var kvöldsins gerðist fátt sem vcrt er að festa sér í minni. Það er ákaflega eðli- gera foreldrum uppeldi barna sinna erfiðara? Ég hélt það væri nóg samt. Ég fmynda mér, að útvarpsráð geti ekki skipt sér af öllum sköp- uðum hlutum innan sinna stofn- ana. En mér finnst sjálfsögð krafa, að það verði mörkuð ein- hver stefna i þessum málum. Með þakklæti fyrir birtinguna." Það gæti verið dagskrárdeild útvarpsins íhugunarefni, hvort ekki væri vert að reyna að tala um fyrir þeim, sem vilja flytja alþjóð slíkt efni, og vita hvort þeir geta ekki fundið til þess hugnanlegri kafla í ritverkum sinum en bréf- ritari lýsir hér að ofan. # Váfyrir dyrum Þessa fyrirsögn setur Guð- jón Bj. Guðlaugsson, Efstasundi 30, bréfi sínu, sem birtist hér aðeins stytt: „Nýlega voru birtar opinberar skýrslur, er sýndu þær hryggi- legu niðurstöður að tóbaks- og áfengisnautn unglinga ykist ár frá ári og færðist neðar í aldurs- flokkana og það, sem verst er, sérstaklega hjá ungum stúlkum, telpum. Sú niðurstaða er ógnvekj- andi fyrir nútið og framtið. Það mundu vonandi verða margar hendur á lofti til bjargar ef allur sá fjöldi unglinga, sem reykir, félli i eld, eða sá hópur unglinga, sem drekkur áfengi, félli i vatn. En það er litið aðhafzt til varnar í þessu máli, miðað við þörfina. Þó ber að þakka framlag og stuðning einstaklinga, og fé- laga, sem vinna móti eiturnautna- lífi, en fá þó ekki rönd við reist. Það er gott og blessað og reynd- ar nauðsynlegt að rannsaka hlut- ina og semja greinargóða skýrslu og benda á það, sem að er, en það er 'ekki nóg. Það verður að bæta úr þvi, sem að er. Gagnvart þessu máli þýða engin vettlingatök. Rikisstjórn og borgarstjórn verða að ganga fram fyrir skjöldu og stemma stigu við þvi að æska landsins brenni á báli sígarettunnar eða drúkkni i áfengisflóðinu. Það verður fyrst og fremst að stöðva sölu áfengis og tóbaks. Ríkisstjórn og Alþingi ættu að geta haft þá hluti i hendi sér, þar sem ríkið hefur einkasölu á áfengi og tóbaki. Það ættu að gilda sömu reglur um sölu tóbaks og áfengis að selja það eitt og ekkert annað í þeim búðum og þær ættu að vera sem allra fæstar og ekki nálægt öðrum verzlunum. Það er fáránleg tilhögun og móðgun við heiðarlegt fólk að hafa „konuríkið" í verzlunarsam- stæðu mitt á milli mjólkurbúðaij bakarís og matvörubúðar. Hætt er við að þær verzlanir græði ekki mikið á sambýlinu. Konurnar fari heldur i „ríkið sitt“ eftir þeim fregnum, sem þaðan berast i blöðum af viðskiptum þeirra. Þó að mér þætti prýðilegt að verzla á Laugarásvegi 1 hef ég ekki litið þar inn siðan áfengis- verzlunin kom i bygginguna og mun ekki gera meðan hún er þar. 0 Óþarfi og bölvaldur Þetta ástand í nautnamálum þjóðarinnar getur ekki og má ekki vara lengur ef vel á að fara. Það er ofboðslegt að tvö hundruð þúsund manna þjóð skuli eyða fimm til sex milljörðum í áfengis- og tóbakskaup á ári og þó er sem betur fer, allstór hópur manna og liklega stærri en margur heldur, sem ekki kaupir þann fjandans óþarfa og bölvald. Allur almenningur þarf að taka höndum saman I baráttunni gegn eiturnotkun og eiturverzlun. Það getur hver og einn með þvi að styðja þau félög, er vinna gegn eiturnautnunum, gerst meðlimir þeirra og styrktarfélagar. Það vinnst ekkert nema með samtökum. Það eru þó nokkur félög og sögnuðir, er vinna gegn eiturnautnalifi. Má þar nefna Góðtemplararegluna, unglinga- reglu hennar og Islenzka ung- templara, krabbameinsfélögin, ýmis bindindisfélög svo sem öku- manna, presta, kennara o.fL Sjöundadags aðventista, Hjálp- ræðisherinn, hvítasunnumenn og ýmsa fleiri. En þessir kraftar þyrftu að starfa meira saman og menn þurfa að leggja þeim lið. Vinnum öll saman að þvi að skapa okkur og börnum okkar betra þjóðfélag. Guðjón Bj. Guðlaugsson". HOGNI HREKKVISI ,Eigum við ekki að fá okkur dálítið snarl?“ OPIÐ TIL KL. 7 Ný sending frá Luxo lH LUXO er ljósgjafinn, verndið sjónina, varist eftirlíkingar Einnig nýkomnir Ijóskastarar SENDUM í PÚSTKRðFU UM LAND ALLT LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJOS & ORKA Suöurlandsbraut 12 sími 84488 03^ S1G6A V/öGA £ ‘ÍILVERAU Snót Vesturgötu 1 7, sími 12284 Vorum að taka upp úrval af selskapsblússum frá Sybille Claymar. Kjóla frá The London Mob. Einnig úrval af buxum, pilsum, blússum, mussum, bolum og peysum, Slæður, treflar og sjöl í mörgum litum. Vesturgötu 1 7, sími 12284.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.