Morgunblaðið - 13.11.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 13.11.1975, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÖVEMBER 1975 MORGUNBLAÐIÐ brá sér út á götu f gær og tók nokkra gangandi vegfarendur tali. Þótt þeir væru allir á einu máli um að umferðin væri alltof hröð og hættuleg, kom það lfka fram hjá þeim flestum, að þeir töldu að gangandi vegfarendur þyrftu að stórbæta sig líka, því alltof algengt væri að gangandi vegfarendur virtu ekki lög og reglur: „Hræddur við að senda börnin út á þennan vígvöll” Morgunblaðið ræðir við nokkra gangandi vegfarendur DAÐI ÓLAFSSON: „Því fer mjög fjarri að gangandi vegfarendur hagi sér vel í umferðinni. Þeir virða ekki reglur og líta ekki nægilega vel í kringum sig í umferðinni. Ég hef tölu- vert verið erlendis og held að hvergi sé ástandið verra en hér. í Austur-Evrópu tel ég vera gott iag á þessu. Gangandi vegfarendur hafa þar sömu skyldur og akandi vegfarendur og þeir borga lika sektir fyrir brot. Eg held að lögreglan þurfi að herða eftirlit með gangandi vegfarendum og leiða t.d. þá sem ganga yfir á rauðu ljósi yfir aftur eða hreinlega sekta þá. Þetta var gert fyrir nokkrum árum og virtist hafa áhrif. Það er mín reynsla að slysaaldan að undanförnu sé það sem fólk talar mest um og hefur mestar áhyggjur af og er það raunar ekkert skrítið. Ég hef sjálfur lent í bilslysi og veit þvi af eigin reynslu hvaða alvara er á ferðinni. Ég á sjálfur börn og hef alltaf áhyggjur af þeim úti í umferðinni, þessum vig- velli liggur mér við að segja eftir öll slysin að undanförnu og er hræddur við að senda þau þangað." Slysin eru alltof mörg EÐVALD HINRIKSSON: „Það er alltof mikið um slys í umferðinni, þetta er hreinasti ófögnuður. Bíl- arnir aka alltof hratt og gangandi vegfarendur gæta ekki nógu vel að sér. Það þarf að hafa meiri kennslu fyrir gangandi fólk og sérstaklega þó gamla fólkið. Það á að sýna gamla fólkinu myndir I sjónvarpinu'þar sem sýnt er hvernig á að haga sér I umferðinni.“ Eitthvað þarf að gera SVANHVIT SIGURGEIRS DÓTTIR: „Umferðin í bænum er alltof hröð og hættuleg. Fólk talar mikið um slysin og ailir eru sammála um að eitt- hvað þurfi að gera. Bæði ökumenn og gangandi veg- farendur verða að taka sig á.“ Maður verður að fara voða varlega GUÐBJARTUR ÓLAFS- SON, 10 ára: „Mér finnst voðalega vont að fara um göturnar því bílarnir fara svo hratt. Maður verður að fara voða varlega til að komi ekki eitthvað fyrir mann. Fullorðna fólkið talar mikið um slysin og við i skólanum tölum líka stundum um þau.“ Allir tala um ökuslysin KRISTJÁN MAR hilm- ARSSON OG LARUS HELGASON: „Það eru all- ir að tala um ökuslysin, líka í skólanum hjá okkur. Það eru allir sammála um að það þurfi að fækka slys- unum. Bílarnir keyra alltof hratt og gangandi vegfar- endur eru engu betri. Þeir fara ekki eftir umferðar- reglunum. Það ætti að kenna meira um umferð- ina og þá helst í skólunum eins og okkar skóla." Gangandi vegfar- endur fara ekki eftir neinum reglum MAGDALENA VAN ZUNDERT, FRA HOL- LANDI: „Ég kom til Is- lands 1957 og síðan þá hef- ur bílafjöldinn aukist alveg óskaplega en mér finnst göturnar ekki hafa batnað að sama skapi. Þær eru jafn þröngar. Sjáum til dæmis Suðurlandsbraut- ina, hún er eins breið og þegar ég flutti hingað ’57. Ég held að göturnar þoli bara ekki þessa mikln og of hröðu bílaumferð. Bllstjór- arnir eru margir slæmir en gangandi vegfarendur eru bara engu betri. Þeir fara ekki eftir neinum reglum, labba þvers og kruss yfir götur þar sem ekki eru gangstéttir, til dæmis á Laugaveginum og þeir ganga yfir götuna nokkr- um metrum frá gangbraut- unum. ökumennirnir eiga oft sök á slysum i umferð- inni en ég held að þeim sé alltof oft kennt um slys þar sem gangandi fólk hefur átt sökina." Það á að sekta þá brotlegu MAGNUS PALMASON: „Þetta eru alveg óskapleg slys dag eftir dag. Ég er nú mikið á ferðinni í umferð- inni bæði gangandi og með strætisvögnum og ég verð nú að segja eins og er að mér finnst gangandi fólk alltof kærulaust. Það er ekkert erfitt að ferðast um í umferðinni ef maður bara gætir að sér og virðir reglurnar. Ég tel að það þurfi að hafa meira eftirlit með gangandi fólki og lög- reglan á að sekta þá sem brjóta af sér. Núna er ekkert eftirlit með þessu. Fólkið anar út á götu í veg fyrir bílana og svo er bíl- stjórunum kennt um allt saman. Ég er nú samt Framhald á bls. 18 Bankarnir ætla að láta til skarar skríða vegna tékkamisferlis: Nálægt 4 þúsund tékkamál 1 gangi FYRIRSJAANLEGT er að bank- ar munu herða mjög eftirlit með tékkaviðskiptum á næstunni f kjölfar hinnar alvarlegu útkomu í skyndikönnun Seðlabankans hinn 7. nóvember sl. 1 þeirri könnun komu í ljós 1254 tékkar án fullnægjandi innstæðu og að fjárhæð samtals 102,5 milljónir króna. Þetta er þrisvar sinnum „VIÐ reynum allt hvað við getum til að ná húsinu til afnota fyrir fjölskylduna á ný, en lögmaður- inn heldur fast við sitt. Annars situr allt við það sama f málinu,“ sagði Kristinn Guðmundsson, bæjarstjóri f Hafnarfirði, f sam- tali við Morgunblaðið í gær vegna hins svo nefnda uppboðsmáls f Hafnarfirði. Þá hafði Mbl. samband við Ingvar Björnsson, bæjarlögmann, sem bæjarstjórn hefur nú vikið úr starfi vegna þessa máls. Ingvar sagði m.a. að um væri að ræða tvö uppboð á húsinu. Á því óhagstæðara hlutfall bæði hvað varðar hlutfall heildarveltu og fjölda innstæðulausra tékka en var f sfðustu skyndikönnun f marz sl. I framhaldi af könnuninni sl. föstudag hafa á þriðja tug tékka- mála verið send dómstólunum til meðferðar, og lokað hefur verið ávfsanareikningum um 20 aðila. Mun nú láta nærri að þannig séu fyrra hefði hann mætt án þess að hafa nokkur fyrirmæli og boðið í húsið, ennfremur hefði Lands- bankinn boðið í húsið. Hann hefði vitað, áður en til síðara uppboðs- ins kom, að rikisinnheimtan ætti kröfur í húsið, aftast í röðinni og hefði þurft að bjóða 2,4 millj. kr. til að allir veðhafar fengju sitt og hefði hann því ekki getað boðið lægri upphæð í það er til seinna uppboðsins kom, hvað hann hefði gert. „Eftir þetta uppboð var ég kallaður fyrir bæjarráð og var Framhald á bls. 15 nú um 4 þúsund innheimtumál vegna innstæðulausra tékka og er fjárhæð þeirra töluvert á annað hundrað milljónir króna að þvf er Björn Tryggvason, aðstoðar- bankastjóri hjá Seðlabankanum, tjáði Mbl. „Það er engum blöðum um það að fletta að ávfsanamál bankanna hafa farið úr böndum," sagði Björn, „Það mun vera nálægt 100 þúsund ávísanareikningar í gangi á landinu og það hefur komið i ljós, að ekki hefur reynzt unnt að háfa nægilegt eftirlit með þeim. En það er að því stefnt að hér verði breyting á og eftirlit með tékkaútgáfunni hert.“ Þegar niðurstöður könnunar- innar á föstudag lágu fyrir boðaði bankastjórn Seðlabankans fund með bankastjórum viðskipta- bönkunum og Samband spari- sjóða,þar sem þessi alvarlega út- koma var til umræðu og létu menn þar í Ijós áhyggjur með þessa þróun. Heildarfjárhæð inn- stæðulausu tékkanna sem fram komu í könnuninni reyndist vera um 3,1% af veltu föstudagsins í tékkum hjá ávísanadeild Seðla- bankans, en hún var nánar tiltek- ið 3,174 milljónir króna. Af ofangreindum innstæðulaus- um tékkum neitaði tékkainn- heimta Seðlabankans að taka ti! innheimtu 55 tékka samtals að fjárhæð 5,5 milljónir, en ástæðan fyrir þvf var sú, að útgefendur Framhald á bls. 18 „Eðlilegast að ég af- hendi eiginkonu upp- boðsþola minn rétt” — segir Ingvar Björnsson lögmaður Perúmenn auka sókn í ansjóveitu SKV. Reutersfrétt frá Washing- ton 11. nóv. munu Perúmenn gera nýja tilraun til að auka ansjóvetuveiðarnar. Mun ætlunin að f byrjun næstu viku hefji 300—400 bátar veiðar fyrir allri ströndinni. Yrði þá þátttakan f veiðunum nærri 10 sinnum meiri en undanfarnar vikur, þvf að þá stunduðu aðeins 30—50 bátar veiðar 4 daga vikunnar, syðst undan ströndinni. Yfirvöld í Perú vona, að hin aukna þátttaka í veiðunum, sem hefst n.k. mánudag 17. nóv., leiði til aukinnar veiði. Jafnframt láta þeir þess getið að þeir muni stöðva veiðarnar aftur, ef árangurinn verði ekki betri en hingað til. Segjast þeir stefna að 900.000 tonna ársframleiðslu á fiskmjöli, en höfðu áður ætlað að framleiða 1.200.000 tonn. Segjast Framhald á bls. 18 ViIjageraDag að dagblaði Akureyri 12. nóvember FRAMSÓKNARMENN á Norður- landi eystra hafa ákveðið að stefna að stofnun dagblaðs og að breyta Vikublaðinu Degi á Akur- eyri f það horf eins fljótt og við verður komið. Kjördæmisþing framsóknarmanna sem haldið var á Akureyri 8. og 9. nóvember sam- þykkti eftirfarandi um málið: „Átjánda kjördæmisþing fram- Framhald á bls. 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.