Morgunblaðið - 13.11.1975, Side 5

Morgunblaðið - 13.11.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 Landhelgismál í neðri deild: Ádeilur sem þjóna andstæðingum okkar SNARPAR umræður urðu I neðri deild alþingis f gær um landhelgis- mál, framkvæmd landheigisgæziu og hugsanlega samningsgerð um veiðiheimildir annarra þjóða. 0 Forsætisráðherra sagði m.a. efnislega: Óviðunandi ögranir viðmæl- enda okkar sýna takmarkaðan samningsvilja. Við stöndum þó sterkar að vfgi, eftir en áður, ef við látum reyna til fulls á þennan vilja. Jafnóviðeigandi eru hótanir Lúðvfks Jósepssonar f garð rfkisstjórnar og þingmanna vegna þessara viðræðna. 0 Dómsmálaráðherra sagði að samningurinn við Breta gengi úr gildi kl. 24 á miðnætti nk. fimmtudag, þ.e. f dag. Ennfremur að landhelgis- gæzlan myndi gegna hlutverki sfnu innan lögsögunnar allrar eftir þann tfma með sama hætti og utan samningsbundnu svæðanna áður. 0 Benedikt Gröndal sagði óviðeigandi að krefjast nákvæmra upplýs- inga um framkvæmd landhelgisgæzlunnar. Slfkar upplýsingar léti engin strandgæzla f té. Jafn rangt væri að efast um, að gæzlan myndi f einu og öllu gæta skyldu sinnar, eftir að samningar við Breta renna út. Sighvatur Björgvinsson sagði mjög óviðeigandi að skipherra tæki þátt í opinberum umræðum um pólitfskar ákvarðanir varðandi fisk- veiðilandhelgina. Það væri stjórnvalda að taka ákvarðanir, gæzlunnar að fylgja þeim eftir. Umræðurnar verða lauslega raktar efnislega hér á eftir. en ná nú jafnt til þeirra svæða, sem verið hefðu samningsbundin og annarra — og aðgerðir myndu að vissu marki háðar mati við- komandi skipherra. Ráðherrann kvað samnings- möguleika ekki sízt grundvallast á því, hvort Bretar héldu sig utan 200 mílna markanna, eftir að nú- verandi samkomulag væri úr gildi, meðan á samningaumleitun- lUðvík beinir spurn- INGUM TIL RÁÐHEBRA Lúðvfk Jósepsson (K) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í neðri deild Alþingis í gær til að ræða landhelgismál og landhelgis- gæzlu. Beindi hann þeirri spurn- ingu til dómsmálaráðherra, hvort gildandi samningar um veiði- heimildir við Breta gengju úr gildi á miðnætti f nótt eða sólar- hring siðar. Hánn spurðist einnig fyrir um, hvort rikisstjórnin vildi nú þegar og opinskátt skýra þingi og þjóð frá stöðu viðræðna við Breta og V-Þjóðverja, hvað við- ræður hefðu í raun leitt i ljós í því máli, svo landsmenn þyrftu ekki að fara í grafgötur með stað- reyndir málsins. Enn sem komið væri væru allar upplýsingar hér að lútandi trúnaðarmál stjórnar og landhelgisnefndar. Hinsvegar hefði Morgunblaðið, málgagn for- sætisráðherra, tæpt á því í leiðara i dag (þ.e. gær), að svo virtist sem hægt væri að ná „hagkvæmum samningum við V-Þjóðverja“. Timabært væri því að svipta allri hulu af málinu. Einnig vildi hann fá skýrt og skorinyrt fram, hvern veg yrði staðið að gæzlu land- helginnar, eftir að gerðir samn- ingar rynnu út, hvort ekki yrði ótvírætt teknir allir þeir land- helgisbrjótar, sem tök væru á að taka, eða veiðarfæri klippt aftan úr þeim; hvort skipherrar land- helgisgæzlu hefðu sjálfdæmi þar um, eins og vera þyrfti, eða hlíttu úrskurðum stjörnkerfis í landi hverju sinni. Krafðist hann ótví- ræðrar yfirlýsingar ráðherra um þetta efni. SAMNINGAR RENNA UT A MIÐNÆTTI 13. NÖVEMBER Ólafur Jóhanncsson dómsmála- ráðherra sagði brezka samning- inn hafa verið staðfestan með orð- sendingum síðla eftirmiðdegis 13/11. 1973 og hlotið samþykki Alþingis eftir hádegi sama dag. Samningstíminn hefði verið 2 ár frá gildistöku. Samkvæmt þvi bæri að lita svo á að hann væri úr gildi kl. 24 nk. fimmtudagskvöld (þ.e. á miðnætti í nótt). Hann sagði að löggæzlu i land- helginni myndi haldið uppi með venjulegum hætti eftir sem áður AIÞinCI um stæði. Þar færi bezt á, að þeir færu að dæmi V-Þjóðverja, sem nú héldu sig alfarið utan þeirra marka, til að undirstrika sam- komulagsvilja sinn. Naumast væri rétt að rjúfa þann trúnað, sem samkomulag hefði orðið um, varðandi samn- ingsviðræður, meðan á þeim stæði, enda hefði landhelgis- nefnd, sem fulltrúar allra flokka Lúðvlk Jósepsson Karvel Pálmason Jónas Árnason Björgvin Sigurðsson ættu sæti í, aðstöðu til að fylgjast með hverri hræringu málsins. Varðandi samninga eða ekki samninga væri hygginna manna háttur að sjá fyrst, skýrt og ótví- '•ætt, hvað í hugsanlegum samn- mgsdrögum kunni að felast, ef mál næðu þá svo langt, og móta síðan afstöðu til þeirra, eftir þvi sem samvizka hvers og eins segði til um. Framhald á bls. 18 Ný þingmál Nes í Norðfirði Lúðvík Jósepsson (K), Tómas Árnason (F) og Sverrir Hermannsson (S) flytja frum- varp til laga um eignarnáms- heimild fyrir Neskaupstað á hluta jarðarinnar Nes í Norð- firði með hjáleigunni Bakka og Natshvammi. Kaupstaður- inn er byggður í landi þessara jarða en á ekki litinn hluta hennar, sem er í einkaeign. Ríkisborgararéttur Fram er komið frumvarp til laga um veitingu islenzks ríkis- borgararéttar til 18 einstakl- inga, sem fullnægja þeim skil- yrðum, sem sett eru fyrir veit- ingu ríkisborgararéttar. Grundig radíófónn eykur heimilisgleðina ÍÍÍiiÍÍiliÍliiiPiiÍÍl U I H *MI* fliiiiiiifi!}! •! ■ j«í§í|íí|Í :,r!' ** f ÍÍÍIIIÍÍÍIÍI^! m t ÍlÍÍPfSitPÍff! I ■ Þetta er GRUNDIG Ballade 4, vandaður og glæsi- legur stereo radíófónn á hagstæðu verði. Viðtækið, sem er fullkomið og langdrægt, er með langbylgju, miðbylgju, stuttbylgju og FM. FM bylgjan er gerð fyrir stereo móttöku, en væntanlega hefjast stereo útsendingar útvarps áður en of langt um liður. Plötu- spilarinn, sem er af gerðinni Automatic 60, er auð- vitað stereo lika. Er hann byggður hvort heldur er fyrir einstakar plötur eða 6—7 plötur með sjálf- virkri skiptingu. Stórir, vandaðir „superphon“ há- talarar tryggja góðan hljómburð, auk þess, sem úttak er fyrir 2 viðbótarhátalara. I Ballade 4 er einnig hólf, sem nota má fyrir segulbandstæki eða plötugeymslu. — Ballade 4 er i valhnotukassa, og eru utanmál hans þessi: Breidd 133 sm., hæð 76 sm. og dýpt 36 sm. ( fáum orðum sagt, Ballade 4 er fallegt og fullkomið hljómtæki með 3ja ára ábyrgð og kostar aðeins kr. 111.100,00. Við eigum einnig 3 aðrar gerðir GRUNDIG radiófóna. Væri ekki heilla- ráð að koma við og kanna málið nánar? NESCO NESCO HF Letöandi fyrirtæki á sviöi sjónvarps-útvarps- og hljómtækja. Verzlun Laugavegi 10 Reykjavík. Símar: 19150-19192-27788

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.