Morgunblaðið - 13.11.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 13.11.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 — MPLA Framhald af bls. 1 af hafnarborginni Lobito sem FNLA og Unita náðu á sitt vald í sfðustu viku en bardögum hefur verið hætt I Cabinda sem er á valdi MPLA. I Lissabon er sagt að Francisco da Costa Gomes forseti hafi stutt þá kröfu kommúnista og nýlendu- ráðherrans, Vitor Crespo, að Portúgalar viðurkenndu stjórn MPLA, gegn þvi lögðust Jose Pin- heiro de Azevedo forsætis- ráðherra, Ernesto Melo Antunes utanrfkisráðherra og flokkar sósíalista og miðdemókrata og að lokum var ákveðið að viðurkenna enga stjórn í Angola. Dr. Agosthino Neto, foringi MPLA, neitaði að skera í sundur tertu sem var eins og Angola í laginu í veizlu sem var haldin í tilefni sjálfstæðisins. „Við ættum aldrei að skipta Angola,“ sagði hann. • • — Okusektir Framhald af bls. 32 teknir fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu. Sekt er 6000 krónur og heildarsekta- upphæð það sem af er mánuðinum þvf um 420 þús- und krónur. Samtals eru þetta sektir að upphæð 1,5 milljónir króna, bara fyrri helmingi þessa mánaðar. A fyrrnefndu tímabili hefur Reykjavíkurlögreglan tekið 45 ökumenn grunaða um ölvun við akstur. Sektar- greiðslur fyrir slfk brot nema jafnan tugum þús- unda auk réttindamissis og nemur þvf samanlögð sekta- greiðsla þessara 45 manna Ifklega nokkuð yfir eina milljón króna. — Refsiaðgerðir Framhald af bls. 1 Þingið hefur hins vegar kvatt til endurskoðunar á framlögum Bandaríkjanna til Sameinuðu þjóðanna sjálfra. Sagði dr. Kiss- inger að beiting efnahagslegra refsiaðgerða væri meiriháttar ákvörðun og hann virtist gefa til kynna að sá möguleiki væri ólfk- legur. Hann sagði að samþykktin hefði aukið á spennu, sundrungu og tortryggni í Miðausturlöndum og að hún spillti fyrir tilraunum til að koma á friði f þessum heims- hluta. I lsrael skoraði Yitzhak Rabin forsætisráðherra á Gyðingaleið- toga í heiminum að koma til fund- ar í Jerúsalem í lok mánaðarins til að ræða gagnráðstafanir vegna samþykktarinnar. Hann sagði að fundurinn ætti að undirstrika samstöðu Gyðinga og Ísraelsríkis og undirbúa upplýsingaherferð um allan heim. „ÞAÐ lifnaði mikið yfir veiðun- um hér við Máritanfu f dag og fengu þá öll íslenzku skipin sæmilegan afla. Þau eru hætt f makrflnum f bili, en eru nú farin að veiða sardinellu, sem er smár fiskur. Þessi fiskur heldur sig f 5—6 sjómílna fjarlægð frá ströndinni á 12 faðma djúpu vatni,“ sagði Eilif Johansen skip- stjóri á bræðsluskipinu Nor- global f gær. Hann sagði, að Sigurður hefði landað 228 lestum í gærmorgun, Guðmundur 256 lestum, Börkur 300 lestum, Óskar Halldórsson 200 lestum og Asberg 285 lestum. Ennfremur landaði Óskar Hall- dórsson 150 lestum af makríl í fyrradag. Efnt var til mótmælaaðgerða í dag í Tel Aviv, Haifa, Jerúsalem og öðrum bæjum f ísrael. Einnig var efnt til mótmæla við sendiráð landa sem studdu ályktunina. Unita, málgagn ítalska komm- únistaflokksins, lýsti sig mótfallið ályktuninni í dag og kvað hana veikja málstað Araba, Sameinuðu þjóðanna og friðar í Miðaustur- löndum. — Nálægt 4 þús. Framhald af bls. 2 þeirra tékka áttu samkvæmt gild- andi reglum hvergi að vera f tékkaviðskiptum vegna fyrri brota. Björn Tryggvason var spurður hvernig á þessu gæti staðið, og svaraði hann því til að þar gæti tvennt komið til. Menn sem hefðu gerzt brotlegir gætu leitað t.d. til útibúa banka og þar eð starfsfólk sýndi ekki nægilega aðgætni fengju þeir að opna þar nýjan reikning og hæfu leikinn að nýju. Stundum kæmi það til að menn notuðu fölsk nöfn ellegar nöfn fyrirtækja sem þeir hefðu sett á stofn. Hins vegar kvað Björn starfsfólk bankanna eiga að geta fylgzt með þeim aðilum sem brotlegir hefðu gerzt, þar eð Seðlabankinn sendi daglega út lista yfir þá er misnotað hefðu tékka, jafnframt því sem á hverju ári væri gefinn út svartur listi yfir þá sem sviptir hefðu verið ávfsanaheftum sakir misferlis. Björn kvað þó þetta eftirlit með misferli í tékkanotkun enn eiga eftir að aukast með tilkomu Reiknistofu bankanna en hún gerði það kleift að gera allsherjar- úttekt á tékkanotkuninni daglega og kæmu þá í leitirnar allir þeir sem gæfu út innstæðulausar ávísanir. Reiknistofa bankanna tók í fyrsta sinn þátt í skyndikönnun- inni sl. miðvikudag en hún náði m.a. til innlánsstofnana í Reykja- vfk, Kópavogi, Hafnarfirði, Kefla- vík og Selfossi, og að því er Björn tjáði blaðamanni Mbl. eru miklar vonir við hana bundnar í framtið- inni. Engu að síður kvað Björn ljóst, að fleira þyrfti að koma til en einungis hert eftirlit og mála- rekstur til innheimtu innstæðu- lausra ávísana. Var á fundi bankastjórnar Seðlabankans með bankastjórum viðskiptabankanna og Sambands sparisjóða m.a. ákveðið að taka gildandi reglur um tékka til endurskoðunar nú þegar, og verður það verk unnið í náinni samvinnu Seðlaþankans viðskiptabankanna og Sambands sparisjóða. Að því er Björn tjáði okkur hefur m.a. komið til greina f því sambandi að endurlífga ábyrgð framseljenda en sem kunnugt er hefur öll ábyrgð fram til þessa verið á herðum útgefenda. Væri þetta gert í því skyni að gera menn varkárari í því að taka við greiðslum í tékkum. Einnig er í athugun hvort viðskiptabankar og sparísjóðir eigi ekki að segja upp öllum ávísanareikningshöfum sínum en auglýsa síðan að þeir geti fengið reikninga sína aftur Að sögn Johansens var það höf- uðvandámálið við makrílveiðarn- ar, að nætur íslenzku skipanna voru of veikar fyrir fiskjnn. Makríllinn er alltof sterkur fyrir sverleika garnsins sem er í nót- unum, og af þessum sökum þurftu skipverjar að vera lang- tímum saman f nótaviðgerðum. Utgerðir skipanna treystu sér alls ekki til að láta setja upp sérstakar makrílnætur, því þær kosta ekki undir 30 milljónum króna. Þá sagði Johansen, að ekki þyrfti að kvarta undan veðrinu; hefði hitinn verið 28 gráður í gær og á þessum slóðum rigndi helzí aldrei. Skipin væru nú búin að fá samtals 3700 tonn og þar af næmi aflinn í gær 1270 iestum. gegn því að fá hjá viðskiptabönk- um sínum sérstakt bankaskírteini sem þeir þurfa eftirleiðis að fram- vfsa er þeir gefa út tékka. — Gangandi Framhald af bls. 2 ekkert að mæla þeim bót, því þeir eru alltof miklir glannar margir hverjir." Ástandið hvergi verra en hér BENEDIKT KRISTJANS- SON: „Ef við byrjum á gangbrautarljósunum þá verður maður alltof oft var við það að bílstjórar virða ekki ljósin og setja gang- andi fólk í stórhættu. Það má kannski segja að börn bjóði stundum hættunni heim því þau eiga það til að vera að fikta f ljósunum. Annars verð ég nú að segja það, að ég hef komið á nokkra staði erlendis og hvergi hef ég séð gangandi vegfarendur virða eins lítið umferðarreglurnar og hér heima. Erlendis gengur fólk ekki yfir á rauðu ljósi eða anar yfir götur þar sem ekki eru gangbrautir. Umferðin er alltof hröð hérna og því þarf að breyta en gangandi vegfarendur verða líka að gæta sín. Slysin að undan- förnu hafa verið alltof tíð.“ — Perúmenn Framhald af bls. 2 þeir nú hafa pantanir á 890.000 tonnum, en vegna dráttar á veru- legri veiði hafi kaupendur verið beðnir um að taka við mjölinu 60 dögum síðar en f fyrstu var ráð- gert. Erlendir kaupendur fisk- mjölsins hafa með einni eða tveimur undantekningum sam- þykkt frestun á afhendingu, sem upphaflega átti að vera í nóvem- ber/desember, fram yfir n.k. ára- mót. — Með kveðju Framhald af bls. 16 um frá Uganda þar sem sovét- stjórnin hefur slitið stjórn- málasambandi við landið. Amin ætlar að halda veizl- una til að þakka Rússum fyrir gott starf sem þeir hafi unnið f þágu Uganda að sögn útvarps- ins f Kampala. Amin hafði hótað að slfta stjórnmálasambandi við Rússa, þar sem hann kvað sendiherra þeirra reyna að neyða sig til að styðja marxista f Angola, ef háttsettur fulltrúi yrði ekki sendur til Kampala til að biðjast afsökunar, en Rússar urðu fyrri til. — Viðræður Framhald af bls. 16 þjóðirnar eigi að gegna í sam- bandi við lausn deilunnar og á hvaða hátt hinir 74 þúsund íbúar nýlendunnar eigi að hafa áhrif á lausn mála. Þeir, sem þátt taka í viðræð- unum eru Navarro, forsætis- ráðherra Spánar, Osman, for- sætisráðherra Marokkó, og Mouknass, utanríkisráðherra Máretaníu. Marokkönsku göngumenn- irnir eru nú í Tarfaya við landamæri Marokkó og Spönsku Sahara, og hefur komið fram, að þeir munu halda inn í nýlenduna á ný, verði samningaviðræðurnar árangurslausar. 16 spönsk her- skip eru við norðurströnd Afríku. — Samningar Framhald af bls. 3 Hörður Helgason, skrifstofu- stjóri f utanrfkisráðuneytinu, kvað það túlkun ráðuneytanna tveggja að samkomulagið rynni út á miðnætti næstkomandi, þ.e. aðfararnótt föstudags. Hörður sagði að þetta atriði hefði sérstaklega verið rætt f utanríkisráðuneytinu í fyrra- dag og ráðuneytið hefði síðan haft samráð við Baldur Möller og hefði aðilar þessir orðið sammála um þessa túlkun. — Alþingi Framhald af bls. 5 HÓTANIR 1 GARÐ ÞINGS OG RÍKISSTJÓRNAR Geir Hallgrfmsson forsætisráð- herra, vísaði til svara dómsmála- ráðherra, að því er varðaði fram- kvæmd löggæzlu í fiskveiðiland- helginni. Hann sagði að skýrsla um niðurstöður viðræðna ís- lenzkra og brezkra fiskifræðinga myndi lögð fyrir landhelgisnefnd í fyrramálið en niðurstöður henn- ar væru þegar kunnar. Ráðherrann sagði að viðræður hefðu dregist nokkuð á langinn, m.a. sökum þess, að beðið hefði verið endanlegrar skýrslu Haf- rannsóknastofnunar, en gefa hefði þurft fiskifræðingum og viðræðuaðilum annarra þjóða kost á að kynna sér staðreyndir hennar, sem jafnframt væru meg- inrök fyrir málstað íslenzku þjóð- arinnar, bæði út á við og inn á við. Hvað gert yrði opinskátt um viðræður við Breta og V-Þjóðvera, á viðkvæmu viðræðustigi, yrði að ráðast af eigin hagsmunum og samkomulagi þar um. Alþingi fengi væntanlega samningsdrög, ef nokkur yrðu, til meðferðar og opinnar umræður, áður en þau yrðu samþykkt eða þeim hafnað svo málið fengi óhjákvæmilega opinbera og lýðræðislega meðferð og afgreiðslu. Rétt væri, að viðræðuaðilar okkar hefðu borið fram ögranir, sem jöðruðu við hótanir. Slíkt bæri að harma og sýndi takmark- aðan samningsvilja. Hins vegar stæðum við íslendingar sterkari að vigi að láta reyna á samnings- vilja þeirra, en samningar gætu engir orðið, nema þeir þjónuðu hagsmunum okkar í bráð og lengd. Á sama hátt og slíkar ögranir viðræðuaðila væru ósæmilegar, væru hótanir Lúðvíks Jósepsson- ar í garð þingmanna og ríkis- stjórnar með öllu óviðeigandi. Afstaða þingmanna hlyti í þessu máli sem öðrum að fara eftir eigin mati þeirra, dómgreind og sam- Vizku. SKAMMDEGISDUMBUNGUR Jónas Arnason (K) sagði svör ráðherra minna á skammdegis- dumbung. Við ættum að sýna alla þá hörku sem mögulegt væri. Leiðari Morgunblaðsins, sem Lúð- vík hefði vitnað til, þjónaði þeim tilgangi einum, að veikja siðferð- isþrótt Islendinga og hvetja and- stæðinga okkar til meiri óskamm- feilni í kröfugerð og hegðan. Staða okkar nú væri hin sama og haustið 1973. Bretar væru nú, eins og þá, á mörkum þess að láta undan, enda væri gæzla okkar, með og ásamt vetrarveðrum, full- fær um að verja landhelgina. Þá- verandi forsætisráðherra hefði þá brugðið sér til London og gengið að samkomulagi, sem m.a. hefði leitt til núverandi ástands þorsk- stofnsins. Vitnaði Jónas til opinberra um- mæla Guðmundur Kjærnested skipherra, og viðbrögð, sem heppileg væru af okkar hálfu, og sagði jafnframt, að yfirvöld í landi hefðu ætíð haldið aftur af landhelgisgæzlunni og meinað henni að sýna mátt sinn og styrk. HVERTER VALD SKIPHERRA LANDHELGISGÆZLUNNAR? Lúðvík Jósepsson (K) taldi svör dómsmálaráðherra um fram- kvæmd landhelgisgæzlunnar með öllu óviðunandi. Krafðist hann þess að fá ótvírætt fram, hvort skipherrar landhelgisgæzlunnar hefðu sjálfdæmi um ákvarðanir, sem þeir teldu nauðsynlegar við störf sín. Hann vildi binda hugsanlega samninga við aðrar þjóðir kvöð um samþykki við þjóðaratkvæða- greiðslu. Um litið væri að semja; jafnvel þótt heildarsamningur við aðrar þjóðir yrðu miðaðir við 100 þús. tonn, þýddi það spón úr aski islenzka útvegsins. Hann sagðist enn aðvara ríkis- stjórn og þingmenn um að fara gegn þjóðarvilja í þessu máli. HVORT SEM I HLUT EIGA ISLENZK EÐA ERLEND SKIP Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra sagði það óþarfa, er Lúð- vik Jósepsson þættist ekki skilja svör sín. Hann sagðist ítreka, að landhelgisgæzlan myndi í einu og öllu fylgja starfsreglum sínum um vörzlu landhelginnar, hvort sem í hlut ættu íslenzk eða erlend veiðiskip, jafnt eftir að samn- ingar renna út sem áður, nema hvað varzlan næði þá til landhelg- innar allrar. SPURNINGAR ÍTREKAÐAR Karvel Pálmason (SFV) sagði ástæðu til að ítreka enn spurn- ingar L. J. um framkvæmd gæzl- unnar. Svör ráðherrans hefðu ekki verið ótviræð. Þá sagði hann augljóst, að ríkisstjórnin væri samningafús. Sá fúsleiki næði hins vegar ekki til íslenzku þjóðarinnar. SLÍKT MYNDU ENGIR STJÓRNENDUR STRANDGÆZLU GERA Benedikt Bröndal (A) sagði Al- þýðuflokkinn andvígan öllum samningum um veiðiheimildir, sér í lagi innan 50 mllna marka. Sú afstaða væri enn ákveðnari nú, eftir fengnar niðurstöður í skýrslu fiskifræðinga Hafrann- sóknastofnunarinnar. Benedikt sagði mjög óviðeig- andi að ræða um störf landhelgis- gæzlunnar með þeim hætti, sem einstakir þingmenn hefðu hér gert. Það eitt væri hægt að segja, að við myndum verja Iandhelgina með öllum tiltækum ráðum. En að krefjast nákvæmrar útlistunar á því, hvern veg henni yrði hagað, væri algjörlega út i hött. Slíkt myndi engin strandgæzla — eða stjórn strandgæzlu — gera. Sömu- leiðis væru allar efasemdir, fram settar á Alþingi, um að gæzlan gegndi ekki til fulls hlutverki sínu, varhugaverðar og nei- kvæðar og til þess eins að skemmta andstæðingum okkar. Siðan spurði hann um samninga við Belga, Norðmenn og Færey- inga. RÆTT VIÐ FÆREYINGA OG NORÐMENN Forsætisráðherra, Geir Hall- grímsson, sagði viðræður við Fær- eyinga og Norðmenn koma til um- ræðu í landhelgisnefnd í fyrra- málið (þ.e. í dag). Þegar hefði verið rætt einu sinni við Belga og þeim viðræðum myndi væntan- lega haldið áfram. Reynt yrði að flýta þvi að fá fram þau megin- atriði, sem samningar við þessar þjóðir yrðu að grundvallast á, ef af þeim yrði. ÓVIÐEIGANDI FRAMKOMA SKIPHERRA Sighvatur BjörgVinsson (A) sagði að það væri rikisstjórnarinnar, ekki skipherra landhelgisgæzl- unnar, að taka ákvarðanir um framkvæmd ákvarðana stjórn- valda. Hann sagði að orð dóms- málaráðherra um þetta efni hefðu verið óljós; draga hefði mátt þær ályktanir af þeim, að ákvarðana- taka væri hjá skipherrum land- helgisgæzlunnar. Vonandi hefði hann misskilið ráðherrann i þessu efni. Þingmaðurinn sagði það og mjög óviðeigandi að skipherra á gæzluskipi tæki opinberlega þátt i umræðúm um pólitiska stefnu- mörkun i vörzlu landhelginnar. Hans væri að framfylgja ákvörðunum stjórnvalda, hverjar sem þær yrðu. Slíkt myndi ekki liðast starfsmönnum strandgæzlu í nokkru öðru ríki, enda þyrftu skipherrar að sýna stjórnvölduir. fyllsta trúnað i hvívetna. Fengu 1300 lestir við Máritaníu í gær

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.