Morgunblaðið - 13.11.1975, Síða 22

Morgunblaðið - 13.11.1975, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. NÓVEMBER 1975 t Hjartkær eiginmaður minn SIGURÐUR ANDRÉSSON, skipstjóri Hringbraut 115, andaðist að morgni 1 1. nóvember í Landakotsspital^ Gróa Ólafsdóttir. Litla dóttir okkar. FJÓLA, verður jarðsett frá Kristkirkj'u í Landakoti, föstudaginn 1 4 nóvember kl. 1 5.00 Dagbjörg Baldursdóttir Frosti Sæmundsson. Frænka okkar, KRISTÍN SÆMUNDSDÓTTIR sem andaðist á sjúkrahúsi ísafjarðar 7 þ m. verður jarðsungin frá kirkju Hvitasunnusafnaðarins í Reykjavik fimmtudaginn 13 nóvember kl 15 Þeim sem vilja minnast hennar er bent á styrktarsjóði Hvitasunnusafn- aðarins Systkinabörnin + Eiginmaður minn og faðir okkar, BJARNIÞORLÁKSSON Múlakoti á Síðu, andaðist á Landspitalanum 8 nóvember Minningarathöfn um hann verður í Fossvogskirkju föstudaginn 14 nóvember kl 10:30 Útför hans verður gerð frá Prestsbakkakirkju á Síðu þriðjudaginn 18 nóvember kl 2 siðdegis Sigurveig Kristófersdóttir, Baldur Þ. Bjarnason, Helga M. Bjarnadóttir, Gunnlaugur Bjarnason, Guðrún L. Bjarnadóttir. + Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, ODDS JÓNSSONAR, fyrrum framkvæmdastjóra, Grenimel 25, fer fram frá Dómkirkjunni í dag, fimmtudaginn 13. nóvember kl 2 síðdegis Blóm vinsamlega afþökkuð Þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Eyvör I. Þorsteinsdóttir, Áslaug Oddsdóttir, Soffia Oddsdóttir, Sigríður Oddsdóttir, Kristín Oddsdóttir, Odd R. Lund, Marta Maria Oddsdóttir Þórður Magnússon, Jón Oddsson, og barnabörn + Alúðarþakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍOAR ODDSDÓTTUR, Páll Sigurgeirsson, Sverrir Pálsson, Ellen Pálsson, Gylfi Pálsson, Steinunn Theodórsdóttir, Helga I. Helgadóttir, Jórunn Oddsdóttir, og aðrir vandamenn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar. VALGERÐAR EVU VILHJÁLMSOÓTTUR, Jóhanna Eyþórsdóttir, Gunnar Eyþórsson Vilhjálmur Eyþórsson, Sigurður Eyþórsson. Minning: Oddur Jónsson fyrrum framkvæmdastjóri MR Oddur Jónsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur andaðist í Landa- kotsspítala 7. nóvember s.l. Með honum er horfinn af jarðnesku sjónarsviði merkur maður, sem mig langar til að minnast með fáeinum orðum. Við Oddur vorum samstarfs- menn í fulla fjóra áratugi og + KETILL BRANDSSON lést 1 1 nóv að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund Óskar Ketilsson. þekktumst því vel. Ég held að mér sé óhætt að segja, að samstarf okkar hafi alla tíð verið hnökra- laust. Það getur oft farið vel, að saman veljist menn sem eru nokk- uð hver á sínu sviði. Oddur var maður sem ánægjulegt var að starfa með, öruggur og áreiðan- legur og um leið raunsýnn, þann- ig að traust vakti hjá öllum sém áttu samskipti við hann eða unnu með honum. Oddur var fæddur 15. júlí 1892 að Álftanesi á Mýrum og var því rúmlega 83 ára er hann andaðist. Foreldrar hans voru Jón Oddsson óðalsbóndi þar og kona hans, Marta María Níelsdóttir (systir Haralds prófessors Níelssonar). Þau hjón eignuðust 7 börn; þeirra á meðal þær systur Odds, Ólöf kona Jóhanns Ármann Jónasson- ar úrsmiðs, Soffía kona Ara 0. Thorlacius endurskoðanda, og Svava kona Helga Asgeirssonar, Ökrum (bróður Bjarna á Reykj- um). Föður sinn missti Oddur + Útför mannsins mins, föður okkar og sonar mins SIGUROAR HJARTAR STEFÁNSSONAR Holtagerði 54 ferframfrá Fossvogskirkju föstudaginn 14 nóvember kl. 13.30. Sigriður Kristinsdóttir Sólveig Böðvarsdóttir Sigf ríð og Erna Kristin Konan mín + GUÐRÚN ERLENDSDÓTTIR Elliheimilinu Grund er látin Jarðarförin hefur farið fram Guðmundur Björnsson. + Eiginmaður minn STEFÁN KRISTJÁNSSON, Melgerði 1, Reykjavik lézt í Landspitalanum þriðjudaginn 1 1. nóv Kristln Bjarnadóttir. + Eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR, Torfufelli 21, sem lézt að heimili sinu þann 6 nóvember verður jarðsungin fimmtu- daginn 1 3 nóvember kl 2 síðdegis frá Stokkseyrarkirkju Hilmar Már Olgeirsson, Sigurður Jónasson, Oddný Steingrimsdóttir. Hinrik Árnason Guðleif E. Steingrimsdóttir, Jón Haraldsson, Anna M. Steingrimsdóttir, Davið M. Sigurðsson, Sigurbjörn Sigurðsson, Garðar Ó. Hinriksson, Ásgrimur Hinriksson, Steingrimur Jónsson, Baldvin A. Tómasson. + Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, ÖNNU ÞORSTEINSDÓTTUR, Bergstaðarstræti 9 B. Guðjón Magnússon, Emilia J Baldvinsdóttir, Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin Pálsson, Guðjón Heiðar Pálsson og Hlynur Guðjónsson. Lokað Vegna jarðarfarar ODDSJÓNSS0NAR fyrrverandi forstjóra verða allar deildir félagsins lokaðar frá hádegi í dag. Mjólkurfélag Reykjavíkur. 1895, en móðir hans giftist í ann- að sinn árið 1900 Haraldi Bjarna- syni (dóttursyni síra Þorkels Eyjólfssonar á Borg). Bjuggu þau áfram á Álftanesi. Dóttir þeirra, hálfsystir Odds, er Hulda kona Jónasar Böðvarssonar skipstjóra. Oddur fór á 3. ári til Þurfðar móðursystur sinnar, konu Páls Halldórssonar skólastjóra ; Stýri- mannaskólans og ólst að verulegu leyti upp hjá þeim. Oddur gekk i Verzlunarskóla tslands og brautskráðist þaðan 1911. Hann var bókhaldari hjá heildsölufirma Nathan & Olsen í Reykjavfk 1918—25, og þar kynntumst við fyrst. Árið 1925 tók hann við starfi skrifstofu- stjóra og fulltrúa hjá Mjólkur- félagi Reykjavíkur, en var siðan framkvæmdastjóri hjá því félagi frá 1946 til 1965 er hann lét af starfi fyrir aldurs sakir. Starf hans og stjórn hjá félaginu reynd- ust farsæl, og vegnaði því vel undir hans leiðsögu og umsjón. Fyrri kona Odds var frændkona hans Elín Hallgrímsdóttir Níels- sonar á Grímsstöðum, og eignuð- ust þau 3 dætur, sem allar eru á lífi: Áslaug er starfar á skrifstofu Sjóvátryggingarfélags íslands, Soffía skrifstofustúlka hjá Mjólkurfélagi Reykjavikur, og Sigríður hjá Eimskipafélagi íslands. Siðari kona Odds (1938) er Eyvör Ingibjörg dóttir Þor- steins skipstjóra og erindreka Fiskifélags íslands, Sveinssonar frá Gerðum. Þau Oddur og Eyvör eignuðust 3 börn, en þau eru Jón hæstaréttarlögmaður í Reykjavik, Kristín hjúkrunarkona, gift norskum manni, Odd R. Lund búsettum hér i Reykjavík, og Marta, stúdent, gift Þórði Magnússyni, þau eru bæði við framhaldsnám vestanhafs. Oddur var maður friður sýnum og glæsilegur, þannig að ekki var hægt annað en taka sérstaklega eftir honum í hópi annarra manna. Hið innra svaraði einnig til hins ytra, því hann átti höfðingjaskapgerð. Félagslyndur var hann og kunni vel við sig á góðra vina fundum, og var ætið einhver reisn yfir honum sam- hliða alúð hans. Félagi var hann m.a. í hinni íslonzku Oddfellow- reglu. Oddur var reglumaður alla tíð og gætti starfa sinna og stöðu af grandvarleika. Minning hans lifir skýr með þeim sem kynntust honum. Við hjónin og börn okkar vott- um eftirlifandi vandamönnum og vinum Odds Jónssonar samúð okkar. Yngvi Jóhannesson. í dag þegar Oddur Jónsson fyrr- verandi forstjóri Mjólkurfélags Reykjavíkur er kvaddur hinstu kveðju hvarflar hugur minn rösk 40 ár aftur í tímann allt til hausts- ins 1931. Þetta haust réðst ég til starfa á skrifstofu M.R. þá nýkom- in frá prófborði í erlendum verslunarskóla, án allrar verk- Úllaraskreyjlngar blómoool Gróðurhúsið v/Sigtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.