Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1975
13
Framhald á bls. 20
Við verðum að skrúfa fyrir — GOS!
Albert Kemp:
Hundaskammtur
„Hmdenburg-slysið”
í íslenzkri þýðingu
BÓK Michael MacDonald Mooney
um Hindenburg-slysið er komin
út í íslenzkri þýðingu Hauks
Agústssonar.
Bókin fjallar um lokaþáttinn í
sögu loftskipanna, seinustu ferð
siðasta loftskipsins vestur yfir
haf og hin skelfilegu endalok þess
í New Jersey að kvöldi hins 6. mai
1937.
Höfundur byrjar bók sína á því
að rekja sögu Zeppelinloftskip-
anna, hverfur svo að Hindenburg-
farinu, lýsir nákvæmlega sein-
ustu ferðinni og ýmsum af þvi
fólki sem tók þátt í henni, bæði af
áhöfn og úr hópi farþega. Siysinu
er síðan nákvæmlega lýst þegar
þessi glæsilegi farkostur leystist
upp I logum á örskammri stundu
og fjöldi manns fórst en aðrir
slösuðust og urðu örkumla menn.
Siðan er gerð grein fyrir eftir-
kvæmdar, sem vafalaust hefði
kostað einar 6 millj. kr., myndu
verða til þess að seinka um ófyrir-
sjáanlegan tima byggingu heilsu-
gæslustöðvar. Þó rann þetta upp
fyrir lækninum um síðir. Það var
þá sem hann tók undirskrifta-
sprettinn til þess að reyna að telja
fólki trú um að hann væri hinn
eini og sanni baráttumaður fyrir
heilsugæslustöðinni. Auðvitað
rituðu margir undir áskorun til
yfirvalda um að hraða byggingu
heilsugæslustöðvarinnar, en það
voru þó enn fleiri hér heima, og í
nærsveitum, sem bröstu að til-
burðum læknisins.
Ef hundaskammturinn hefði
farið vel í unga manninn þá hefði
hann vafalaust líka brosað að
blaðaúrklippum læknisins og
upphengingu þeirra i læknishúsi
hreppsins. En skammturinn hefir
verið alltof stór. Þess vegna hefir
maðurinn allt á hornum sér út af
því máli líka. llins vegar þarf
hann ekki að gera sér frekari
áhyggjur. Rétt yfirvöld sjá um að
menn fái ekki alltaf að þjóna Iund
sinni, ekkert frekar opinberir
starfsmenn eins og Iæknar, frekar
en aðrir. Ef læknirinn vill t.d.
hengja þessa grein upp á vegg hjá
sér er það meira en velkomið mín
vegna og alla þá veggi sem honum
sýnist. Hins vegar mun hann
sennilega reka sig á þann vegg,
sem reistur er til að koma í veg
fyrir að menn misnoti aðstöðu
sína eða hagi sér eins og hálfvitar
á almannafæri.
Það þarf að hugsa fyrir þvi i
nýju heilsugæslustöðinni að hafa
pláss fyrir sálfræðing.
Slippfélagið íReykjavíkhf
Málningarverksmiðjan Dugguvogi
Símar 33433og 33414
Einu sinni gáfu læknar
mönnum lyfseðil sem nefndur var
hundaskammtur. Læknirinn á Fá-
skrúðsfirði hefir nú gefið ungum
manni á staðnum einn slikan
skammt. Og áhrifin láta ekki á sér
standa. Þau má sjá í Morgunblað-
inu 15. nóvember s.l. Svo áhrifa-
mikill var skammturinn að neyt-
andinn hefir alveg misst sjónar á
aðalatriðum þess máls, sem hann
er að burðast við að fjalla um.
Aðalatriði málsins er það, að
framan af ári barðist læknirinn
okkar á hæl og hnakka fyrir þvi
að kjallari læknisbústaðarins
nýja yrði innréttaður sem heilsu-
gæslustöð fyrir hreppana þrjá,
Búðahrepp.Fáskrúðsfjarðarhrepp
og Stöðvarhrepp. Flestum öðrum
virtist augljóst, að fjárveitingar
hins opinbera til þeirrar fram-
Einar Júlíusson hjá bflnum á þaki Faxaskála.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.)
Yfir 200 bílar
ótollafgreiddir
NÚ ERU alls um eða yfir 200
bifreiðar ótollafgreiddar I bíla-
gevmslu Eimskipafélags tslands
á þaki Faxaskáia. Ýmsir hafa lýst
áhvggjum sínum vfir því hvernig
að bifreiðunum er búið á þessum
stað, þar eð særok gangi vfir bif-
reiðarnar á þessum stað og þær
sem lengst hafi þar staðið séu
byrjaðar að ryðga niður.
Að því er Einar Júlíusson, er
hefur yfirumsjón með þessum
ótollafgreiddu bifreiðum, tjáði
Morgunblaðinu eru þetta ástæðu-
lausar áhyggjur. Sagði Einar að
flestar bifreiðarnar sem nú væru
á þaki Faxaskála væru af nýjustu
árgerð og aðeins örfáar væru frá
eldri tíma, þvi að yfirleitt væri
töluverð hreyfing á bifreiðunum
á þessum stað, um 10—15 bif-
reiðar væru afgreiddar flesta
daga.
Einar sagði ennfremur, að þótt
bifreiðar hefðu staðið á þakinu i
nokkurn tima, bæri ekki á ryði á
þeim heldur væri ryðið að finna á
gömlum notuðum bifreiðum, er
fluttar hefðu verið til landsins og
hefðu þær þegar verið byrjaðar
að ryðga þegar hingað kom. Einar
sagði, að þak Faxaskála væri tví-
mælalaust bezta bílageymslan
sem hér væri völ á, og allar stað-
hæfingar um að bifreiðar, sem
þar væru geymdar, færu verr en
bifreiðar í öðrum útigeymslum,
væru rangar — þvert á móti væri
þak Faxaskála um margt skjól-
betra en önnur geymslusvæði.
Höfðingleg gjöf
BLAÐINU hefur borizt eftirfar-
andi frá Sjóði til rannsókna á
dulsálarfræði:
Sjóði til rannsókna i dulsálar-
fræði hefur borizt höfðingleg gjöf
til minningar um séra Svein Vik-
ing. Gjöfin kr. 250.000,- er úr
minningarsjóði séra Sveins Vik-
ings, sem stofnaður var á sínum
tíma af nemendum hans við
Samvinnuskólann að Hreðavatni.
Frumkvæðið að þessari ráðstöfun
minningarsjóðsins átti frú Sigur-
veig Gunnarsdóttir, ekkja séra
Sveins Víkings.
Gjöfinni verður varið til
rannsókna á dulrænni reynslu af
látnum, sem unnið er að í fram-
haldi af könnun þeirri á dulrænni
reynslu landsmanna, sem fram-
kvæmd var á vegum Sálfræði-
rannsókna Háskólans siðastliðinn
vetur.
Stjórn Sjóðs til rannsókna í dul-
sálarfræði færir frú Sigurveigu
og stjórn minningarsjóðs séra
Sveins Vfking kærarþakkirfyrir
þessa rausnarlegu gjöf. Einnig
skulu kærar þakkir færðar
ónefndum aðila, sem sendi kr.
100.000 inn á gíróreikning sjóðs-
ins, sem er nr. 60600.