Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.11.1975, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 20. NÓVEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, > Styrmir Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Sú ákvörðun ríkis- stjórnarinnar að setja fram á siðasta stigi samningavið- ræðna við Breta hugmyndir um 65 þúsund lesta ársafla þeirra á íslandsmiðum var vissulega skynsamleg og til þess fallin að styrkja stöðu og efla stuðning við málstað íslands á alþjóða- vettvangi. Eínar Ágústsson, utanríkisráðherra, hefur skýrt frá því, að hugmyndin hafi verið sú, að af þessum ársafla mættu Bretar veiða 55 þúsund lestir af þorski( en 10 þúsund lestir af öðrum fisktegundum. Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra, hefur lýst því yfir, að tilboð þetta beri að skoða sem algert hámark af íslands hálfu. Forsætisráðherra skýrði enn- fremur frá því í umræðum á Alþingi í fyrradag, að þessu sáttatilboði hefði fylgt skilyrði um viðurkenningu á 200 sjó- mílna íslenzkri fiskveiðilög- sögu, samkomulag yrði um veiðisvæði, fjölda skipa, veiði- tíma og friðunaraðgerðir, sem og um tollafríðindi fyrir sjávar- afurðir Nú kunna einhverjir að spyrja, hvers vegna ríkisstjórn- in hafi gert Bretum tilboð um 65 þúsund lesta ársafla, þar af 55 þúsund lesta þorskafla, þegar fyrir liggi skýrslur visindamanna, sem Bretar hafa samþykkt, sem sýni, að aðeins megi veiða á næsta ári 230 þúsund tonn af þorski á ís- landsmiðum, en það er um 100 þúsund lestum minna en við sjálfir höfum veitt og þvi af engu að taka. Til þess liggja þrjár ástæður. í fyrsta lagi aétti þetta tifboð íslendinga að sann- færa þær þjóðir í okkar heims- hluta, sem á annað borð láta sig fiskveiðideilu okkar og Breta einhverju skipta, um samningsvilja íslendinga. Hvernig er hægt að sýna meiri samningsvilja en með því að bjóða Bretum að veiða 55 þús- und tonn af þorski, þrátt fyrir þá niðurstöðu íslenzkra og brezkra visindamanna að ekki sé óhætt að veiða meira enn 230 þúsund tonn á næsta ári, ef ekki eigi ilta að fara? Við erum ekki einir í heiminum og þurfum á stuðningi annarra þjóða að halda, eins og sýndi sig í báðum fyrri þorskastriðum við Breta og þess vegna er þetta sáttatilboð af okkar hálfu við svo erfiðar aðstæður til þess fallið að efla þann stuðning sem við getum vænst frá ýmsum nágranna- og vinaþjóð- um á þeim erfiðu mánuðum, sem í hönd fara. í öðru lagi var alveg nauð- synlegt, að samningsvilji íslendinga lægi Ijós fyrir vegna stöðu mála á hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Það get- ur ráðið algerum úrslitum um þróun mála á hafréttarráðstefn- unni, hvernig við höldum á samningaviðræðum við aðrar þjóðir. Við höfum fært fisk- veiðimörk okkar út í 200 sjó- mílur I samræmi við frumvarp að nýjum hafréttarsáttmála, sem fyrir hafréttarráðstefnunni liggur. í þessu frumvarpi, eins og það hefur verið lagt fram, er tekið tillit til hagsmuna íslend- inga, en enginn vafi leikur á því, að tilraun verður gerð til þess að breyta frumvarpinu þannig, að hagsmunir okkar verði fyrir borð bornir. Þess vegna megum við ekkert gera, sem getur gefið þeim þjóðum byr undir báða vængi, sem vilja leggjast gegn þeim ákvæðum frumvarpsins, sem okkur eru til hagsbóta, oq er þetta ein af ástæðunum fyrir því, að ríkisstjórnin lagði fram þetta sáttatilboð við Breta. í þriðja lagi stöndum við frammi fyrir þeirri óhagganlegu staðreynd, sem Geir Hallgrims- son, forsætisráðherra, vakti at- hygli á i ræðu sinni á Alþingi i fyrradag, að reynslan hefur sýnt okkur, að bæði Bretar og Þjóðverjar hafa getað veitt um- talsvert magn af fiski á íslands- miðum, þrátt fyrir tilraunir okk- ar til þess að trufla þessar veið- ar. Þannig benti forsætisráð- herra á, að á árinu 1 973 hefðu Bretár og Þjóðverjar veitt á ís- landsmiðum nær 250 þúsund lestir af fiski og þar af veiddu Bretar um 1 55 þúsund lestir en langmestur hluti þess afla- magns var þorskur. Fyrri hluta ársins 1973 veiddu Bretar án herskipaverndar og þrátt fyrir stöðugar aðgerðir landhelgis- gæzlunnar, en síðari hluta þess árs veiddu Bretar undir her- skipavernd og ættu þessar töl- ur að nægja til þess að sýna fram á, hversu fráleitar fullyrð- ingar þeirra manna eru, sem halda því fram, að Bretar geti ekki veitt fisk hér við land undir herskipavernd eða þegar veiðar þeirra eru truflaðar af landhelg- isgæzlu okkar. Þegar slíkar staðreyndir blasa við vaknar sú spurning, ekki sízt i Ijósi skýrslu hafránnsóknastofnunar, hvort hægt sé að ná aflamagni Breta meira niður með samningum en án samninga. Það var einn- ig með þessar röksemdir í huga sem ríkisstjórnin gerði Bretum tilboð um 65 þúsund lesta árs- afla sem algert hámark. Þegar þessar röksemdir eru skoðaðar verður Ijóst, að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að leggja þetta tilboð fram styrkir stöðu íslands stórlega á al- þjóðavettvangi, á hafréttarráð- stefnunni og almennt í fisk- veiðideilunni við Breta. Bretar höfnuðu þessu sáttatilboði. Þeir sýndu ótrúlega óbilgirni í samningaviðræðum við okkur eins og Geir Hallgrimsson, for- sætisráðherra, sagði í þing- ræðu sinni og geta ekki við aðra sakazt en sjálfa sig í þeim efnum. Eins og við er að búast, heyrast nokkr- ar hjáróma raddir hér innan- lands, sem lagzt hafa gegn þessu sáttatilboði ríkis- stjórnarinnar en jafnvel hjá Lúðvik Jósepssyni, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, gætti lit- illar sannfæringar í umræðum á Alþingi í fyrradag, þegar hann gagnrýndi þetta tilboð og honum virtist meira í mun að það lægi Ijóst fyrir, að ekki yrði lengra gengið eins og forsætis- ráðherra hefur raunar lýst yfir. Sáttatilboðið styrkir stöðu íslands THE OBSERVER iStít THE OBSERVER THE OBSERVER öSíé& THE OBSERVER ^ THE OBSERVER *£&& THE O Er valdaskeið hvítra í Rhodesíu senn á enda ? Salísbury HVÍTIR fbúar Ródesíu, sem eru um 275.000 talsins, eru um þessar mundir í senn ráðþrota og þvermóðskufullir enda eru þeir á milli steins og sleggju. Annars vegar standa 6 milljón- ir þeldökkra landa þeirra og hins vegar erlend óánægjuöfl, en báðir aðilar vilja binda enda á þær ógöngur, sem stjórnar- skrá landsins hefur komið þeim í á undanförnum áratug. Þeir lifa í vellystingum praktuglega og loka augunum fyrir raunveruleika lífsins. Þessi hvíti þjóðflokkur hefur í vissum skilningi dagað uppí og þokað sér sjálfur fram á heljar- þrömina, enda er afstaða hans steinrunnin og Iítt í takti við 20. öldina. Fyrir skömmu fylgdist ég með minningarathöfn í Salis- bury, en hvítir menn hverfa æ oftar á vit stuttrar sögu sinnar í landinu. Kímileitir þeldökkir byggingaverkamenn litu upp frá vinnu sinni, er Clifford Dupont forseti, Ian Smith og ráðuneyti hans, allir klæddir svörtum fötum, og konur þeirra, ífærðar garðveizlukjól- um, þar sem gervallt jurtaríkið skartaði, minntust fyrstu braut- ryðjendanna, sem komu til borgarinnar árið 1890. Brautryðjendadagurinn nýt- ur algerrar sérstöðu í landinu, og á þessum eina degi ársins, er brezki fáninn dreginn við hún á opinberum byggingum. Og til að bæta gráu ofan á svart var tveimur þeldökkum hermönn- um skipað aftast í fylkinguna í heiðursskyni við fallna hvíta menn. Langt er hins hins vegar síðan nafn fyrsta þeldökka þjóðernissinnans, sem barðist gegn hvítum landnemum í Ródesíu, hefur verið afmáð úr sögunni. Það er stríðið í dag og á morg- un, sem hvítir Ródesíumenn hafa stöðugt í huga. Rikisstjórn Smiths er að búa þá undir átök með miklu brambqlti, hvatning- arræðum og sverðaglamri. Á börum og klúbbum verður hvítum mönnum tíðrætt um „baráttuhornið“ sem þeir nefna norð-austurhluta lands- ins, þar sem öryggissveitir sækja nú ákaft á hendur tæp- lega 300 skæruliðum þjóðernis- sinna, sem um 10 mánaða skeið hefur verið haldið frá vara- bækístöðvum sínum og birgða- leiðum. Bændur í Centenary- héraðinu í norðausturhluta landsins, nefna skæruliðana „terra“ stytting á enska orðinu terrorist, en þeldökkir Ródesíu- menn eru einfaldlega kallaðir ,,afar“ sem er stytting á orðinu Afríkumenn. Bændafólkið er nokkurn veginn óhult á bak við gaddavirsgirðingar, sandpoka og önnur varnarvirki, sem lýsir glöggt hugarfari hvíta þjóðar- brotsins. Sir Roy Welinsky, fyrrum forseta Mið- Afríkusambandsins, hafa farizt svo orð, að járntjald hafi verið dregið niður í Ródesíu. Valdir fréttamenn hafa verið útnefnd- ir stríðsfréttaritarar, og eftir ferðalög til „baráttuhersins” hafa þeír orðið að láta greinar sinar til nákvæms yfirlesturs og ritskoðunar. Hið glæsta tímarit „Hersveit- ir Ródesíu“ kom út í sérút- gáfu fyrir skömmu, og var þar minnzt tveggja atburða frá 1896, Mazoe-árásarinnar og Matabelle-uppreisnarinnar. Ennfremur var gerð grein fyrir framlagi Ródesíumanna (ein- göngu hvítra) í siðari heims- styrjöld. Á kápusíðu er tilvitn- un í Churchill með dæmigerðri stríðshvatningu. Þar á meðal eru orðin: „1 ósigri andspyrna." I september sl. féll Kelvin Stofey liðþálfi í sóknaraðgerð og var hann 73. meðlimur öryggissveitanna, sem lét lífið. Vegna dauða hans birtust 35 samúðarkveðjur í Rhodesian Herald, en aðeins 5 slíkar kveðjur voru skrifaðar vegna falls Bosopayi Calestino, sem var þeldökkur hermaður, er lét lífið í sömu aðgerð. Enda þótt ástandið virðist eftir DAVID MARTIN slétt og fellt á yfirborðinu eru mjög greinilegir þverbrestir að koma í ljós í yfirbyggingunni hvítu. Herinn færir út kvíarn- ar, og hægt er að kalla út vara- lið tvisvar til þrisvar á ári, 35 daga í senn. Kemur þetta illa niður á landbúnaði og við- skiptalífinu. Fyrir skömmu var herkvaðn- ingarkerfið fært út, og nær það nú til allra karlmanna á aldrin- um 25—38 ára. Áður en þessar ráðstafanir voru gerðar, var tal- ið, að 10.000 manns myndu taka þátt í hugsanlegri herferð, og náði sú tala til herskyldra manna eingöngu samkvæmt þá- verandi reglum. Enda þótt manntalsskýrslur sýni, að á fyrstu 7 mánuðum þessa árs hafi fleiri flutzt til landsins en frá þvf, en margt Portúgala frá Angóla og Mósambík hefur lagt leið sina til Ródesíu, kemur það á litlu haldi fyrir herinn, því að inn- flytjendur eru ekki herskyldir fyrr en eftir tveggja ára búsetu í landinu. Þar til í ágúst sl. þurftu þeir hins vegar ekki að gegna herþjónustu fyrr en eftir 5 ára búsetu. Hvíti minnihlutinn í Ródesíu gerir sér grein fyrir þeirri stað- reynd, að verði ekki komizt að samkomulagi við skæruliða, muni þeir samræma aðgerðir sínar og efna til áframhaldandi og aukinna aðgerða. Þeir halda dauðahaldi í þá von, að ef slíkt gerist, muni hviti minnihlutinn í Suður-Afríku knýja John Vorster forsætisráðherra til að senda þeim hermenn og vopn til varnar. Á hinn bóginn benda likur til, að Vorster vilji hvergi koma hærri, og reynist það svo, myndi baráttuþrek Ródesíu- manna lamast verulega. I við- tali, sem birtist við Ian Smith nýlega, viðurkenndi hann, að slíkt myndi hafa mjög afdrifa- rfkar afleiðingar, en þó að eng- inn stuðningur kæmi frá Suður- Afríku, myndu Ródesíumenn berjast til þrautar. En það er ekki einungis striðsótti, sem hrjáir hvita minnihlutann í Ródesíu, heldur er efnahagsvandi landsins orð- inn mjög knýjandi og krefst skjótrar úrlausnar. Eftir að refsiaðgerðirnar gegn stjórn Smiths komu til framkvæmda, hefur dyggilega verið haldið Ieyndum ýmsum tölfræðilegum upplýsingum, svo sem stöðunni í gjaldeyrismálum, en nú er hins vegar ljóst, að ástand efna- hagsmála í heiminum, svo sem verðbólga og síhækkandi olíu- verð hefur bitnað mjög harka- lega á efnahag landsins, sem hefur staðið tiltólulega vel af sér refsiaðgerðirnar sem slíkar. Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.