Morgunblaðið - 21.11.1975, Síða 8

Morgunblaðið - 21.11.1975, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1975 Sjálfstæðisfélagið Ingólfur, Hveragerði heldur aðalfund laugardaginn 22. nóv. kl. 1 4. í Hótel Hveragerði. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Akureyri — Akureyri Aðalfundur fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri verður haldinn sunnudaginn 23. nóvember kl. 15.30 i Sjálfstæðishúsinu. Dag- skrá venjuleg aðalfundarstörf. Matthías A. Mathtesen, fjármálaráðherra mun ræða um stjórnmálaviðhorfin. Fulltrúaráðsfulltrúar hvattir til að mæta Stjórnin. Landbúnaðarmál Ráðstefna SUS um Landbúnaðarmál verður haldin að Fólkvangi Kjalarnesi laugardaginn 22. nóvember 1975. Dagskrá: kl. 10.00 Ráðstefnan sett: Friðrik Sophusson form. SUS. kl. 10:10 Er róttækra breytinga þörf í landbúnaði?: Óðinn Sigþórs- son Einarsnesi, Gunnar Jóhannsson Ásmundarstöðum og Þorkell Fjeldsted Ferjukoti. kl. 1 1:00 Almennar umræður. kl. 12:00 Hádegisverður. Ingólfur Jónsson fyrrv. ráðherra flytur ávarp. kl. 13:15 Nýir möguleikar til innlendrar fóðuröflunar: Gunnar Bjarnason ráðunautur. kl. 1 ó Fynrspurmr til ræðumanna. kl. 14 15 Er verðmyndunarkerfi landbúnaðarins úrelt?: Pálmi Jóns- son alþ m og Jónas Kristjánsson ritstjóri. kl. 15:15 Kaffi. kl. 15:40 Almennar umræður. kl. 18:00 Kosning ályktunarnefndar og ráðstefnuslit. Ráðstefnustjóri verðurÓfeiqur Gestsson, Hvanneyri. Ráðstefnugjald er kr. 1.700.00 og innifalið i því er matur og kaffi. Þátttaka tilkynnist í síma 1 7 1 00 fyrir 20. nóvember. S.U.S. Nýkomin Bambus-húsgögn Ruggustólar — 2 gerðir Bambus-hjónarúm og einstaklingsrúm með náttborðum OPIÐ TIL KL. 10 Vörumarkaðurinn hí. Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-11 2 Er Morgunblaðið með órökstuddar fullyrðingar ? Morgunblaðið sér ástæðu til þess sl. þriðjudag að gefa Valdi- mari Jóhannessyni og Vilmundi Gylfasyni óskemmtilega einkunn fyrir frammistöðuna í Kastljós- þætti sl. föstudag. Margt, sem fram kemur í Morgunblaðinu, er fyrst og fremst spurning um smekk Morgunblaðsins. Um hann er erfitt að deila. Hins vegar segir m.a. „að það virðist vera orðin uppáhaldsíþrótt sumra fréttamanna að leggja sig niður við orðhengilshátt, ósæmi- legar aðdróttanir og órökstuddar fullyrðingar, að því virðist til þess eins að skemmta fólki, sem hefur sama smekk og þeir sjálfir“. Nú vill Morgunblaðið eflaust ekki falla i þá gryfju að vera með orðhengilshátt, ósæmilegar að- dróttanir og órökstuddar fullyrð- ingar. Vill því ekki Morgunblaðið gjöra svo vel að nefna þá efnis- þætti, sem við er átt. Þennan sama dag kemur í Morgunblaðinu eftirprentun á frétt Tímans þess efnis, að spyrl- arnir, Vilmundur og Valdimar, hafi lokað fyrir þáttinn, þegar Jón Sólness beindi óþægilegum spurningum til Vilmundar. Það er rétt, að þetta var klaufalegt. Staðreyndin er raunar sú, að þarna var ekki lokað fyrir Jón Sólness. Hann var búinn að koma sínum aðfinnslum að. Hins vegar var lokað á Vilmund, þegar hann ætlaði að svara fyrir sig. Af því er ekki ástæða til að hafa miklar áhyggjur, þar sem Jón Sólness átti alveg inni að fá seinasta orðið. Til þess að skýra út af hverju nauðsynlegt var að ljúka þætt- inum þarna má geta þess, að þessi þáttur var þegar orðinn Iengri en hann mátti vera. Stúdíóstjóri í sjónvarpssal hafði gefið merki um það, að nauðsynlegt væri að ljúka þættinum. Hann hafði rétt áður gefið merki um, að lokað yrði fyrir þáttinn, hvað sem öllu liði, ef stjórnendur gerðu það ekki sjálfir þegar I stað. 1 þessu tilviki átti auðvitað að hafa þessa ábendingu að engu. Valdimar Jóhannesson. Iðnskóli Akureyrar 70 ára Akureyri, 19. nóvember — Á MORGUN eru liðin 70 ár frá því að Iðnskóli Akureyrar tók til starfa, en 20. nóvember árið 1905 voru fýrstu nemendurnir skráðir í skólann, iðnnemar og handverksmenn á Akureyri. Skól- inn var stofnaður fyrir forgöngu Iðnaðarmannafélags Akureyrar, sem þá var ársgamalt, og er næst- elzti iðnskóli landsins. Elztur er iðnskólinn í Reykjavík stofnaður 1904. Fyrsti skólastjórinn var Jónas Jónasson frá Hrafnagili, en aðrir skólastjórar hafa verið Adam Þor- grímsson, Lúðvík Sigurjónsson, Sveinbjörn Jónsson, Haukur Þor- leifsson, Halldór Halldórsson, Jó- hann Frímann, sem gegndi starf- inu lengst allra eða í 25 ár, og núverandi skólastjóri Jón Sigur- geirsson. Akveðið hefur verið að minnast afmælisins í marzmánuði 1976 og þá verður iðnskólahúsið formlega vígt, en það hefur raunar verið I notkun í nokkur ár. Fasteignasala Austurbæjar 2-54-10 Til sölu m.a. Njálsgata 3ja herb. ibúð á 2. hæð 90 fm. með stórri geymslu og góðri lóð. Garðahreppur Vandað 135 fm einbýlishús á góðum stað. Kópavogur Vandað raðhús á tveimur hæð- um, góð ibúð, falleg baklóð Iðnaðarhúsnæði Höfum til sölu góða 540 fm, hæð i Vogahverfi hentugt fyrir hvers konar iðnað. Iðnaðarhúsnæði Ennfremur 150 fm. jarðhæð sem hentar vel sem bílaverk- stæði eða undir annan iðnað. Höfum kaupendur af ibúðum i eftirtöldum hverfum Háaleití, Norðurmýri, Hliðum, Skólavörðuholti og Vesturbæ, í sumum tilfellum mjög f|ársterka kaupendur. FASTEIGNASALA AUSTURBÆJAR Laugavegi 96. 2. hæð. Simar 25410 og 25370. AUGLÝSINGATEIKIMISTOFA MYIMDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810 Aðalfundur Sýningasamtaka atvinnuveganna hf. verður haldinn í fundarsal Vinnuveitendasam bands íslands að Garðastræti 41, Reykjavík, föstudaginn 28, nóvember 1 975, kl. 1 5.30. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. Stjórnin Þessi glæsilegi station bíll er til sölu og sýnis hjá Bílasölu Guðfinns, Hallarmúla 2, sími 81588. LEIKHÚSGESTIR í ietur getib pif) byrjab Leikhtiaferftina hjá nkkur. því um helgar, á fiittudögum. laugardögum ng suunudiigum munum vif> opna kl. 18.00. sérstaklega fyrir Leikhúsgesti. Njót/f pess ab fá góban mat og góda pjónustu í rólegu umhverfi ábur en pib farib í laikhúsib. HÓTEL HOLT Sími 21011

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.