Morgunblaðið - 21.11.1975, Síða 10

Morgunblaðið - 21.11.1975, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. NÖVEMBER 1975 Hver er aUtofuppgefinn. 9 Stcphan G. Stephansson. Bréf til Sephans G. Stephans- sonar. — (Jrval, III bindi. Q Finnbogi Guðmundsson annað- ist útgáfuna. Q Bókaútgáfa Menningarsjððs og Þjóðvina- félagsins. Q Reykjavfk 1975. Þetta er síðasta bindið af sendibréfum til Stephans G. Stephanssonar, enda það bréfið sem seinast er skrifað, frá árinu 1927. I þessu bindi eru bréf frá Theódóru Thoroddsen, Jakobínu Johnson, Sigríði G. Brandsson, Jóni Jónssyni frá Sleðbrjót, Guttormi J. Gutt- ormssyni, Baldri Sveinssyni, Sigfúsi Blöndal, Guðmundi Finnbogasyni og Sigurði Guð- mundssyni skólameistara. Dr. Finnbogi Guðmundsson lands- bókavörður, sem séð hefur um útgáfuna, hefur ritað langan og skemmtilegan formála, þar sem hann víkur að ýmsu af því í bréfunum, sem er ærið at- hyglisvert, en ekki mundi liggja í augum uppi hjá al- mennum lesanda. Gerir formál- inn bréfasafnið vissulega fýsi- legra til rækilegs og samfellds lestrar. Aftan við bréfin eru skýringar og er þar meðal annars gerð grein fyrir helztu æviatriðum höfundanna og starfsferli þeirra. Loks er svo nafnskrá, sem tekur til allra þriggja bindanna. Þó að ég hafi hér ekki við höndina fyrri bindi þessa safns — og heldur ekki bréf Stephans — las ég þessa bók með ánægju í einni lotu. Þau sýna engu síður en fyrri bindin hvert höfuðskáld og andlegt mikilmenni Stephan var orðinn þegar í lok fyrsta áratugar þessarar aldar í augum merkra landa sinna jafnt austan hafs sem vestan, hve hlýr hann var, þakklátur og laus við beizkju, og að sama skapi ráðhollur, þar sem slíkt gat komið til — og kunni að meta menn ólíkustu gerðar. Fróðlegt er að sjá, hve einlæg vinátta tókst með þefm Stephani og Theódóru Thor- oddsen. Sú kona mun lítt hafa flíkað tilfinningum sínum og einkamálum, en hún lætur lát- laust, en einlæglega í Ijós I bréfum sínum jafnt það harm- ræna sem það gleðilega, er henni hefur borið að höndum síðan Stephan, sem búið hafði um hríð á heimili hennar 1917, hvarf vestur um haf.. . Þá þyk- ist ég fá allgóða hugmynd um geðfellda gerð og að nokkru lífsviðhorf Jakobinu Johnson af hinum sjö bréfum, sem þarna eru birt. Hún hefur haft mikið dálæti á skáldsögum Einars. H. Kvarans og skoðun- um hans, hefur meira að segja kunnað betur að meta Mðra en t.d. ég — og er ekki feimin að segja við sjálfan Stephan G. Stephansson: „Mér fannst Möri flytja mig inn á hrífandi sjónar- svið andans.“ Þá lætur hún í ljós, að hún sé Einars megin í deilu þeirra Nordals. Hún segir síðan i næsta bréfi að vestra beri í „andatrú" mest á alls konar blekkingum og jafnvel fjárglæfrum,“ svo að eftir þeirri afkomu er enginn and- legur gróði á ferðinni. Enda finnst mér hér ekki um neina nýja trú eða trúarkerfi að ræða, heldur aðeins mannsins með- fæddu þrá að „þreifa á“ þvi sameiginlega atriði flestra trúarbragða, að maðurinn lifi, þótt hann skilji við þennan sýnilega likama.. .“ Um bréf Sigríðar G. Brandsson hefur dr. Finnbogi fjallað haglega i for- mála sínum. Þá er komið að lengsta þætti þessa safns, bréfunum frá Jóni frá Sleðbrjót í Jökulsár- hlíð, bónda á Siglunesi við Manítobavatn. Hann mun nú Bókmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN flestum gleymdur öðrum en öldnum Austfirðingum. En hann var tvisvar kosinn þing- maður Norðmýlinga og gat sér orðstir á þingi fyrir gáfur og mælsku, en fluttist allt í einu vestur um haf af meinlegum ástaeðum, eftir þvi sem mér var sagt, þegar ég hafði sem rit- stjóri mikil og um flest góð kynni af Austfirðingum. Bréf hans fylla 55 blaðsíður í safn- inu, enda tókst náin vinátta með þeim Stephani G. og þó ekkert væri fyrir hendi um samskipti þeirra annað en bréf Jóns, er auðsætt, að þeir hafa rætt fjölmargt, bókmenntir, ís- lenzk og kanadísk stjórnmál, skáld og stjórnmálamenn, trú- mál o.sv.frv. Jón var maður frjálslyndur, en þó sá hann glögglega, hvað var sagt og gert af heilindum og hvað ekki, jafnt hjá þeim, sem hossuðu frjálslyndi og félagshyggju og hjá hinum, og orðheppinn var hann. Ég tel hans bréf ekki aðeins mjög læsileg, heldur og þess verð, að þau séu lesin af vakandi athygli. Bréf Guttorms skálds eru mörg skemmtileg, stundum í þeim glettinn hálf- kæringur. Gott dæmi þess er um fjallað í formála dr. Finn- boga. Þá kem ég að næst lengsta þættinum, bréfum Baldurs Sveinssonar, sem kemst í náin kynni við Stephan vestan hafs á fyrsta áratug þessarar aldar. Baldur var með- ritstjóri Lögbers í þrjú ár, en hvarf siðan heim. Fyrsta bréf hans til skáldsins er skrifað 13. maí 1909, það síðasta 22. maí 1925. Baldur Sveinsson hitti ég tvisvar sem unglingur heima hjá Benedikt bróður hans. Ég hafði vit á að þegja, en ég horfði og hlustaði. Þarna fóru saraan gáfur, fróðleikur og góð- vild í viðræðum, og stundum brá fyrir glettni. Og málfarið, það var meitlað og tigið án þess að bera blæ sérvizku eða for- dildar. Síðar hitti ég Baldur aðeins fáum sinnum sem blaða- mann við Vísi. Hann var þá önnum kafinn og ekki var margt talað, — þó glöddu mig tvisvar orð, sem honum urðu af munni um það efni, sem ég bað um fyrir til birtingar, en minnisstæðast var augnaráð- ið, svipurinn, málfarið. Þeg- ar ég las bréf hans til skáldsins sá ég hann fyrir mér. Þarna var það allt, lýs- andi gáfur og glöggskyggni, á menn og málefni, djúp góð- vild einlægni og hæversklega túlkaðar heitar tilfinningar. Ég las sum bréfin tvisvar og allt í einu rann það upp fyrir mér, hvers vegna hann skipaði aldrei stöðu, sem væri við hæfi gáfna hans og fróðleiks: Hann bar með sér að vera of sam- vizkusamur, dulviðkvæmur, og staðfastur persónuleiki til að troða sér í háa ábyrgðarstöðu 1 þröngu og þrautmenguðu þjóð- félagi, sem þó hafði og hefur einmitt þörf fyrir slíka menn. Bréf dr. Sigfúsar Blöndals vitna ljóslega um það, hve stutt kynni af Stephani G. Stephans- syni voru áhrifarík. í bréf- um dr. Sigfúsar felst fyrst og fremst þörf til að tjá sig í trúnaði við hinn vitra drengskaparmann. Þá kem ég að bréfum dr. Guð- mundar Finnbogasonar. Hann á erindi við Stephan og hann greinir frá, hvernig vegni framgangi sameiginlegs áhuga- máls sem þeir hafa rætt. Út af Vígslóða og þeim viðtökum, sem sá kvæðabálkur hlaut vestra. í einu bréfi sínu kemst hann svo að orði um framtíðar- horfur mannanna: „Annars er erfitt að vera bjartsýnn nú á tímum, því aldrei virðist mannkynið hafa verið líkara lægstu skepnum jarðarinnar í því að læra ekki af reynslunni heldur en það er nú. Flugan, sem flýgur í ljósið, er jöfn stjórnvitringunum að því leyti". Þó að bæði guð og menn legðu eitthvað á Guð- mund á þeim árum, sem hann skrifaði bréfin, er yfirleitt í þeim hressilegur tónn, og í upp- hafi eins þeirra leyfir hann sér að láta þetta fjúka við hinn aldna Klettafjallabónda, sem stússaði við fé fram, að tvítugu hérna megin hafsins: „Ég man ekki með vissu, hvort ég svaraði nokkurn tíma tveimur bréfum þínum frá síðasta ári, og er það stórskammarlegt, ef ég hefi ekki gert það, en svona er nú minnið mitt, sagði Hrúta- Grímur, þegar hann var að skila beiðni um hákarlsbeitu frá móður sinni og var minntur á, að kerlingin værl dáin fyrir tveimur árum“... Bréf frá Sig- urði Guðmundssyni skóla- meistara rekur lestina. Hann hafði skrifað rækilega um skáldskap Stephans, og Step- han hafði vottað honum þakk- læti sitt fyrir ritgerð um Her- mann Jónasson rithöfund og um skeið skólastjóra og al- þingismann, en Sigurði hafði af mörgum verið legið á hálsi fyrir að hafa verið óþarflega ber- sögull um lífsóhamingju hins ljóngáfaða og um flest vel gerða manns. Hér heima hafði Framhald á bls. 20 „Sá Andi er frumorsök alls efnis” Erich von Dániken: Sýnir og vitranir. Q Ráðgátur, sem heillað hafa mannkynið frá örófi alda. □ 1 þýðingu Dags Þorleifssonar. □ Bókaútgáfan Örn og Örlygur. Reykjavfk 1975. Þetta er allstór bók, enda er viðfangsefni hins djarfa og fjöl- fróða eldhuga, sem er höfundur hennar, vafalaust það veiga- mesta og forvitnilegasta, sem mannsandinn hefur leitað lausnar á, sem sé upphaf alls sem er. Ég hugsa og að bókin sé ekki aðeins athyglisverð þeim, sem hljóta að líta á hana sem merkan vitnisburð ótvíræðs sannleiksleitanda, heldur engu síður hinum, sem ég hygg lík- legt að telji hana mjög skaðlega og jafnvel innblásna af þeim vonda, þar eð þeir hafi af breið- fylkingu íslenzkra klerka verið varaðir við hvers konar dultrú annarri en þeirri, sem þeir telja skilyrði fyrir sönnum vel- farnaði meira og minna breyskrar mannkindar þessa heims og annars. í fyrra kom út hjá Erni og örlygi bók eftir þennan höf- und, þar sem hann færir allmikil rök að því, að geim- farar frá öðrum hnöttum, þar sem menning og margvísleg þekking sé komin á hærra stig en hér á þessari jarðkringlu, hafi fyrr og síðar vitjað hennar, pg þykir honum sanni næst, að hin furðulega stórbrotnu mann- virki óminnisalda, sem öllum snillingum nútíma verkvísinda er enn óleysanleg ráðgáta, hvernig formuð hafi verið og framkvæmd endur fyrir löngu, hafi til orðið fyrir tilstilli ofur- menna frá öðrum hnöttum. En eins og nafn þessarar bókar ber með sér, fjallar hún um dularfull fyrirbrigði og ekki sízt dultrú í tengslum við sýnir, vitranir, dularfullar lækningar og dulmagnaða staði. Og þrátt fyrir það, þó að hann hafi við rannsóknir sínar kom- izt að raun um f fjölmörgum tilvikum staðlausar ímyndanir og vísvitandí blekkingar, er fyrirsögnin á einum af aðalköfl- um bókarinnar: Vitranir eru veruleiki. Hann fjallar um spá- dóma á mjög svo athyglisverð- an hátt og raunar mér nýstár- legan kemur inn á furðuleg fyrirbrigði á miðilsfundum, þar sem hópar vísindamanna í ýms- um greinum hafa verið við- staddir, og ennfremur getur hann mjög sérstæðra atriða, sem fram hafa komið um annað líf eftir þetta. Um trúarbrögð ritar hann og eðli þeirra. Honum er auðsjáanlega lítið gefið um alvizku og alveldi kaþóisku kirkjunnar, sem hann telur hafa með sefjun blindað sig svo í bernsku og æsku, að það hafi verið þröskuldur á vegi hans til sjálfstæðs þroska, og svo er þá afstaða hans til kristinsdómsins eins og þeirra nýguðgræðinga, sem lengst ganga i krafti hinna svokölluðu Dauðahafshandrita. Ég ætla mér ekki þá dul að gagnrýna þessa bók, heldur vekja á henni athygli, svo fjöl- þætt sem hún er og höfundur- inn mikill og einlægur áhuga- maður um leit þess, sem hann kynni finna sannast og réttast og megi verða öðrum vegvísir eða að minnsta kosti vekja þá til umhugsunar, samþykkis eða andstöðu.. . En nú kem ég að því, sem mér þykir mest um vert f bókinni. Efnishyggjumenn hafa þeir verið kallaðir, sem eru svo miklir af sjálfum sér og sínu veraldarviti í krafti tiltölulega stutt á veg kominna vísinda, að þeir neita að nokkuð annað sé til en það, sem þeir fá skynjað. Allt, sem kallað hefur verið yfirnáttúrlegt, sé helber hindurvitni. Höfundur þessarar bókar læt- ur sér ekki nægja að marg- sanna, að þetta sé ekki síður Bökmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN heimskulegt en að líta á hvern hrævareld mannlegrar fljót- færni eða æsifíknar sem blys, er vísi leið til hulinna heima. Höfundurinn Ieitar svara hjá viðfrægum vísindamönnum í eðlisfræði og náttúruheim- speki. Hann segir um stjarn- fræðinginn og eðlisfræðinginn sir Arthur Eddington, fram- kvæmdastjóra stjarnskoðunar- innar í Cambridge: „Hann gekk út frá því, að ákveðin vitund hafi verið með í ráðum, þegar grundvallarlögmál náttúrunnar hlutu staðfestingu. Fræg er eftirfarandi setning Edding- tons: „Efni heimsins er efni andans." Náttúruheimspek- ingurinn Bernhard Bavink gerði sér far um að brúa gjárnar milli náttúruvísinda og trúarbragða. Hann sagði: Nú á dögum koma okkur efnisforn heimsins fyrir sjónir, sem ein- hver andlegur veruleiki hafi tekið á sig efnismynd.“ Og að lokum: Erich von Dániken hefur þessi orð eftir hinum merka brautryðjanda í eðlisfræði, Max Planik, sem hlaut Nóbelsverð- laun fyrir eðlisfræðilegar upp- götvanir sínar árið 1918: „Þar sem í öllum heiminum er engin orka svo greind og eilíf, að hún sé sjálfri sér nóg, verðum við að gera ráð fyrir, að á bak við þetta allt sé andi, meðvitaður og greind gæddur. Sá andi er frumorsök alls efnis.“ (Leturbr. mín G.G.H.) Vonandi verður sú raunin, að orðið efnishyggjumaður breyti um merkingu, áður en það er ótvírætt orðið skammaryrði. Þýðing Dags Þorleifssonar er á skýru og skilmerkilegu máli, en stöku sinnum hrökkva út úr honum ánaleg og óviðeigandi orð. Um það bil í miðri bókinni eru tuttugu og fjórar ljós- myndasíður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.