Morgunblaðið - 21.11.1975, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21 NÖVEMBER 1975
* * * J**********************
*
♦
*
*
*
*
*
*
*
*
♦
*
*
*
*
♦
♦
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
Skólavörðustíg og Bergstaðastræti.
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
*
♦
*
*
*
*
*
Hvað er
starmíx?
Starmix er heiti á vestur-þýzkum gæðavörum, sem við höfum
fengið umboð fyrir. Fyrsta sendingin er komin og við bjóðum
viðskiptavinum okkar, gömlum og nýjum, að líta við og skoða
varninginn — hrærivélar, ryksugur (einnig iðnaðarryksugur),
kaffikönnur, hárþurrkur og ýmis önnur heimilistæki.
Flestir vita, að við selj-
um CANDY þvottavélar
og kæliskápa, PFAFF
saumavélar, PASSAP
prjónavélar, ITT frysti-
kistur og kæliskápa, en
nú aukum við vöruúrval
okkar og þjónustu, með
því að bæta STARMIX
heimilistækjunum í hóp-
inn. Við látum okkur
ekki nægja að selja
þessar þekktu vöruteg-
undir — við leggjum
einnig metnað okkar í
að hafa góðan vara-
hlutalager og viðgerða-
þjónustu.
ICELANDIC LYRICS- ÍSLENSK LJÓÐ
VALIN AF PRÓFESSOR RICHARD BECK
bESSI GULLFALLEGA ÚTGAFA AF LjÓOUM ÍSLENSKRA ÖNDVEGIS-
SKÁLDA, A FRUMMÁLI OG I ENSKRI ÞÝÐINGU ER NÚ FÁANLEG
AFTUR I MJÖG TAKMÖRKUÐU UPPLAGI.
ÚTSÖLUSTAÐIR:
BÓKABÚÐ LÁRUSAR BLÖNDAL SKOLAVÖROUSTÍG 2
OG VESTURVERI
BÓKABÚÐ JÓNASAR EGGERTSSONAR ROFABÆ 7
BÓKABÚO MÁLS OG MENNINGAR LAUGAVEGI 18
BÓKAVERSLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR AUSTURSTRÆTI 18
BÓKAVERSLUN SNÆBJARNAR HAFNARSTRÆTI 4
BÓKABÚÐ KEFLAVÍKUR HAFNARGÖTU 32
HELGAFELL LAUGAVEGI ÍOO
ÍSAFOLD AUSTURSTRÆTI 8
BÓKIN KOSTAR AÐEINS KR. 1,800
Brfreiðaeigendur
Á meðan þér bíðið er bifreiðin
ryksuguð, þvegin og bónuð.
Opið alla daga vikunnar
Virka daga frá kl. 8—18.40
sunnudaga frá kl. 9—18.40
BÓN- OG ÞVOTTASTÖÐIN HF.,
SIGTÚNI 3.
Danskir listamenn
1 Norræna húsinu
Laugardaginn 22. nóvember
n.k. kl. 16:00 og þriðjudaginn 25.
nóv. kl. 20:30 kemur danski tón-
listarmaðurinn Evald Thomsen
ásamt Hardy syni sínum fram á
tónleikum í Norræna húsinu.
Tónlist sú, sem þeir Evald
flytja, er gamla alþýðulega dans-
tónlistin, sem öldum saman hefur
verið leikin við brúðkaup og
önnur veizluhöld í sveitum Dan-
merkur. Það er danstónlist án
texta, sem skapar gleði og sam-
kennd, þar sem menn koma
saman. Þessi danstónlist er 1 eðli
sínu almenningseign — dansar-
arnir og hljómfallið, er hið sama
frá héraði til hérðas, en hver ein-
stakur flytjandi, sjálfur spilarinn,
ljær tónlistinni sitt einkenni.
Undanfarin ár hefur áhuginn á
alþýðlegri tónlist mjög vaxið, og
Evald Thomsen hefur orðið læri-
meistari unga fólksins, sem hefur
lagt frá sér rafmagnsgítarinn og
tekið sér fiðluna í hönd, svo sem
De Nordiske Spillemænd og
Lirum Larum, sem hafa gefið út
hljómplötur með gamalli tónlist.
Þeir byggja á anda Evald
Thomsens og sækja lög til hans.
Evald hefur leikið á fjölmörgum
tónleikum innanlands og utan,
meðal annars lék hann fyrir
fjöldadansi í sumarbúðum hjá
Det Ny Samfund í Thy 1970.
Hann hefur leikið inn á 4 hljóm-
plötur, og frá 1971 er hann rikis-
ráðinn spilari — en ekki hefur
það orðið til þess, að hann yrði
neitt leiðari á að spila.
Kaffisala Dóm-
kirkiukvenna
ÞEGAR haustar að og félagsstarf
hinna einstöku félaga og félaga-
samtaka er komið i fullan gang,
efna félögin gjarnan til kaffisölu
og halda basara til'styrktar þeim
stofnunum, sem þau starfa fyrir.
Á sunnudaginn kemur, 23. nóv.
efnir kirkjunefnd kvenna Dóm-
kirkjunnar til hinnar árlegu
kaffisölu sinnar i Tjarnarbúð i
nágrenni kirkjunnar, og verður
húsið opnað kl. 2.30. Einnig verð-
ur basar í sambandi við kaffisöl-
una fyrir kaffigesti.
Kirkjukaffi Dómkirkjunnar
hefur jafnan þótt rausnarlegt og
hefur notið mikilla vinsælda
hinna mörgu velunnara Dóm-
kirkjunnar, sem nú eru dreifðir
mjög um allan bæ.
Gefst gömlum kunningjum gott
tækifæri til að hittast þarna og
rabba saman um stund yfir kaffi-
bolla, þar sem ljúffengar kökur
og annað góðgæti verður fram
borið.
Þá gefst kaffigestunum tæki-
færi til að kaupa vel unna muni á
basar nefndarinnar, sem konurn-
ar hafa unnið og gefið á basarinn.
Hafa þær komið saman á hverju
fimmtudagskvöldi síðustu vikurn-
ar á kirkjulofti Dómkirkjunnar
og unnið af kappi fyrir basarinn.
Hafa þessi vinnukvöld verið kon-
unum alveg sérstakar ánægju-
stundic 1 sambandi við kaffisöl-
una verður einnig happdrætti
með góðum munum.
Ágóða kaffisölunnar, basars og
happdrættis verður varið eins og
áður til þess að prýða Dómkirkj-
un, afla henni góðra gripa og
styðja safnaðarstarfið.
Sóknargjöld kirknanna
hrökkva nú vart lengur fyrir
nauðsynlegustu útgjöldum svo að
störf kvenfélaganna og hinna
frjálsu samtaka innan safnaðanna
eru vissulega þýðingarmikil, og
margt væri fátæklegra í starfi
safnaða Reykjavíkur, ef starfs
kvenfélaganna nyti ekki við.
Með þvi að sækja kaffisölu
kirkjunefndarinnar er safnaðar-
fólk og velunnarar Dómkirkjunn-
ar að styðja safnaðarstarfið og
sýna ræktarsemi sinni gömlu
kirkju.
Sunnud. 30. nóv. gengst kirkju-
nefnd kvenna fyrir aðventukvöldi
í Dómkirkjunni, 1. sunnud. í að-
ventu kl. 8.30.
Hafa aðventukvöldin verið með
sérstökum jólablæ og átt miklum
vinsældum að fagna, enda er að-
ventutíminn undirbúningstimi
undir jólahátiðina.
Styðjum öll kaffisölu kirkju-
nefndar kvenna á sunnudaginn
kemur.
Óskar J. Þorláksson.